Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ 1986 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Grundvallarbreyting: Ríkisendur- skoðun færð til Alþingis tengist breytingum á sljórnkerfinu í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar er ákvæði, þess efnis, að ríkisendurskoðun, sem til þessa hefur heyrt til framkvæmdavaldinu (fjármálaráðherra), skuli færð til iöggjafar- og fjárveitingavaldsins, Álþingis. Forsætisráðherra sagði í framsögu fyrir frumvarpi um þetta efni, sem nú er orðið að lögum, að það „tengist meginhugmyndum um breytingar á stjórnkerfinu, m.a. um að efla eftirlit löggjafarvalds með framkvæmdavaldi". Fjárve iti ngavaldið Stjómarskrá islenzka ríkisins felur Alþingi í hendur vald til að ákveða skattheimtu og flárveitingar á flárlögum; vald til að ráða ferð í ríkisfjármálum. Hún gerir jafn- framt ráð fyrir endurskoðun á vegum Alþingis. í 43. grein stjóm- arskrárinnar er kveðið á um að útgjöldum hvers fjárlagaárs skuli safnað saman í einn reikning, er lagður skuli fyrir Alþingi til sam- þykktar. Með þessu ákvæði er ríkis- stjóm skylduð til að standa löggjaf- anum reikningsskil á framkvæmd Qárlaga. í framsögu forsætisráðherra er vikið að nokkrum vörðum á vegi ríkisendurskoðunan *1) Sérstök endurskoðunardeild hefur störf í fjármálaráðuneyti árið 1931. *2) Ríkisendurskoðun verður sér- stök stjómardeild í sama ráðuneyti 1970. *3) Verkefni ríkisendurskoðunar hafa vaxið ár frá ári. Hinu opinbera hafa verið falin sífellt fleiri og stærri verkefni, samhliða því sem æ stærri hluta þjóðartekna er ráð- stafað af flárveitingavaldinu (Al- þingi). Eftirlit og endurskoðun lög- gjafans hefur ekki vaxið að sama skapi. *4) Þrír menn, sem Alþingi hefur kjörið sem yfirskoðunarmenn ríkis- reiknings, gátu „illa komist yfir allt það verk samtímis öðrum störf- um og Alþingi hefur ekki verið búin aðstaða til þess að gegna eftirlits- og endurskoðunarhlutverki sínu á þessu sviði“. Starfsaðstaða Al- þingis styrkt Með því að flytja ríkisendurskoð- un undir vald Alþingis er að því stefnt að styrkja starfsaðstöðu Alþingis við gerð fjárlaga. Gert er ráð fyrir því að ríkisendurskoðun leggi þingnefndum til sérhæfða GLAÐBEITTIR A GÓÐRISTUNDU Hér má líta þijá menn, sem mjög hafa komið við samtimasögu okkar. Geir Hallgrimsson, fyrrv. for- mann Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, núv. formann flokksins, og Ólaf G. Einarsson, formann þingflokks sjálfstæðismanna. Ekki er annað sjá en þeir gangi glaðbeittir á góðri stundu — mót framtíðinni. starfskrafta sem geta starfað að margs konar upplýsingaöflun og umsögn varðandi fjárhagsmálefni ríkisins. Ríkisendurskoðun verður nú óháð ráðuneytum og öðrum hand- höfum framkvæmdavaldsins. For- setar Alþingis ráða ríkisendurskoð- anda til sex ára. Ríkisendurskoð- andi og starfslið hans ber ábyrgð gagnvart Alþingi. Hin nýju lög tryggja ríkisendurskoðun sjálfstæði í starfi. Forsetar þingsins geta hinsvegar krafið hana skýrslna um einstök mál, er varða ríkisbúskap- inn. Gert er ráð fyrir því að ríkisend- urskoðun endurskoði reikninga stofnana, sjóða og annarra aðila þar sem kostnaður og reikningslegt tap er greitt af ríkissjóði. Eftir sem áður fer fram ákveðin innri endur- skoðun hjá framkvæmdavaldinu, enda telst töluverður hluti núver- andi starfa ríkisendurskoðunar til stjórnsýslustarfa. „Gert er ráð fyrir því,“ sagði forsætisráðherra, „að sambandið milli ríkisendurskoðunar á vegum Alþingis og stofnana stjómvalda sé áþekkt og menn þekkja slíkt hjá stórum fyrirtækjum og óháðum löggiltum endurskoð- endum sem fyrir þau starfa". Ríkisendurskoðun er og ætlað að endurskoða reikninga fyrirtækja og stofnana, sem rekin eru á ábyrgð ríkissjóðs eða ríkissjóður á að hálfu eða stærri hluta og eru þar með taldir ríkisbankar og hlutafélög. Ríkisendurskoðun hefur heimild til að kanna hvemig framlög og styrkir úr ríkissjóði hafa verið nýtt- ir. Gert er ráð fyrir „stjómsýsluend- urskoðun", sem er í því fólgin, að kannað sé hvort gætt hafi verið hagræðingar og hagkvæmni í ríkis- rekstri. Soffía Ólafsdóttir Viggó Benediktsson Eiríkur Hermannsson Brynja Pétursdóttir Guðmundur Einarsson Efstu menn I-listans í Garði Garði. Sl. föstudag birtist í Morgun- blaðinu klausa þar sem sagt var frá því að tveir listar hefðu komið fram í hreppsnefndar- kosningunum í vor. Voru með fréttinni birtar myndir af fimm efstu mönnum H-listans sem er listi sjálfstæðismanna og annarra fijálslyndra en þessar myndir höfðu forsvarsmenn H-listans óskað eftir að birtust ef sagt yrði frá lista flokksins í blaðinu. Nú hefir fréttaritari náð sér í myndir af 5 efstu mönnum I-listans og birtast þær hér með. Þar í ofaná- lag var 1. maður á lista I-listans rangfeðraður í fréttinni en hún heitir Soffía Ólafsdóttir en ekki Guðmundsdóttir eins og misritaðist í fréttinni. I-listinn, listi óháðra borgara: 1. Soffía Ólafsdóttir. 2. Viggó Benediktsson. 3. Eiríkur Her- mannsson. 4. Brynja Pétursdóttir. 5. Guðmundur Einarsson. 6. Sig- ríður Þorsteinsdóttir. 7. Ármann Eydal. 8. Guðfínna Jónsdóttir. 9. - Magnús Guðmundsson. 10. Sigur- björg Ragnarsdóttir. Til sýslunefndar: Svavar Óskarsson. Til vara Ragnheiður Guðmunds- dóttir. Arnór Flóamark- aður Mynd- lista- og handíða- skóla Islands ÞRIÐJA árs nemar MHÍ halda flóamarkað í dag, sunnudag, til þess að afla fjár til utanferðar. Flóamarkaðurinn verður opinn frá kl. 14 til 18 og verður haldinn í húsi Myndlista- og handíðaskóla íslands, Skipholti 1. Á boðstólum er mikið af nýjum fatnaði, svo sem buxum, peysum, skyrtum og skóm auk ýmislegs annars. Verði er mjög stillt í hóf og kosta hlutimir frá 20 krónum. (Fréttatilkynning) Einstilrzende Neubauten Rokkhátíð í Roxzý: Þýska bomban — hrynjandi byggingar 19. maí, þ.e. annan í hvíta- sunnu, heldur hljómplötuútgáfan Gramm hf., þýsk-íslenska rokk- hátíð í veitingahúsinu Roxzy við Skúlagötu. Yfirskrift hátíðarinn- ar er „þýska bomban — Hrynj- andi byggingar". Fulltrúi Þjóðvetja á hátíðinni er þýska kuldarokksveitin Einstúrz- ende Neubauten, virt og vel kunn sveit víða á Vesturlöndum. Hún hefur m.a. nokkrum sinnum verið gestur í íslenska sjónvarpinu, nú síðast í þættinum Poppkomi 12. maí sl. E.N. hefur fengið stærstu athyglina fyrir að spila jöfnum höndum á hefðbundin hljóðfæri og tæki á borð við slípirokka, vélsagir, lofthamra, sleggjur, klósett, stálg- orma, stórar jámplötur o.s. frv. Fyrir íslands hönd er á hátíðinni teflt fram eftirtöldum skemmti- kröftum: Sveinbimi Beinteinssyni, allsheijargoða; Svart-hvítum draumi; Mikka Dean & De Vund- erfoolz; og Algorithmunum. Rokkhátíðin „Þýska bomban — Hrynjandi byggingar" hefst kl. 21.00. Forsala aðgöngumiða er í Roxzy og Gramminu, Laugavegi. (Fréttatilkynning BragiÁsgeirsson Stemmn- ingar Myndlist Það hefur verið hægur stígandi í ferli Jóns Reykdal á myndlistarvett- vangi eftir að hann lauk námsferli sínum árið 1971. Honum nægði lengi vel þátttaka á hinum ýmsu samsýn- ingum heima og erlendis en hafði þó haldið eina einkasýningu á ísafirði svo snemma sem 1968. Það var svo fyrst árið 1980 að hann tók sig til og hélt einkasýningu I Norræna hús- inu og nýtti þar raunar aðeins annan kjallarasalinn. Hann var þá þegar þekktur fyrir grafíkmyndir sínar og þá aðallega dúkskurð og kom á óvart með því að sýna einvörðungu mál- verk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.