Morgunblaðið - 19.04.1986, Side 44

Morgunblaðið - 19.04.1986, Side 44
•MPRQHflBLAÐH),LAUQAHPAGUR 19- APRÍL 1986 ffclk í fréttum H ljómlistin laðar Forvitni um annarra hagi getur verið heldur hvimleið. Þessir náungar er við sjáum á myndinni eiga þó ekki að sýna slíka forvitni. Listamaður, Karl-Henning Seeman að nafni, gerði þessar styttur fyrir utan hljómlistarskóla og eftir því sem hann segir eiga þær að gefa til kynna hvemig fólk laðast að fagurri tónlist og vill fá meira að heyra. Hvílst með „besta vininum“ Nathalie Stenmark er farin að fylgjast með pabbanum, Ingmar, þegar hann er að keppa á skíðum, þótt ekki sé hún orðin há í loftinu. En það getur verið ósköp þreytandi og þá kemur sér vel að mamman skuli hafa munað eftir „besta vininum" sem á þessum aldri er yfirleitt snuddan. Eftir stutta hvíld er smáfólkið fært í flestan sjó á ný. Isabella Rossellini I 3» Debbie Reynolds M* Janet Leigh Raquel Welch Ingrid Bergman Dætur og mæður — í kvikmyndaiðnaðinum Algengt er að innan sömu fjölskyldu stundi margir aðilar svipuð störf. Að undanf ömu hefur mörgum ungum kvikmyndaleikkonum skotið upp á stjörnuhimininn, sem em þegar grannt er skoðað dætur frægra leikara. ARRIE FISHER, dóttir leikar- anna Eddie Fisher og Debbie Reyn- olds, sló i gegn sem Leia prinsessa í Star Wars-myndunum víðfrægu. Hún hefur síðan leikið ýmis hlut- verk bæði í kvikmyndum og í sjón- varpi. Nú nýlega lék hún Ijóðskáldið Emmu Lazarus, sem m.a. er þekkt vegna þess að orð hennar eru letruð á Frelsisstyttuna í New York. J AMIE LEE CURTIS er dóttir annarra þekktra leikara, þeirra Janet Leigh og Tony Curtis. Um skeið virtist hún ætla að festast í hlutverkum í hryllingsmyndum, en tókst að komast út úr því er hún lék í myndinni „Trading Plaees" og síðar enn frekar er hún lék hinn velþjálfaða þolleikfimikennara í „Perfect" og hlaut góða dóma fyrir. AAHNEE WELCH, dóttir Raquel Welch, bytjaði feril sinn sem fyrirsæta. Hún hefur ekki fengið að spreyta sig mikið, en þótti lofa góðu eftir leik sinn í myndinni „Cocoon". I SABELLA ROSSELLINI, dóttir kvikmyndastjömunnar Ingrid Berg- man og leikstjórans Rossellini, byrjaði einnig sinn feril sem ljós- myndafyrirsæta. Margt virðist benda til þess að hún verði ekki eftirbátur móður sinnar á hvíta tjaldinu. Hún hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni „White Nights", þar sem hún leikur rússn- eska konu. Ekki gekk henni vel að fá hlutverkið í upphafi, því leikstjór- anum, Taylor Hackford, leist illa á að reyna að breyta ítalska hreimn- um hennar í rússneskan, en það tókst. Isabella þykir ákveðin ung kona og þegar hún einsetur sér að gera hlutina vel tekst henni það, segja þeir sem til þykjast þekkja. Karl krónpríns fær sér smáblund í bUnum. Linley lávarður, son- ur Margrétar Breta- prínsessu, fær orð í eyra vegna hraðakst- urs. Aldrei er friður — fyrir þessum ljósmyndurum Ljósmyndarar reyna að hafa augun opin fyrir öllum tæki- færum sem þeim gefast til þess að mynda frægar persónur. Finnst fómarlömbum þeirra reyndar oft nóg um og snúast á stundum hat- rammlega til vamar. A þessum myndum sjáum við tvo unga herra- menn úr ensku konungsfjölskyld- unni, er myndaðir hafa verið þegar þeir áttu sér einskis ills von, en þær sýna ósköp mannlegar hliðar á þeim. Carrie Fisher Jamie Lee Curtis Tahnee Welch Með pennann að vopni estur-íslendingurinn DAVID ARNASON, hefur nýlega vakið athygli í Kanada fyrir óvægna gagnrýni sína á viðhorf yfírvalda til lista. David er frá Gimli og kennir ensku við háskólann f Man- itoba. Hann hefur stundað ritstörf um hríð, en árið 1984 bað leiklistar- ráðunautur er þekkti til hans sem ádeiluskálds hann um að skrifa ieikrit fyrir leikhús eitt í Winnipeg um umræðu þá er fram hefur farið í Manitoba varðandi tungumál þ. á m. notkun á frönsku. Verkið, „Section 23“ er hann vann ásamt tveimur öðrum sló í gegn sem varð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.