Morgunblaðið - 19.04.1986, Síða 32
fc32
MORGUNBLADIÐ.'LAUGARDAGUR Í9. APRÍL1986
y
Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra:
Skatttekjur ríkis-
íns hafa mínnkað um
3.800 milljónir króna
— í tíð núverandi ríkisstjórnar
„Veruleg’ umskipti hafa orðið
í skattamálum. Beinir skattar
hafa verið lækkaðir um 1.400
milljónir króna, sem er um það
bil helmingur af nettótekju-
skatti einstakling-a. Skattabyrði
einstaklinga til ríkisins vegna
beinna skatta hefur lækkað um
því sem næst fjórðung frá árinu
1982.“ Þannig komst Þorsteinn
Pálsson, fjármálaráðherra, að
orði i útvarpsumræðum (eld-
húsi) í fyrrakvöld. — Fjármála-
ráðuneytið vinnur nú að heild-
aruppstokkun á skattakerfinu
og tillögugerð um nýtt tekjuöfl-
unarkerfi, m.a. til þess að ná
tökum á dulinni atvinnustarf-
semi og skattsvikum.
Fjármálaráðherra sagði að
óbeinir skattar og tollar hefðu og
lækkað verulega. Launaskattur
hefur verið afnuminn í fiskvinnslu
og iðnaði. Verðrjöfnunargjald af-
numið í verði raforku. Samtals
hafa skatttekjur ríkissjóð verið
færðar niður um rúmlega 3.800
m.kr. í tíma núverandi ríkisstjóm-
ar.
Fjármálaráðherra sagði að
þessar umfangsmiklu skattalækk-
anir, sem og aukin fjárframlög til
húsnæðismála, hafi með öðru
valdið hallarekstri ríkissjóðs.
í undirbúningi er heiidarupp-
Þorsteinn Pálsson
stokkun á skattakerfínu og til-
lögugerð til breytinga. Ástæðan
er fyrst og fremst sú að upplýsing-
ar nefndar, sem ríkisstjómin fól
að meta dulda atvinnustarfsemi
og skattsvik, gera það óhjá-
kvæmilegt að „byggja hér upp
nýtt tekjuöflunarkerfi, bæði
beinna og óbeinna skatta, eins og
unnið hefur verið að að undan-
fömu“.
Umsvif skattsvika:
Niðurstöður nefndar
Stuttar
þingfréttir
Skriður á
stjórnar-
frumvörpum
Fundir vóru i báðum þingdeild-
um í gær, föstudag, og þingstörf
halda áfram í dag, iaugardag,
enda styttist nú óðum í þing-
lausnir, sem enn eru tímasettar
síðasta vetrardag, 24. þessa mán-
aðar. Ein lög vóru samþykkt í
efri deild, um talnagetraunir, en
fjölmörg stjómarfrumvörp
„skriðu" hratt áfram í báðum
þingdeildum.
Lög um talnagetraunir
Hin nýju lög um talnagetraunir
heimila dómsmálaráðherra að veita
Iþróttasambandi Islands, Ung-
mennafélagi íslands og Öryrkja-
bandalagi Islands ieyfí til þess að
starfrækja saman, í nafni félags,
sem samtök þessi stofna, getraunir,
er fram fara „með þeim hætti, að
á þar til gerða miða er skráð eða
valin röð talna og eða bókstafa".
Nokkur rimma stóð um þetta
frumvarp. Breytingartillögur vóru
felldar. Frumvarpið var samþykkt
með 14:4 atkvæðum í efri deild.
og tillögnr til úrbóta
ÞORSTEINN Pálsson, fjármála-
ráðherra, hefur lagt fyrir Al-
’ þingi skýrslu um störf nefndar
sem kannaði umfang skattsvika,
samkvæmt þingsályktun þar um
frá því í maí 1984. Hér á eftir
fara samandregnar niðurstöður
og tillögur til úrbóta, sem nefnd-
in hefur skilað. Albert Guð-
mundsson, fyrrverandi fjármála-
ráðherra, skipaði nefndina. For-
maður hennar var Þröstur Ólafs-
son, hagfræðingur.
Samandregnar niður-
stöður
• 1) „Niðurstaða starfshópsins er
sú að umfang dulinnar starfsemi
hérlendis sé á bilinu 5—7% af VLF.
1 Ef miðað er við 6% sem meðaltal
nemur þetta um 6,5 milljörðum
króna árið 1985 m.v. áætlaða verga
landsframleiðslu.
Tap hins opinbera vegna van-
goldinna beinna skatta og sölu-
skatts má áætla um 2,5—3,0 millj-
arða króna árið 1985 (sjá kafla 4.2).
• 2) Samkvæmt niðurstöðu skoð-
anakönnunarinnar (4.4.5) og mats-
aðferðarinnar (4.3) eru mestar líkur
fyrir dulinni starfsemi og skattsvik-
um í eftirtöldum greinum, raðað
eftir áhættustigi:
a. Byggingarstarfsemi,
b. Persónuleg þjónustustarfsemi
(s.s. bílaþjónustugreinar,
gúmmíviðgerðir, hjá hár-
greiðslu- og snyrtistofum
o.s.frv.),
c. Iðnaður, verslun, veitinga- og
hótelrekstur.
• 3) Engar óyggjandi leiðir eru til
að áætla söluskattssvik. Samkvæmt
þeirri aðferð sem lýst er í kafla 5
má gera ráð fyrir að umfang sölu-
skattssvika hér á landi sé um 11%
af skiluðum söluskatti. Þetta jafn-
gilti um 1,3 milljörðum kr. 1985.
• 4) Helstu ástæður skattsvika
teljum við vera þessar:
a. Flókið skattkerfi með óljósum
mörkum milli hins löglega og
ólöglega. Frádráttar- og undan-
þáguleiðir íþyngja mjög fram-
kvæmd skattalaga og opna
margvíslegar sniðgönguleiðir.
b. Skattvitund almennings er tví-
bent og verður óljósari eftir því
sem einstök skattaleg ívilnun-
arákvæði einstakra hópa aukast
og skatteftirlitið versnar. Þetta
grefur undan réttlætiskennd
skattgreiðenda.
c. Há skatthlutföll hafa áhrif á
umfang skattsvika. Þau hvetja
til þess að nýta sér sniðgöngu-
möguleika og það þeim mun
meira sem hlutföllin eru hærri.
d. Auk þessa ber að nefna að
eflaust á tilhneigir.g til lagasetn-
ingar og opinberra hafta á
ákveðnum sviðum sinn þátt í
örvun til skattsvika."
Tillögnr til úrbóta
#1) „Skattalög og skattafram-
kvæmd (kafli 8.1)
a. Einfalda þarf skattalögin, fækka
undanþágum og afnema margs
konar frádráttarliði þannig að
skattstofnar verði skýrir og
afmarkaðir og greiðsluskylda
auðreiknanleg. Einföldun
skattalaga og fækkun undan-
þága og frádráttarliða auðveldar
öll skattskil virkara skatteftir-
lits. Um leið þarf að fækka
skatttegundum og gæta þess að
einstakir skattstofnar séu ekki
ofnýttir.
b. Endurskoða þarf ák.væði um
refsingu og álag. Setja þarf nýtt
refsiákvæði um stórfelld skatt-
svik inn í almenn hegningarlög
þar sem fangelsi (allt að sex
árum) yrði lagt við brotum.
• 2) Bókhaldslög og fram-
kvæmd þeirra (kafli 8.2)
a. Herða þarf bókhaldseftirlit og
viðurlög við brotum bókhalds-
skyldra aðila. Feia ætti skatt-
rannsóknarstjóra bókhaldseftir-
litið með lögum og veita honum
ýmsar auknar heimildir, s.s.
sektarheimild vegna bókhalds-
brota.
b. Lögfest verði ótvíræð lagaheim-
ild fyrir ríkisskattanefnd til þess
að úrskurða sektir fyrir hrein
bókhaldsbrot svipuð þeirri sem
hún hefur vegna skattabrota.
c. Sjálfstæð refsiákvæði komi í
bókhaldslög. Brot verði þar skil-
greind sjálfstætt eftir atvikum
með mismunandi refsimörkum.
Setja þarf í lögin ákvæði um
heimild til sviptingar starfsrétt-
inda að því leyti sem almenn
ákvæði hegningarlaga eru talin
ófullnægjandi.
d. Endurskoða þarf ákvæði í al-
mennum hegningarlögum um
„stórfellda óreglusemi" í færslu
bókhalds. Verknaðarlýsing
ákvæðisins er óljós og refsimörk
mjögvæg.
e. Lögfest verði hlutræn refsi-
ábyrgð lögaðila svipuð þeirri sem
nú er að finna um skattabrot.
• 3) Skattaeftirlit (kafli 8.3)
a. Embætti ríkisskattstjóra verði
breytt í stofnun er fari með
heildarstjómun skattamála bæði
faglega og verkstjómarlega. Það
býður upp á mun meiri mögu-
leika til bættrar verkaskiptingar
og samræmdra vinnubragða sem
bæta munu skatteftirlit. Öll úr-
vinnsla og allt eftirlit með fram-
tölum færi fram á einum stað
þar sem sérhæft, menntað
starfsfólk er fyrir hendi í nægi-
legum mæli. Skattstofur í núver-
andi mynd legðust niður, en eftir
yrðu aðilar sem myndu veita
upplýsingar til almennings og
hugsanlega afla gagna vegna
framtala.
b. Til vara er lagt til að verkstjórn-
arvald ríkisskattstjóra verði eflt
og öll atvinnurekstrarframtöl
verði unnin hjá embættinu svo
og álagning og eftirlit með sölu-
skatti. Skattstofunum verði
fækkað en haldi þó áfram fyrr-
verandi störfum að undanskild-
um atvinnurekstrarframtölum,
undir beinni verkstjóm ríkis-
skattstjóra.
c. Gera þarf verulegt átak í mennt-
unarmálum starfsfólks á skatt-
stofum. Endurvekja þarf skatt-
skólann og festa hann betur í
sessi.
d. Komið verði á fót sérstakri eftir-
litssveit sérhæfðra skattrann-
sóknarmanna sem geri skyndi-
kannanir á bókhaldi fyrirtækja
og taki til rannsóknar flókin og
erfíð framtöl.
e. Endurskoðuð verði ákvæði um
skattalega meðferð hlunninda-
greiðslna."
Skriður á síjórnar-
frumvörpum
Frumvarp um (verndar)toll á
innfluttar kartöflur kom til annarr-
ar umræðu í efri deild og frumvarp
um lögvemdun á starfsheiti kenn-
ara til annarrar umræðu í neðri
deild. Nokkrar umræður urðu um
bæði þessi mál, en skoðanir þing-
manna um þau eru skiptar. Bæði
þessi mál eiga eftir að fá meðferð
í síðari þingdeild. Búizt er við að
þau fái framgang fyrir þinglausnir.
Meðal mála sem vóm á dagskrá
neðri deildar vóm: Stofnlánadeild
landbúnaðarins, fmmvarp um ríkis-
borgararétt, fmmvarp um varnir
gegn mengun sjávar og fmmvarp
um lyfjafræðinga. Alexander Stef-
ánsson, félagsmálaráðherra, mælti
fyrir stjómarfmmvarpi um Hús-
næðisstofnun ríkisins (húsnæðis-
lánakerfið), sem flutt er í tengslum
við nýgerða kjarasamninga, og
samkomulag er um að fái fullnaðar-
afgreiðslu á þessu þingi.
A dagskrá efri deildar vóm m.a.
fmmvarp um selveiðar (komið frá
neðri deild), fyrsta umræða, fmm-
varp um Seðlabanka íslands (einnig
komið frá neðri deild), fyrsta um-
ræða, fmmvarp um verðbréfamiðl-
un, fmmvarp um sakadóm í ávana-
og fíkniefnum (komið frá neðri
deild) og fleiri mál.
Þjóðaratkvæði
um bjór?
Fmmvarp þingmanna um þjóðar-
atkvæði um bjór er enn í efrí deild.
Talið er líklegt að það mál geti
komizt til neðri deildar. Fmmvarp
um bjór var samþykkt í neðri deild
í fyrra en strandaði í efri deild.
Fmmvarp um þjóðáratkvæði um
bjór hefur líkur á samþykki í efri
deild en jafn sterkar líkur standa
til þess að það strandi, m.a. á tíma-
skorti, í neðri deild.
Tveir á móti
lögverndun
FRUMVARP um lögverndun á
starfsheiti kennara var sam-
þykkt með 24 atkvæðum gegn 2
í neðri deild alþingis. Mótatkvæði
greiddu Karvel Pálmason og
Pálmi Jónsson. Frumvarpið
gengur nú til efri deildar.
Tvö fmmvörp vom samþykkt í
þingdeildinni, um Sakadóm í ávana-
og fíkniefnum og Stofnlánadeild
landbúnaðarins.
Afmælisrit Kvenfélags
Olafsvíkur komið út
ólafsvfk.
KVENFÉLAG Ólafsvíkur, sem
varð 35 ára á síðasta ári, hefur
nú gefið út vandað afmælisrit
af þvítilefni.
Afmælisritið sem er eingöngu
skrifað af félagskonum, hefur að
geyma margar greinar og frá-
sagnir í lausu máli og bundnu.
Nokkrar greinar em um fyrrver-
andi forystukonur, lifandi og látn-
ar, svo sem um Jóhönnu í Bifröst,
Sigrúnu í Baldurshaga, Lám
Bjamadóttur kaupkonu, Mettu
Kristjánsdóttur og Magneu Böðv-
arsdóttur. María Sveinsdóttir ritar
afmælisgrein um félagið og skrá
er um stjómir félagsins frá upp-
hafí. Einnig er skrá um gjafír og
Qárframlög um árin. Fjöldi mynda
prýðir ritið sem er eins ojg fyrr
sagði hið vandaðasta. Olsarar
Qarri heimabyggð geta pantað
ritið hjá stjóm félagsins, en hana
skipa Ragnheiður Helgadóttir,
sem er formaður, og aðrar konur
í stjóminni em Sóley Halla Þór-
hallsdóttir og Metta Guðmunds-
dóttir.
Helgi