Morgunblaðið - 19.04.1986, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. APRÍL1986
Þessir krakkar efndu til hlutaveltu fyrir nokkru i Ljósheimum 14—18
tíl ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og söfnuðu 1.850 krónum.
Krakkarnir heita: Gunnar, Þórir, Ársól og Ægir.
Þessar hnátur, sem myndin sýnir á tröppum Siglufjarðarkirkju,
efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Þær
heita: Ólöf Salmannsdóttir, Hulda Magnúsdóttir, Þuríður Stefáns-
dóttir og Halldóra Elíasdóttir.
Fyrir allnokkru efndu þesar vinkonur til hlutaveltu til ágóða fyrir
Hjálparstofnun kirkjunnar. Þær söfnuðu 1360 krónum. Þær heita
Herdís Matthíasdóttir, Bryndís Olsen og Ingunn Jónsdóttir.
Stöllurnar Björk Jónsdóttir og Þóra Björk Bjarnadóttir efndu til
hlutaveltu til ágóða fyrir Reykjavíkurdeild Rauða krossins og söfn-
uðu 1135 krónum.
Þingeyri:
„Syngjandi páskar“
Þingeyri.
SÁ MIKLl söngáhugi, sem er rikjandi með fólki í Þingeyrarhreppi
í Dýrafirði, verður að teljast með ólikindum. Þar er nú starfandi
karlakór, kirkjukór, blandaður kór og páskakór, fyrir utan alla
smákórana. Það er Tómas Jónsson bankastjóri Brandarabankans,
sem rekur allt þetta lið áfram með harðri hendi og bros á vör.
A nýliðnum páskum hélt þetta
söngglaða fólk sína árlegu skemmt-
un, sem það kallar „Syngjandi
páska". Undir stjóm Tómasar hefur
verið æft baki brotnu í allan vetur
og ekkert til sparað að slípa radd-
imar eins og kostur hefur verið.
Svo heppilega vildi til, að heiðurs-
maðurinn Sigurður Friðfinnsson
bóndi á Ketiiseyri varð sjötugur
þann 26. mars. Var þá notað tæki-
færið og haldin „generalprufa" fyrir
„Syngjandi páska“ á heimili hans
og konu hans, Bjamfríðar Magnús-
dóttur. Var þar mikill fagnaður að
fomunt sið. Mátti heita, að sungið
væri stanslaust langt fram á nótt
og verður að geta þess, að upp
undir helmingur af þessu söngliði
em böm og bamaböm þessara áð-
umefndu heiðurshjóna, en nákvæm
tala héfur ekki verið staðfest svo
kunnugt sé. Aðeins var gert hlé á
söng þegar hleypa þurfti ræðu-
mönnum að. Aðalræðumenn kvölds-
ins vom þeir Matthías Guðmunds-
son, hinn landskunni vélsmíða-
meistari, og Gunnar Sigurðsson
kaupmaður, meistari og yfirsmiður
frá Hiíð. Fóm þeir báðir á kostum
í veislu þessari.
eins og hann er vanur. Kom þar
m.a. fram, að engin kauphækkun
hefði orðið hjá kórfélögum á árinu
sem leið, enda kaup aðeins greitt í
svokallaðri ánægju.
Hallgrímur Sveinsson
Verandi víðs fjarri um páska fékk
ég leyfi Hallgríms til að birta þessi
tilskrif.
Félagslífið hér hefur verið svipað
og undanfarin ár.
Laugardaginn 1. febrúar gekkst
Slysavamafélagið Vöm fyrir þorra-
blóti en um tugi ára hefur blótið
verið aðaltekjulind félagsins. Aldrei
þessu vant vom gestir með færra
móti og kennum við það ekki í hálk-
unni sem var þó óskapleg þetta
kvöld. Færð eða veður hefur ekki
heft för manna hér á þorrablót,
ekki einu sinni þótt rignt hafi eldi
og brennisteini, eða rafmagnið svik-
ið okkur. Kertaljós, bijóstbirta,
söngur og dans hafa hingað til
getað haldið okkur hressum og
kátum. Andlegt fóður er aldrei af
lakara tagi á þorrablótum, enda
brást það ekki. Hirðskáldið okkar,
Elías Þórarinsson, flutti okkur
fmmorta drápu og nú um örlög
ómaganna, sem boðnir vom upp,
eða öllu heldur niður, af hrepps-
nefndum fyrri tíma. Áhugavert
umhugsunarefni okkur, sem í tíma
og ótíma kvörtum og kveinum um
„allsleysi". Grínleikaramir Sig-
mundur Þórðarson og Sigþór Gunn-
arsson fóm á kostum, kvartettar
sungu, fluttar ræður, sungið og
leikið á als oddi.
Ingimundur Magnússon rekstr-
arhagfræðingur úr Kópavogi og
frú komu vestur til að blóta meé
okkur en þau vom stödd hér fyrii
ári á þorrablóti og skemmtu séi
konunglega að hans sögn. Hanr
færði Þingeyringum höfðinglegí
peningagjöf vitandi að okkur vanta:
flygil í félagsheimilið.
En togaramir vom á veiðum o{
mannskapinn af þeim vantaði aul
þeirra sem virtust sitja heima vegn:
þess hve inngangseyririnn var há:
að þeirra mati, 800 krónur. Alli:
þeir, sem komið hafa nálægt fjáröfl
un fyrir félagasamtök, vita að vi<
fáum ekkert ókeypis, heldur greið
um möglunarlaust okkar „rúllu
gjald" og skemmtum okkur af lífs
ins list.
- Hulda
Söngskemmtunin fór svo fram í
tvennu lagi í félagsheimilinu á
Þingeyri á annan í páskum. Líkja
mátti fyrri skemmtuninni við það
þegar Garðar Hólm hélt heilan
konsert fyrir móður sína eina, svo
fáir vom áheyrendur í það sinn,
enda flestir uppteknir við skíðaiðk-
anir og fleira. Þrátt fyrir fámenni
var öll efnisskráin sungin með
glæsibrag frá upphafi til enda.
Um kvöldið var svo sungið fyrir
fullu húsi með miklum tilþrifum.
Alls ekki má gleyma að geta þess,
að harmoníkukarlamir komu fram
á báðum þessum skemmtunum við
mikil fagnaðarlæti. Þeir hafa æft
stíft í vetur undir stjóm Guðmundar
Ingvarssonar oddvita og póst- og
símamálaráðherra þeirra Dýrfirð-
inga. Að vísu vom harmoníkukarl-
amir með fæsta móti að þessu
sinni, aðeins 7 talsins, en hafa
komist allt uppí að vera 11 'h þegar
mest hefur verið. Heiðursgestur á
„Syngjandi páskum" að þessu sinni
var blokkflautuhljómsveit gmnn-
skólans. Spilaði hún af mikilli innlif-
un öll lögin sem hún kunni, en þau
vom 9. Olafur V. Þórðarson brúar-
smiður og útgerðarmaður, sem er
talsmaður allra kóranna á opin-
bemm vettvangi, hélt í upphafi
skemmtunarinnar kjammikla ræðu
Norræna húsið:
Dagskrá um Bjornson
A SUNNUDAG 20. apríl kl.
16.00 verður dagskrá í fund-
arsal Norræna hússins sem
nefnist: „Bjornson í ljóðum,
litum og tónum“.
Dagskráin hefst með því að
Sigríður Ella Magnúsdóttir
óperusöngkona sjmgur nokkur
lög við Ijóð Bjornstjeme Bjam-
sons og Jónas Ingimundarson
leikur undir á píanó.
Síðan tekur dr. Per Amdam
frá Noregi við og talar um
skáldskap Bjornsons og les upp
ljóð og sýnir litskvggnur frá
hinni fögm heimabyggð Bjorn-
sons, Raumsdal. Einnig verður
leikin norsk tónlist af tónbandi.
Dr. Per Amdam hélt sl.,
miðvikudagskvöld fyrirlestur
um kynni Bjornstjerne Bjom-
sons og Jóns Sigðurssonar.
Hann hefur flutt þessa dagskrá
víða í Noregi við mikla ánægju
Bjamsterne Bjornsson
áheyrenda og ér ekki að efa
að þessi dagskrá höfðar til ís-
lenskra áheyrenda.
Aðgangseyrir verður kr.
200.
(Fréttatilkynning)
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar |
fundir — mannfagnaöir |
Orðsending frá Félagi
vinnuvélaeigenda
Minnum á aðalfund félagsins í Síðumúla 35
kl. 14.00 í dag, laugardag. í lok fundar mun
lögfræðingur ræða um frumvarp til laga um
breytingu á lögum um söluskatt.
Félag vinnuvélaeigenda.
Aðalfundur
Aðalfundur Hafnarfjarðardeildar Rauða
kross íslands verður haldinn í fundarsal
Slökkvistöðvarinnar við Flatahraun föstu-
daginn 25. apríl 1986 kl. 17.30.
Stjórnin.
Rafvirkjar / rafvélavirkjar
Félag íslenskra rafvirkja heldur félagsfund
þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.30 í félagsmið-
stöð rafiðnaðarmanna á Háaleitisbraut 68.
Fundarefni: Menntunarmál og löggilding til
rafvirkjunarstarfa.
Stjórn Félags íslenskra rafvirkja.
til sölu
Jörð á norðausturlandi
til sölu
Jörðin selst með áhöfn (loðdýr og fé) og
vélum ef viðunandi tilboð fæst. Upplýsingar
í síma 91-651077.
Kartöfluframleiðendur
Höfum til sölu úrvals eyfirskt útsæði viður-
kennt af landbúnaðarráðuneytinu.
Verð 28-33 mm á kr. 35.
Verð 33-45 mm á kr. 45.
Upplýsingar í síma 96-31183.
Öngull hf.,
Öngulsstaðahreppi.
húsnæöi öskast
Verslunarhúsnæði óskast
Óskum eftir verslunarhúsnæði í nýja
Hagkaupshúsinu fyrir heimsþekkt franskt
vörumerki.
Tilboðum skal skilað á augldeild Mbl. fyrir
1. maí merkt: „F — 2580“.