Morgunblaðið - 18.05.1986, Page 12

Morgunblaðið - 18.05.1986, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 Frá vinstri: Steinþór Gunnarsson aðstoðarritari, María Gunnarsdóttir ritari, forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir, Lilja Harðardóttir fyrsti gæslumaður stúkunnar og Sigþrúður Sigurðardóttir æðstitemplar. Þau fengu silfurverðlaun frá vinstri: Herdís Gísladóttir, Ingibjörg Guðsteinsdóttir, Kristín Pálsdóttir, María Gunnarsdóttir, Sigþrúður Sigurðardóttir, Þorbjörg Árnadótt- ir og Kolbrún Dóra Snorradóttir. Hundrað ára afmælishátíð Æskunnar UM SíÐUSTU helgi var 100 ára afmæli Barnastúkunnar Æskunnar haldið hátíðlegt. Æskan er elsti félagsskapur barna á íslandi, en um leið og Æskan var stofnuð varð unglingaregl- an IOGT til innan alþjóðasamtaka góðtemplara og unglinga- reglan því einnig 100 ára gömul. Hátíðahöldin hófust á fímmtu- deginum með því að forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, bauð félögum í móttöku á Bessa- stöðum, og sagði bömunum m.a. Hörkugóður bíll með mikið notagildi í Isuzu Space Cab fara saman rúmgóð skúffa og rúmgott hús og það skapar honum sérstöðu meðal vinnuþjarka - fágætur eiginleiki sem kemur í ótrúlega góðar þarfir. Isuzu pickup -traustur, þægilegur, fallegur- og spennandi. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 • 4x4 • 5 gíra • aflstýri • bensín/diesel sögu Bessastaða. Hátíðarfundur var haldinn í Templarahöllinni á föstudag, en þar voru veittar við- urkenningar til þeirra bama sem hafa mætt vel á fundi, unnið gott starf í þágu stúkunnar og aflað nýrra félaga. Þá voru kjömir fjórir heiðursfélagar, þau Sigrún Giss- urardóttir, Sigurður Jörgensen, Ámi Norðfjörð og Gunnar Þor- láksson, sem hafa lengi starfað fyrir Æskuna. Að loknum fundi var kaffísamsæti, og vom stúk- unni m.a. færðar ýmsar gjafír, fundahamrar, gestabók og pen- ingar. Á meðan var skemmtifund- ur bamanna, Tómas Tómasson veitingamaður bauð þeim upp á hamborgara, farið var í leiki og diskótek var haldið um kvöldið. Um hádegið á laugardag var farið í Galtalæk og dvalið þar um helgina. 52 böm vom með í ferð- inni ásamt 8 fullorðnum og var mikil ánægja með ferðalagið að sögn Lilju Harðardóttur gæslu- manns. Bamastúkan Æskan heldur fundi hálfsmánaðarlega á vet- uma, en markmið stúkunnar er að vinna gegn vímuefnum og þjálfa böm í að skemmta sér og koma fram án þeirra. „Okkur fínnst betra að byrgja bmnninn áður en bamið er dottið ofan í hann,“ sagði Lilja Harðardóttir. Þessi ungi sveinn skrifar i gestabókina sem Æskunni var gefin í tilefni 100 ára afmælisins. g Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.