Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1986 51 Björgvin Ingi- bergsson - Minning Fæddur 1. apríl 1916 Dáinn 13. maí 1986 Skjótt hefur sól brugðið sumri, þegar kær vinur og starfsfélagi er skyndilega kvaddur burt úr þessum heimi. En enginn má sköpum renna, þótt slík helfregn komi manni oftast í opna skjöldu og minni óþyrmilega á fallvaltleika lífsins. Það eitt er þó huggun harmi gegn, að eftir lifír minning um sérlega góðan dreng og einstakt ljúfmenni. Björgvin fæddist í Reykjavík 1. apríl 1916 og er því ekki nema rúmur mánuður liðinn frá því að hann hélt upp á sjötíu ára afmæli sitt af miklum rausnarskap, þar sem saman voru komnir vinir hans og fjölskylda til að samgleðjast honum á þeim tímamótum. Foreldrar hans voru hjónin Andrea Jónsdóttir og Ingibergur Ólafsson, ættaður frá Lækjar- brekku í Mýrdal. Böm þeirra voru fjögur og var Björgvin þeirra elstur. Hin voru Gísli, rafvirkjameistari, sem andaðist 1974, Ólafur klæð- skeri, búsettur í Svíþjóð, og Vera, sem gift er Þorsteini Hraundal. Konu sína missti Ingibergur eftir aðeins átta ára sambúð. Með seinni konu sinni, Sigríði Jónsdóttur eign- aðist hann tvo syni, Andrés og Kjartan. Björgvin lærði blikksmíði í Breið- fjörðsblikksmiðju á árunum 1934 til 1938 og vann þar síðan í nokkur ár, en einnig starfaði hann við Nýju Blikksmiðjuna uns hann fluttist til Akureyrar, þar sem hann vann að iðn sinni um þriggja ára skeið. A Akureyri kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Aðalheiði Bjarg- mundsdóttur. Foreldrar hennar voru hjónin Kristensa Kristófers- dóttir og Bjargmundur Guðmunds- son, rafstöðvarstjóri, Hafnarfírði. Aðalheiður og Björgvin gengu í hjónaband 19. maí 1945 og voru þau alla tíð mjög samhent um að skapa fallegt heimili og umhverfí auk þess sem gestrisni þeirra hefur verið viðbrugðið. Þau eignuðust fímm böm, en af þeim létust tvö á unga aldri og hefur sá harmur eflaust markað djúp spor í meðvit- und þeirra hjóna. Hin em Bjarg- mundur, blikksmíðameistari, kvæntur Guðnýju Guðmundsdóttur, Ásdís, gift Páli Á. Jónssyni, tækni- fræðingi, og Aðalheiður Björg, gift Yalþóri Valentínussyni, bílamálara. Árið 1950 stofnaði ég undirritaður og Björgvin Blikksmiðjuna Glófaxa og höfum rekið hana síðan. Ég tel það mikið lán að hafa haft samstarf Minning: -------- * Gröa Arnadóttir Fædd 15. janúar 1914 Dáin 6. maí 1986 í örfáum orðum langar mig að minnast Gróu Ámadóttur. Þegar ég lít til baka þá fínnst mér ekki svo langt síðan við sátum saman og áttum ánægjulega stund. Ekki munu ættir Gróu verða raktar hér, til þess vomm við ekki nógu kunn- ugar. Það er lífsins saga að heilsast og kveðjast og að sjálfsögðu verða kynnin misjafnlega löng. Ég bjó í sama húsi og Gróa í nokkur ár og tókst þá með okkur mjög góð vinátta sem haldist hefur síðan. Gróa eignaðist eina dóttur, Margréti. Hjá þeim ríkti mikil samheldni í einu og öllu. Margrét hefur reynst móður sinni mjög vel alla tíð. Nú þegar Gróa er horfín frá okkur svo fyrirvaralaust er söknuðurinn mikill, einkum hjá Margréti. En þegar við fínnum til vanmáttar og sorgar þá er gott að geta leitað styrks hjá Guði sem er Guð allrar huggunar. Hann leiðir okkur í gegnum alla erfiðleika og sorgir og hann mun veita okkur gleði að nýju. Ég og íjölskylda mín vottum Margréti og öðmm aðstandendum okkar dýpstu samúð. Nú kveð ég Gróu og þakka henni vináttu og samfylgd liðinna ára. Guð blessi minningu hennar. Farþúífriði friðurGuðsþigblessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Soffía Ragnarsdóttir ýmislegt Húseigendur Höfum á skrá fólk sem leitar að leiguíbúðum víðsvegar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. LEIGUMIÐLUNIN S. 36668, Síðumúla 4, R. REYKJALUNDUR Hestamenn Hestar óskast Viljum leigja góða hesta til notkunar við heilsusport vistmanna frá júníbyrjun til ágúst- loka. Upplýsingar veitir Guðrún Jóhanns- dóttir í síma 666807 Reykjalundur, endurhæfingarmiöstöö. við Björgvin, því hann var sérlega góður smiður og í öll þessi ár hefur hann einnig reynst traustur og góð- ur vinur. Því er söknuðurinn mikill og skarð fyrir skiidi; ekki aðeins í fyrirtæki okkar heldur einnig Qöl- skyldu minni. Fyrstu sex árin rákum við fyrir- tæki okkar á Hraunteigi 14 hér í borg, en á meðan unnum við að uppbyggingu á framtíðarhúsnæði að Ármúla 42 og fluttum starfsem- ina þangað árið 1957. Óneitanlega vom ýmsir örðugleikar á vegi fyrir- tækisins á fyrstu ámnum og reyndi þá ekki hvað síst á þolrifin, en öll árin höfum við unnið hlið við hlið að uppbyggingu Glófaxa og komið fyrirtækinu á traustan gmnn, en árið 1974 var lokið við viðbótar- byggingu, sem skapar fyrirtækinu aukið svigrúm til fjölþættari starf- semi. Oft ræddum við um það félagam- ir, hvenær við gætum farið að hægja á ferðinni og gefíð yngri mönnum tækifæri til að taka við rekstrinum og sáum við í hillingum margvíslega möguleika að loknum starfsdegi. Nú hefur þetta orðið með öðmm hætti, en við reiknuðum með og sannast hér hið forkveðna, að enginn veit ævina fyrr en öll er. Ein mesta ánægja og skemmtun Björgvins var lax- og silungsveiði, enda var hann mjög fískinn og hafði óþijótandi þolinmæði og lagni til að bera og var snillingur í flugu- köstun og kenndi þá íþrótt um ára- bil og hlaut viðurkenningu fyrir. Með þetta í huga færðu starfs- menn Glófaxa honum á sjötugsaf- mælinu dags veiðileyfi í einni bestu og fegurstu veiðiá landsins og vissi ég að hann hlakkaði mikið til þess dags og við félagar hans sáum hann fyrir okkur í anda umvafínn fegurð íslenskra náttúm, sem hann unni svo mjög. Ég og fjölskylda mfn kveðjum góðan vin og félaga og þökkum honum samfylgdina, sem aldrei bar skugga á. Nú sjáum við hann fyrir okkur umvafinn fegurð himisins. Guð gefí þér Heiða mín, bömum þínum og fjölskyldu styrk í sorg ykkar. Benedikt Ólafsson. Á þriðjudag, 20. maí, verður til moldar borinn vinur minn Björgvin Ingibergsson. Hann fæddist í Reykjavík 1. apríl 1916 og vom foreldrar hans hjónin Andrea Jóns- dóttir og Ingibergur Óiafsson sjó- maður og síðan húsvörður í Ál- þýðuhúsinu við Hverfísgötu. Björgvin ólst upp í stómm systk- inahópi á Hverfísgötu 99. Hann fór snemma að vinna eins og títt vra með unglinga á þessum ámm. Hann hóf störf sem sendisveinn í Herðu- breið við Fríkirkjuveg, þar sem nú er Listasafn ríkisins. Þaðan fór hann í iðnnám til Guðmundar Breið- flörð við Laufásveg og útskrifaðist þaðan sem blikksmiður. Hann vann um skeið hjá Nýju blikksmiðjunni og á þeirra vegum á Akureyri. þar lágu hans gæfuspor, því þar kynnt- ist hann konu sinni, Aðalheiði Bjargmundsdóttur, ættaðri úr Hafnarfirði, dóttur hjónanna Krist- ensu Kristófersdóttur og Bjarg- mundar Guðmundssonar rafveitu- stjóra. Heiða og Björgvin giftust í Reykjavík 19. maí 1945. Fyrst eignuðust þau íbúð á Snorrabraut 42 en síðan byggðu þau sér hús í Langagerði 36, þar sem þau hafa verið sfðan. Þau eignuðust fímm böm en af þeim em þijú á lífí, Bjargmundur, blikksmiður, en kona hans er Guðný Guðmundsdóttir, Ásdís, gift Páli Jónssyni tæknifræðingi og Aðal- heiður Björg, gift Valþóri Valentín- ussyni bílamálara. Bamabömin em þijú. Allt er þetta fyrirmyndarfólk og bera með sér vott um að vera alin upp á góðu heimili eins og þeir vita sem til þekkja. Árið 1950 stofnuðu Björgvin og Benedikt Ólafsson Blikksmiðjuna Glófaxa, sem þeir hafa byggt upp af miklum myndarskap og dugnaði.. Þar starfaði Björgvin til síðasta dags. Kynni okkar Björgvins hófust fyrir um fjömtíu ámm þar sem konur okkar vom vinkonur úr Hafnarfirði og milli fjölskyldna j okkar hefur myndast órofa vinátta. j Hjónaband Heiðu og Björgvins var sannarlega til fyrirmyndar, svo samtaka sem þau vom í einu og öllu. Björgvin var dagfarsprúður og sannur vinur vina sinna. í haust þegar vinahópurinn kemur saman, konumar í sauma- klúbbinn og eiginmennimir að vitja þeirra, þá munum við öll sannarlega sakna vinar í stað, þessa dugmikla heiðursmanns sem öllum vildi vel. Það er bjart yfír minningu Björg- vins Ingibergssonar. Heiða mín, við hjónin flytjum þér og bömum þínum innilegar samúð- arkveðjur. Megi minningin um lát- inn ástvin gefa ykkur styrk. Sigmar Guðmundsson Útför hans verður gerð frá Bú- staðakirkju þriðjudaginn 20. maí nk. kl. 13.30. TIMA Laugavegi 80, sími 17290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.