Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 21
- leikhúsinu og ég held að það hafi verið innstilling mömmu, framkoma hennar og reisn, sem vakti áhuga minn á leiklist. Ég vandist því líka frá blautu barnsbeini, að hlusta á mömmu fara með ljóð, og ennþá frnnst mér mamma einn besti ljóðaflytjandi, sem ég hef hlustað á. Þetta hefur Iíka komið sér vel, ekki síst núna í því verki, sem við erum að flytja, en þar er allur texti í bundnu máli.“ Skúli starir fram fyrir sig, þegar hann talar. Það er satt, sem systir hans segir, hann er íhugull ungur maður. „Ég tók eftir því áður en ég fór í leiklistamámið, að stundum var eins og ég hoppaði út úr sjálfum mér og horfði á, þegar ég var til dæmis að rífast við aðra manneskju. Ég ákvað að reyna við inntöku- prófið og ég hef ekki séð eftir því. Ég held að þetta hafi verið góður skóli." — Þú ætlar að gera listina að ævistarfi? „Já, ég vil starfa við leikhús fremur en nokkuð annað, en það er erfitt að framfleyta sér af þessu starfí. Þó maður sé fastráðinn við leikhús eru launin svo lág, að ekki er hægt að lifa af þeim.“ — Þú hefur leikið ólík hlutverk í skólaleikritunum ykkar. í leikrit- inu „Hvenær kemurðu aftur, rauð- hærði riddari?" leikur þú hálfgert gauð, það er mann, sem lætur nið- ; urlægja sig og tekur aldrei á móti. En í Tartuffe ferðu hins vegar með hlutverk útsmogins hræsnara, sem reynir að nýta hlutina sér í hag. Leitar þú að eðlisþáttum persón- anna í sjálfum þér eða býrð þá til? „í persónusköpun sníður maður ekki hlutverkin utan um sig heldur sækir efniviðinn í sjálfan sig — hið innra. Segja má að maður reyni að þroska ákveðna eðlisþætti en aðrir rými á meðan." — Finnst þér hlutverkið ná yfir- tökunum, þannig að það verði raun- verulegra en veruleikinn sjálfur? „Ég hef ekki mikla reynslu enn- þá, en hingað til hefur mér þótt erfitt að losna við hlutverk. En ég hef líka getað nýtt mér eiginleika persónanna í vemleikanum. Það gerðist um daginn, að ég var að labba ofan í bæ að næturlagi, það var eftir útskriftina. Þá mætti ég tveim strákum, sem höfðu verið að bijótast inn. Þeir ætluðu að ráð- ast á mig. En þá beitti ég aðferðum Tartuffes og áður en þeir vissu af vom þeir famir að slást en ég gekk burtu!" — Finnst þér þú þurfa að beita þig hörðu þegar þú ert að vinna hlutverk eða kemur þetta allt leik- andi létt? „Ef þetta kæmi syngjandi út væri ekki um neitt lífsspursmál að ræða lengur." Þarft þú að vera í lífsháska til að ná fram því besta í sjálfum þér? „Já, sú þörf er sterk. Það þýðir þó ekki að leikið sé með einhveiju offorsi. Það verður að tempra til- finningamar til að finna jafnvægi. Líkt og í málaralist þá er ekki hægt að nota alla málninguna í einu, úr þvi verður óskapnaður." — Skúli, finnst þér þú skilja það sem Nína er að gera? „Já, að svo miklu leyti sem þarf i/ að skilja það til hlítar. Mér fínnst , ekki þurfa að útskýra allt, það verður að vera einhver leyndardóm- i ureftir." — En hvernig er það í leiklist- inni, þarfnast hún útskýringa? „Þar er allt samantvinnaðra, söguþráður, persónur og tilfínning- ar,“ segir Skúli. „Ég hef ég séð mjög áhrifamikla leiksýningu, þar sem vom engar persónur, enginn söguþráður. Þetta var samt æðisleg sýning, þar sem maður sveiflaðist frá hlátri til gráts,“ segir Nína. „í myndlistinni er til nokkuð, sem heitir gjörningur, hann byggir ekki á ósvipuðu," bætir hún við. — Þið eigið kannski eftir að vinna saman? „Það getur vel verið." Viðtal: Hildur Einarsdóttir MORGUNBLAÐIÐ; SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1986 21 2. Hagsýn húsmóðirín er í sjöunda himni yfirþví að öll þægindln skuli ekki kosta meirí fjárútlát. 1. Af ótal kostum þessarar frönsku lúxuskerru er fjölskyldufaðirinn hrífnastur af frábærum aksturseigin- leikum BX-ins. 3. Pjakkurinn las í blaði að meðalaldur Citroen í Svíþjóð er 13 og hálft ár. Hann ætlar að segja öllum vinum sínum frá þvi. 4. Systir hans er ánægð með allt rýmlð og mjög montin aföllum öryggisbelt- unum. 5. Amma hefurýmsu góðu kynnst um dagana, en í þægilegri bílsætum hefur hún aldrei setið og vökva- fjöðrunln er I hennar huga ekkert ómerkari uppfinning en rafmagnið. IL NYA PAS QUE CES CINQ RAISONS QUI FONTDE LA OTROÉN BX UNE DES MEILLEURES VOITURES FAMILIALES DISPONIBLES /C/* 'ÞAÐ ERU FLEIRIÁSTAÐUR EN ÞESSAR FIMM SEM GERA OTROÉN BXAÐ EINUM BESTA FJÖLSKYLDUBÍINUM SEM HÉR F/EST. 470.000,-Kr kostar Citroén BX 14 E (sbr. mynd) og er það auðvitað veiga- mesta ástæðan. Citroén BX Leader er enn ódýrari; aðeins 443.000,- kr. BX 16 TRS kostar kr. 568.000,-ogglæsivagninn BX 16 RS Break (station) kostar nú aðeins 615.000,- krónur. Ekki síðri ástæða ergreiðslukjör- in; allt niður í 30% út og afgangur- inn á allt að tveimur árum. Innifalið í þessu verði er ryðvörn, skráning, skattur, stútfullur bensíntankur og hlífðarpanna undir vél. Einnig má nefna framhjóladrifið, en Citroén hefur verið framhjóla- drifinn lengst allra bíla - eða síðan 1934, og hæðarstillinguna sem skipar Citroén í sérfiokk við 1 akstur í snjó og ófærð. BX-inn er líka alhaf í sömu hæð frá jörðu, óháð hleðslu. Falleg Innrétting og listræn hönnun á öllum hlutum vega líka þungt þegar Citroén er borinn saman við aðra bíla. Líttu inn í Lágmúlanum eða sláðu á þráðinn. Sölumenn okkar vilja segja þér margt fleira um þessa frábæru bíla. G/öbUS/ GOTT FÖLK / SÍA CITROEN *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.