Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1986 31 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Heimasœta og förumaöur Naut (20. apríl-20. maí).og Bogmaöur (22. nóv.- 21. des). í dag ætla ég að fjalla um samband þessara merkja. Við verðum alltaf að hafa í huga þegar við lesum lýsingu á því dæmigerða fyrir hvert merki að hver maður er samsettur úr nokkrum stjömumerkjum. Ólík merki Naut og Bogmaður eru gjörólík merki og eiga fátt eða ekkert sameiginlegt. Ef við segjum að Nautið sé bóndi sem yrkir jörðina, er fast á sínum bletti árum saman, er Bogmaðurinn ferðalangur sem skoðar heim- inn, fer í leit að þekkingu úr einum stað á annan. FörumaÖurinn Eðli ástarsambands milli þess- ara merkja er augljóst. „Er förumaðurinn hafði gengið yfir flöll, dali, ár og merkur, gist borgir, bæði stórar og smáar, kom hann einn vordag að grón- um dal. Hann tyliti sér á þúfu efst í dalnum, kastaði mæðinni og leit yfir sveitina. Þetta er falleg og grösug sveit, hugsaði hann. Það væri kannski ekki svo vitlaust að dvelja hér sumarlangt. Ég hef farið víða að undanfomu og mér veitti ekki af smáhvíld." Heimascetan Niðri í dalnum er reisulegur bær. Það búa karl og kerling, ásamt syni sínum og gjafvaxta dóttur. Fjölskylda þeira hefur búið þar frá örófi alda. Það er sólskin. „Heimasætan situr í hlaðvarpanum. Henni er litið upp er Snati gamli tekur að gelta út á vegi. Hvað skyldi vera að gerast, hugsar hún. Er ókunnan gest að bera að garði? Það getur ekki verið hann Jón af næsta bæ. Hún roðnar lftillega við tilhugsun- ina. Þegar gesturinn nálgast sér hún að hér er ókunnur maður á ferð. Hann er hávax- inn, fríður sýnum, og óvenju- legur í klæðaburði." Sumarást Og hvað gerist svo? Jú, föm- maðurinn laðast að heimasæt- unni sem aftur hrífst af heims- manninum. Hann færir henni blóm, hvíslar undarlegum orð- um í eyru hennar og segir sögur af flarlægum löndum. Hann kennir henni söngva og ljóð. Einlægni hennar, nátt- úmfegurð og heilbrigði heilla hann. Auk þess er hún ung og til staðar. Auðvitað veldur þetta uppistandi í sveitinni. Foreldrar hennar skelfast. Jón á næsta bæ verður afbrýðisam- ur. Elskendur fara þó sínu fram, eins og gengur. Hún giftist Jóni Og hvemig endar sagan? Jú, þegar tekur að hausta verður Bogmaðurinn órólegur. Hann þarf nauðsynlega að komast til borgarinnar. Þau kveðjast. Kannski í friðsemd og með söknuði, eiga síðasta heita ástarfundinn. Hann lofar að koma aftur næsta vor, en bæði vita að hann kemur aldrei aft- ur. Kannski fer sagan þannig að stúlkan biður hann að gift- ast sér, hann neitar og eftir rifrildi og ásakanir fer hann. Það yrði helst ef hann væri farinn að nálgast fertugt að gifting kæmi til greina, eða þá að hún flytti með honum til borgarinar. Það gæti hún hins vegar aldrei hugsað sér. Það kemur ekki til greina að yfir- gefa sveitina. Sagan endar því þannig að Bogmaðurinn heldur á vit nýrra ævintýra og Nautið giftist Jóni. X-9 £0 MÁ £KK/ ólfy'/td />Z> píSS/ MAPOR Vi/////&/># - M011í>M6Ju//(// DYRAGLENS þ/U^NJA EKTV> PÁ! Éú tí? 40 LEiTA A€> þÉf2 AlLS OTA&AR! m X LJOSKA DRATTHAGI BLYANTURINN 450. DRATTHAGI BLYANTURINN SMAFOLK I JU5T HEARP THAT VOUR E55AV ON WHAT VOU PIP PURING CHRISTMAS VACATION WON THE'ALL- CITY 5CH00L ES5AY C0NTE5T1' rin VOU UJROTE ABOUT LOOKlNé AT THE CLOUPS, REMEMBER? ANVLUAV, YOU UJON ..CONGRATULATION5! PONT UJIPE VOUR TEAR5 AUJAV LUITH VOUK FRENCH FKIES, SIR Hr Þú vannst, herra. hvað? Vann Ég var að frétta að rit- gerðin þín um jólaleyfið hefði sigrað í ritgerða- samkeppni borgarinnar. Þú skrifaðir um að horfa á skýin, manstu? Jæja, þú vannst. Til hamingju! Þúrrkaðu ekki tárin með frönsku kartöflunum, herra. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Keisarabragðið" er það kaft*. að þegar menn sýna slíkt veldi í vöminni að henda af sér ás í lit sem sagnhafi er að rembast við að fría. Mætti líkja því við drottningarfóm í skák. Hér er fallegt dæmi: Austurgefur; N/S á hættu. Norður ♦ Á105" ¥ 52 ♦ DG92 ♦ K976 Vestur ♦ D9862 VGIO ♦ Á73 ♦ G54 Suður ♦ K73 ¥ÁD4 ♦ 965 ♦ Á1082 Austur ♦ G4 *. ¥ K98763 ♦ K104 ♦ D3 Vestur Nordur Austur Suður — — Pass 1 lauf Pass 1 tfgull 2 hjörtu Pass Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Tvö hjörtu austurs var hindr- un, en sálfræðileg áhrif hindr- unarsagna em oft þau að and- stæðingamir segja meira en þeir hefðu ella gert. Svo var í þessf»i- tilfelli, því þriggja granda sögn suðurs við þremur laufum er vægast sagt frek. En eigi að síður virðist hún vera vel heppn- uð, því erfitt er að sjá hvemij; hægt er að hnekkja þremu.' gröndum eftir hjartagtosa út. Sagnhafi gefur hjartagosann og fær næsta slag á drottning- una. Snýr sér svo að því að fría tígulinn, spilar litlu á drottning- una í blindum. Austur fær á kónginn og brýtur út síðustu hjartafyrirstöðu sagnhafa, en " það kemur að litlu haldi því hann kemst ekki oftar inn i spilið. Vestur á tígulásinn og þriðja laufið, svo sagnhafi getur dund- að sér við að fría litina í róleg- heitum. Þegar spilið kom upp I rúb- ertubrids í Bandarikjunum ný- lega sat kunnur þarlendur spil- ari, Joe Silver, með spil vesturs. Hann var ekki á þvi að láta suður hlaupa heim með ódýrt geim, svo hann kastaði tígulásnum í slaginn þegar austur spilaði þriðja hjartanu!! Með því gaf hann sagnhafa að visu einn slag á tígul, en skóp i leiðinni inn- komu á hendi makkers síns á tigultiuna. *►» SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmóti í Dort- mund í apríl kom þessi staða upp í viðureign tveggja upprennandi skákmanna. Enski stórmeistarinn Niegel Short hafði hvítt og átti leik gegn Piu Cramling. 27. Hxe6+! - fxe6, 28. Dxe6+ - Kf8, 30. Rh6 - dfl+, 31. Kb2 og Pia gafst upp því hún fær ekki varist máti á f7 eða c8. Hún átti samt sitt bezta mót í töluverð- an tíma,hlaut 5'A vinning af 11 gegn öflugum keppinautum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.