Morgunblaðið - 19.04.1986, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. APRÍL1986
Þjóðar-
skútan
Þegar ég hlustaði á eldhús-
dagsumræður alþingismann-
anna okkar blessaðra á fimmtu-
dagskveldið var, þá flugu inn um
glugga vinnustofunnar ljóðlínur úr
nýjustu bók Gunnars Dal: Undir
Skilningstrénu.
Þjóðarskútan
er undarlegt skip.
Þegar hún siglir í strand
eru sett undir hana
ný hjól.
Þegar henni
er ekið fram af hengifluginu,
dettur hún ekki
niður í hyldýpið.
Hún fellur upp.
Henni vaxa vængir.
Og hún flýgur á ný,
eitthvað
út í bláinn.
Stefán Ben
Einn þingmanna Stefán Bene-
diktsson frá Bandalagi jafnaðar-
manna vék í eldhúsdagsræðu sinni
að því sérstæða fyrirbæri er nefnist
eldhúsdagsumræður ... þetta leik-
hús sem er fært upp tvisvar til
þrisvar á ári, sýnir ekki veruleika
þingstarfa ... hvers vegna má ekki
hafa sérstaka útvarpsrás opna á
þingfundum, í stað þess að leiða
stjómarsinna fram á leiksviðið
tvisvar þrisvar á ári svo þeir geti
gumað af afreksverkum sínum og
síðan koma stjómarandstæðingar
með sinn bölmóð ... Slíkar umræð-
ur em vita náttúrulausar því menn
skiptast ekki á skoðunum, en kepp-
ast þess í stað við að gefa há-
stemmdar yfirlýsingar í þejrri von
að einhver sé að hlusta. Eg lít á
tölu Stefáns Benediktssonar sem
áskorun til þeirra er nú stýra ríkis-
fjölmiðlunum og þá kannski ekki
síður til þeirra er nú stýra ljósvaka-
Ijölmiðlum utan ríkisgeirans.
Nú og hvert er viðhorf hins háa
Alþingis? Er nokur von til þess að
hinn almenni kjósandi fái glögga
mynd af starfsháttum alþingis-
manna, nema hann eigi þess kost
að fylgjast með daglegu sýsli þeirra
í n'efndum og ráðum? Þar með er
ekki sagt að eldhúsdagsumræður
eigi ekki rétt á sér, þingmenn verða
að fá að sletta við og við úr klaufun-
um fyrir framan alþjóð enda margir
hveíjir alveg prýðilegir leikarar.
Fílabeinsturninn
Mér fannst mega ráða af fyrr-
greindri ádrepu Stefáns Ben að
hann teldi þingmenn lokaða inní
eins konar fílabeinstumi. Má vera
að svo sé á stundum til dæmis
fundust mér persónulega yfirlýsing-
ar Steingríms Hermannssonar for-
sætisráðherra um vanda húsbyggj-
enda ákaflega einkennilegar. Það
er rétt hjá þér Steingrímur að Ráð-
gjafaþjónusta húsbyggjenda er öll-
um opin og ég er einmitt einn þeirra
er hefí leitað þangað og notið ákaf-
lega góðrar þjónustu Olafs Jensson-
ar, slíkt ber að virða. En ég get
ekki sagt að hin svokölluðu „neyð-
arlán“ bæti okkur húsbyggjendum
er urðum fyrir hnefahöggum stjóm-
valda á ámnum ’81-’85 mikið tjón-
ið. Er til dæmis nokkuð einasta
réttlæti í því Steingrímur, að okkur
beri að greiða niður „neyðarlánin"
á 16—20 árum á sama tíma og sú
kynslóð er næst byggir fær að
greiða risalánin sín niður á 40
árum? Þú lýstir því yfir Steingrímur
að ... engum sem er í venjulegri
vinnu ætti að vera ofviða að greiða
hin nýju risalán.
En hvað um þá ríflega tvöþúsund
húsbyggjendur er lentu í þumal-
skrúfum stjómvalda, heldur þú að
„venjuleg vinna“ losi um kverkatak-
ið hjá þessu fólki á næstu ámm og
áratugum? Ætli endi ekki með því
að þessi hópur verði að ná undir
sig sérstakri útvarpsrás til að ná
inní fílabeinsturninn. _
Ólafur M.
Jóhannesson.
ÚTVARP / SJÓNVARP
Lx)kaþátturinn um Árna í Hraunkoti:
Leyndarmálið í litlu öskjunni
■■■■ Leyndarmálið í
1 700 öskjunni
heitir áttundi og
síðasti þáttur framhalds-
leikrits Ármanns Kr. Ein-
arssonar um Áma í Hraun-
koti sem verður á dagskrá
rásar eitt síðdegis í dag. í
7. þætti sagði frá því þegar
unglingarnir í Hraunkoti,
Hringborðið:
Spjallað við Pálma,
Helgu og Eirík
MHB Þátturinn
1 7 00 Hringborðið er á
1 i — dagskrá rásar
tvö síðdegis í dag. I þættin-
um fara fram hringborðs-
umræður á léttari nótunum
um tónlist og ýmislegt er
henni tengt og fær stjóm-
andinn, Ema Amardóttir,
að jafnaði þtjá gesti í heim-
sókn sem rabba sín á milli
um músík af ýmsu tagi,
skiptast á skoðunum og
velja óskalög.
Að þessu sinni verða
gestir Emu þau Pálmi
Gunnarsson, Helga Möller
og Eiríkur Hauksson, þjóð-
kunnir tónlistarmenn sem
senn halda til Björgvinjar
og keppa þar fyrir hönd
íslands í Söngvakeppni
sjónvarpsstöðva. Þrenning-
in hefur haft æði mikið að
gera undanfarið, m.a. við
gerð myndbands um
„Gleðibankann", sem sýnt
verður í sjónvarpi á sunnu-
dagskvöld. Ekki er að efa
að gestimir hafi frá ýmsu
að segja varðandi fyrir-
hugaða þátttöku sína í
söngvakeppni og fróðlegt
verður að fylgjast með
hvers konar tónlist þau
Eiríkur, Helga og Pálmi
setja á fóninn heima hjá
sér á síðkvöldum.
Olli ofviti og Gussi á
Hrauni hittu Sófus heild-
sala við Hraunsá þar sem
hann hafði ekki haft erindi
sem erfiði við laxveiðamar.
Olli ofviti fann þá upp á
nýstárlegri veiðiaðferð sem
bar þann árangur að öllum
var boðið til laxaveislu hjá
Sófusi. Er veislan stóð sem
hæst bar þar að Kela kalda
og í slagtogi með honum
voru tveir allskuggalegir
náungar. Fyrir tilviljun
tókst þeim Árna og Olla
að koma í veg fyrir áform
þeirra um að nota sprengi-
efni til veiða í laxahylnum
við Hraunsá.
Leikendur í 8. þætti em:
Hjalti Rögnvaldsson, Anna
Kristín Arngrímsdóttir,
Valgerður Dan, Jón Júlíus-
Ármann Kr. Einarsson,
rithöfundur.
son, Þórhallur Sigurðsson,
Ámi Tryggvason, Bryndís
Pétursdóttir, Sigurður
Karlsson og Guðbjörg Þor-
bjamardóttir. Sögumaður
er Gísli Alfreðsson og leik-
stjóri Klemenz Jónsson.
Monsjör
Kíkóti
■■■■ Á dagskrá sjón-
O"! 30 varPs 1 kvöld er
1 ““ ný bresk sjón-
varpsmynd sem gerð er
eftir samnefndri skáldsögu
Graham Greene, Monsjör
Kíkóti. Saga þessi er allsér-
stæð og fjallar um tvo
heiðursmenn, prestinn föð-
ur Kíkóta og bæjarstjórann
Sancho Zancas en þeir em
báðir frá þorpinu Tóbósó á
Spáni. Þeir fara í ferðalag
á fíatinum Rósinante og
lenda í ýmsum ævintýmm.
Þó þeir félagar hafi ekki
sömu lífsskoðun, annar
sannkristinn en hinn
kommúnisti, tekst með
þeim traust vinátta. Vin-
irnir tveir sverja sig í ætt
við hinar heimsþekktu
sögupersónur M. Cer-
vantez, Don Quixote og
Sancho Panza, en em þó
nútímalegri.
Félagamir tveir, faðir Kíkóti og Sancho Zancas bæjarstjóri.
UTVARP
LAUGARDAGUR
19. apríl
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.1 E Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
7.20 Morgunteygjur.
7.30 Islenskir einsöngvarar
og kórar syngja.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
8.30 Lesiö úr forystugreinum
dagblaðanna. Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga.
Helga Þ. Stephensen kynn-
ir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður
sem Örn Ólafsson flytur.
10.10 Veðurfregnir.
Óskalög sjúklinga, fram-
hald.
11.00 Á tólfta tímanum.
Blandaður þáttur úr menn-
ingarlífinu í umsjá Þorgeirs
Ólafssonar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.50 Hér og nú. Fréttaþáttur
ívikulokin.
15.00 Evrópumót landsliða í
körfuknattleik, C-riöill.
Ingólfur Hannesson og
Samúel Örn Eriingsson lýsa
slðari hálfleik íslendinga og
Norðmanna I Laugardals-
höll.
15.50 íslenskt mál. Jón Aðal-
steinn Jónsson flytur þátt-
inn.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Listagrip. Þáttur um list-
ir og menningarmál. Um-
sjón. Sigrún Björnsdóttir.
17.00 Framhaldsleikrit barna
og unglinga: „Árni í Hraun-
koti“ eftir Ármann Kr. Ein-
arsson. Leikstjóri: Klemenz
Jónsson. Sögumaöur: Gísli
Alfreðsson. Leikendur:
Hjalti Rögvaldsson, Anna
Kristín Arngrímsdóttir, Val-
gerður Dan, Árni Tryggva-
son, Jón Júliusson, Þórhallur
Sigurðsson, Bryndis Péturs-
dóttir, Siguröur Karlsson og
Guðbjörg Þorbjarnardóttir.
Áttundi og síðasti þáttur:
„Leyndarmáliö i litlu öskj-
unni". (Áður útvarpað
1976).
17.45 Síðdegistónleikar.
Pianókvintett á a-moll op.
81 eftir Friedrich Kalkbrenn-
er. Mary Louise Boehm,
Arthur Bloom, Howard
Howard, Fred Sherry og
Jeffrey Levine leika.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 „Sama og þegiö".
Umsjón: Karl Ágúst Ulfsson,
Sigurður Sigurjónsson og
Örn Árnason.
20.00 Harmoníkuþáttur. Um-
sjón: Högni Jónsson.
20.30 Þátturinn okkar.
Handrit og umsjón: Pétur
Eggerz og Erla B. Skúladótt-
ir. Umsjónarmaður tónlistar:
Edvard Fredriksen. Flytjend-
ur auk þeirra: Sigríður Pét-
ursdóttir, Ellert A. Ingimund-
arson, Kristján Hjartarson
og Birgir Karlsson.
21.00 „Ertu þreyttur og slæpt-
ur?“, smásaga eftir Babette
Rosmond og Leonard M.
Lake. Jónina Leósdóttir
þýddi. Edda V. Guömunds-
dóttir les:
21.20 Vísnakvöld. Gísli Helga-
son sérum þáttinn.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veöurfregnir.
22.20Í hnotskurn — Svarta
perlan og hjartaknúsarinn.
Sagt frá skemmtikröftunum
Folies Bergere, Josephine
Baker og Maurice Chevalier
og leikin lög með þeim.
Umsjón Valgaröur Stefáns-
son. Lesari með honum:
Signý Pálsdóttir. (Frá Akur-
eyri).
23.00 Danslög.
SJÓNVARP
16.00 Iþróttir og enska knatt-
spyrnan
(Umsjónarmaöur Bjarni Fel-
ixson.
19.20 Búrabyggð
(Fraggle Rock)
Fjórtándi þáttur. Brúðu-
myndaflokkur eftir Jim Hen-
son. Þýðandi Guðni Kol-
beinsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.35 Glettur — Flosa Ólafs-
sonar. Þjóðkunnur spaugari
■ og höfundur Vikuskammta
slettir úr klaufunum. Stjórn
' upptöku Björn Emilsson.
21.00 Dagbókin hans Dadda
(The Secret Diary of Adrian
LAUGARDAGUR
19. apríl
MoleAged 133A)
Fjórði þáttur. Breskur
myndaflokkur í sjö þáttum,
gerður eftir bók Sue Towns-
ends. Leikstjóri Peter Sas-
dy. Aöalhlutverk: Gian San-
marco, Julie Walters, Step-
hen Moore og Beryl Reid.
Þýðandi Kristmann Eiösson.
21.30 Monsjör Kíkóti
(Monsignor Quixote)
Ný bresk sjónvarpsmynd
gerð eftir samnefndri skáld-
sögu eftir Graham Greene
sem komið hefur út á ís-
lensku. Leikstjóri Rodney
Bennett. Aðalhutverk Alec
Guinness og Leo McKern.
Monsjör Kíkóti er makalaus
saga um tvo heiðursmenn
frá þorpinu Tóbósó á Spáni,
prestinn og Sancho bæjar-
stjóra. Þeir lenda í ferðalög-
um á fiatinum Rósinante,
ekki ólíkt forfeðrum sínum
Don Quixote og Sancho
Panza. Með þeim félögum
tekst mikil vinátta þótt þeir
séu ekki á einu máli um
kristindóm og kommún-
isma. Þýðandi Ragna Ragn-
ars.
23.25 EricClapton
Breks-bandarískur sjón-
varpsþáttur frá tónleikum
Eric Claptons og félaga í
Bandaríkjunum á síðasta
ári. í þættinum leikur Clap-
ton og syngur mörg sin
þekktustu lög.
00.35 Dagskrárlok
24.00 Fréttir.
00.05 Miðnæturtónleikar.
Umsjón: Jón Örn Marinós-
son.
01.00 Dagskrárlok.
Næturútvarp á rás 2 til kl.
03.00.
LAUGARDAGUR
19. apríl
10.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Sigurður Blön-
dal.
12.00 Hlé
14.00 Laugardagurtillukku
Stjórnandi: SvavarGests.
16.00 Listapopp
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
17.00 Hringborðið
Erna Arnardóttir stjórnar
umræðuþætti um tónlist.
18.00 Hlé
20.00 Línur
Stjórnandi: Heiðbjört Jó-
hannesdóttir.
21.00 Milli stríöa
Jón Gröndal kynnir dægur-
lög frá árunum
1920-1940.
22.00 Bárujárn
Þáttur um þungarokk í
umsjá Siguröar Sverrisson-
ar.
23.00 Svifflugur
Stjórnandi: Hákon Sigur-
jónsson.
24.00 Ánæturvakt
með Pétri Steini Guð
mundssyni
03.00 Dagskrárlok.