Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 JJHújClJTitl Útgefandi tMðfrffr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Tengsl og trúnaður Islenzk sveitarfélög eiga rætur í hinni fomu hreppaskipan, sem til var stofnað þegar á land- námsöld. Enn í dag eru sveitar- félögin það stjómvald, sem næst stendur umbjóðendum sínum. Sveitarstjórnir, sem íbúar sveitarfélaga kjósa í leynilegum kosningum á fjögurra ára fresti, þekkja verulega betur en fjar- lægara stjómvald, ríkisvaldið, óskir og þarfír umbjóðenda sinna. Sveitarstjómir hafa og staðbundna þekkingu á heima- vettvangi. Þær em því betur í stakk búnar en fjarlægara stjómvald til þess að þjóna umbjóðendum sínum. Þá er m.a. átt við það, að sveitarstjómir hafa betri stöðu en fjarlægara stjómvald til þess að nýta vel skattfé borgaranna; til þess að standa að jafnmiklum eða meiri framkvæmdum og þjónustu með minni tilkostnaði, þ.e. með hóf- legri skattheimtu. Stjómunar- legt og fjármálalegt aðhald er og markvissara hjá nálægara stjómvaldi. Það er mjög mikilvægt að efla sjálfstæði sveitarfélaganna og koma á skýrari mörkum í tekju- og verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga, með það að leiðarljósi, að saman fari ákvörðunarvald og fjármálaleg ábyrgð. Ný sveit- arstjómarlög, samþykkt á síð- asta þingi, stefna til þessarar áttar, en betur má ef duga skal. Færa má fleiri verkefni, sem móta umhverfí og velferð heima- manna, til sveitarfélaganna. Ríki og sveitarfélög verða og áð deila tekjum, skattheimtu, í samræmi við verkefnaskiptingu. Það er ekki síður mikilvægt að sveitarstjómir rækti tengsl og trúnað við heimamenn, um- bjóðendur sína. Sveitarstjómir fá völd sín úr hendi borgaranna og hafa ríkar skyldur gagnvart þeim, ekki sízt upplýsingaskyld- ur um viðfangsefni og fjárreiður sveitarfélagsins. Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykvíkinga, hefur lagt ríka áherzlu á þessi tengsl. Hann hefur almenna viðtalstíma tvisvar í viku, miðvikudaga og fostudaga, fyrir hádegi. Hann heldur hverfafundi með íbúum einstakra borgarhverfa, þar sem sérmál þeirra em rædd og reifuð. Hann efnir til vinnustaðafunda um borgarmál. Og loks hefur hann svarað fyrirspumum borg- arbúa í þættinum „Spurt og svarað um borgarmál" í Morgun- blaðinu, sem er daglegur gestur á flestum heimilum Reykvík- inga. Það er vel að borgarstjóri leggur svo mikla rækt við það að efla tengsl og trúnað milli borgarstjómar og borgarbúa og raun ber vitni um. Það vill við brenna, þegar dregur að sveitarstjómarkosn- ingum, að hitnar í kohim fram- boðsaðila. Þá em á stundum stór orð notuð og fram settar fullyrð- ingar, sem hafa ekki fætur til að standa á. Þjóðviljinn er dag- legt dæmi um slíkan „málflutn- ing“; innantóma gagnrýni, háv- aða og handapat. Slíkur mál- flutningur er máske mannlegur, en stórmannlegur er hann ekki. Með góðum vilja má líta á hann sem kosningakrydd í tilvemna, þó gagnsær sé. Það er reynslan sjálf, sem er ólygnust. Og Reykvíkingar hafa samanburð reynslunnar af vinstri stjóm í borgarmálum, 1978—1982, og meirihluta sjálf- stæðismanna, 1982—1986. Sú reynsla þarf að vera okkur stefnuviti við kjörborðið inn í framtíðina. Hvítasunna Allar kirkjuhátíðir tala til okkar, ef við leggjum við eym, og flytja okkur boðskap, sem á ríkulegt erindi við okkur. Hvítasunnan, sem haldin er til minningar um þann atburð, er heilagur andi kom yfír postula Krists, er engin undantekning í því efni. Okkur er, hverju og einu, léð líf, sem við höfum fijálsræði til að móta eða hanna, svo notað sé nútímaorð. Ytri aðstæður ráða að vísu miklu um lífsferil okkar, á sama hátt og veðurfar hefur áhrif á gróður, en þeim einum, sem ræktar eigin garð — eigin hug — af alúð, verður góðr- ar uppskem auðið, miðar áleiðis. Kirkjuhátíðir em vegvísar í þeirri viðleitni. Hvítasunnuhátíðin er ein mesta umferðarhelgi ársins. Umferðin kostar okkur tugi mannslífa ár hvert, auk meiðsla fjölda einstaklinga, sem sum hver há viðkomendum alla ævina. Flest bílslys verða fyrir mannleg mistök; sum hver, því miður, vegna þjösnagangs og tillitsieysis gagnvart náungan- um. Okkur ber hvarvetna, en ekki sízt í umferðinni, að hafa í huga þann boðskap, að það sem þú vilt að aðrir menn gjöri þér, það skalt þú og þeim gera. Hátt- vísi og tillitssemi í umferð er bezta forvömin gegn umferðar- slysum. Skal þó sízt gert lítið úr þeirri nauðsyn, að hafa ökutæki ætíð í góðu standi. Sýnum náunganum tillitssemi í hvítasunnuumferðinni. Munum staðfastlega, að það er of seint að iðrast eftir á, þegar umferðar- slys eiga í hlut. Engum liggur svo mikið á að hann megi ekki vera að því að lifa. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum ánægjulegrar og slysalausrar hvítasunnu. M konar breytingar, sem setja svipmót sitt á samtíðina. Þetta eru krefjandi breyting- ar, sem sveitarféiög og þjóðfélag hafa ekki lagað sig fullkomlega að enn sem komið er. Ör framvinda í öllum greinum atvinnu- lífs okkar kallar í ríkara mæli en fyrr á atvinnuþátttöku kvenna utan heimilis. Konur gera og af eðlilegum ástæðum kröfu til þátttöku í atvinnulifínu til jafns við karla. Loks gerir sá lífsmáti, sem við höfum tamið okkur, það óhjákvæmilegt, í fjöl- mörgum tilfellum, að fyrirvinnur heimilis séu tvær. Allt veldur þetta því að eftirspurn eftir dagheimilum bama, leikskólum, gæzluvöllum og skóladagheimilum hefur vaxið mjög. í annan stað hefur aldursskipting þjóð- arinnar breytzt. Meðalævi íslendinga hefur lengst mikið, er raunar sú næsthæsta í heiminum, og hlutfall hinna öldruðu, sem komnir eru yfír „lögaldur“ vinnandi fólks, hefur hækkað ört sem hlutfall af heild- aríbúatölu. Þörfín fyrir hvers konar öldr- unarþjónustu — sem og sérhannað hús- næði fyrir aldraða — hefur vaxið mjög mikið. Samfélagið hefur ekki lagað sig nægjanlega að þessari þörf, þó vel hafí að vísu miðað til réttrar áttar. argt hefur breytzt í samfélagi okkar síð- ustu áratugi, sumt gjörbreytzt. Reykja- víkurbréf fjallar að þessu sinni meðal annars um tvenns Dagvistir og leikskólar Dagvistarheimili Reykjavíkurborgar rúma nálægt 1.150 böm. Leikskólar borg- arinnar rúma um 2.300 böm. Ótalinn er sá fjöldi barna sem er hjá „dagmæðrum" og á dagheimilum stofnana. Gæzluvellir em og víða um borgina. Og skóladag- heimili em í níu af fímmtán skólahverfum. Engu að síður er eftirspum eftir vistun af þessu tagi vemlega meiri en framboð. Ingibjörg Rafnar, formaður félagsmála- ráðs Reykjavíkurborgar, kemst svo að orði um dagvistarmál í Reykjavík í viðtali við Morgunblaðið 1. maí sl.: „Vinstri menn segjast hafa sérstakan áhuga á þeim og í raun segjast þeir einir um að hugsa um velferð bama, unglinga og gamla fólksins. En þegar þeir hafa átt þann kost að sýna hug sinn í verki þá kemur annað í ljós. A ámm áður stunduðu þeir yfírboð í dagvistarmálum og fluttu sameiginlega tillögu um stórt átak í bygg- ingu dagvistarheimila árið 1973. Árlega átti að byggja 500-600 rými. 1977 kom tillaga frá Alþýðubandalaginu einu um 240 fymi á ári og í fjárhagsáætlun 1978, i upphafi kosningaskjálftans, töluðu þeir um 600 rými á tveimur árum. Þegar þeir síðan náðu meirihluta og fengu tækifæri til að efna loforðin byggðu þeir 604 dagvistar- rými á fjórum ámm og þar af vóm 120 rými, sem vóm í byggingu þegar þeir tóku við. Á þessu kjörtímabili höfum við sjálf- stæðismenn varið um 39% meira fé til byggingar dagvistarheimila en vinstri menn gerðu. Ef framlög borgarsjóðs til bygginga dagvistarheimila em framreikn- uð til verðiags 1. janúar 1986 kemur í ljós að á ámnum 1979 til 1982 var samtals varið tæpum 99 m.kr., en á árabilinu 1983 til 1986 um 138 m.kr. Hvað dagvistarrými varðar þá fjölgaði þeim um 679 frá sumri 1982 til október í ár. Auk þess hefur Bamavinafélagið Sumargjöf aflient borg- inni Grænuborg til rekstrar þannig að segja má að dagvistarrýmum hafi fjölgað um rúmlega 700 á kjörtímabilinu." Ingibjörg Rafnar segir i sama viðtali að á valdatíma vinstri manna í borgarstjóm hafí félagsmálakerfíð verið styrkt um 9,8 stöðugildi. Síðan hafí meirihluti sjálfstæð- ismanna, sem vinstri menn kalli „andfé- lagslegan", styrkt þennan rekstur um 19,1 stöðugildi. Tvö ný heimili verða tekin í notkun á þessu ári, í Grafarvogi og við Stangarholt, hvert með 17 dagvistarrými og 72 leik- skólarými. Þá bætast 34 leikskólapláss við á Njálsgötu og 22 skóladagheimilsrými við Fomhaga. Undirbúningur er hafínn að byggingu nýrra heimila í Seljahverfí og Ártúnsholti. Biðlistar eftir plássi á dagheimilum barna og leikskólum eru 1,9% sem hlutfall af íbúatölu Reykjavíkur. Samsvarandi tala í Kópavogi er 2,8%. Aldraðir í Reykjavík Ibúar Reykjavíkur, 60 ára og eldri, em um 15.800 talsins, eða tæplega 18% Reyk- víkinga. Reykvíkingar á lífeyrisaldri, 67 ára og eldri, em hinsvegar rúmlega 10.000 talsins, það er langleiðina í áttundi hver borgarbúi. Aldursskipting þjóðarinnar hefur breytzt, svo sem fram kemur í upphafí þessa bréfs. Þar að auki er það hluti af fólksstreymi af landsbyggð til Reykjavíkur, að hér hefur aldrað fólk meiri og fjölþættari þjónustu en víðast annars staðar. Hér er þó margt ógert í þessu efni. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar rekur margs konar öldmnarþjónustu. í fyrsta lagi nutu nálægt 1.600 heimili aldr- aðra heimilisþjónustu, mismikillar eftir atvikum, sl. ár. Aldraðir með óskerta tekjutryggingu fá þessa þjónustu án end- urgjalds. Aðrir með 50% afslætti. Félagsmálastofnun borgarinnar rekur og þjónustuíbúðir, vistheimili og hjúkr- unarheimili við Austurbrún, Norðurbrún, Lönguhlíð, Fumgerði, Dalbraut og Snorra- braut (Droplaugarstaðir). Nýtt og veglegt vistheimili, Seljahlíð við Hjallasel, var vígt í vikunni sem leið. Þrátt fyrir mikið átak í þessu efni bíða hundmð manna eftir sér- hönnuðu húsnæði fyrir aldraða. Borgin rekur mötuneyti fyrir aldraða í mörgum framangreindum vistheimilum, sem aldraðir, er búa í heimahúsum, geta einnig notfært sér. I næsta mánuði hefjast tilraunasendingar hjá Félagsmálastofnun á hádegismat til aldraðra í Vesturbæ, sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Félagsmálastofnun rekur félagsmið- stöðvar fyrir aldraða á sjö stöðum í borg- inni. Fjölbreytt félags- og tómstundastarf fer fram í öllum þessum félagsmiðstöðvum. Þessi þáttur starfseminnar hefur vaxið mikið. Stofnunin gengst einnig fyrir orlofs- ferðum aldraðra, innanlands og utan, sem eiga vaxandi vinsældum að fagna. Aðstaða aldraðra í borginni er að sjálf- sögðu mjög misjöfn. Aldrað fólk, sem hefur ekki annan lífeyri en frá almannatrygging- um og býr að auki í leiguhúsnæði, hefur laka afkomu, sem réttlætir fyllilega aðstoð samfélagsins í einni eða annarri mynd. Meiri fjármunum hefur verið varið til byggingar íbúða fyrir aldraða á þessu kjörtímabili en nokkru sinni fyrr. Auk þess hafa aðrir aðilar, meðal annars fyrir hvatningu og meðalgöngu borgarinnar — og samstarfs við hana — varið miklum fjármunum í sama verkefni. Droplaugar- staðir opnuðu snemma á þessu kjörtíma- bili. Seljahlíð í Breiðholti hóf starf í vik- unni. Verzlunarmannafélag Reylqavíkur hefur riðið á vaðið, sem stéttarfélag, með sölu sérhannaðra íbúða til aldraðra félags- manna sinna. Borgin hefur byggt þjón- usturými fyrir 40 m.kr., sem nýtast mun öldruðum íbúm þessa húsnæðis og næsta nágrennis. Haldið hefur verið áfram bygg- ingu B-álmu Borgarspítalans og þar hafa tvær álmur verið opnaðar með 60 rúmum fyrir öldrunarsjúklinga. Vissulega er margt ógert varðandi þjón- ustu og húsnæði fyrir aldraða í Reykjavík. Fjárhagsgeta ræður ferð í þessu efni sem öðrum. Allir sanngjarnir menn viðurkenna hinsvegar að meiri fjármunum hefur verið varið til þessa málaflokks og fleirí áfangar unnizt en dæmi eru um áður. Það er vilji borgaryfirvalda, að laga félagslega þjón- ustu í Reykjavík að breyttri aldursskipt- ingu íbúanna. Minnihlutaflokkamir í borgarstjóm fengu sitt tækifæri, 1978-1982. Sú reynsla, sem valdaskeið þeirra færði Reyk- víkingum, gerir gagnrýni þeirra á fram- kvæmd öldrunarmála á líðandi kjörtímabili holróma, að ekki sé meira sagt. Vilji þeirra hefur sjálfsagt staðið til meiri árangurs, en reynslan er ólygnust um afraksturinn. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18.MAÍ 1986 29 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 17. maí Frá stofnfundi félags aldraðra í Reykjavik 18. marz sl. lífsins, verðmætasköpunar í þjóðarbú- skapnum, með ofsköttun eða ofstjóm (miðstýringu). Það er mikilvægara, einnig fyrir félagsmálaþáttinn, að tryggja vöxt skattstofna fremur en skattstiga. Yngstu og elztu borgararnir Þau mál, sem snerta yngstu borgarana, skipta þjóðfélagið að sjálfsögðu mjög miklu. Dagvistarmál ekki sízt. Raunar bamavemdarmál hvers konar. Heimilið og fjölskyldan eiga að vera homsteinar þjóð- félagsins. Þessar undirstöður þarf að treysta sem verða má. Breyttir atvinnu- hættir og breytt viðhorf valda því hins vegar, að uppeldi barna hefur færzt í ríkum mæli yfír á stofnanir, leikskóla, dagvistir og skóladagheimili, og að sjálfsögðu skól- ana. Stækkað verksvið þessara stofnana krefst síðan sérmenntaðs starfsfólks og bættrar starfsaðstöðu. Og öll þjónusta kostar fjármuni. Á þessum vettvangi sem öðmm þarf hins vegar stjómunarlegt og fjármálalegt aðhald, til að tryggja sem bezta nýtingu fjármuna. Svipuðu máli gegnir um fjármagsþörf öldmnarþjónustu, þegar svo horfir, sem nú gerir, að hlutfall lífeyrisþega í íbúatölu landsins, fólks sem komið er jrfir „lög- ákveðinn starfsaldur“, fer ört vaxandi. Þjóðfélagið — og sveitarfélögin — verða að laga sig að gjörbreyttum aðstæðum í þessu efni. Sá mælikvarði er ekki síztur á menningu þjóðar, hvem veg hún býr að hinum öldr- uðu, þeim sem hafa skilað starfsævi til samfélagsins. Hér skiptir mestu að ein- staklingum verði gert kleift, í önn starfs- ævinnar, að búa í haginn fyrir sig til efri ára. Þörfín fyrir hvers konar öldmnar- þjónustu fer hinsvegar vaxandi — og það er ekki ráð nema í tíma sé tekið fyrir samfélagið, ef það hyggst axla ábyrgð sína Hlutfali skráðra á biðlista á dagvistum og leikskólum af íbúafjölda sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu. í þessum efnum á komandi ámm og ára- tugum. Borgaraleg mannúðar stefna Sú stefna á að vera ráðandi, að þjóð- félagsþegnamir hafí sem mest sjálfræði og svigrúm í samfélaginu, sem bezta aðstöðu til að sjá sér og sínum farborða og skapa sér efnalegt öryggi. Þannig verður það framtak, sem í einstaklingunum býr, bezt virkjað til verðmætasköpunar, þ.e. til gagns fyrir þá og samfélagið í heild. Þjóðartekjur á hvem vinnandi mann, sem er traustur mælikvarði á almenn lífs- kjör þjóða, em vemlega hærri hjá þeim ríkjum sem virða eignarrétt og einstakl- ingsfrelsi í atvinnulfí. Sú staðreynd blasir engu að síður við — og hefur alltaf gert, — að hluti samferðar- manna á lífsgöngunni þarfnast samfélags- legrar aðstoðar. Til þess liggja ýmsar ástæður, sem bitnað geta á hveiju okkar sem er, svo sem veikindi og hliðstæð áföll. Þjóðfélagið verður því að hafa innbyggt öryggisnet, ef svo má að orði komast; hjálparaðstöðu er tryggi öllum þegnum þess viðunandi lágmarkskjör. Það er að vísu ágreiningsefni hve langt á að ganga í skattheimtu til opinberra útgjalda. Skattheimta, sem gengur of langt, lamar framtak einstaklinga og verð- mætasköpun í samfélaginu. Með öðmm orðum: ofsköttun smækkar skattstofnana — og rýrir, til lengri tíma litið, tekjumögu- leika ríkis og sveitarfélaga, „opinbera geirans", og þar með fjárstreymi til félags- legrar þjónustu og framkvæmda. Borgaraleg mannúðarstefna, sem von- andi leiðir okkur á vit næstu framtíðar, stendur hins vegar á því fastar en fótunum, að í tæknivæddu þjóðfélagi samtímans eigi enginn og megi enginn líða nauð. „Það er að vísu ágreiningsefni hve langt á að ganga í skatt- heimtu til opin- berra útgjalda. Skattheimta, sem gengur of langt, lamar framtak einstaklinga og verðmætasköpun í samfélaginu. Með öðrum orð- um: ofsköttun smækkar skatt- stofnana; rýrir — til lengri tíma litið — tekjumöguleika ríkis og sveitarfé- laga... Það er mikil- vægara, einnig fyrir félagsmála- þáttinn í samfé- laginu, að treysta og stækka skatt- stofnana fremur en skattstigana." Kostnaðarhlið félags- legrar þjónustu Það var einhvern tíma sagt að vinstri menn töluðu en hægri menn framkvæmdu. Hvað sem því líður skiptir það meira máli að „tala“ í verkum — framkvæmdum — en orðum, þegar sveitarstjómarmál eiga í hlut. Borgarstjórnarmeirihluti sjálfstæðis- manna hefur tjáð sig í verkum sínum líð- andi kjörtímabil. Hann leitar nú umboðs Reykvíkinga til að halda áfram á markaðri braut, vitandi vel, að enn er margt ógert, þrátt fyrir það að vel hafi miðað áleiðis. Margt hefur áunnist á öllum sviðum borgarmála, í dagvistar- og öldrunarmál- um sem öðrum. Það hefur hins vegar verið stefna sjálfstæðismanna, í sveitarstjórnar- málum sem þjóðmálum, að ganga ekki of nærri fólki í skattheimtu; að það fái að ráðstafa sem mestu af eigin aflafé sjálft, til eigin framfærslu, fjárfestingar eða sparnaðar. Opinber útgjöld (ríkis og sveit- arfélaga) mega ekki fara yfír það mark sem þau eru nú í, sem hlutfall af þjóðar- tekjum. Annað mál er að með markvissari hagræðingu og stjómun má nýta betur skattfé borgaranna í þágu samfélagsins. Það má heldur aldrei gleymast að kostn- aðarþáttur — undirstöðuþáttur — allrar félagslegrar þjónustu (almannatryggingar, fræðslumál, heilbrigðismál o.sv.fv.) er, eins og öll okkar eyðsla sem einstaklinga og heildar, sótt alfarið til verðmæta, sem til verða í þjóðarbúskapnum á hverri tíð. Atvinnuvegimir eru sá grunnur, sem lífs- kjör okkar, hvers konar, hvíla á. Það er því meginmál að treysta þá. Þess vegna má aldrei lama það framtak einstakling- anna sjálfra, sem er drifkraftur atvinnu- GARÐABÆR SELTJARNARNES BIÐLISTAR ÁDAGHEIMILI OGLEIKSKÓLA (hlutfall af hundraði) | REYKJAvlK HAFNARFJÖRÐUR KOPAVOGUR MOSFELLSSVEIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.