Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 Hundrað þúsund ferðamenn komu til íslands 1985, aukning milli ára 14,4%, stóð í blaði einu í vikunni. Þótti hreint frábært. Aldrei er þó að vita hvaða stefnu hugurinn getur tekið við svo mikil tíðindi og háar tölur. Til dæmis má gleðjast yfir því að svo margir kaupi þjónustu í landinu og borði t.d. landbúnaðarafurðir okkar. En líka er hægt að sjá fyrir sér fjölda manns í spreng. Og varla nokkurt tré til að bregða sér á bak við. Sú illa hugsun kviknar við að sjá fyrir tilviljun bréf frá einum reyndasta leiðsögumanni okkar, Bimu Bjamleifsdóttur, þar sem hún var að gera grein fyrir ýmsum vandamálum í sambandi við mót- töku ferðamanna. Næstum bæn- arskjal til ferðamálamanna nú þegar sumarið er að ganga í garð með tilheyrandi flóði túrhesta. Leyfi mér að hirða úr þessu bréfi hluta af kaflanum sem fjallar um hreinlætisaðstöðu: „Ef til vill finnst þér óviðeigandi að ég minnist á salemisaðstöðuna eða réttara sagt aðstöðuleysið á ferðamannaleiðum. Sumum virð- ist það feimnismál að tala um salemi, en sllkur tepmskapur hrekkur skammt hjá leiðsögu- mönnum og bílstjómm, að ekki sé talað um hjá ferðamönnunum sjálfum, þegar neyðin sverfur að. Við getum hugsað okkur að leið- sögumaður sé að segja farþegum sínum frá fombókmenntum okkar eða sjálfstæðisbaráttu, þegar einn farþeginn kemur frammí til hans og segir honum vandræði sín, að hann eða hún verði bókstaflega að komast á salemi strax. Margt roskið fólk á í vandræðum hvað þetta snertir. Leiðsögumaðurinn getur gleymt fomsögunum, því að fom- öldin blasir við í annarri mynd. Það fer eftir landslagi og stað- háttum hveiju sinni, en ekki óhugsandi að næsta hálftímann eða jafnvel klukkutímann tvístígi farþeginn í örvæntingu sinni við sæti leiðsögumannsins og í sam- einingu skimi þeir út um gluggann í leit að nógu stórum steini, nógu háu moldarbarði eða nógu djúpum skurði, sem samt er nógu langt frá veginum að ekki sjáist út um gluggann á bílnum það sem fram fer. A endanum em allir far- þegamir famir að hjálpa til við leitina, því að það fer ekkert á milli mála hvað um er að vera. Enn em svæði á landinu þar sem nokkurra klukkustunda akst- ur er á milli almenningssalema, auk þess er hæpið að kalla salemi á bensínstöðvum og í söluskálum almenningssalemi, þar ber engin skylda til að hafa salemi fyrir þá sem ekki em viðskiptavinir. Freistandi er þó fyrir leiðsögu- mann að stansa við fyrsta sölu- skálann sem komið er að eftir langa bið hjá farþegum, enda myndu þeir seint fyrirgefa ef bmnað væri framhjá eða skilja, ef þeim væri gert að skyldu að kaupa sér kaffi í leiðinni. En þú getur ímyndað þér ástandið, þegar 2—4 hópferðabílar stansa sam- tímis þar sem em aðeins 2 salemi. Fyrir kemur að 10 hópferðabflar hafa viðdvöl samtímis á sama stað með 250-300 manns innanborðs. Sennilega fara flestir útlend- ingar, sem hingað koma, í Gull- fossferð. Sú ferð tekur 8—10 klst. og er að jafnaði höfð viðdvöl á 8 stöðum í ferðinni. A sumrin em salemi á þremur staðanna, en á vorin og haustin vom til skamms tíma opin salemi á aðeins einum stað, þ.e. í Hveragerði, 45 mín. akstur frá Reykjavík. En nú hefur verið komið upp salemum við Geysi, sem hægt er að fá afnot af, þótt söluskálinn sé lokaður. Það er því völ á 2 salemum í allri ferðinni á vorin og haustin. A leiðinni frá Egilsstöðum að Mý- vatni, sem er 175 km leið, geta ferðamenn hvergi treyst á að komast að salemi. A Möðmdal hefur Fjallakaffi að vísu verið opið jrfir hásumarið, 100 km frá Egilsstöððum og 75 km frá Mý- vatni. Þar var þó stopult opið sl. sumar, opnað var mjög seint, og allt er í óvissu um framtíð staðar- ins. Heimilisfólkið í Möðmdal, sem stendur ekki að Fjallakaffi, hikar við að láta böm sín út til leikja eftir að hópferðir em famar að fara þar um snemma á sumrin af ótta við að bömin atist út í mannasaur, sem það segir að finna megi út um alla móa þegar Fjallakaffi er ekki opið.“ Þama em tvö dæmi og þetta er á hringveginum eina og sanna og leið sem mest er auglýst í út- löndum til að draga að ferðamenn. Hvað þá um aðra staði? En annars staðar í bréfinu segir Bima: „Á þeim áratug sem Ferðamálaráð hefur starfað hefur verið fundið húsnæði fyrir landkynningarskrif- stofu í New York, Hamborg, Frankfurt, en enn hefur ekki fundist framtíðarlausn á hreinlæt- ismálum, ekki einu sinni á einu afmörkuðu svæði eins og leiðinni Egilsstaðir/Mývatn." Hver skyldi nú eiga að sjá um að svo fmmstæðum skilyrðum sé fullnægt svo að taka megi við erlendu ferðafólki. Ferðamálaráð Islands var stofnað með lögum 1964 og hlutverk þess skyldi vera alhliða uppbygging ferðaþjónustu innanlands og landkynningar- starfsemi á erlendri gmnd. I fyrr- nefndu bréfí Bimu, sem ijallar um fleira svo sem vemd náttúr- unnar á mikið sóttum ferða- mannastöðum og öryggismál, því „það skiptir nefnilega ekki síður máli að ferðamennimir geti kom- ist óbrotnir og óbrenndir úr gönguferð á útsýnisstað, sem hefur verið auglýstur og „seldur" í ferðaáætlun ferðaskrifstofanna en það hvort dúkamir í veitinga- salnum séu hreinir, að glugga- tjöldin í gistiherberginu séu jafn- síð báðum megin, að salemin hafi verið þvegin, að rúmin séu þægi- leg, að maturinn bragðist vel eða að afgreiðslufólkið sé lipurt og ljúfmannlegt í framkomu", þar kemur fram að Ferðamálaráð ver engu til umhverfismála á þessu ári, en undir það fellur lagning göngustíga svo menn komist til að sjá það sem auglýst hefur verið, til uppsetningar og eftirlits með hreinlætisaðstöðu, til upp- setningar á viðvörunarskiltum til að vara ferðafólk við hættum. Ferðamálaráð hefur ekki mikið fé milli handa, er bara eins og títt er hjá Alþingi ætlað með lögum að sinna ýmsum skyldum en ekki fé til að framkvæma þær. Á fjár- hagsáætlun 1985 áttu 54% að fara í landkynningu og 20% í umhverfísmái. í ár hefur ráðið gripið til þess að láta ekkert fara í slíkt, nema til að greiða skuld- bindingu frá í fyrra, en allt sitt fé í að auglýsa og ná ferðafólki til landsins. Já, hver á að sjá um þetta á stöðum sem ekki gefa beint af sér tekjur? Löggjafinn hefur ekki ætlað það neinum öðrum en Ferðamálaráði. Náttúruvemdar- ráði er ekki ætlað þetta hlutverk nema í þjóðgörðunum. Og einhver tvískinnungur virðist í löggjafan- um um það meira að segja, að Ferðamálaráð skuli annast þenn- an þátt. Því samhliða því er nú bundið í Iögum að af 18 manna Ferðamáiaráði fulltrúa ýmissa aðila skuli skipa í framkvæmda- stjómina fulltrúa Flugfélagsins, Félags ísl. ferðaskrifstofa og Sambands veitinga- og gistihúsa- eigenda auk formanns Ferða- málaráðs og fimmti maður er nú fulltrúi „annarra flugfélaga". Semsagt eingöngu fulltrúar þeirra hagsmunaðiia sem flytja fólk og selja því viðurgeming. Ef þetta ráð getur ekki eða hefur gefist upp við að taka hinn þáttinn að sér, þann sem snýr að því að geta tekið við þessum skara, verður þá löggjafínn ekki að bregðast einhvem veginn öðm vísi við? Eða eigum við að halda áfram að láta fólk klöngrast í for og gijóti á auglýsta staði, gera stykki sín við vegakantinn og ana án aðvarana niður um hverahrúður á vinsæl- ustu ferðastöðunum í byggð? Gætum við ekki verið að búa okkur til búmerang með þessu? Og við sem ætlum að græða svo mikið á ferðafólkinu, nú þegar fiskur og kindakjöt duga ekki lengur til framfærslu þjóðarinnar. Sannleikurinn hljómar sjaldan skemmtilega, sagði sá spaki Lao- Tse. En eins og Piet Hein orðar það (þýð. Helgi Hálfdánarson): Að stjóma voru landi er lítið gaman og löngum verða þakkarorðin fá, því axarsköft og skyssur leggjast saman en skynsamlegar gerðir dragast frá. - EPá. Byrjendanámskeið í Karate Karatefélag Reykjavíkur, Ármúla 36,108 Reykjavík. Sími91-35025. Námskeiö fyrir byrjendur í Goju Ryu Karate Do eru að hefjast. Karate er skemmtileg íþrótt, afbragðs líkamsþjálf- un og ein fullkomnasta sjálfsvörn sem völ er á jafnt fyrir konur sem karla á öllum aldri. Sérstakir barnaflokkar fyrir 9—12 ára. Innritun og upplýsingar að Ármúla 36, 3. hæð (gengið inn Selmúlamegin), og í síma 35025 vikuna 20.—23. maí milli kl. 19 og 21 fyrir byrjendur. Hrukkur! D 2) 3) 4) Ert þú með hrukkur eða er fariö að bera á hnum í andlitinu? Við í Heilsumarkaðnum getum hjálpaö. Hrukkur eru Irffræðileg þnóun sem snúa má við í mörgum tilfellum. Við höfum næringarefnaformúlu sem gefist hefur vel og er fljótvirk. Árangur á mánaðartíma. Litið við í Heilsumarkaðinum og fáið allar upplýsingar. HEILSUMARKAÐURINN, Hafnarstræti 11, sími 622323. Norsku hvíldar- stólarnir komnir Hagstætt verð VALHÚSGÖGN Ármúla 4. aimar 82275 og 685375.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.