Morgunblaðið - 19.04.1986, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1986
51
Viðbót um tímatalið
Vegna þess, að grein mín, „Fróð-
leiksmolar um tímatal", sem birtist
í hinum víðlesna Velvakanda, 2.
apríl sl. vakti talsverða athygli,
ekki síst ungs fólks, sendi ég hér
með nokkur atriði til viðbótar.
Þrenningin bolludagur, sprengi-
dagur og öskudagur, upphaf sjö
vikna föstunnar, færist að sjálf-
sögðu til í samræmi við páskana.
Erlendis halda menn veglegar kjöt-
kveðjuhátíðir, „karneval". Ströng
var blessuð kirkjan, að banna kjötát
allan þennan tíma, sérlega þar sem
matur var jafn fábreyttur og á Is-
landi. Sem húsmóðir í sveit við slík-
ar aðstæður, hefði ég harðneitað
að hlýða slíku ofstæki, hlustandi á
börnin kveina af sulti og jafnvel
eitt á leiðinni.
Ég taldi óþarft, að taka fram,
að orðið mánuður er komið af máni,
en geta má þess, að tungl er fullt
12 sinnum á ári, en yfírleitt er
tæpur mánuður þess á milli. Þó
vantar talsvert á, að tunglmánuðir
séu 13. Samt hef ég hlerað, að ein
stétt hérlendis fái greidd 13 mánað-
arkaup. Varla þarf það heppna fólk
að kvarta.
Lánsöm erum við, að tala viku-
daganna er ekki miðuð við tölu
fingranna, okkar meðfæddu reikn-
ingsvélar, sem talnakerfið er byggt
á. Vegna sköpunarsögu Biblíunnar,
í fyrstu bók Mose, Genesis, þar sem
segir, að Guð hafi skapað himin og
jörð á sex dögum, en hvílt sig hinn
sjöunda, urðu þeir sjö, sex virkir
dagar og einn helgidagur. Gyðingar
halda sjöunda daginn, laugardag-
inn, heilagan, einnig sjöunda dags
aðventistar, en aðrir kristnir menn
völdu þann fyrsta, sunnudaginn,
vegna upprisu Jesú.
Enn er til fólk, sem trúir sköpun-
arsögunni bókstaflega, en flestir,
sem á annað borð trúa á fleira en
mátt sinn og megin, taka hana á
táknrænan hátt, eins og fram
kemur í okkar dýrðlega þjóðsöng:
„Ó, Guð vors lands“: „Fyrir þér er
einn dagur sem þúsund ár, og þús-
und ár dagur, ei meir.“ Þjóðskáldið,
sr. Matthías Jochumsson orti Lof-
sönginn að beiðni þáverandi bisk-
ups, með hliðsjón af 90. sálmi
Davíðs, í tilefni af þúsund ára
afmæli landnáms íslands. Svein-
björn Sveinbjörnsson, tónskáld,
samdi hið tignarlega lag. Konung-
urinn, Kristján níundi, kom til hátíð-
arinnar, sem hófst með messu í
dómkirkjunni og var lofsöngurinn
þá fluttur í fyrsta sinn, 2. agúst
1874. Lengi síðan var haldin þjóð-
hátíð þann dag, eða um það leyti,
enn tíðkast það í Vestmannaeyjum,
og svo tók verslunarmannahelgin
við.
Nú höfum við sem sagt tvo helgi-
daga í viku hverri, og óþarft að
deila um þann fyrsta og sjöunda.
Ekki er ótrúlegt, að röð vikudag-
anna verði breytt þannig, að mánu-
dagur verði sá fyrsti, og yrði þá
orðið, sem hinn útbreidda enska
tunga hefur yfir helgina: weekend
eða vikulok, réttnefndi. Þá yrðu
þriðjudagur, miðvikudagur og
fimmtudagur dálítið vandamál hjá
okkur, en algjörir smámunir hjá
því, að fólk skuli ekki geta skemmt
sér ærlega, án þess að eyðileggja
nætursvefninn. Reyndar höfum við
allt árið of fljóta klukku, en fótaferð
og vinnutími eru þó miðuð við
Lundúnatímann, klukku heimsins.
Hvemig væri nú að reyna að venja
þjóðina á dansa eftir rómantískri
músík til kl. 24 eða 1 eftir miðnætti
og fara síðan heim að sofa á skikk-
anlegum háttatíma? Sá siður tíðkast
yfirleitt hjá menningarþjóðum.
Skyldi sú breyting ekki geta orðið
til þess að styrkja þær stoðir, sem
nú hriktir í, öllum til skelfingar, en
mega teljast undirstaða velfarnaðar
þjóðarinnar: reglusemina og ástina?
Erla Þórdís Jónsdóttir
P.s.: Höfundur biður kærlega að
heilsa Þorsteini Sæmundssyni og
Sveinbirni Péturssyni er rituðu í
Velvakanda. Þótti honum vænt um
að Þorsteinn sá sér fært um að
leiðrétta það sem með þurfti í fyrri
greininni. Tilgangurinn var að vekja
athygli á þessum málum þótt það
hafi ekki verið gert á vísindalegan
hátt.
Að lieilsa og kveðja
Talsvert virðist á reiki hvemig
fólk heilsar og kveður. Það væri
þarft verk að setja samræmdar
reglur um þessar kveðjur. Það
mun hafa verið siður að þegar fólk
kom í heimsókn að því væri heils-
að af húsráðendum eða öðmm
heimamönnum á þann hatt að
sagt var eitthvað á þá leið, „komið
þið sæl“, „komið þið blessuð og
sæl verið velkomin". Gestimir
heilsuðu aftur á móti þannig að
þeir sögðu, „sæl verið þið“, „sælt
veri fólkið". Margar fleiri kveðjur
og ávörp voru notuð en hér áður
fyrr mun varla hafa heyrst að
aðkomumaðurinn segði, „komið
þið sæl“. Það var ofureinfaldlega
af því að heimafólkið var ekki að
koma, heldur gestimir og það
voru þeir sem áttu að koma sælir
og blessaðir á heimilið, sem sagt
vera velkomnir. Fögur og hlýleg
móttaka á gestum, það.
Nú kveður oft við annan tón
og ríkisfjölmiðlarnir virðast ekki
leggja kapp á að hafa þessa reglu
í heiðri. Þess í stað er sagt í út-
varpi og sjónvarpi, „komið þið
sæl“, enda þótt enginn sé kominn
og flest fólk sitji heima hjá sér
og hlusti eða horfi. í þessum til-
fellum er það einmitt sá sem þetta
ávarp flytur, sem kemur fram og
birtist þeim er heima sitja. Ýmsir
he§a mál sitt án nokkurra ávarps-
orða. Það er e.t.v. best. Þegar
dagskrá hefst er þó ósköp
ánægjulegt að boðinn sé góður
dagur eða gott kvöld, eftir atvik-
um en vandséð er hvort áríðandi
sé að þéra landsmenn í þessu eina
ávarpi að morgni dags, eins og
gert var til skamms tíma, en þúa
þá ella. Það kann að virðast dálít-
ið kauðalegt þegar erindi er flutt
að morgni dags og hefst á því að
boðinn er góður dagur, en er svo
endurflutt að kvöldi dags og þá
hljómar áfram þetta ávarp, góðan
dagpnn.
Hjá veðurfræðingunum í sjón-
varpinu virðist rílcja eitthvert ós-
amræmi eða ósamkomulag. Sumir
segja gott kvöld aðrir ekki. Þá
er og til að sagt er „komið þið
blessuð og sæl“ (enda þótt enginn
sé kominn) og enn aðrir hafa
ekkert ávarp fyrir máli sínu. Það
má mikið vera ef ekki er hagstæð-
ara fyrir landsmenn að veður-
fræðingamir leggi meiri rækt við
veðurspámar en kveðjurnar.
Það mun vera rétt að þeir sem
flytja veðurfregnir í útvarpi hafa
engar kveðjur hvorki á undan máli
sínu hvað þá á eftir. Það ætti að
vera auðvelt að samræma öll þessi
ávörp ekki hvað síst í fjölmiðlum
og væri slíkt til hins betra fyrir
alla aðila
Akureyringur
LEKAVANDAMAL
Fillkoat: Þéttiefni fyrir bárujárnsþök og þakpappa.
Kímeperol: Á svalir, slétt þök, stein í kverkar o.fl.
Múrfill: Þéttiefni fyrir sprungna veggi og alkali.
Noxide: Gúmmíteygjanlegt akrýl fyrir bárujárn.
Fagmenn vinna verkin. Vestur-þýsk gœðaefni.
Þétting hf.
DAGSÍMI: 651710. KVÖLDSÍMI 54410.
Ég hef flutt
sálfræðistofu
mína í Heilsugæsluna Álftamýri 5.
Tímapantanir í símum 68-85-50 á daginn og
3-78-14á kvöldin og um helgar.
Sigtryggur Jónsson, sálfræðingur
Frá Laxalóni hf.
Fiskeldisstöð okkar að Laxalóni mun á síðari hluta
komandi sumars hafa til sölu nokkurt magn sumar-
alinna regnbogaseiða fyrir þær fiskeldisstöðvar,
sem leyst hafa til sín leyfi landbúnaðarráðuneytis-
ins til regnbogasilungseldis.
Vegna fyrirhugaðs útflutnings allmikils magns þess-
ara seiða er okkur nauðsyn vitneskju um þarfir ís-
lenskra eldisstöðva hið fyrsta.
Fyrirþvíer forsvarsmönnum eldisstöðva, sem hyggjast
hefja eða halda áfram regnbogasilungseldi og kaupa
hjá okkur seiði í því skyni i sumar bent á að senda
okkur skriflegar pantanir sinar fyrír 15. maí nk. Ljós-
rit af leyfisbréfi landbúnaðarráðuneytisins fylgi pönt-
un.
Laxalón hf.
■* '■ .'Pti
Kosturinn við að þvo bílinn hjá okkur
er sá að bíllinn er tvísápuþveginn og
síðan færðu bón yfir allan bílinn. Allt
þetta ffyrir e.t.v. 390 kr. Þú getur líka
fengið Poly-lack á bílinn. Poly-lack er
acryl-efni sem endist mánuðum saman,
skírir litina og gefur geysifallegan gljáa.
Meðferðin tekur 20 mín. Vinsamlegast
pantið tíma. Allir Mercedes Benz eru
afhentir með Poly-lack-gljáa í Þýska-
landi.
Opið virka daga frá kl. 9—7,
laugardaga og sunnudaga frá kl. 10—7.
Bílaþvottastöðin Bíldshöfða
Sími 81944.
(vid hliðina á Bifreiöaeftirlitinu).