Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 Avarp til Aust- firðinga Um eflingu fræðaseturs á Skriðu- klaustri í Fljótsdal Morgunblaðið/H.Hg. „Gunnarshús er heilsteypt og merkilegt listaverk, einstætt í sögu húsagerðar hér á landi.“ Þann 18. maí 1989 (eftir rétt. þrjú ár) verður öld liðin frá fæðingu Gunnars Gunnars- sonar skálds. Hann var bú- settur á Skriðuklaustri í Fljótsdal árin 1939—1948 og byggði hið glæsilega hús, sem þar stendur og gaf það ríkinu, ásamt jörðinni, við brottför sína, gegn því að þar yrði rekin menningar- starfsemi. Af því tilefni sendum við Austfirðingum og landsmönnum öllum eft- irfarandi ávarp, um eflingu fræðaseturs á Skriðuk- laustri, sem stofnað jnrði í tilefni af aldarafmæli hans. Vonum við að þetta erindi hljóti góðar undirtektir. Fljótsdals grund „Þú Fljótsdals grund mín fagra sveit, hér fyrstu vorsins blóm ég leit.“ Svo hefst kvæði Jörgens E. Kjerúlfs um Fljótsdalinn, sem orðið hefur sveitarsöngur. Það mun tæpast ofmælt að Fljótsdalur sé ein fegursta sveit á landi hér. „Þá er ég kom þangað, fannst mér sem ég væri kominn í einhveija undrahöll," segir Sæmundur Eyjólfsson bú- fræðingur og fleiri hafa viðhaft svipuð ummæli. Dalbotninn er iðjagræn, renni- slétt grund, þar sem ámar liðast um svarta sanda. Umgjörðina mynda rismikil fjöll með reglulegum klettabeltum,. algróin upp á brúnir og víða skógi klædd að neðanverðu. Undir einu þí veglegasta, Klaustur- hæðinni, stendur höfuðbólið Skriðu- klaustur uppi á lágum klettastalli, skógbrydduðum. Hér er mikið fossaval og vekur Hengifossinn mesta athygli. Meira en 100 metra hár „hrynur" hann ljóð sín í ótrú- lega litskrúðugum hamrasal. Við innkeyrsluna í dalinn er Hallormsstaðarskógur, vel kunnur landslvðnum og speglar sig í „Fljótsins dreymnu ró“, þar sem Lagarfljótsormurinn þrumir í djúp- inu og lætur stundum á sér kræla, en inn yfir dalnum gnæfir Snæfell- ið, snævi krýnt, eins og voldug vemdarvættur. Á söguslódum Fljótsdalur er vettvangur helztu fomsagna Austfírðinga: Fljótsdælu og Droplaugarsona sögu. Droplaug- arsynir ólust upp á Arnheiðarstöð- um, sem var ysti bær hreppsins. Hoftættur Bersa á Bessastöðm eru sýndar í hvammi sunnan við ána, sem nú er kennd við bæinn, skammt fyrir ofan Fljótsdalsrétt. Hrafnkels- staðir em kenndir við Hrafnkel Freysgoða, sem bjó þar um skeið eftir ófarir sínar á Aðalbóli. Valþjófsstaður var eitt af höfuð- bólum Svínfellinga á Sturlungaöld, en þeirra kunnastir em Valþjófs- staðabræður, Oddur og Þorvarður Þórarinssynir. Þorvarður er oft nefndur „síðasti goðinn", af því hann gekk síðastur íslenskra höfð- ingja á hönd Noregskonungi, og Barði Guðmundsson taldi hann vera höfund Njálu. Var þar í margar aldir vönduð timburkirkja, en fyrir henni var Valþjófsstaðahurðin fræga, sem að áliti fræðimanna er einhver merkasti smíðisgripur á Norðurlöndum frá þessum tíma. Hún skreytir nú sýningar Þjóð- minjasafnsins í Reykjavík, en ná- kvæm eftirlíking af henni er fyrir nýiegri kirkju á Valþjófsstað. A Víðivöllum varð snemma sýslu- mannssetur, sem hélzt fram á miðja 18. öld, og þjóðtrúin setti bústað Grýlu í fjallið þar fyrir ofan. Á Skriðu var stofnað munka- klaustur árið 1496, yngst klaustra hér á landi. Það náði þó á skömmum tíma miklum jarðeignum víðsvegar á Austurlandi, sem komust í eigu konungs þegar klaustrið var lagt niður árið 1552. Voru þær veittar að léni sérstökum umboðsmanni, sem oft sat á Skriðuklaustri og var jafnframt sýslumaður. Þekktastur þeirra var Hans Wíum, sem uppi var um miðja 18. öld og Ienti í málaþrasi út af bameignarmálum systkinanna Jóns og Sunnevu. Af því hafa myndast þjóðsögur og hefur Sunneva Iöngum verið hug- stæð Fljótsdælingum. Um miðja 17. öld var Vísi-Gísli um tíma sýslumað- ur á Klaustri og mun hafa gert þar ræktunartilraunir. Klausturkirkja var vígð á Skriðuklaustri 1512 og stóð lengi síðan. Sér enn móta fyrir kirkjugarði og þar er nýlegur leg- steinn Jóns hraks. Einnig var barnaskóli í klaustrinu, en um fræðastarfsemi getur þar ekki. Samtíma Hans Wíum var Hjör- leifur Þórðarson prestur á Valþjófs- stað, skáldmæltur og þýddi m.a. Passíusálmana á latínu. Tengdur honum var séra Vigfús Ormsson, sem gerðist búnaðarfrömuður í dalnum, og svo var einnig um af- komendur Vigfúsar, þá Guttorm á Arnheiðarstöðum og Guttorm í Geitagerði, scm einnig voru al- þingismenn. Á Brekku var aðsetur fjórðungslækna Austurlands 1772—1844, og héraðslæknissetur frá aldamótum 1900 til 1944, er sjúkraskýlið brann. Á öldinni sem leið var óvenju öflugt félagsstarf í Fljótsdal. Eins konar tryggingarfélag (Matsöfnun- arfélagið) var stofnað þar um 1800, eitt fyrsta búnaðarfélag landsins (Búbótafélagið) um 1847 og líklega fyrsta verkalýðsfélagið (Skrúfufé- lagið) um 1874. Sönglíf var einnig mikið á þeirrar tíðar mælikvarða. Gunnar Gunnarsson og skáldverk hans Gunnar skáld Gunnarsson er fæddur á Valþjófsstað í Fljótsdal 18. maí 1889 og ólst þar upp að mestu til sjö ára aldurs er foreldrar hans fluttust til Vopnaflarðar. Þar gerist fyrsti hluti Fjallkirkjunnar, sem er talin meðal merkustu skáld- verka Gunnars. Faðir hans og afí, sem hétu sama nafni, voru báðir bændur í dalnum, en móðirin ættuð af Langanesströnd. Séra Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað, afa- bróðir Gunnar skálds, var mikill félagsmálafrömuður eystra. Skáld- gáfa var rik í báðum ættum Gunn- ars. Amma hans, Guðrún Hall- grímsdóttir, var af kunnri skálda- ætt á Austurlandi og Katrín móðir hans var skyld Einar skáldi Bened- iktssyni. Átján ára að aldri fór Gunnar í danskan lýðháskóla og var síðan búsettur í Danmörku, þar sem hann kvæntist Franziscu Jörgensen frá Fredericia á Jótlandi og gerðist mikilvirkur rithöfundur. Árið 1939 fluttist Gunnar, með fjölskyldu sinni, heim til ættjarðarinnar og settist að á Skriðuklaustri í Fljóts- dal. Þar hóf hann stórbúskap og byggði hið glæsilega íbúðarhús, sem enn stendur þar, til minja um veru skáldsins. Það er nú gjaman við hann kennt og nefnt Gunnars- hús. Árið 1948 flutti Gunnars-fjöl- skyldan til Reykjavíkur og afhenti íslenzka ríkinu jörðina Skriðu- klaustur, með öllum húsum, gögn- um og gæðum, til ævarandi eignar. í gjafabréfí þeirra Gunnars og Franziscu segir, að jörðin skuli hagnýtt á þann hátt „að til menn- ingarauka horfí", og nefndir ýmsir möguleikar á starfsemi þar, svo sem tilraunir í búskap, söfn, skólar og hæli. Fyrstu skáldverk Gunnars Gunn- arssonar voru tvær ljóðabækur á íslenzku, en rúmlega tvítugur að aldri haslaði hann sér völl sem rit- höfundur á dönsku og ávann sér á næstu tveimur áratugum nafn, sem eitthvert fremsta sagnaskáld Norð- urlanda. Voru verk hans þýdd jafn- óðum á ýmsar helztu þjóðtungur Evrópu. Þó að hann semdi sögur sínar á dönsku voru yrkisefni hans ávallt íslenzk og þar birtist umheiminum íslenzkt mannlíf í öllum fjölbreyti- leik sínum, borið fram af djúpsæi og skyggni mikils rithöfundar. Fullyrða má að hann hafí orðið því meira metinn af löndum sínum, sem tímar liðu fram, og þvf til staðfestu má vitna hér til ummæla Matthíasar Viðars Sæmundssonar bókmenntafræðings, en um gildi og stöðu Gunnars í íslenzkum bók- menntum segir hann m.a. (DV, 21.6.1985): „Smám saman hafa þó æ fleiri sannfærst um, að Gunnar er einn af okkar alsnjöllustu rithöfundum. Hlutur hans í þróun íslenzkra nú- tímabókmennta er stærri en margir gera sér í hugarlund ... Gunnar er og einn af mestu hugsuðum í hópi íslenzkra rithöfunda, skrifaði um grundvallarspumingar mann- kynsins, sem alls staðar em þær sömu. Framan af fjallaði hann á opinskáan hátt um lífsháskann og hlutskipti manna í nútímaveröld ... Síðar meir mótaði hann í verkum sínum heimspeki, sem var á margan hátt frumleg, en um leið hefðbundin og einkar íslenzk, túlkar þar nor- rænan hugmyndaarf á sjálfstæðan hátt og lagar hann að nútímanum í ljósi eigin lífsreynslu. Hugmyndir hans eru ennþá tímabærar, sem meðal annars má sjá af því, að afstaðan til náttúrunnar er nú sama og hjá umhverfísvemdarmönnum nú átímum." Gunnarshús Ibúðarhús Gunnars og Franziscu á Skriðuklaustri er einhver sér- kennilegasta bygging hérlendis og vekur óskipta athygli allra sem þangað koma. Það er byggt árið 1939, eftir teikningu þýzks arki- tekts, F.J.F. Höger, sem var gamall vinur Gunnars. Húsið er stein- steypt, um 325 fermetrar að grunn- fleti, með um 30 herbergjum. Utan á veggina voru múraðir blágrýtis- hnullungar, svo þeir virðast vera gijóthlaðnir. Torfþak var upphaf- lega á húsinu, sem reyndist erfitt í viðhaldi, og því var sett á það jámþak árið 1957. Súlnagöng voru byggð austan á húsið um 1977, samkvæmt teikningu Högers, og þar með fékk það endanlegan svip, ef þakið er undanskilið. Gunnarshús er heilsteypt og merkilegt listaverk, einstætt í sögu húsagerðar hér á landi. Það samein- ar á vissan hátt stíl íslenzka torf- bæjarins og dansk-þýzka herra- garðsins," en minnir einnig á klausturbyggingar miðaldanna. Eins og í skáldverkum Gunnars mætast hér rótgróin íslenzk bænda- menning og alþjóðlegir straumar og fallast í faðma. Þannig er húsið minnismerki um Gunnar og verk hans í fleiri en einum skilningi. Það lætur því að líkum, að Gunnarshús hefur mikið safngildi, enda er það viðurkennt í ráðherra- samþykkt frá 1979. Þar er skýrt tekið fram, að húsið skuli vera „aðgengilegt til skoðunar fyrir almenning", á þeim tíma sem við- komandi aðiljar koma sér saman um. Hafa ábúendur talið það skyldu sína, að sjá um að svo væri. Starfsemi á Skriðuklaustri eftir 1948 Ýmis starfsemi hefur farið fram á Skriðuklaustri í þá veru, sem til- skilin er í gjafabréfí Gunnars og Franziscu. Ber þá fyrst að nefna Tilrauna- stöð í landbúnaði, sem þar hefur verið rekin síðan árið 1949. Síðan 1965 hefur tilraunastöðin heyrt undir Rannsóknastofnun landbún- aðarins, sem hefur aðsetur í Reykja- vík. Árið 1985 tók Búnaðarsam- band Austurlands við rekstri til- raunabúsins. Jónas Pétursson, síðar alþingismaður, var fyrsti tilrauna- stjórinn, en síðan komu Matthías Eggertsson og Þór Þorbergsson. Síðan 1984 hefur Þórarinn Lárus- son gegnt starfinu. Gunnar Gunnarsson var frum- kvöðull að stofnun Minjasafns Austurlands (1942) og var í stjóm þess fyrstu árin. Lét hann safninu í té herbergi í húsi sínu árið 1945 og var það opið almenningi næstu árin. Þegar húsið var afhent ríkinu 1948 gerðu menn sér vonir um aukið húsnæði fyrir safnið. En sambýlið við tilraunastöðina reynd- ist erfítt, svo stjórn þess sá sér ekki annað fært en að loka því 1966. Þegar Safnastofnun Austur- lands var sett á fót 1972, hófust að nýju umleitanir um rýmra hús- næði fyrir minjasafnið, og náðist þá samstaða milli ráðuneyta um að byggt yrði yfir tilraunastöðina, en Gunnarshús yrði afhent Safna- stofnun að því búnu, til notkunar fyrir minjasafnið og aðra starfsemi. Ekkert varð þó af framkvæmdum í þessa átt, þrátt fyrir endurteknar samþykktir ráðamanna, og árið 1979 var loks höggvið á þennan hnút með því að ákveða nýbyggingu fyrir minjasafnið á Egilsstöðum, og lofuðu ráðherrar að beita sér fyrir fjárveitingu til þess. Bygging var hafín á næstu árum en hefur lítið miðað. Bamaskóli Fljótsdæla var í Gunnarshúsi á árunum 1960—1970, þar til Hallormsstað- arskóli tók til starfa, og næsta ára- tug var þar stunduð kennsla yngstu barnanna. Árið 1972 kom fram til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.