Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 56
Útlit fyrir
næga sumar-
vinnu
skólafólks
SÆMILEGA gengyr að útvega
skólafólki sumarvinnu, að sögn
Gunnars Helgasonar forstöðu-
manns Ráðningarskrifstofu
Reykjavíkurborgar. Heldur
færri nemendur hafa sótt um
sumarstörf hjá skrifstofunni
nú í vor en á sama tíma í fyrra,
og sagði Gunnar það benda til
að auðveldara sé að fá vinnu í
Reykjavík nú en í fyrrasumar.
Á fimmtudag höfðu 822 nem-
endur á 16. ári eða eldri sótt
um vinnu hjá skrifstofunni, en
a sama tíma í fyrra voru þeir
881. Á síðasta sumri tókst að
útvega rúmlega þúsund m»nn»
vinnu, en 240 urðu frá að
hverfa.
Gunnar sagði að venjulega
störfuðu 1100—1200 unglingar á
aldrinum 14—15 ára á vegum
Vinnuskóla Reykjavíkur, en nú
hefðu aðeins um 600 sótt um.
Skráningarfrestur rennur út 22.
maí, og sagði Gunnar að reynsla
fyrri ára sýndi að flestir drægju
að skrá sig fram á síðustu stundu.
Laun í vinnuskólanum hafa
hækkað töluvert frá því í fyrra-
sumar. Nú fá 14 ára unglingar
71,30 krónur á tímann, en 15 ára
80,80 krónur. í fyrra var tíma-
kaupið 48 krónur hjá þeim yngri,
en 54 krónur hjá þeim eldri.
Kvikmyndafyrirtækið
Cannon Groiip;
Hyggst kvik-
mynda vísinda-
skáldsögu
á Islandi
HÉRLENDIS eru nú þrir menn
frá bandariska kvikmyndafyrir-
tækinu Cannon Group, sem er
eitt hið stærsta í heiminum. Til-
gangur þeirra er að leita staða,
sem hentað gætu til töku atriða
i stórmynd um „Masters of the
Universe“ eða drottnara heims-
ins og islensk börn þekkja af
samnefndum leikföngum og
teiknimyndum. Leiðsögumaður
mannanna þriggja hér á landi
er Þórarinn Guðnason kvik-
myndagerðarmaður hjá Lifandi
myndum hf.
Að sögn Sigurðar Sverris Páls-
sonar hjá Lifandi myndum hafa
mennimir frá Cannon Group, Godd-
ard leikstjóri (ekki sá franski), Elliot
Schick framleiðandi og Geoffrey
Kirkland leikmyndastjóri, hug á að
taka upphaf og endi myndarinnar
hér á landi, ef þeir finna hentuga
umgjörð fyrir atriðin. Enn hafa
þeir ekki séð neitt sem hentar þeim.
Ef af kvikmyndatöku yrði hér-
lendis, má búast við að hingað
kæmu um 100 manns á vegum
Cannon Group. Sagði Sigurður
Sverrir, að jaftiframt mætti búast
við, að kvikmyndargerðarfólkið
þyrfti að ráða íslenskt aðstoðarfólk,
hugsanlega einhverja úr röðum
kvikmyndagerðarmanna.
Steftjt er að því að hefja tökur
í lok júlí og Ijúka þeim á tveim
vikum. Að sögn Sigurðar hafa kvik-
myndagerðarmennimir sérstakan
áhuga á ljósaskiptunum á íslandi,
sem em mun lengri en t.d. í Banda-
ríkjunum.
SUNNUDAGUR18. MAÍ1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
JllUlgUIIUlOUIUI IV/VA
„Púliðbúið“
Hvítkollarnir eru jafn vissir sumarboðar og Ióan og krían.
Þessi prúði hópur stúdenta útskrifaðist frá Fjölbrautaskól-
anum við Armúla í gær. Alls útskrifuðust þaðan 59 manns,
4 af málabraut, 4 af náttúrufræðibraut, 10 af uppeldis-
braut, 7 af samfélagsbraut og 23 af viðskiptabraut. Skóla-
meistari Fjölbrautaskólans við Ármúla er Hafsteinn Þ.
Stefánsson.
Hjartaaðgerðir í London 1984:
Þijátíu prósent
Islendinga sýktust
— samkvæmt könnun sem gerð
var á Landspítalanum
ÞRJÁTÍU íslendingar af eitt
hundrað sem gengust undir
hjartaaðgerð í London frá árs-
lokum 1983—1984 og lögðust inn
á Landspítalann við heimkomuna
höfðu fengið sýkingu við hjarta-
aðgerðina. Þar af fékk um heim-
LOGREGLAN í Reykjavík mun
gera út fimm vegaeftirlitsbíla og
nota þyrlu Landhelgisgæslunnar,
TF-GRO, til eftirlits með umferð
á Suður- og Vesturlandi um
hvítasunnuna, að sögn Baldvins
Ottóssonar varðstjóra hjá lög-
reglunni í Reykjavík.
„Við munum dreifa þessum fímm
bílum héma um nágrennið, Suður-
og Vesturland," sagði Baldvin. „Það
er ekki búið að ganga endanlega
frá því, þar sem við vitum enn ekki
nákvæmlega hvert straumurinn
muni liggja.
Síðan verður flogið til eftirlits
eftir því sem hægt er með þyrlu
Landhelgisgæslunnar. Við höfum
áður notað litlar þyrlur en sú stóra
er miklu mikilvirkari og um borð í
henni verða bæði lögreglumaður og
læknir, þannig að hún er líka tiltæk
í sjúkraflug."
ingur svokallaða djúpa sýkingu,
nlu þeirra þurftu á aðgerð að
halda, oftast aðgerð á bringu-
beini. Einn var í umtalsverðri
lifshættu. Sjúklingarnir sem
sýktust þurftu að meðaltali 10
dögum lengri sjúkrahúsvist, og
Lögreglan hefur meira eftirlit en
venjulega með umferð út úr borg-
inni, að sögn Baldvins, og nú í
samvinnu við Bifreiðaeftirlitið, til
þess að reyna að koma í veg fyrir,
að menn fari langt á illa búnum
bílum.
Þess má einnig geta, að allir
vegaeftirlitsbflamir eru búnir rat-
sjárhraðamælum og þyrlan líka.
Akureyrí.
TVÆR konur slösuðust á föstu-
dag er bifreið valt út af veginum
á Oxnadalsheiði, skammt vestan
við SesseJjubúð, og voru lagðar
inn á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri. Þær voru báðar far-
þegar í bifreiðinni en ökumaður-
þeir sem þurftu að fara í aðgerð
þurftu að dvelja 20 dögum leng-
ur á sjúkrahúsinu en venja er til.
Þessar upplýsingar komu fram í
erindi Sigurðar B. Þorsteinssonar
læknis á fræðslufundi Samtaka
áhugamanna um sýkingarvamir á
sjúkrahúsum. Erindið nefndi Sig-
urður „Tíðni skurðsýkinga eftir
hjartaaðgerðir íslendinga" og
byggði hann á könnun á 100 sjúkl-
ingum sem komu frá London á ár-
inu 1984 og lögðust inn á Landspít-
alann. Eðlileg sýkingarhætta á
sjúkrahúsum er talin um 5%. í
samtali við Sigurð kom fram að ný
könnun er í gangi varðandi sýking-
ar sjúklinga sem koma úr hjartaað-
gerðum frá London, og virðist
ástandið nú innan eðlilegra marka.
„Læknar í London kannast ekki við
að sýkingarhlutfall sé almennt jafn
hátt og í ljós kom á íslendingum
þetta ár, talað hefur verið um að
erfltt flug skömmu eftir aðgerð
geti haft einhver áhrif, en það skýr-
ir ekki þær breytingar sem orðið
hafa á sjúklingum sem komið hafa
frá London á þessu ári, og sjúkling-
ar úr sambærilegum aðgerðum frá
Bandaríkjunum hafa ekki haft jafn
háa tíðni sýkinga," sagði Sigurður.
inn slapp að mestu ómeiddur og
fékk að fara heim eftir skoðun.
Bifreiðin, sem var fólksbifreið
lenti á hvolfi úti í skurði eftir velt-
una og er mjög mikið skemmd.
Óttast var að önnur konan hefði
m.a. höfuðkúpubrotnað.
Unglinga-
vinnuflokkur
um borð í
Þór í sumar
BORGARYFIRVÖLD og Slysa-
vamafélag íslands hafa gert með
sér samkomulag um það að 15
manna vinnuflokkur unglinga úr
vinnuskóla borgarinnar annist
ýmiss konar viðhaldsvinnu innan
borðs á gamla varðskipinu Þór
sem nú er í eigu Slysavamafélags-
ins og verið er að iagfæra og gera
að miðstöð fyrir björgunar- og
þjálfunarskóla í öryggismálum
fyrir sjómenn og aðra.
Unglingaflokkurinn mun vinna í
Þór 5 daga vikunnar, en auk starfsins
um borð þar sem t.d. á að skafa upp
tréþilfarið, þá munu unglingamir
njóta kennslu hjá SVFÍ og Slysa-
vamaskóla sjómanna sem hafa skuld-
bundið sig til þess að veita unga fólk-
inu ýmiskonar fræðslu um björgunar
og öryggismál almennt, í slysavöm-
um til sjós og lands og sjóflokkur
slysavamadeildar Ingólfs mun einnig
aðstoða í þessum efnum og m.a.
kenna unga fólkinu undirstöðuatriðin
í að sigla bát um Sundin blá. Með
þessu móti er stefnt að því að tengja
saman vinnu og fræðslu í hinu gamla
varðskipi íslendinga, sem tók þátt í
öllum þorskastríðunum við Breta, auk
þess að vera ætlað sem miðstöð þjálf-
unar í öryggismálum og björgunaræf-
inga er skipinu ætlað að vera eins
konar fljótandi minjasafn um sögu
björgunar og sögu varðskipanna með
Þórs-nafninu, en fyrsta (slenska varð-
skipið sem var keypt til landsins af
Vestmannaeyjum árið 1920 hlaut
nafnið Þór.
Viðbúnaður lögreglu um hvítasunnu:
Fimm eftirlits-
bílar og þyrla
Bifreið valt á Öxnadalsheiði