Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 sína, því fyrir henni liggur að syngja í óperunni Samson og Dalilu á nokkrum stöðum í Suður-Frakk- landi og í Les Nuits des Etés eftir Belioz. Og svo er hún að læra nýtt hlutverk, Didons, í óperu sem heitir Les Troyen eftir Belioz, sem henni hefur verið sett fyrir að læra. Nær engin söngkona syngur þetta hlut- verk og fyrir dyrum stendur Belioz- arhátíð í Bretlandi. „Já, loksins kemur frönskunámið frá menntaskólaárunum mér til góða,“ segir Sigríður. „Ég hefi verið að æfa frönskuna mína með Sig- rúnu Harðardóttur, sem syngur ög ólst upp í Frakklandi og er aldeilis frábær kennari. Er að æfa Samson og Dalilu, sem við Paul Wynne Griffíths vorum raunar búin að æfa saman, og svo Carmen á frönskui sem ég á von á að þurfa að syngjá í Frakklandi. Það er mjög mikilvægl að hafa helstu tungumálin á valdi sínu. Hvaða? Ég syng á þýsku, ít- ölsku, frönsku, ensku og svo ljóð á skandinavísku málunum. Ég læt mér að kenningu verða og er bara kokhraust eftir að ég lenti í því að syngja fyrir forstjóra óperunnar í Covent Garden og forstjóra óper- unnar í Genf með undirleik Pauls Griffíths. Carmen hafði ég aðeins sungið á íslensku og afsakaði mig þegar ég bauðst til að syngja á öðrum málum. Hélt að þeir vildu heyra hve góð franskan mín væri. Svisslendingurinn hrósaði mér fyrir frönskuna, en sá breski setti út á hana, af því ég hafði vakið athygli á því. íslensk hæverska á ekkert við þarna og ég afsaka mig aldrei aftur. Satt að segja hefur það glatt mig mikið að fá sérstakt hrós fyrir frönskuna mína í þremur blöðum eftir að ég söng í Albert Hall og líka þegar ég söng í Bandaríkjun- um, svo ég haldi áfram að vera kokhraust." í Bandaríkjunum söng Sigríður Ella í Samson og Dalilu í konsert- uppfærslu og var gerð upptaka af tónleikunum. „Það var mjög gott að fá upptöku á því, þar sem þettá er ein af fáum óperum þar sem messosópraninn er í aðalhlutverki. Og ég ætla einmitt að syngja þrjár af aríunum úr Samson og Dalilu á tónleikunum hér,“ segir Sigríður. En í ferðinni söng hún í Boston og einnig í Washington, þar sem þeir segjast hafa hana bak við eyrað, einkum í hlutverk í II Trovatore og Grímudansleiknum, en maður tekur stjóramir taka svo iðulega ekki við fyrr en á síðustu stundu fyrir sýn- ingu. Slíkt er ekki til hér og raunar ekki sérþjálfaðir undirleikarar fyrir óperusöng, þótt hér séu margir góðir undirleikarar, eins og Sigríður Ella segir. Því þykir henni svo vænt um að hann skyldi gefa sér tíma til að koma, þar sem hún ætlar að syngja á tónleikunum 7 óperuaríur, ásamt íslenskum lögum og þjóðlög- um frá ýmsum löndum í búningi þekktra tónskálda. í aríu úr Títusi eftir Mozart ætlar Einar Jóhannes- son líka að leika undir á klarinett. Paul Wynne Griffíths er mjög eftir- sóttur af söngvurum, er m.a. jafn- vígur á öll helstu tungumálin sem sungið er á, og hefur unnið með frægum söngvumm hjá helstu plötuútgefendum og breska sjón- varpinu. Mánudagskvöldið 26. maí er áformað að nýta komu svo góðs gests og mun hann í Söngskólanum tala um starfs sitt fyrir píanóleikara og söngnema og aðra sem áhuga hafaá. „Ég hefí verið að vinna með Paul Wynne Griffíths í eitt ár, byijaði þegar ég söng í Covent Garden. Þá lék hann undir og bauð mér að vinna með mér. Hann lék undir og þjálfaði mig fyrir hlutverk- ið í Samson og Dalilu, sem ég söng í Royal Albert Hall í desember sl. og æfði með mér hlutverkið í II Trovatore á íslandi, en hingað kom ég ekki fyrr en hálfum mánuði fyrir frumsýninguna," útskýrir Sigríður Ella. Þegar við fömm að ræða ástæðuna fyrir því, kemur í ljós að það er æði flókið að skreppa svona milli landa til að syngja ópemhlut- verk í stuttan tíma, ekki síst þegar um ísland er að ræða. „Minn tími var einkum svo dýrmætur,“ segir Sigríður Ell „af því að hér hafa þeir af eðlilegum ástæðum ekki efni á að borga nema svo lítið fyrir æfíngar, en málið var flóknara en það.“ Það er varla að maður geti skilið þessa flóknu atburðarás, þegar spurt er nánar út í hana. Sigríður Ella hafði verið búin að lofa að koma og syngja í óperusýningum í Þjóðleikhúsinu seinni hluta maí- mánaðar, en uppfærslan á II Tro- vatore hjá íslensku ópemnni átti upphaflega að vera í marsmánuði. Hún ætlaði þá að koma fyrst 4. mars, syngja á fmmsýningunni, skreppa utan og syngja pmfusöng erlendis á tveimur stöðum, m.a. fyrir Brighton Festival þar sem átti að setja upp Aidu, æfa í apríl og syngja þar á fjórum sýningum í maí. Það gat því ekki gengið upp hjá henni og hún sleppti því. Én þegar hún var búin að fá frí fyrir börnin í skólanum, ráða sér aðstoð- arstútku á íslandi og var að undir- búa ferðina hingað, þá kom bréf um að hætt væri við sýningar Þjóð- leikhússins í maí. Sýningamar á II Trovatore urðu fleiri vegna þess að Þjóðleikhúsið féll út með sínar sýn- ingar og fmmsýningin færðist aftur til aprílmánaðar. Hrönn Hafliða- dóttir hafði ætlað að taka við hlut- verki Asuzenu eftir fmmsýninguna og Sigríður svo að koma aftur, en nú tók því ekki fyrir hana að fara. „Þetta hefur orðið til þess að Hrönn hefur ekki sungið eins mikið og hún var búin að búa sig undir og það þykir mér leiðast, en hún er svo indæl og hefur tekið því öllu vel,“ segir Sigríður sem líka virðist taka öllu vel. Viðurkennir þó að þetta hafí verið æði erfítt. Að búa sig- undir frönsku óperurnar En Sigríður Ella er að nota tím- ann m.a. til að þjálfa frönskuna Eftir Pavarotti-tónleikana í Barbican Center í mars: Paul Wynne Griffiths, undirleikarinn sem kemur til íslands til að leika undir, Sigríður EUa Magnúsdóttir, stórsöngvarinn Pavarotti, sópransöng- konan Judith Howarth, baritónsöngvarinn Michael Moore og bassa- söngvarinn Kim Begley. Svona gerist þaðí „ þessu starii segir Sigríður Ella, sem ætlar að syngja 7 óperuaríur með meiru á íslandi áður en hún er þotin í verkefnin úti í heimi. Eins og hinir farfuglamir syngur Sigríður Ella Magnúsdóttir hjá okkur á þessu vori. Er komin frá London með bömin sín þijú til að syngja í ópemnni II Trovatore og er að auki að búa sig undir margvísleg verk- efni, m.a. að þjálfa frönskuna sína þar sem hún á í vændum að syngja ópemhlutverk í Frakklandi á næst- unni og læra nýja ópera. Það er nóg að gera á þeim bæ, í litla hús- inu hennar á Grímsstaðaholtinu þar sem hún á sér athvarf á íslandi. Áður en hún fer ætlar hún í þetta sinn að efna til einsöngstónleika í húsi Ópemnnar 26. maí. Og af því tilefni kemur til landsins píanóleik- arinn Paul Wynne Griffíths, sem þjálfar ópemsöngvarana í Covent Garden og lék m.a. undir fyrir hana og hina söngvarana þijá sem Pavar- otti valdi á tónleika sína í Barbican Center í London nú í mars. Það er sýnilega nokkuð snúið að vera söngkona, sem syngur í ópemm og á tónleikum víða um lönd, búa í London og vera með annan fótinn á íslandi, vera að auki móðir þriggja ungra bama. „Já, ég er farin að skilja afhveiju þessar prímadonnur áttu ekki böm,“ svarar Sigríður Ella og hlær við. „Það getur verið erfitt að koma því saman, en það gengur að hafa þau með sér meðan þau em svona ung, strákamir sex ára og stelpan 7 ára, og af því að ég nýt velvildar á báðum stöðum.“ Um leið og forvitnast er um hvemig standi á því að þessi þekkti og önnum kafni undirleikari, Paul Wynne Griffíths, kemur til íslands fyrir eina hljómleika, óskum við Sigríði Ellu til hamingju með frammistöðuna og góða dóma á þessum umtöluðu Pavarotti-tónleik- um í vor, sem hafði geysimikið auglýsingagildi fyrir hana, eins og hún segir. En það var í fyrsta skipti sem stórsöngvarinn Pavarotti efndi til slíkra tónleika, valdi §óra söngv- ara úr miklum §ölda sem komust í forval og hlustaði og gagnrýndi fyrir fullum sal áhorfenda, sem greiddu fyrir miðana stómpphæðir. Paul Wynne Griffíths lék þar undir, en hann hefur undanfarin 8 ár verið fastráðinn undirleikari við Konung- legu ópemna í Covent Garden eða réttara sagt það sem á ensku nefn- ist „opera coach", sá sem undirbýr hlutverkin með ópemsöngvumnum fyrir ópemmar, en hljómsveitar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.