Morgunblaðið - 19.04.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19: APRÍL1986
Minning:
AuðurErla Alberts-
dóttir — Erla Björk
Pálmarsdóttir
Auður Erla Albertsdóttir
Fædd 15. september 1958
Dáin 5. apríl 1986
Erla Björk Pálmarsdóttir
fædd 16. apríl 1985
Dáin 5. apríl 1986
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yflr storð
þeirramáleitalartunga
tárinerubeggiaorð.
Höf. ókunnur.
í dag, laugardaginn 19. apríl,
kveðjum við í hinsta sinn elskulega
vinkonu, Auði Erlu Albertsdóttur,
og litlu dóttur hennar, Erlu Björk.
Á slíkum stundum setur mann
hljóðan og minningamar um hin
stuttu kynni streyma gegnum hug-
ann.
Við hjónin kynntumst þeim
mæðgum ekki fyrr en í nóvember
sl. en þá kom Auður með litlu
dætumar sínar, þær Erlu Björk þá
7 mánaða og Kristínu Sveineyju 4
ára, á heimili okkar og var tilgangur
Auðar með komu sinni að fá pössun
fyrir telpumar, þannig að hún gæti
stundað vinnu með heimilishaldinu.
Var slík umleitun auðsótt, þar sem
sýnt var að mikil persóna var á
ferð. Auður var einstaklega hlýleg
og jákvæð í viðmóti og þurfti ekki
langar viðræður til að sjá að þar
fór góð persóna. Frá þessari stundu
varð góð vinátta milli fjölskyldn-
anna og erum við hjónin þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
Auði Erlu og Erlu Björk og hefðum
óskað að þau kynni hefðu getað
varað lengur. Auður var listræn og
myndarleg í höndunum og bar
heimili hennar því augljós merki.
Auður og eftirlifandi unnusti henn-
ar, Pálmar Smári Gunnarsson,
höfðu búið sér og litlu telpunni
einstaklega fallegt heimili á ísa-
fjarðarvegi 4 í Hnífsdal. Þegar við
komum inn á heimili þeirra fundum
við að þar ríkti það jafnvægi og
öryggi sem einkenna ætti hvert
heimili. Auður var Pálmari meira
en unnusta, hún var honum einnig
besti vinur og var auðfundið að þau
bám fulla virðingu hvort fyrir öðm.
Síðasta heimsókn þeirra mæðgna á
heimili okkar var fimmtudaginn 3.
apríl sl. og var þá ákveðið að hittast
í Reykjavík á mánudaginn næsta á
eftir og vom ýmis áform úppi um
hvað gera skyldi þá næstu viku og
var tilhlökkunin mikil. Hörmuleg
fregn barst svo um miðjan laugar-
dag; lítillar flugvélar frá ísaflrði var
saknað og meðal farþega voru
Pálmar, Auður og Erla Björk og
var ákvörðunarstaðurinn Reykja-
vík. Þær hörmungar sem þá urðu
þarf ekki að rita hér, þeim hafa
verið gerð skil. Nú sitjum við hljóð
og sem lömuð og spytjum hvers
vegna? En fátt verður um svör. Það
er erfitt að átta sig á því að Auður
kemur ekki oftar, hlý og brosandi,
til okkar og ekki getum við notið
gestrisni hennar á heimiii þeirra
Pálmars og litli sólargeislinn þeirra,
Erla Björk, hleypur ekki lengur um4
hjá okkur né tekur upp símtólið til
að babla í og ekki skoðar hún oftar
blómin, sem virtust vera hennar
yndi, en við þá iðju ljómaði hún
eins og sól í heiði. Samband þeirra
Pálmars og Auðar var einlægt og
gott og bar heimili þeirra því best
vitni hvað þau voru samhent og
samstillt. Missir Pálmars er mikill,
að sjá á eftir elskulegri unnustu og
einlægum vini og elskulegu litlu
dótturinni. Enginn getur sefað slik-
an harm nema góður Guð. Ekki er
missir Kristínar litlu, sem tregar
ástríka móður og litla systur, minni.
Megi algóður Guð styrkja þau og
styðja í söknuði þeirra svo og um
alla framtíð. Við hjónin vottum öll-
um aðstandendum Auðar Erlu og
Erlu Bjarkar okkar dýpstu samúð
og biðjum góðan Guð að milda þann
harm sem þessu er samfara. Auði
Erlu og Erlu Björk þökkum við
samfylgdina, sem hefði mátt vera
lengi.
Ingileif G. Ögmundsdóttir,
Bragi Benteinsson.
Gunnar M. Björns
son — Kveðjuorð
Fæddur 18. nóvember 1930
Dáinn 24. mars 1986
Garðabær hefur misst einn af
sínum þrautseigustu þolendum. Tel
ég á engan hallað þótt bent sé á
einstaka tryggð, lífstrú og sam-
heldni Gunnars og Erlu, bama
þeirra og fjölskyldna, þau veittu
liðsinni og fordæmi til hags fyrir
alla.
Fyrir um það bil fimmtán ámm
lá leið til vinnu yfir einhvetja hættu-
mestu götu sem skólaböm þurftu
að fara en það var Hafnarfjarðar-
vegurinn á mörkum Lækjarflts og
Lyngáss en langflestir nemendur
Gagnfræðaskóla Garðabæjar
þurftu að fara þessa leið til og frá
skóla. Það hafði verið ekið á ein-
hvern. Ég fór að huga að hver það
væri því sem starfandi skólahjúkr-
unarkona þekkti ég öll börn og
unglinga og flesta aðra íbúa í sjón.
í götunni lá Ársæll Gunnarsson
með áverka. Við fómm í sjúkrabíln-
um inn á slysadeild og boð vom
látin ganga um hver og hverra
manna hann væri. Er við höfðum
beðið um stund á slysadeildinni
birtust í dyrunum hávaxin og
myndarleg kona og maður. Þau
vom alvarleg og kvíðin á svip en
áberandi stillt. Þetta vom Erla og
Gunnar. Hann með stærstu og svip-
mestu mönnum sem fyrir augu ber.
Hann átti þá þegar erfitt um gang
með eina hækju. Geigvænlegur,
þungbær og ólæknandi sjúkdómur
var byrjaður að vinna á stómm og
sterkum líkama. Andinn, skapið og
sálarþrekið urðu þó ekki buguð.
Hjá engu þeirra.
Þannig bar fundum mínum og
þessara hjóna saman, á alvöru-
stundu og öll okkar samskipti vom
af alvöm eftir þetta, þótt bros skinu
títt og gamanyrði féllu. Ársæll
reyndist lítið meiddur og fékk að
fara heim.
Erla bað mig um fagleg viðvik
fyrir Gunnar því læknir taldi að ef
til vill myndu sprautugjafír geta
styrkt og hjálpað. Engin heima-
hjúkmn var fyrir hendi héma á
þeim ámm og íbúar því háðir undir-
tektum einhverra hjúkmnarkvenna
sem hér bjuggu og þeir vom svo
heppnir að vita um eða vera bent
á. Allan kostnað þurftu þeir að
bera sjálfir. Þörf fyrir slíka þjónustu
var brýn. Engum var það ljósara
en okkur sem leitað var til.
Ekkert gat hindrað Erlu í að leita
eftir öllum hugsanlegum úrbótum
fyrir Gunnar. Umhyggjan var henni
svo einlæg að hún snart það besta
í manni. Við komu á heimili þeirra
kynntist ég þeim betur. Hann sýndi
mér frímerkjasafnið og póstkorta-
safnið sem hann kunni margar
sögur tengdar. Það var mikið af
áætlunum á takteinum, stækkun
hússins, möguleikar á áframhald-
andi vinnu með breytingum, aðlög-
un, þrotlausri elju og bjartsýni og
undirstrikuðum góðvilja yfirmanna,
góðvilja og hjálpfysi sem þau bæði
þreyttust aldrei á að benda á í allra
manna fari, sem þau áttu samskipti
við. Þau voru samhent um að standa
fyrir sínu. Síðar kom áætlun um
lyftubúnað á tröppuhandriðið, hug-
myndir fæddust, voru ræddar og
framkvæmdar, vinir og ættingjar
gengu til liðs.
Við ræddum mikilvægi þess að
geta leitað eftir heimahjúkrun þar
sem þörfln var víða svo brýn og ég
bað þau að leyfa mér að reyna að
leggja fram reikning hjá sjúkrasam-
laginu fyrir unnin verk hjá þeim.
Með rólegri yfirsýn féllust þau á
að ef það mætti verða öðrum að
liði, flýta fyrir skilningi ráðamanna
á þörfinni fyrir heimahjúkrun, en
ekki svo að þau slyppu undan
skyldu. Raunsæi þeirra beggja var
skýrt og samstaðan alger. Það
komst á heimahjúkrun í samvinnu
við Hafnarfjörð og mikið létti
Gunnari að mega leita eftir þjón-
ustu sem var fyrir hendi, ævinlega
fúslega veitt, vel metin og þökkuð.
Fyrir rúmu ári vorum við sam-
sjú-tdingar fáa daga. Við sátum og
sp,ölluðum og ég innti hann eftir
Ei'lu og með sínu skínandi brosi
svaraði hann: „Hún kemur alltaf.“
Þannig var það. Hann vissi að hún
myndi alltaf vera þar sem hann
þarfnaðist hennar mest og áreiðan-
legt er það, að þegar Erla var heimt
úr helju í sínum alvarlegu veikind-
um var þörf hennar fyrir að reynast
honum til hinstu stundar ekki
minna lífsafl en máttur læknavís-
indanna þó mikill reyndist með
blessunarlegum árangri.
Gunnar spurði mig líka hvort
hurðin fyrir aðaldyrum Vífilsstaða-
spítala væri ekki merkt framleið-
endum. Hann taldi hana smíðaða
af ættingjum sínum sem og er.
Ennfremur spurði hann hvort ekki
héngi málverk af afa sínum, Guð-
mundi Bjömssyni landlækni, í dag-
stofunni þar. Hann langaði að vita
hvað væri letrað á skjöldinn og
hverjir hefðu verið gefendur að
því. Þannig hélt hann hugsuninni
við og jók við lífíð. í hvert sinn er
fundum okkar Erlu bar saman og
talið bar að gangi mála svaraði hún:
„Þetta gengur allt. Það eru allir svo
hjálplegir og hann Gunnar er líka
svo sérstakur maður.“ Þannig var
viðhorf þeirra, öll þeirra lífstrú sem
börn þeirra sviphrein og bjartleit,
Dagmar, Ársæll og Jóhanna hafa
svo dyggilega tekið við af foreldrun-
um og skilað af í blíðu og stríðu.
Vegna mikillar vinnu var ég sein
fyrir með þessi minningarorð og
þegar hér er komið hef ég fyrir
stundu hlýtt á hógvær kveðjuorð
séra Braga þar sem hann sagði
meðal annars: „Gull skal í eldi prófa
en trúaðan mann í nauðurn." Sem
bam naut ég þess að fylgja föður
mínum í smiðju þar sem hann
bræddi gull í deiglu. Mér fannst ég
því skynja líkinguna í dýpt sinni,
líkinguna við gullklumpinn sem er
yfirlætislítill, nánast mattur, en við
bráðnunina öðlast hann ótrúlegt líf,
þenslu, litadýrð, blæbrigði og fín-
leika sem engum skartgrip verður
við jafnað. Það hrífur, heillar, göfg-
ar smekkinn, laðar skynjunina og
skilur eftir sig óskýranlega tilfínn-
ingu, sem maður býr að.
Vísir menn hafa sagt að þjáning-
in sé af hinu góða, sé til varnaðar
og leiði til réttra aðgerða. Ekki
veit ég allt um það. Hitt tel ég rétt
og satt að hæfileikinn til að nema
þjáningu og þarfir annarra geti -
laðað fram sanna göfgun, hið eðl-
asta í skaphöfn og viðbrögðum
manna. Sé svo hafa Erla og böm
þeirra Gunnars sýnt það og sannað
svo af ber ásamt Ijósgeislunum sem
stafaði af bamabömunum.
Eins munu þau Erla og bömin
saman standast tómið sem nú
myndast og ávallt er þeim mun
stærra og virðist óyfirstígánlegra,
sem nándin hefur verið sterkari,
elska og skyldan dyggar ræktar.
Við eigum margt, sem aldrei, aldrei deyr,
þótt okkur brygðist Qögralaufa-smárinn.
Að sorg og auður sannast vita þeir,
er sjá hið liðna bezt í gegnum tárin.
Og jafnvel þótt við mættum bijóta blað
og byija að nýju ævi vora að skrifa,
þá myndi oss á svipstund sannast það,
að sorgin gistir þá, er fegurst lifa.
(Hjörtur Gíslason)
Minningin um mætan mann mun
í minnum höfð.
Jóna Valg. Höskulds-
dóttir hjúkrunarkona.
Aslaug Arnar-
dóttir - Kveðja
Fædd 15. mars 1968
Dáin 7. apríl 1986
Lífið er hin mikla gáta sem öllum
er ofvaxið að ráða. Þegar lítið barn
fæðist í heiminn er framtíð þess
eins og óskrifað blað og enginn
veit hver saga þess verður eða hvort
hún verður lengri eða skemmri. En
yfir vöggu bamsins svífa óskir og
vonir ástvinanna og fylgja því áleið-
is um ójöfnur þroskabrautarinnar
og svo langt sem auðið er.
Eitt árið kom unglingsstúlka til
starfa í versluninni Torginu. Hún
hét Áslaug Arnardóttir og dvaldi
með okkur þar um nokkurt tímabil.
Hún var enn á þroskaskeiði, og
framtíð hennar eins og svo margra
annarra ungmenna, óráðin gáta.
Þessi stúlka var falleg og rík af
gleði æskunnar og átti sín áhuga-
mál og drauma. Hún ætlaði svo
margt að gera og lýsti áformum
sínum af bjartsýni og lifandi trú á
möguleikana, þeirri bjartsýni sem
enginn fær staðist án þess að hríf-
ast með og trúa því að allt sé fram-
kvæmanlegt, þegar eindreginn vilji
og heilbrigði fara saman.
Eftir að Áslaug fór til annarra
starfa og síðar skólagöngu í Reyk-
holti, hélt hún áfram að hafa sam-
band við vinnufélaga og vini í Torg-
inu þegar tækifæri gáfust og þann-
ig gátum við áfram fylgst með
þroska hennar og áhugamálum.
En svo, allt í einu slitnaði þráður-
inn fyrirvaralaust. Við fengum þá
köldu fregn að Áslaug væri dáin.
Það var ótrúlegt. Hvernig var hægt
að trúa því að þessi glaða og hressa
stúlka væri ekki lengur í lifenda
tölu og mundi ekki framar líta inn
til okkar og heilsa, með sínu fallega
brosi.
Um leið og við kveðjum Áslaugu
og sendum henni blessunaróskir
yflr móðuna miklu, vottum við
móður hennar, systur og öðrum
ástvinum innilega samúð.
Starfsfólk í Torginu.
Hún elskulega Áslaug okkar er
nú farin frá okkur og komin í heim
hinna látnu. Þegar ég hugsa um
svo elskulega og fallega stúlku eins
og hún Áslaug okkar var, er erfitt
að þerra tár. En minningin um
hana mun ávallt sitja fast f huga
okkar allra. Hún var persónuleiki
sem erfitt er að gleyma, svo fjörug
og full af lífsvilja og krafti. En
stundum þegar maður hugsar um
vilja guðs þá er nú svo að þeir út-
völdu eru teknir óvænt frá okkur.
En huggun mín er sú að þegar svo
gott fólk fer, þá hljóti að vera meiri
þörf fyrir það einhvers staðar í
öðrum heimi. Mín stuttu kynni við
Áslaugu voru mér mikils virði og
mun hún ávallt sitja fast í huga
mér. Að síðustu vil ég þakka henni
hlýtt viðmót ogöll fallegu brosin.
Elsku Jenetta mín, ég votta
ykkur foreldrum, systkinum og
hennar nánustu mínafyllstu samúð.
Megi guð blessa ykkur og styðja í
ykkar miklu sorg.
Ragnhildur Kristjánsóttir