Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 LA NAVIDAD bær u Er „hinn týndi Kólumbusar fundinn? ekki reyndist unnt að gera við það. Kól umbus trúði á guðlega handleiðslu og ákvað að stofna nýlendu nálægt strand- staðnum Guði til dýrðar. Kólumbus og menn hans dvöldust í góðu yfirlæti hjá friðsöm- um höfðingja Araw- ak-indíána, Guacanagari. Höfðing- inn studdi eindregið hugmynd Kól- umbusar um stofnun spænskrar nýlendu, því að hann vildi aðstoð gegn herskáum óvinum inni í landi. Menn Kólumbusar kepptust um að fá að verða eftir á Hispaniola. Mikið gull virtist vera á eynni og þeir voru sannfærðir um að 'þeir yrðu stórauðugir. Santa Maria var rifin og timbrið notað til að reisa virki í bæ Arawak-indíána. Kólum- bus kallaði nýlenduna Villa de La Navidad — Jólabæ. Kólumbus skildi 39 menn eftir í La Navidad, aðallega af áhöfn Santa Maria, en einnig menn af Ninu undir stjóm góðs vinar frá Cordoba, Diego de Harana. Kólum- bus skipaði mönnum sínum að kaupa gull af innfæddum og skildi eftir drjúgan hluta vista sinna. Síð- an sigldi hann aftur til Spánar í Ninu, sem var hlaðin gulli og ger- semum, fullviss um að hann hefði fundið Indland og Hispaniola væri stór og auðug eyja undan strönd Cathay, þ.e. Kína. Þegar Kólumbus sneri aftur til Hispaniola 11 mánuðum síðar, 27.nóvember 1493, kom hann að staðnum í auðn. Byggð Evrópu- Maguanamanna á Mið-Hispaniola. Hann var harðari í hom að taka en Guacanageri, höfðingi hinna friðsömu indíána á ströndinni. Caonabo tók Gutierrez og menn hans til fanga og réðst á Navidad. Þá vom flestir hinir Spánvetjamir einnig famir í ránsferðir og aðeins 10 menn til vamar í nýlendunni undir forystu Diego de Harana, vinar Kólumbusar. Þeir bjuggu með nokkmm konum hver og enginn vörður var við virkið. Indíánum reyndist auðvelt að ráða niðurlögum Spánverjanna í Navidad, þótt Guacanagari gerði það sem í hans valdi stæði til að halda Caonabo í skefjum. Síðan hafði Caonabo hendur í hári allra hinna Spánveijanna og myrti þá með köldu blóði. Þannig lauk „hveitibrauðsdög- um“ kristinna manna og innfæddra með dauða fyrstu fórnarlamba langvarandi nýlendustyijalda í Nýja heiminum. Kólumbus varð fyrir sár- um vonbrigðum, en Guacanagari hélt tryggð við Spánveija. Kólumbus hélt áfram ferð sinni. La Navidad hvarf sjónum. Smám saman gleymdist þessi fýrsta land- námstilraun Evrópumanna í Nýja heiminum síðan norrænir menn reyndu að nema þar land tæpum fjórum öldum áður. Æ síðan hafa fræðimenn brotið heilann um Iegu staðarins, þar sem fyrstu víðtæku Áaðfangadagjóla 1492 strandaði flaggskip Kristófers Kólumbusar, Santa Maria, á kóralrifi undan norður- strönd eyjunnar Hispaniola í Vestur- Indíum. Skipið skemmdist svo mikið að Kólumbus gengurá land á Hlspaniola 1492og lýsir eyna eign Spánarkonungs. manna og nálægt þorp indíána höfðu verið brennd til grunna. Allir menn hans voru látnir. Spánveijarnir í Navidad höfðu farið óviturlega að ráði sínu. Guti- errez, fulltrúi krúnunnar, og einn annar leiðtogi nýlendunnar höfðu myndað óaldarflokka, sem ráfuðu um sveitirnar í leit að meira gulli og kvenfólki. Þeir lentu í útistöðum við Caonabo, höfðingja (cacique)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.