Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 1 Nína og Skúlí að Kjarvalsstöðum. í forgninninn er sonur Nínu, sem heitir Smári. I Rætt við systkinin Nínu Gauta- dóttur myndlistarmann, sem nú er að sýna máiverk á Kjarvalsstöð- um, en sýningunni iýkur um helgina og Skúla Gautason, sem varað Ijúka námi úr Leiklistarskóla ís- lands og leikur nú í leikriti Nioliér- | es, Tartuffe. II Mi : m Morgunbladið/Ámi Sœberg. KANNSKI EIGll W EFM AÐ VINNA SAMAN Bjallan er biluð, gjörið svo vel að beija að dyrum. Miða með þessum orðum hefur verið nælt í gardínuna. Þegar barið er kemur Elín Guðjónsdóttir, móðir þeirra Nínu og Skúla, til dyra og vísar gestinum inn í stofu þar sem systkinin sitja innan um ótal rósavendi. Hvers vegna eru öll þessi blóm hér, er spurt? „Mamma varð sextug, Skúli bróðir minn útskrifaðist úr Leiklist- arskóla ríkisins og frumsýningin var á leikriti skólans, Tartuffe, og ég opnaði málverkasýninguna á Kjarvalsstöðum — allt gerðist þetta sömu helgina," segir Nína. — Voruð þið búin að ákveða að halda upp á þessa atburði sameigin- lega? „Nei, þetta er tilviljun," segir Nína og lítur á bróður sinn Skúla, sem situr á móti henni með kross- lagða fætur. „Já, þetta er bara tilviljun," undirstrikar Skúli. — Er það líka tilviljun að þið systkinin hafið bæði lagt listagyðj- unni lið? „Við eigum svo sem ekki langt að sækja þetta," segir Nína og brosir. „Mamma er leikari að mennt, útskrifaðist úr Leiklistar- skóla LR og pabbi var handavinnu- kennari." „Listnáminu var samt aldrei haldið að okkur,“ segir Skúli. „Okk- ur var stefnt í hagnýtt nám. Þegar mamma heyrði að ég hefði í hyggju að fara í leiklistarskólann iatti hún mig fremur en hvatti. En ég sogaðist samt einhvern veginn inn í þetta. Aður en ég fór í leiklist- arskólann vann ég sem forritari hjá Essó og ég held að ég hafi verið sæmilegur forritari. En mér fannst eitthvað vanta, sem hafði með manneskjuna að gera, eitthvað með holdi og blóði. Til þess að nálgast hana var ég farinn að semja ljóð á tölvuna. Mér fannst ég verða að gera eitthvað í þessu annars yrði ég brjálaður. Þá ákvað ég að fara annaðhvort í læknisfræði eða leik- list.“ „Ég fór líka fyrst í hagnýtt nám eða í hjúkrun," segir Nína og ég sé ekkert eftir því. Það er gott að fá atvinnu við það starf. En ég átti mér alltaf þann draum að fara til Parísar að læra frönsku og fara í listnám. Fyrst eftir að ég kom út vann ég sem einkahjúkrunarkona hjá ríku fólki, barónum og greifum. Loks pukraðist ég í inntökupróf í Listaháskóla Parísar, Ecole Nation- ale Supérieure des Beaux-Arts. Ég vildi ekki láta neinn vita um þennan ásetning minn. Þaðan útskrifaðist ég svo árið 1976 úr málaradeild." — Hér þekkir fólk þig af vefnað- inum. „Já, ég fór í framhaldsnám í vefnaði og skúlptúr, þegar ég hafði villst inn í vefnaðarvinnustofu í skólanum og með vefnaðinn þreifaði ég mig áfram í nokkur ár. Ég lærði upphaflega þennan hefðbundna myndvefnað. En ég fann fljótlega að ég hafði ekki þolinmæði til að stunda hann og fór að vefa stórar þrívíddarmyndir úr grófum efnum eins og snæri, bindi- gami, trollgami og koparþræði." „Ég man, þegar ég kom að heim- sækja Nínu til Parísar á þessum ámm og sá hana við vinnu þá brá mér. Þama stóð hún með stóran meitil og barði vefinn til að þétta hann. Þetta voru engin smáátök," segir Skúli. „Já, ég notaði skúlptúráhöld við vefnaðinn," segir Nína. — Þú hefur væntanlega ekki getað notast við venjulegan vefstól? „Nei, ég bjó til sérstakan stól úr vatnspípum, sem ég festi á vegg og setti uppistöðuna á milli röranna. Þegar ég sýndi teppin, sem voru mörg af stærðinni 2,50x2,0 m, þurfti marga karlmenn til að hengja þau upp. Eg seldi öll teppin strax, bæði hér heima og úti. Þetta var svo uppörvandi,“ segir Nína og hnykkir höfðinu til áhersluauka svo ijósrautt hárið þeytist í allar áttir iíkt og hvítar eldtungur á snarkandi báli. — En svo flyst þú til Níger og snýrð þér að leðrinu?. „Já, þá var ég búin að fá nóg af vefnaðinum. Þetta er svipað því að verða ástfanginn, maður verður svo upptekinn af því, en svo líður það hjá,“ segir hún og hlær. „í Níger uppgötvaði ég hirðingja- þjóðflokk, blámenn, ekki svertingja, afskaplega fallegt og tignarlegt fólk, sem býr í stórum tjöldum úr leðri, sem eru borin uppi af ttjá- stofnum. Þau ferðuðust á úlföldum og þau bjuggu til fallega hluti úr skreyttu leðri, konurnar klæddust dökkbláum leðurkuflum og báru silfurskartgripi. Ég fór heim til þessa fólks með teikningar af hlutum, sem ég hugð- ist láta vinna fyrir mig. Ég útskýrði fyrir þeim lengi og vel hvað ég vildi og þau sögðust skilja mig. Skilning- urinn náðu þó ekki lengra en svo að þegar ég fór spurðu þau hve marga púða ég vildi. Svo fór að ég útfærði teikningamar sjálf. Ég sýndi þessi verk árið 1983 og fékk góðar undirtektir." — Og nú hefur þú dvaldið í Kamerún að undanfömu og ert farin að mála. „Já, ég hef dvalist í Kamerún síðan í október. Eiginmaður minn, sem er byggingaverkfræðingur, er að byggja þar 18 hæða ráðuneytis- blokk í höfuðborginni Yaounde. Umhverfið er ekkert sérlega myndrænt," segir Nína, þegar við spyijum um staðhætti. „Fmmskóg- ur svo langt sem augað eygir og borgin sjálf ber vitni um lélegan evrópskan smekk. Þama er alttaf sama hitamollan. Innfæddir tala um stóm og litlu þurrkatíð og stóm og litlu regntíð. Þegar kemur sólargeisli þá hleypur maður til og breiðir út þvottinn, sem annars myglar. En ég hef verið dugleg að vinna þama. Annars byijaði ég á málverkinu áður en ég fór til Afríku. Ég hætti að bjóða fólki heim og lagði undir mig stofuna og þar gerði ég stærstu myndimar á sýningunni á Kjarvals- stöðum. Mér finnst alltaf gott að gera stórar myndir." „Segðu henni ástæðuna fyrir því að það em ekki fleiri stórar myndir á sýningunni," skýtur Skúli inn í. „Æ, já, það var þannig, að ég hafði haft með mér tvo blindramma af stærðinni 65X85 til að sýna smiðunum þama. Jú, þeir komu og skoðuðu rammana og ég pantaði hjá þeim stærri ramma. En alltaf beið ég og aldrei komu rammarnir á meðan notaðist ég við þá litlu. Seint og síðarmeir komu þó ramm- amir. Svona er þetta stundum í Afríku.“ — Ég heyrði einhvers staðar að þú hefði verið búin að gera aðrar myndir, sem eyðilögðust? „Já, ég hafði gert klippimyndir úr pappakössum. Eg hafði verið að flytja og átti því mikið af stórum pappakössum, sem ég fékk mig ekki til að henda og vildi nýta þá einhvem veginn. Við lifum í svo miklu neysluþjóðfélagi," segir Nína og stynur. „Én þessar myndir eyði- lögðust allar, þegar sprungu hjá okkur vatnsleiðslur meðan við vor- um á ferðalagi.“ — Það hefur þér auðvitað þótt slæmt? „Nei, ég var óánægð með þær hvort sem var.“ — Hvað ertu að segja í þessum nýjumyndum þínum? „Ég hélt sýningu í Kamerún á myndunum. Svertingjarnir heimt- uðu útskýringar, þeir skildu ekki hvað ég var að gera. En þetta eru sennilega bara áhrif frá náttúrunni — roki, sjó og næturkyrrð — líklega heimþrá, sem er að bijótast út.“ — Skúli, hefur þú heimsótt Nínu til Afríku? „Nei, ekki ennþá, en mig langar til þess.“ „Það er ekkert gaman fyrir þig að koma til Kamerún," segir Nína, „þú kemur til mín ef við förum á einhveijar skemmtilegri slóðir." — Finnst þér Skúli hafa breyst frá því þú sást hann síðast, Nína? „Já, hann er yfirvegaðri, eins og hann sé alltaf að hugsa um eitthvað. Kannski er hann bara ástfanginn,“ segir Nína og gýtur augunum stríðnislega á bróður sinn. — Þér líður vel í því sem þú ert að gera, Skúli? „Já, ég hef alltaf verið skotinn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.