Morgunblaðið - 19.04.1986, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARQAGURlð. APRÍL1986
52
Sigríður Ólafsdóttir
Narfakoti
Fædd 8. október 1937
Dáin 11. apríl 1986
Föstudaginn 11. apríl barst mér
sú sorgarfregn, að vinkona mín,
hún Sigga, væri dáin. Maður stend-
ur hljóður, og tómleikinn grípur
mann, það er svo margt, sem maður
skilur ekki, kona á besta aldri hrifin
burt, burt úr hópi samheldinnar
fjölskyldu, og skilið eftir skarð, sem
ekki verður bætt.
Sigríður fæddist á Húsavík 8.
okóber 1937, dóttir Ólafs Pálssonar
og konu hans, Kristínar Sigríðar
Jónasdóttir, sem kennd eru við
Skálabrekku, þau eru bæði látin
fyrir nokkrum árum.
Sigríður giftist árið 1958 eftirlif-
andi manni sínum, Hrafni Svein-
bjömssyni, Guð styrki þig Hrafn
minn, og eignuðust þau 6 mann-
- Minning
vænleg börn, sem öllu eru vel af
guði gerð og eru stoð og styrkur
pabba á trega stundu nú. Alltaf var
glatt á hjalla, er þau komu heim í
Narfakot til mömmu og pabba, því
þar mættu þau ástúð, glaðværð og
öryggi á bemskuheimili sínu, og
Sigga umvafði þau gleði brosi sínu
og ástúð, sem stolt móðir ein á.
Böm Siggu og Hrafns em: Óli
fæddur 12.8. ’56, Ágúst fæddur
13.2. ’58, Margrét fædd 29.8 ’60,
Sveinbjörg fædd 14.3. '62, Kristín
fædd 10.8. ’67 og Bima fædd 30.4.
’72 og er hún ein bama eftir heima
í foreldrahúsum, en hin systkinin
em öll búsett í Keflavík. Ég kynnt-
ist Siggu fyrir nokkmm ámm, og
þau kynni verða seint eða aldrei
full þökkuð, því hjá henni var vin-
áttan og traustið svo hlýtt, maður
var alltaf velkomin, á hvaða tíma
t
Móðir mín, systir okkar og mágkona,
ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
andaðist 4. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktar-
félag vangefinna.
Sigurlín Sigurgeirsdóttir,
Magnea Guðmundsdóttir,
Magnús Guðmundsson,
Marfa Guðmundsdóttir,
Sigurmunda Guðmundsdóttir,
Halldóra Guðmundsdóttir,
Ólaffa Guðnadóttir.
Guðrún Benediktsdóttir,
Páll Ólafsson,
Skarphóðinn D. Eyþórsson,
Baldvin Sigurðsson,
t
Hjartkær móöir okkar, tengdamóðir, amma og systir,
ÞÓRDfS JÓNSDÓTTIR HOLM,
Grenimel 28,
lést á Vífilsstaðaspítala 17. apríl.
Emma K. Holm,
Áslaug Holm Johnson, Paul S. Johnson,
Jón H. Holm, Pia Kjerholt,
barnabörn og systur.
t
Systir okkar og mágkona,
KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR,
Laugavegi 133,
andaðist 18. apríl í Landspítalanum.
Bára Vilberg, Bjarni fsleifsson,
Alda Acre, Sólveig Vilbergs,
Reynir Vilbergs, Steinunn Þorsteinsdóttir,
og frændsystkin.
t
Móðir okkar og dóttir,
HELGA LÁRA ÓSKARSDÓTTIR,
Skipholti 14,
varö bráðkvödd að heimili sínu 16. þ.m.
Óskar Sveinsson, Rakel Sveinsdóttir,
Rakel Sæmundsdóttir, Óskar Haltgrímsson.
t
FRÍÐA GÍSLADÓTTIR
Hjarðarhaga 46,
Reykjavfk,
lést í Borgarspítalanum 17. apríl.
Halldór Haraldsson, Susan Haraldsson,
Ragnheiður Haraldsdóttir, Hörður Arinbjarnar.
Legsteinar
gramt — marmari
v/piO ðllct uayð) einnig kvöld Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi,
og helgar. símar 620809 og 72818.
sem var, alltaf var heitt á könnunni
og hlýtt viðmót til. Nú á þessum
tímamótum minnist ég margra
góðra stunda er við áttum saman,
vinkonumar, er við lékum okkur
við saumaskap, en sú iðja að sauma
og telja út tengdi okkur sterkum
böndum, því um hannyrðir snérust
áhugamál okkar, ég mun sakna
þeirra friðsælu stunda, er ég átti
með Siggu. Þær stundir á ég ein,
og met þær mikils, þær eru mér
sem helgidómur.
Fátækleg eru þessi orð, sem ég
skrifa á móti allri þeirri vinsemd
og hlýju sem hún gaf mér, af auðnu
sinni.
Ég bið algóðan Guð að blessa
og styrkja eftirlifandi mann, böm
og alla vini hennar á þessari stundu
sorgar og saknaðar. Ég kveð svo
kæm vinkonu mína með þessum
ljóðlínum:
Drottinn, þegar þá raig kalla
þessum heimi virðist frá,
hvar sem loksins fæ ég falla
fótskör þína liðinn á,
hlífi sálu hjálpráð þitt
hold í friði geymist mitt,
unz það birtist engla líki
ummyndað í dýrðar ríki.
(Bjöm Halldórsson frá Laufási)
Blessuð sé minning Siggu.
Anna L.A. Jensen
Kveðja frá Reykjanesanga
Kvennalistans
Þann 11. apríl sl. andaðist góð
vinkona okkar, Sigríður Ólafsdóttir,
Narfakoti, Innri-Njarðvík, í Landa-
kotsspítala eftir stutt en erfið veik-
indi.
Það er ekki lengra síðan en um
miðjan febrúar að við Kvennalista-
konur komum saman í Keflavík eins
og svo oft áður. Þar lét Sigríður
sig ekki vanta frekar en endranær.
Hálfum mánuði fyrr höfðum við
hringt í hana og beðið hana að út-
vega húsnæði fyrir fundinn. Ekkert
var sjálfsagðara og ekki var að
heyra að nokkuð amaði að. Okkur
brá því mjög mikið þegar við hittum
hana og sáum hversu veik hún var.
Þetta var henni líkt, á fundinn kom
hún, þó hún gæti varla gengið
óstudd, ekkert aftraði henni frá að
sinna þessu hjartans máli sínu.
Sigríður fæddist 8. október 1937
á Húsavík. Hún ólst upp hjá foreldr-
um sínum, Ólafí Guðna Pálssyni
verkamanni, og konu hans, Kristínu
Sigríði Jónasdóttur í Skálabrekku á
Húsavík. Sigríður lauk gagnfræða-
prófí frá Gagnfræðaskóla Húsavík-
ur.
Þann 26. ágúst 1958 giftist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Hrafni Sveinbjömssyni, blikksmið
frá Akranesi. Þau hófu búskap í
Keflavík, en hafa lengst af búið í
Narfakoti í Innri-Njarðvík. Þeim
varð 6 bama auðið: Óli Kristinn,
stálskipasmiður, maki Marin
Margrét Jónsdóttir, skrifstofukona,
Ágúst Sigurður, sjómaður, maki
Kristín Hauksdóttir, húsmóðir,
Margrét Ámína, verslunarkona,
maki Frímann Grímsson, vélvirki,
Sveinbjörg, verslunarkona, maki
Ámi Jens Einarsson, sjómaður,
Kristín Mary, verkakona, og yngst
er Bima.
Það var Sigríði efst í huga þegar
við heimsóttum hana á Borgarspít-
alann tveim dögum áður en hún var
skorin upp að vera viðstödd ferm-
ingu Birnu á annan í páskum. Enn
sýndi Sigríður óbilandi kjark og
dugnað og var hjá fj'ölskyldu sinni
á þessum hátíðisdegi.
Auk þess að vera húsmóðir og
móðir 6 bama starfaði hún við físk-
vinnslu til ársins 1973. Síðan vann
hún við ræstingar á Keflavíkurflug-
velli. Sýndi Sigríður atorku og
dugnað hvar sem hún var. Hún tók
virkan þátt í verkalýðsbaráttu og
var trúnaðarkona bæði í fískvinnsl-
unni og í ræstingunum.
Sigríður var félagslynd og tók
virkan þátt í félagsmálum. Hún og
Hrafn vom meðal stofnenda Björg-
unarsveitarinnar Stakks í
Keflavík-Njarðvík og störfuðu þau
ötullega í þeim félagsskap. Einnig
var Sigríður virk félagskona í
Kvenfélagi Njarðvíkur og í Systra-
félagi Innri-Njarðvíkur. Þijú sl. ár
starfaði hún mikið með Samtökum
um Kvennalista og var ein af styrk-
ustu stoðum samtakanna á Suður-
nesjum.
Sigríður var ekki fýrir að vera í
sviðsljósinu en var alltaf boðin og
búin til góðra verka. Oft ýtti hún
við okkur og benti á hvað betur
mætti fara. Það vom ófáar ferðim-
ar sem hún fór í Kópavoginn og
víðar um kjördæmið vorið 1983
þegar undirbúningur fyrir Alþingis-
kosningar stóð sem hæst. Þá vom
ekki kílómetramir né stundirnar
taldar, áhuginn réð ferðinni. Sama
máli gegndi þegar við héldum
kynningarfundi í öllum sveitarfé-
iögum kjördæmisins fyrir ári. Þá
kom Sigríður á þá flesta ásamt
Bimu dóttur sinni.
Þegar fram liðu stundir kom æ
betur í ljós hversu góða og trausta
konu við áttum að þar sem hún
Sigríður okkar á Suðumesjum var.
Við stöllur minnumst hennar með
þakklæti og virðingu og vottum
Hrafni, bömúm og bamabörnunum
flómm okkar dýpstu samúð.
Guðný, Sigrún og Ingibjörg
Birting afmæl-
is- ogminning-
argreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsbiaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki em
tekin til birtingar fmmort ljóð
um hinn látna. Leyfílegt er að
birta Ijóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar getið.
Sama gildir ef sálmur er birtur.
Meginregla er sú, að minningar-
greinar birtist undir fullu nafni
höfundar.
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
PÁLS EYJÓLFSSONAR,
Eyjahrauni 12,
Vestmannaayjum.
Sérstakar þakklr til starfsfólks Hraunbúða fyrir frábæra umönnun
íveikindum hans.
Guðjón Pálsson,
Eyjólfur Pálsson,
Jón Pálsson,
Guðlaug Pálsdóttir,
Ásta Pálsdóttir,
Erla Pálsdóttir,
Tómas Pálsson,
Fanný Guðjónsdóttir,
Ásta Ólafsdóttir,
Guðný M. Gunnarsdóttir,
Már Lárusson,
Brynjar Fransson,
Óskar Ólafsson,
Sigurrós Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem aðstoðuðu við leit, veittu
okkur hjálp og vottuðu samúð við hvarf og útför sonar okkar,
bróður, mágs og barnabarns,
HAFÞÓRS MÁS HAUKSSONAR,
Fjarðarási 28,
Reykjavik.
Guðs blessun fylgi ykkur.
Sigrún Stelnsdóttir,
Haukur Harðarson,
Dagrún Helga Hauksdóttir, Bergþór Bjarnason,
Vignir Bragi Hauksson, Katrfn Sif Ragnarsdóttir,
Aðalheiður Hannibalsdóttir, Guðrún Benediktsdóttir,
Steinn Guðmundsson, Hörður Tryggvason.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
AGNESAR GUÐNADÓTTUR,
Neshaga12,
Reykjavfk.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakotsspítala fyrir frábæra
umönnun í veikindum hennar.
Þórður Sigurgeirsson,
Theodóra Þórðardóttir,
Sigurgeir Þórðarson, Jóna K. Kristinsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
LlNEYJAR SIGURJÓNSDÓTTUR
frá Sauðárkróki.
Lovísa Tómasdóttir,
Hulda Tómasdóttir,
Haukur Tómasson,
Kárl Valgarðsson
og barnabörn.