Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1986 33 Samkeppni um gerð listaverks Myndlist Bragi Ásgeirsson Á mánudaginn voru niðurstöður dómnefndar í samkeppni um lista- verk við nýju flugstöðina í Keflavík kunngerðar við hátíðlega athöfn að Kjarvalsstöðum. Jafnframt verða allar tillögur er bárust dómnefnd almenningi til sýnis fram yfir hvíta- sunnu. Þessi samkeppni kann að marka tímamót hérlendis því ótvírætt er rétt að málum staðið og það mætti að ósekju gerast miklu oftar, að efnt sé til svipaðrar samkeppni meðal listamanna. Svo sem greini- lega kemur fram á sýningunni þá er þetta einna vænlegasta leiðin tii að virkja krafta þeirra til mikilla átaka. Þátttaka var merkilega mikil og úrlausnimar hinar Ijölbreytileg- ustu og er auðséð að margur hefur lagt á sig mikla vinnu, ijárútlát og djúpar hugsanir til að verkin yrðu sem best úr garði gerð. Þetta gerist þrátt fyrir að skilafrestur hafí verið í naumara lagi, sem gerði það að verkum að útilokað var fyrir marga að taka þátt í samkeppninni, og svo virðist einnig á sumum tillögunum, sem viðkomandi hafí verið í tíma- hraki, sé tekið mið af fráganginum. Þeir koma og einna best frá tillög- um sínum, sem hafa getað helgað sig þeim óskiptir að kalla. Þá hefðu verðlaunin mátt vera ögn veglegri sé tekið mið af um- fangi verkefnisins því það er trúa mín að á hinum Norðurlöndunum hefðu þau verið jafnhá í þeirra eigin gjaldmiðli, jafn mikið og var í húfi að vel tækist. Og án þess að vera með at- hugasemdir við niðurstöður dóm- nefndar tel ég að einn starfandi myndlistarmaður í dómnefnd slíkr- ar samkeppni sé of lítið. Ljóst er að dómnefndin hefur þurft mikinn tíma til að gera upp á milli verkanna og komast að endanlegri heildamiðurstöðu, og hún hefur leitast við að beita hér nákvæmum og skilmerkilegum vinnubrögðum. Fyrir það á hún miklar þakkir skildar því einmitt þetta atriði mun gera það að verk- um að myndlistarmönnum aukist trú á samkeppnisforminu og mæti Qölmennir til leiks, ef slík sam- keppni verður á döfínni { náinni framtíð. Það er og mjög mikilvægt að sú reynsla, sem fram hefur komið, verði lögð til grundvallar er þar að kemur. Um niðurstöður dómnefndar er það að segja í fáum dráttum, að flestir geta verið sammála um að tillaga Rúríar er ákaflega fallegt og margslungið verk í sláandi ein- faldleika sínum. Sjálft heildarform- ið er mjög táknrænt fyrir flug og loftbrú og hefur enda verið notað áður í líkum tiigangi en útfærsla sjálf er um margt hugvitsamleg og í samræmi við list höfundarins. Þá er útfærsla tillögunnar og frágang- ur svo sem best verður á kosið og ber hér raunar af öðrum tillögum. Það er og vel til þess fallið í eðli sínu að gleðja augu ferðalanga, er standa skamma stund við í flug- stöðinni. Bæði verk Magnúsar Tómas- sonar eru einföld og hugvitssam- lega unnin, formhugsunin skýr og klár og þó hefur maður það á tilfinn- ingunni að þau megi slípa ennþá V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! betur, einkum flugtáknið í Þotu- hreiðrinu. Verk Magnúsar eru mun umdeildari en Rúríar og má hann þar vel við una því þau hafa vakið margvíslegri viðbrögð og eru hvergi nærri eins samstillt. Tillögur þær, sem hlutu auka- verðlaun, sem eru eftir þá Helga Hafliðason, Helga Gíslason og Orn Þorsteinsson eru og allar athyglisverðar og einkum þykir mér hinn síðastnefndi komast vel frá sínum hlut og vera nálægt aðalverð- launum, sem allt eins hefðu getað fallið honum í skaut. En svo virðist sem hann hafí á köflum ofunnið formið í einstaka hlutum tillögu sinnar. Það er þó oftar að tillögur séu Rúrí við verk sitt „Regnbogann". van- en ofunnar og víst hefðu margar komið öllu betur til skila hefðu höfundamir vandað betur til verka. Hér kemur og einnig til tíma- hrak svo sem fyrr segir. Fyrir utan þær tillögur sem sérstaklega hafa verið nefndar eru margar verðar allrar athygli og ættu skilið sér- staka umfjöllun hér. En á þvf er ekki kostur vegna þess hve sýningin stendur stutt. Ymsar tillögumar eru og æði skrýtnar og ekki til þess fallnar að lyfta huganum upp né gleðja augað — hefðu öllu frekar aukið á hijóstmga stemmninguna á staðnum. Það sem meginmáli skiptir og eftir situr, er að hér var rétt að málum staðið að því leyti að sam- keppnisformið hefur sannað ágæti sitt. Vantar fyttíngtt í líf þitt? Sprungur í vegg lokast ekki af sjálfu sér. Það veístu. Lausnarorðið er Thoríte. Efnið sem fagmennirnir kalla demantssteypu. Harkan og endingín — þú skílur. Thoríte viðgerðarefníð hefur góða viðloðun. Þú notar það jafnt á gamla steypu sem nýja. Mótauppsláttur er óþarfun eftir 40—60 mínútur er veggurinn þurr, sléttur og tilbúinn undir málningu. Iðnaðarmenn þekkja Thorite af langrí reynslu. Nú er komið að þér. Thorite fæst í lítlum og stórum umbúðum með íslenskum leiðbeiníngum. Spurðu eftir Thorite í næstu byggingarvöruverslun. Þeir þekkja nafnið. 15 steinprýði | Stórhöfða 16, Reykjavík - S. 83340/84780 Stórhöfða 16, Reykjavík - S. 83340/84780 Útsöfastaðir: BYKO • B.B. Byggingarvömr • Húsasmiðjan • Skapti, Akureyri • Málningarþjónustan, Akranesi • G.E. Sæmundsson, ísafírði • Baldur Haraldsson, Sauðár- króki • Dropinn, Keflavík • Kaupfélag Vestmannaeyja • Kaupfélag A-Skaftfellinga, Hornafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.