Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1986 55 Myndlist Bragi Ásgeirsson Það hefur færst í vöxt á undan- fömum árum að viðurkenndir erlendir iistamenn kenni við Myndlistar og handíðaskóla Is- lands og þá oftast eina önn. Reynt hefur verið að vanda val þessara listamanna eftir föngum og fá þá hingað, sem virkir eru í hinum ýmsu tegundum nýlista á meginlandinu. Einnig þá sem kennt geta nýja tækni eða áður lítt þekkt tæknibrögð í hinum einstöku sérdeildum. Á þessu kennsluári hafa þannig kennt fimm erlendir listamenn, sem eru þeir Ulla Rantanen, listamaður ársins 1984 í Finn- landi, er kenndi á lokaári í málun- ardeild, Anna Wejman grafík- listamaður frá Póllandi er kenndi mezzótintu í grafíkdeild, sem er lítt iðkuð grein grafískra lista hérlendis og raunar einnig erlend- is. János Probstner, leirkera- smiður frá Kecskemét í Ungveija- landi, sem kenndi í leirlistadeild og teikningu í deild auglýsinga- hönnunar. Peter Angermann nýlistamaður frá Þýskalandi, er kenndi í Nýlistadeild og loks Imre Kocsis frá Þýskalandi, sem hér verður fjallað um, er kenndi fjórar annir í myndmótun og lagði áherslu á rými, tíma og þrívíddar mótun, sem er sérgrein hans. Tími og rými eru lítið þekkt fyrirbæri í myndlist hérlendis og lék undirrituðum sérstök forvitni á að spjalla í góðu tómi við lista- manninn Imre Kocsis. Tækifærið kom ekki fyrr en daginn áður en hann hélt utan til síns heima því að hann hafði verið mjög upptek- inn í starfi sínu í skólanum. Urðum við ásáttir um að leita uppi einhvem óvenjulegan og ró- legan stað og varð veitingastaður í gömlu húsi í Hafnarfírði fyrir valinu og þangað ók Torfí Jónsson skólastjóri okkur. — Imre Kocsis er Ungveiji að uppruna fæddur í Karcag ca. 170 km austur af Búdapest — einn þeirra er tókst að flýja í uppreisn- inni 1956 og komast til Vínar- borgar. Þaðan lá leiðin fljótlega til Hamborgar þar sem hann dvaldi í 5'h ár, þamæst til Frakk- lands þar sem hann skoðaði sig um í 1 ár en hélt þá til Miinchen þar sem hann var búsettur í 7 ár. Þaðan lá leiðin til Dusseldorf þar sem hann hefur búið og unnið að list sinni allar götur síðan. Imre Kocsis er þekktur mynd- listarmaður í Þýskalandi og hefur haldið fjölmargar einkasýningar, — tekið þátt í ótal samsýningum heima og erlendis. Á meðan á dvöl hans hefur staðið hér hafa verk hans verið á mikilvægum sýningum í Dusseldorf og París. Hann náði inntökuprófi í Listahá- skólann í Hamborg haustið 1958 og nam hjá prófessor Georg Gres- co í grafíkdeild skólans. Þar kynntist hann Torfa Jónssyni nú- verandi skólastjóra MHI, er hafði hafið þar nám tveim ámm áður og urðu þeir góðir vinir. Er Torfí vildi svo efla hönnun, formtilfinn- ingu og agað handverk innan skólans varð honum hugsað til vinar síns frá námsámnum í Hamborg og hafði samband við hann. Imre var fús til að koma og hefur líkað dvölin hér vel — kemur hingað aftur á næsta ári og heldur starfí sínu áfram. Það sem Imre Kocsis er upptek- inn af um þessar mundir er framar öllu tími og lými í myndlist. Minnir á það sem Einstein hélt fram: „Tíminn er burðarás rýmis- ins“ „Die Zeit ist die Funktion des Raumes" ... Það sem Imre Kocsis leggur áherslu á í kennslu sinni, er upp- bygging lýmis — greining rýmis — heild rýmisins — hreyfing í rúmi — fletir í lými — tími í lými. Form, litir, innri gerð, bygging og andstæður. Skýrskotað er til hluta rýmisins, teikningar í rými, rannsóknir á rými og tengingu hluta við rými... Nemendur, sem koma beint úr forskólanum eru látnir venjast smám saman en í réttri orsakaröð ýmsum formræn- um fyrirbærum úr nánasta um- hverfi — þetta er gert með ákveð- inni flokkun og sundurgreingu lýmisins — hugsunar og formmót- unar. Formheims, sem þau hafa oft staðið andspænis. verkefnin eru sett fram á ná- kvæman og áþreifanlegan hátt og þannig skal og einnig leysa þau. Þamæst fylgir fyrirferða- mikið verkefni: form, litur og andstæður í samsetningu, sem á að koma hugarfluginu á hreyfíngu og styrkja þegar framkomnar hugmyndir. Afangaskref eru tekin eftir mikilvægi þeirra í tengingu við rýmið ... Opin og lokuð form em svo síðasta verkefnið á leiðinni til rýmisins. Og þá loks verða til rýmistengdir hlutir. Imre Kocsis liggur mikið á hjarta, er hann útskýrir verkefni þau er hann leggur fyrir nemend- ur svo að við eigum fullt f fangi með að fylgja honum. Hann heldur áfram: „Nemend- ur á öðm ári í myndmótun höfðu verkefnið innra og ytra rými. Nemendur, sem unnu á efstu hæð undir súð áttu að rannsaka rýmið í skólastofunni — gera nákvæma lýmisgreiningu og vinna út frá henni. Gera sérstakar lagnir (In- stallation) fyrir rýmið, sem vinna annað hvort með eða gegn því. Þar næst var farið með þau verk sem lokið var við út í hið ytra rými og þau borin saman við fyrirbæri náttúmnnar og rann- sóknimar festar á myndband. Að lokum fer svo fram sýning á árangrinum á sjónvarpsskermi í hinu nú galtóma innra lými þ.e. skólastofunni... Imre Kocsis er agaður lista- maður og í list sinni og kennslu á hann ekki til neinar málamiðlan- ir þannig segir hann, að málamiðl- un við nemendur tákni dauða skól- anna. Fyrir margt er list hans afsprengi hinnar byggingarfræði- legu flatarmálslistar sjötta ára- tugarins en er þó frábmgðinn henni að því leyti að rýmið sjálft og afstaðan til þess f umhverfínu skiptir öllu máli. Þetta er ströng og hávísindaleg afstaða en byggir þó einmitt tilvist sína í náttúmlög- málunum sjálfum og lífinu allt um kring. Slíkum aga fylgir það að hafa óbilandi trú á þýðingu þess sem menn em að gera og efasemdir f garð þeirra sem tamið hafa sér fíjálsleg og óhefluð vinnubrögð, — láta allar reglur um myndskipan, tými og uppbyggingu lönd og leið. Þessari afstöðu hlýtur að fylgja mikil tilfinning fyrir byggingarlist svo mér leikur hugur á að spyija hann álits á nokkmm umdeildum byggingum á höfuðborgarsvæð- inu. Hann er hrifinn af Seðla- bankahúsinu, sem hann segir að hafi svip af virki — hún væri enda peningageymsla. Skýr einfaldleik- inn hrífur mig. Þá lfkar honum einnig mjög vel við Borgarleikhús- bygginguna, sem hann segir hannað á þann veg að gera upp- fyllt mismunandi kröfur. Hér hafi einnig verið maður í ráðum, sem er ekki einasta húsameistari held- ur einnig leikari og veit nákvæm- lega um þær kröfur sem gera skal til nútíma leikhúss. Hall- grímskirkja þykir honum vera stíf og hreyfíngarlaus draumórabygg- ing. Það sem honum kom mest á óvart er hann kom fyrst til Reykjavíkur og honum þótti fal- legast voru hin litríku þök — slíkt hafði hann hvergi séð áður og þótti mjög áhrifamikið. Flötu húsin á Hafnarfjarðar- hrauni þóttu honum í engu sam- ræmi við náttúruna. Af því sem hann hafði séð af íslenzkri list á sýningum á þessu ári líkaði honum mjög vel við myndverk Rögnu Róbertsdóttur. Telur íslenzka hönnun af almenna og borgaralega einkum ullarvör- umar, mynstrið ofnotað og úrelt. Þó væm ullarpeysumar bestu vömmar til að taka með sér utan. Imre Kocsis segir með áherslu að það skipti meginmáli um fram- tíð MHÍ að skólinn komist í hent- ugara húsnæði og fái sterkan lagalegan ramma, — það skipti sköpum fyrir íslenzka list og list- hönnun. — Listamaðurinn horfír um stund út um gluggann en snýr sér svo aftur að okkur Torfa og segir: „Bestu íslendingamir sem ég hefi séð em kindumar — það em svo fallegir litir í ullinni og fallegt form í höfuðlaginu. Þá sér maður fallega steina út um allt...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.