Morgunblaðið - 18.05.1986, Síða 55

Morgunblaðið - 18.05.1986, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1986 55 Myndlist Bragi Ásgeirsson Það hefur færst í vöxt á undan- fömum árum að viðurkenndir erlendir iistamenn kenni við Myndlistar og handíðaskóla Is- lands og þá oftast eina önn. Reynt hefur verið að vanda val þessara listamanna eftir föngum og fá þá hingað, sem virkir eru í hinum ýmsu tegundum nýlista á meginlandinu. Einnig þá sem kennt geta nýja tækni eða áður lítt þekkt tæknibrögð í hinum einstöku sérdeildum. Á þessu kennsluári hafa þannig kennt fimm erlendir listamenn, sem eru þeir Ulla Rantanen, listamaður ársins 1984 í Finn- landi, er kenndi á lokaári í málun- ardeild, Anna Wejman grafík- listamaður frá Póllandi er kenndi mezzótintu í grafíkdeild, sem er lítt iðkuð grein grafískra lista hérlendis og raunar einnig erlend- is. János Probstner, leirkera- smiður frá Kecskemét í Ungveija- landi, sem kenndi í leirlistadeild og teikningu í deild auglýsinga- hönnunar. Peter Angermann nýlistamaður frá Þýskalandi, er kenndi í Nýlistadeild og loks Imre Kocsis frá Þýskalandi, sem hér verður fjallað um, er kenndi fjórar annir í myndmótun og lagði áherslu á rými, tíma og þrívíddar mótun, sem er sérgrein hans. Tími og rými eru lítið þekkt fyrirbæri í myndlist hérlendis og lék undirrituðum sérstök forvitni á að spjalla í góðu tómi við lista- manninn Imre Kocsis. Tækifærið kom ekki fyrr en daginn áður en hann hélt utan til síns heima því að hann hafði verið mjög upptek- inn í starfi sínu í skólanum. Urðum við ásáttir um að leita uppi einhvem óvenjulegan og ró- legan stað og varð veitingastaður í gömlu húsi í Hafnarfírði fyrir valinu og þangað ók Torfí Jónsson skólastjóri okkur. — Imre Kocsis er Ungveiji að uppruna fæddur í Karcag ca. 170 km austur af Búdapest — einn þeirra er tókst að flýja í uppreisn- inni 1956 og komast til Vínar- borgar. Þaðan lá leiðin fljótlega til Hamborgar þar sem hann dvaldi í 5'h ár, þamæst til Frakk- lands þar sem hann skoðaði sig um í 1 ár en hélt þá til Miinchen þar sem hann var búsettur í 7 ár. Þaðan lá leiðin til Dusseldorf þar sem hann hefur búið og unnið að list sinni allar götur síðan. Imre Kocsis er þekktur mynd- listarmaður í Þýskalandi og hefur haldið fjölmargar einkasýningar, — tekið þátt í ótal samsýningum heima og erlendis. Á meðan á dvöl hans hefur staðið hér hafa verk hans verið á mikilvægum sýningum í Dusseldorf og París. Hann náði inntökuprófi í Listahá- skólann í Hamborg haustið 1958 og nam hjá prófessor Georg Gres- co í grafíkdeild skólans. Þar kynntist hann Torfa Jónssyni nú- verandi skólastjóra MHI, er hafði hafið þar nám tveim ámm áður og urðu þeir góðir vinir. Er Torfí vildi svo efla hönnun, formtilfinn- ingu og agað handverk innan skólans varð honum hugsað til vinar síns frá námsámnum í Hamborg og hafði samband við hann. Imre var fús til að koma og hefur líkað dvölin hér vel — kemur hingað aftur á næsta ári og heldur starfí sínu áfram. Það sem Imre Kocsis er upptek- inn af um þessar mundir er framar öllu tími og lými í myndlist. Minnir á það sem Einstein hélt fram: „Tíminn er burðarás rýmis- ins“ „Die Zeit ist die Funktion des Raumes" ... Það sem Imre Kocsis leggur áherslu á í kennslu sinni, er upp- bygging lýmis — greining rýmis — heild rýmisins — hreyfing í rúmi — fletir í lými — tími í lými. Form, litir, innri gerð, bygging og andstæður. Skýrskotað er til hluta rýmisins, teikningar í rými, rannsóknir á rými og tengingu hluta við rými... Nemendur, sem koma beint úr forskólanum eru látnir venjast smám saman en í réttri orsakaröð ýmsum formræn- um fyrirbærum úr nánasta um- hverfi — þetta er gert með ákveð- inni flokkun og sundurgreingu lýmisins — hugsunar og formmót- unar. Formheims, sem þau hafa oft staðið andspænis. verkefnin eru sett fram á ná- kvæman og áþreifanlegan hátt og þannig skal og einnig leysa þau. Þamæst fylgir fyrirferða- mikið verkefni: form, litur og andstæður í samsetningu, sem á að koma hugarfluginu á hreyfíngu og styrkja þegar framkomnar hugmyndir. Afangaskref eru tekin eftir mikilvægi þeirra í tengingu við rýmið ... Opin og lokuð form em svo síðasta verkefnið á leiðinni til rýmisins. Og þá loks verða til rýmistengdir hlutir. Imre Kocsis liggur mikið á hjarta, er hann útskýrir verkefni þau er hann leggur fyrir nemend- ur svo að við eigum fullt f fangi með að fylgja honum. Hann heldur áfram: „Nemend- ur á öðm ári í myndmótun höfðu verkefnið innra og ytra rými. Nemendur, sem unnu á efstu hæð undir súð áttu að rannsaka rýmið í skólastofunni — gera nákvæma lýmisgreiningu og vinna út frá henni. Gera sérstakar lagnir (In- stallation) fyrir rýmið, sem vinna annað hvort með eða gegn því. Þar næst var farið með þau verk sem lokið var við út í hið ytra rými og þau borin saman við fyrirbæri náttúmnnar og rann- sóknimar festar á myndband. Að lokum fer svo fram sýning á árangrinum á sjónvarpsskermi í hinu nú galtóma innra lými þ.e. skólastofunni... Imre Kocsis er agaður lista- maður og í list sinni og kennslu á hann ekki til neinar málamiðlan- ir þannig segir hann, að málamiðl- un við nemendur tákni dauða skól- anna. Fyrir margt er list hans afsprengi hinnar byggingarfræði- legu flatarmálslistar sjötta ára- tugarins en er þó frábmgðinn henni að því leyti að rýmið sjálft og afstaðan til þess f umhverfínu skiptir öllu máli. Þetta er ströng og hávísindaleg afstaða en byggir þó einmitt tilvist sína í náttúmlög- málunum sjálfum og lífinu allt um kring. Slíkum aga fylgir það að hafa óbilandi trú á þýðingu þess sem menn em að gera og efasemdir f garð þeirra sem tamið hafa sér fíjálsleg og óhefluð vinnubrögð, — láta allar reglur um myndskipan, tými og uppbyggingu lönd og leið. Þessari afstöðu hlýtur að fylgja mikil tilfinning fyrir byggingarlist svo mér leikur hugur á að spyija hann álits á nokkmm umdeildum byggingum á höfuðborgarsvæð- inu. Hann er hrifinn af Seðla- bankahúsinu, sem hann segir að hafi svip af virki — hún væri enda peningageymsla. Skýr einfaldleik- inn hrífur mig. Þá lfkar honum einnig mjög vel við Borgarleikhús- bygginguna, sem hann segir hannað á þann veg að gera upp- fyllt mismunandi kröfur. Hér hafi einnig verið maður í ráðum, sem er ekki einasta húsameistari held- ur einnig leikari og veit nákvæm- lega um þær kröfur sem gera skal til nútíma leikhúss. Hall- grímskirkja þykir honum vera stíf og hreyfíngarlaus draumórabygg- ing. Það sem honum kom mest á óvart er hann kom fyrst til Reykjavíkur og honum þótti fal- legast voru hin litríku þök — slíkt hafði hann hvergi séð áður og þótti mjög áhrifamikið. Flötu húsin á Hafnarfjarðar- hrauni þóttu honum í engu sam- ræmi við náttúruna. Af því sem hann hafði séð af íslenzkri list á sýningum á þessu ári líkaði honum mjög vel við myndverk Rögnu Róbertsdóttur. Telur íslenzka hönnun af almenna og borgaralega einkum ullarvör- umar, mynstrið ofnotað og úrelt. Þó væm ullarpeysumar bestu vömmar til að taka með sér utan. Imre Kocsis segir með áherslu að það skipti meginmáli um fram- tíð MHÍ að skólinn komist í hent- ugara húsnæði og fái sterkan lagalegan ramma, — það skipti sköpum fyrir íslenzka list og list- hönnun. — Listamaðurinn horfír um stund út um gluggann en snýr sér svo aftur að okkur Torfa og segir: „Bestu íslendingamir sem ég hefi séð em kindumar — það em svo fallegir litir í ullinni og fallegt form í höfuðlaginu. Þá sér maður fallega steina út um allt...“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.