Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986
Guðbjörn Helga-
son - Minning
Fæddur 19. janúar 1921
Dáinn 9. maí 1986
Sólin var að setjast að afloknum
gæskufullum síðsumarsdegi og
gyllti höf og lönd þegar ég hélt
ásamt unnustu minni til míns síð-
asta fundar við Bjössa. Það var í
ágúst á síðasta ári og hann dvaldi
á Vífilsstöðum, þjakaður af asma.
Okkur var vísað til ákveðinnar stofu
á annarri hæð, en þegar þangað
kom var hún auð. Við svipuðumst
um og komum fljótt auga á hann.
Guðbjöm stóð við glugga fyrir enda
gangsins, við hlið hans súrefniskút-
urinn sem hann gat ekki lengur
verið án: Hann horfði út, drakk í
sig fegurð hins íslenska sumars,
hins síðasta. Senn haustaði að.
Það tók mig nokkur andartök að
jafna mig á þessari sjón. En svo
mannaði ég mig upp í að banka létt
á öxl hans. Þá leit hann snöggt
upp, á sama hátt og svo oft áður,
varð greinilega hissa þegar hann
sá komumenn, en rétti strax fram
höndina til að heilsa; þéttingsfast
heilsaði hann enn sem fyrr. Svo
dró hann súrefniskútinn eftir sér
inn á stofu, bauð okkur sæti en
stóð sjálfur, stóð oft meðan aðrir
sátu. Við færðum honum súkkulaði.
Hann tók það upp og bauð okkur,
ekki við annað komandi, en við
gæddum okkur á því þó það væri
ætlað honum. Þótt hann væri and-
stuttur og yrði af þeim sökum að
tala með hvíldum var hann hinn
skrafhreifasti, spurði frétta að vest-
an og víðar, og reyndist vera betur
inni í málunum en við. Svoleiðis
hafði það alltaf verið. Nokkrum
sinnum hló hann þessum djúpa
smitandi hlátri. Kímnigáfan var í
lagi. Nú kafnaði kátínan í erfíðu
hóstakasti.
Það var komið myrkur þegar við
kvöddum Bjössa. Hann tók aftur
þétt í höndina á okkur og horfði
einarðlega í augu okkar um leið og
hann óskaði okkur alls hins besta.
En það var greinilega eitthvað
ósagt látið, eitthvað sem ekki þurfti
að fjölyrða um þess vegna tók ég
ekki af honum sama loforð og árið
áður, um að hann yrði að lifa þang-
að til ég kæmi aftur frá vetursetu
í útlöndum.
Ég veit að Guðbjöm taldi sig
fyrir nokkru vera kominn að vaðinu
á ánni, en vonaði samt að sér skjátl-
aðist og hann næði sér aftur. Mig
langaði svo til að tala meira við
hann og var farinn að hlakka til
að hitta hann í sumar.
Mig langaði til að heyra stríðnina
í hijúfu röddinni, sjá hann bera
höndina snöggt upp að eyranu af
því að hann heyrði orðið illa. Heyra
mat hans á stöðunni í pólitíkinni
og sjá glottið læðast út á varimar
og verða að kitlandi hlátri. Mig
langaði til að spyrja Bjössa þeirrar
spumingar sem svo lengi hafði
bmnnið á vörum mínum, en aldrei
komist lengra; einhvem veginn var
ég alltaf að bíða eftir rétta augna-
blikinu. En kannski var betur óspurt
látið, kannski hefði honum þótt
spumingar mínar of nærgöngular.
Hann var af þeirri kynslóð karl-
manna sem ekki mátti bera tilfínn-
ingar sínar á torg.
Fyrst man ég eftir Bjössa heima
á Isafírði fyrir um það bil 15 ámm.
Ég var þá bara smápolli, en samt
ofurlítið hærri í loftinu en hann.
Mér þótti það skrýtið, en fór fljótt
að taka það sem sjálfsagðan hlut.
Hann gaf ekki tilefni til annars.
Við gengum saman niður í bæ með
ferska innlögnina á vangann og á
leiðinni tóku nokkrir krakkar að
atyrða hann. Hvað þröngsýni og
ónærgætni fólks hlýtur að hafa
sært hann Bjössa! En í þetta skipti,
sem og öll önnur sem ég varð vitni
að því að er bent var á hann, lét
hann sem ekkert væri, vildj bara
endilega gefa mér peninga. Ég gat
ekki þegið þá alla.
+
Móðir mín,
SIGURLAUG STEFÁNSDÓTTIR,
lést á Elliheimilinu Grund 16. maí.
Guðrún Sveinsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi,
ARIMFINNUR ÞÓRÐARSSON,
Hlégerði 29, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 21. maí kl.
15.00.
Kristín Daníelsdóttir,
börn, tengdabörn og
barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllu þeim er sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
EGILS EINARSSONAR,
fyrrum bóndi á Langárfossi á Mýrum.
Hrefna Egilsdóttir, Einar J. Egilsson,
Katrin S. Egilsdóttir, Vilhjálmur Jónsson,
Þórdfs Egilsdóttir, Finnbogi Reynir Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Strandaseli 5, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni þriöjudaginn 20. maí kl.
14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hinnar
látnu er bent á Systrafélagiö Alfa.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Holbergsson, Sigurborg Pétursdóttir,
Sigmar Holbergsson, Málfríður Gunnlaugsdóttir,
Holberg Másson, Guðlaug Björnsdóttir
og barnabörn.
+
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
LOGA ELDONS SVEINSSONAR
múrarameistarai,
Álfaskeiöi 40,
Hafnarfirði,
verður gerð frá Þjóðkirkjunni Hafnarfirði þriðjudaginn 20. maí kl.
13.30.
Jónína Helga Jónsdóttir,
Sigurbjörn Eldon Logason,
Haraldur Eldon Logason,
Jón Eldon Logason,
Ingibjörg Eldon Logadóttir,
tengdabörn og barnabörn.
+
Útför móður minnar,
MARGIT EYLANDS,
ferfram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 21. maí kl. 13.30.
Eirík Eylands
og aðrir vandamenn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN MARGRÉT ÁRNADÓTTIR,
Hrisateig 33,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 21. mai kl.
13.30.
Kristján Friðriksson,
Guöni Karl Friðriksson,
Fríða Friðriksdóttir Möller,
Ólöf Friðriksdóttir,
Örn Friðriksson,
barnabörn c
Stefanfa Sveinsdóttir,
Hrafnhildur Guðjónsdóttir,
Jóhann Möller,
Sigurður T ryggvason,
Ólöf Helgadóttir,
barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns, bróður okkar og fósturbróður,
JÓNS EIRÍKS JÓNSSONAR,
Skipasundi 75.
Sérstakar þakkir viljum við færa samstarfsmönnum hans hjá
Strætisvögnum Reykjavíkurfyrir hlýhug þeirra.
Guð blessi ykkur öll.
Maja Jónsson og systkini hins
látna.
+
Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BJÖRGVIN INGIBERGSSON
blikksmíðameistari,
Langagerði 36,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 20. maí kl.
13.30.
Aðalheiður Bjargmundsdóttir,
Bjargmundur Björgvinsson, Guðný Guðmundsdóttir,
Ásdfs Björgvinsdóttir, Páll Á. Jónsson,
Aðalheiður B. Björgvinsdóttir, Valþór Valentfnusson
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúð við andlát og útför móður
okkar, tengdamóöur og ömmu,
JÓNU DANÍELSDÓTTUR,
Austurbrún 2.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Borgarspítalans fyrir alla aðstoð í
veikindum hennar.
Jónas K. Jónasson, Elfsabet Alexandersdóttir,
Lárus Jónasson, Aðalheiður Erla Jónsdóttir,
Marfa S. Lárusdóttir,
Lárus Lárusson,
Eva E. Jónasdóttir.
Mörgum árum seinna, þegar ég
hóf háskólanám í Reykjavík, fórum
við að hittast reglulega, aðallega
heima hjá ömmu í Hátúninu. Þang-
að kom hann oft með mat handa
okkur ömmu, nýja ýsu, saltkjöt,
súpukjöt og fleira, og við þijú, sem
hvert heyrði sinni kynslóðinni til,
borðuðum saman. Það brást ekki
að hann hafði glænýjar fréttir að
færa, hafði hitt þennan og hinn
merkismanninn, enda þekkti hann
aragrúa af fólki. En innst inni held
ég samt að Bjössi hafí verið ein-
mana.
Ég hafði á tilfinningunni að í
gegnum mig vildi hann upplifa það
sem hann þráði ætíð og við þráum
líklega öll. En samskipti okkar voru
samt ekki nein vöruskipti. Ég naut
þess að vera í návist hans og á
margar minningar frá samveru-
stundum okkar. Við fórum saman
í bíó. Hann bauð mér út að borða
eða á kaffihús, ég bauð honum
heim í mat, og einn bjartan júlídag
fórum við í dagsferð upp á Þing-
velli og að Laugarvatni.
Alls staðar þekkti Bjössi til og
kunni margar sögur að segja af
núverandi eða fyrrverandi ábúend-
um hér og þar. Hvemig hann gat
munað þetta allt.
Við lifðum lengi á þessari ferð,
ekki síður ég en hann, því þó ferða-
saga okkar virðist ekki merkileg
hér á blaðinu, þá vissum við báðir
að á milli okkar fór eitthvað sem
ekki er hægt að lýsa í orðum, eitt-
hvað sem ekki er hönd á festandi,
eitthvað sem er og verður bara
okkar. Slíkir hlutirgefa lífinu gildi.
Þegar ég fór að dvelja meira
erlendis urðu samskiptin stopulli,
þó við hittumst á ári hveiju. En
fyrir um það bil þremur árum fór
heilsu Bjössa að hraka verulega.
Hann hætti að geta rölt um, en að
ganga um miðbæ Reykjavíkur og
taka menn tali hafði einmitt verið
líf hans og yndi. Undir lokin varð
hann algjörlega að halda kyrru
fyrir, hafði fáa til að tala við og fátt
til að lifa fyrir. En nú er stríðinu
lokið. Hann er kominn yfír vaðið.
Okkar vegferð skaraðist því
miður of lítið. En hann jók óþekktri
vídd við líf mitt, gerði mig ríkari.
Sá veruleiki sem hann horfðist í
augu við var miklu naprari en minn,
þó ég hafí sennilega ekki kvartað
neitt minna. Oftast þurfti hann að
horfa upp til heimsins, og ég er
hræddur um að heiminum hafí því
miður hætt til að horfa niður á
hann. Undir slíku er erfitt að sitja
alla ævi, sér í lagi ef maður er
stoltur eins og Bjössi var. Hið erfiða
hlutskipti hans snart mig djúpt og
stundum fann ég til með honum. Ég
bar virðingu fyrir honum og mat
hann mikils. — Fyrir það sem hann
var. Því þó hann væri líkamlega
fatlaður var hann betur að sér
andlega en margur annar. Umfram
alit var hann heillandi persónuleiki.
Með samúðarkveðjum til ömmu
frá okkur Guðrúnu lýk ég þessari
kveðju- til Bjössa og mun ekki
gleyma honum. Þakkir fyrir allt
sem hann kenndi mér færi ég
honum á skilnaðarstund.
Rúnar Helgi Vignisson,
Kaupmannahöf n
Blómastofa
fíiðfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öli kvöld
tll kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öil tilefni.
Gjafavörur.