Morgunblaðið - 19.04.1986, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.04.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAU G ARD AGUR 19. APRÍL1986 25 Sovétmönnum fjölg- ar enn í Eþíópíu Skemmdirnar á Benina flugvelli AP/SImamynd Pentagon, bandaríska hermálaráðuneytið, lét fréttamönnum í té þessa mynd á fimmtudag og á hún að sýna skemmdir þær sem loftárásir Bandaríkjamanna á Benina flugvöllinn í Líbýu ollu. sagði í tilkynningunni. Jafnframt voru Sovétmenn sakaðir þar um að „auka afskipti sín“ af málefnum Eþíópíu. Frá rann- sókn á morði Palme Stokkhólmi. AP. LÖGREGLAN lét í dag lausan miðaldra mann, sem sænsk dag- blöð höfðu haldið fram að gæti ef til vill tengst morðinu á Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar. Hans Holmer, lögreglu- stjóri í Stokkhólmi, sem er yfir rannsókn málsins, dró úr fyrri yfirlýsingum á fundi með frétta- mönnum, að um atvinnumorð- ingja hefði verið að ræða. Þá kom í fyrsta skipti fram á fundinum lýsing á morðingjanum í smáatriðum. Holmer sagði að það væri samdóma álit sjónarvotta að morðinginn væri á fertugsaldri, dökkur yfirlitum, um 1,80 á hæð og hefði haldið ró sinni eftir morðið. Sagði Holmer að svo virtist sem maðurinn væri vanur skotmaður, en óvanur morðum. Holmer sagði á fundinum að hann væri sannfærður um að morð- ingi Palmes myndi nást að lokum. Eftir sjö vikna langa rannsókn hefur ennþá ekkert komið fram sem bendir til þess að lögreglunni hafi miðað mikið áleiðis. DAMAGED MI-8/HtP OESTROYED MI-8 HIP Khartoum. AP. UPPREISNARMENN í Eþíópíu halda því fram, að 3.000 til 5.000 sovézkir hernaðarráðgjafar og tæknisérfræðingar hafi nýlega komið til landsins í því skyni að aðstoða marxistastjórnina þar við að hefja nýjar sóknaraðgerð- ir gegn uppreisnarmönnum i Eritreuhéraði. Kom þetta fram i tilkynningu, sem Frelsisfylking Eritreumanna (EPLF) lét frá sér fara í gær. í tilkynningunni sagði ennfrem- ur, að stjórn Mengistu Haile Mar- iam áformaði miklar hernaðarað- gerðir gegn uppreisnarmönnum á næstu mánuðum. EPLF er ein af mörgum hreyfingum í Eritreu, sem barizt hafa gegn stjórnarhernum í Eþíópíu fyrir aðskilnaði nyrsta hér- aðs landsins. Á meðal hinna nýkomnu sovézku hemaðarráðgjafa eru tæknimenn og flugmenn og er talið, að þeir muni hafa aðsetur í borginni Asmara, höfuðborg Eritreu. Með þeim er fjöldi sovézka herliðsins í Eþíópíu orðinn 6.500 til 8.500 manns. „Mengistu er að undirbúa alls- herjarsókn gegn íbúum Eritreu," Sprengjan sem fannst á Heathrow-flugvelli; Lögreglan hefur hand- tekið tilræðismanninn London. AP. BREZKA lögreglan handtók í gærkvöldi Palestínumann- inn Nezar Hindawi, sem eftirlýstur var fyrir áform um að sprengja júmbóþotu ísraelska flugfélagsins E1 A1 í loft upp. Hindawi laum- aði sprengju í handtösku kærustu sinnar og sagðist ætla að taka hana með sér til Israels og giftast henni. Hindawi er sagður hafa blekkt konuna, sem handtekin var á fimmtudag á Heathrow-flugvelli með sprengju í farangrinum, til að halda að hún færi með honum til Israels til að giftast honum, að því er haft er eftir bæði móður hennar og lögreglu. Konan heitir Anne-Marie Murphy, er þijátíu og tveggja ára og írsk. Hún vann á Hilton-hótelinu í London og er ólétt. Hún er miður sín yfír þessum atburði og reynir eftir megni að vinna með lögregl- unni. Hún ætlaði ásamt vini sínum Nezar Hindawi er eftirlýstur um allt Bretland. Hann laumaði sprengju í handtösku kærustu sinnar og sagðist ætla að taka hana með sér til ísraels og giftast henni. að fljúga til ísraels með farþega- þotu ísraelska flugfélagsins E1 Al. Nezar Hindawi, sem er 35 ára, er gefíð að sök að hafa komið sprengiefninu fyrir í handtösku Murphyar án þess að láta hana vita og sent hana um borð í vélina til Tel Aviv. Talið er að Hindawi sé Palestínu- maður. Fyrrum vinnuveitandi hans segir að hann sé frá þorpi í norður- hluta Jórdaníu og eigi þar háttsetta ættingja. Sprengjan átti að springa á leið- inni til Tel Aviv og hefðu þijú hundruð og sjötíu farþegar og átján manna áhöfn farist um borð í Boeing 747-þotunni. Móðir Anne-Marie Murphy, Kat- hleen, sagði á heimili sínu í Sally- noggin við Dyflini að hún vissi að Hindawi hefði gert dóttur sína ólétta. Sagði Kathleen að Anne-Marie hefði hringt í systur sína og sagst ætla að giftast þessum strák í ísrael á laugardag (í dag). Hindawi sótti Anne-Marie á hótelið í leigubíl, fór með henni á flugvöllinn og skildi við hana þar. Hann kvaðst ætla að fara og skrá sig út af hótelinu sínu, sem hann gerði fímmtán mínútum áður en öryggisverðir á flugvellin- um fundu sprengjuna falda undir fölskum botni handtöskunnar. Þeg- ar var gert viðvart á flugvöllum og höfnum Bretlands. Aðstoðarritstjóri blaðsins Al- Arab, sem kemur út á arabísku og er gefið út í London, kveðst hafa ráðið Hindawi sem sendil fyrir fjór- um árum og rekið hann tveimur mánuðum síðar vegna þess að hann hafi verið ósvífínn hrokagikkur. Frú Murphy sagði að Hindawi hefði sagt dóttur sinni að hann væri blaðamaður og skrifaði um stjórnmái. Hún sagði að hún hefði næstum dáið þegar hún sá myndina af Hindawi í sjónvarpinu: „Þetta var hræðilegt áfall. Faðir hennar hefur grátið linnulaust og ég hef ekki mikið álit á þessum kærasta dóttur minnar. Ég held að hann hafí logið hana fulla,“ sagði frú Murphy. Costa Rica: Sprenging við bandaríska sendiráðið San Jose. AP. SPRENGJA sprakk á fimmtu- dagskvöld fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Costa Rica með þeim afleiðingum að fimm veg- farendur særðust. Lögreglan sagði að fjórir menn, þar af einn frá Nicaragua, hefðu verið teknir í gæsluvarðhald þegar eftir sprenginguna í miðborg San Jose. Talið er að um handsprengju hafi verið að ræða. Þeir sem særð- ust voru að bíða eftir strætisvagni rétt hjá sendiráðinu þegar sprengj- an sprakk. íbúar Scilly eyja og Hollendingar semja um frið: 300 ára styriöld lokið MqpÍii Q/<illvairium St. Maríu, Scillyeyjum. AP. STRÍÐINU milli Hollendinga og eyjarskeggja á Scillyeyjum lauk á fimmtudag um 335 árum eftir að friður tókst. Fulltrúar beggja aðilja voru skeiðbrosandi enda ekki ástæða til annars þar sem ekkert manntjón var í styrjöld- inni og opinberlega var lýst yfir friði í ráðhúsinu á eyju Heilagrar Maríu. „Það er mér einstök ánægja að geta heimsótt eyjarnar og sagt íbú- um þar að stríðinu sé loksins lokið,“ sagði Jonkeer Huydecoper, sendi- herra Hollendinga. Til að færa sönnur að máli sínu færði sendiherrann eyjaskeggjum orðskrúðuga friðaryfirlýsingu skráða á mikinn vafning. ibúar Scillyeyja, sem eru um 45 km undan suðvesturhorni Englands, hafa ætíð haldið því fram að Hollendingar hafi lýst stríði á hendur þeim árið 1651 og þessu stríði hafi aldrei verið aflýst þar til nú. Roy Duncan, sagnfræðingur og formaður ráðsins, sem stjórnar eyjunum 140 og 1.950 íbúum þeirra, sagði fyrir athöfnina að Lundúnum. AP. GENGI Bandaríkjadals gagn- vart nokkrum helstu gjald- miðlum heims var í gær er gjaldeyrismarkaðir lokuðu, sem hér segir. Gengið frá því á fimmtudag innan sviga. Dalur kostaði: 2,2200 vestur-þýsk mörk (2,2275) eyjaskeggjar hefðu málið í flimting- um, en „tæknilega eigum við enn í stríði.“ Stríði, sem nú er lokið. Hollendingar lýstu yfír stríði við eyjarnar 1651, eins og áður segir, til þess að þvinga sjóræningja, sem höfðu þar bækistöðvar, til þess að hætta að ræna skip 1,8635 svissnesska franka (1,8580) 7,0800 franska franka, (7,0915) 2,5110 hollensk gyllini (2,5100) 1.523,00 ítalskar lírur (1.530,50) 1,3870 kanadíska dali, (1,39055) 175,80japönsk yen, (175,40). Pundið kostaði 1,51425 dali, en kostaði í gær 1,5200. GENGI GJALDMIÐLA FERÐAMÁLASKÓLI ÚTSÝNAR 10 daga námskeið i samvinnu við Verzlunarskóla íslands 22. apríl — 6. maí Kennslan fer fram í nýja Verzlunarskólanum, Ofanleiti 1 kl. 19.15—22.00 virka daga (nema 23. apríljogtvolaugardagakl. 14.15—17.00. Kennslugreinar: 1. Uppbygging fargjalda og útgáfa farseðla. 2. Fararstjórn erlendis I. 3. Fararstjórn erlendis II. Upplýsingar, innritun og staðfesting þátt- töku í Útsýn, Austurstrœti 17 kl. 2—4 síðdegis í dag, laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.