Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 Frá vinstri: Steinþór Gunnarsson aðstoðarritari, María Gunnarsdóttir ritari, forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir, Lilja Harðardóttir fyrsti gæslumaður stúkunnar og Sigþrúður Sigurðardóttir æðstitemplar. Þau fengu silfurverðlaun frá vinstri: Herdís Gísladóttir, Ingibjörg Guðsteinsdóttir, Kristín Pálsdóttir, María Gunnarsdóttir, Sigþrúður Sigurðardóttir, Þorbjörg Árnadótt- ir og Kolbrún Dóra Snorradóttir. Hundrað ára afmælishátíð Æskunnar UM SíÐUSTU helgi var 100 ára afmæli Barnastúkunnar Æskunnar haldið hátíðlegt. Æskan er elsti félagsskapur barna á íslandi, en um leið og Æskan var stofnuð varð unglingaregl- an IOGT til innan alþjóðasamtaka góðtemplara og unglinga- reglan því einnig 100 ára gömul. Hátíðahöldin hófust á fímmtu- deginum með því að forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, bauð félögum í móttöku á Bessa- stöðum, og sagði bömunum m.a. Hörkugóður bíll með mikið notagildi í Isuzu Space Cab fara saman rúmgóð skúffa og rúmgott hús og það skapar honum sérstöðu meðal vinnuþjarka - fágætur eiginleiki sem kemur í ótrúlega góðar þarfir. Isuzu pickup -traustur, þægilegur, fallegur- og spennandi. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 • 4x4 • 5 gíra • aflstýri • bensín/diesel sögu Bessastaða. Hátíðarfundur var haldinn í Templarahöllinni á föstudag, en þar voru veittar við- urkenningar til þeirra bama sem hafa mætt vel á fundi, unnið gott starf í þágu stúkunnar og aflað nýrra félaga. Þá voru kjömir fjórir heiðursfélagar, þau Sigrún Giss- urardóttir, Sigurður Jörgensen, Ámi Norðfjörð og Gunnar Þor- láksson, sem hafa lengi starfað fyrir Æskuna. Að loknum fundi var kaffísamsæti, og vom stúk- unni m.a. færðar ýmsar gjafír, fundahamrar, gestabók og pen- ingar. Á meðan var skemmtifund- ur bamanna, Tómas Tómasson veitingamaður bauð þeim upp á hamborgara, farið var í leiki og diskótek var haldið um kvöldið. Um hádegið á laugardag var farið í Galtalæk og dvalið þar um helgina. 52 böm vom með í ferð- inni ásamt 8 fullorðnum og var mikil ánægja með ferðalagið að sögn Lilju Harðardóttur gæslu- manns. Bamastúkan Æskan heldur fundi hálfsmánaðarlega á vet- uma, en markmið stúkunnar er að vinna gegn vímuefnum og þjálfa böm í að skemmta sér og koma fram án þeirra. „Okkur fínnst betra að byrgja bmnninn áður en bamið er dottið ofan í hann,“ sagði Lilja Harðardóttir. Þessi ungi sveinn skrifar i gestabókina sem Æskunni var gefin í tilefni 100 ára afmælisins. g Gódan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.