Morgunblaðið - 02.07.1986, Side 2

Morgunblaðið - 02.07.1986, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986 Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli: Lögtakskröfu Mið- neshrepps synjað KRÖFU Miðneshrepps um lögtak í eignum ríkissjóðs, fyrir álögðu byggingarleyfisgjaldi, vegna flugstöðvarbyggingar á Keflavíkur- flugvelli, hefur verið synjað með úrskurði Fógetaréttar á Kefla- víkurflugvelli. Miðneshreppur gerði kröfu um að lögtak færi fram í eignum ríkis- sjóðs til tryggingar ógreiddu álögðu byggingarleyfisgjaldi vegna byggingar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt reikningi dagsettum 22. mars 1984, að upphæð 572.120 krónum, og til tryggingar vanskilavöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Af hálfu utanríkisráðuneytisins var þessari kröfu Miðneshrepps mót- mælt og gerði ráðuneytið kröfu um að þessari lögtaksbeiðni yrði synjað. Miðneshreppur byggði kröfu sína á byggingarlögum frá 1978 og byggingarreglugerð frá 1979 og áréttaði að hér væri um að ræða lögbundin gjöld, sem nái til allra sveitarfélaga, samkvæmt lögum frá 1980 um tekjustofna sveitarfélaga og lögum frá 1971 um tekjur sveitarfélaga. Utanríkis- ráðuneytið rökstuddi hins vegar kröfu sína með þeirri staðreynd, að landsvæði það, er afmarkar umdæmi Keflavíkurflugvallar, hafí slíka sérstöðu vegna dvalar vamar- liðsins, að ýmsum lögbundnum valdheimildum hafí eðli málsins samkvæmt ekki verið unnt að beita í þessu tilfelli. í niðurstöðu dómsins kemur meðal annars fram, að rétturinn líti svo á, að skipun nefndar um Þórir Odds- son settur rannsóknarlög*- reglustjóri ÞÓRIR Oddsson, sem gegnt hef- ur stöðu vararannsóknarlög- reglusljóra, var í gær settur rannsóknarlögreglustjóri til 15. ágúst nk., en eins og komið hefur fram í fréttum var Hallvarður Einvarðsson, rannsóknarlög- reglustjóri, skipaður í embætti rikissaksóknara á mánudag. Staða rannsóknarlögreglustjóra hefur Verið auglýst laus til umsókn- ar og er umsóknarfrestur til 31. júlí 1986. skipulagsmál á vamarsvæðum, þ.e. bygginganefndar, hafí verið lögmæt ráðstöfun af hálfu utanrík- isráðherra, og að umsókn um byggingaleyfí fyrir flugstöðinni hafí því réttilega verið lögð fyrir þá nefnd, til umfjöllunar og af- greiðslu, og að nefndin hafí því verið réttur aðili til útgáfu bygg- ingaleyfís, sem hún veitti á fundi sínum hinn 23. ágúst 1983. Réttur- inn telji því, að aðild Miðneshrepps til veitingar byggingaleyfís hafí * ekki verið fyrir hendi í þessu til- felli og þar af leiðandi bresti hann heimild til að kreíjast gjaldtöku vegna þessarar byggingar. Með tilliti til þeirra sérstöku aðstæðna á Keflavíkurflugvelli, er leiðir af samningsbundinni dvöl vamarliðs- ins þar, þótti rétt að málskostnaður félli niður. Landsvirkjun: Meðkveðjufrá Gorbachev SENDIHERRA Sovétríkjanna á íslandi, Evgeniy Kosarev, boðaði fulltrúa íslenskra grunnskóla- barna á sinn fund á þriðjudag og flutti þeim kveðju frá leiðtoga Sovétríkjanna, Michael Gor- bachev. TUefnið var bréf sem 8.000 íslensk skóla- börn undirrituðu fyrr á þessu ári og sendu Gorbachev og Reagan Bandarikjaforseta, en MorgunblaðiO/Börkur bréfið fluttí þá einlægu ósk bamanna að leið- togamir tveir beittu sér fyrir því að stöðva víg- búnaðarkapphlaupið. Sovéski sendiherrann gerði grein fyrir stefnu Sovétríkjanna í af- vopnunarmálum og svaraði spumingum bam- anna þar að lútandi. Bömin þáðu veitíngar hjá sendiherranum. Tekur 4,2 milljarða króna erlent lán LANDSVIRKJUN hefur gert lánssamning við Citícorp Investment Bank Limited, London, og tuttugu aðra erlenda banka og lánastofn- anir um lán að fjárhæð 100 milljónir Bandarikjadollara að jafnvirði um 4.200 miljjónir islenskra króna á núverandi gengi. Af hálfu Landsvirkjunar var lánssamningurinn undirritaður af dr. Jóhannesi Nordal, stjómarformanni Landsvirkjunar, og Halldóri Jónatanssyni, forstjóra fyrirtækisins. í fréttatilkynningu frá Lands- virkjun segir: „Lán þetta er tekið á lánamark- aðinum í London og er lánstími 10 ár. Er lánið afborgunarlaust fyrstu 5 árin, en endurgreiðist síðan með 11 jöfnum hálfsárslegum greiðsl- um. Landsvirkjun er þó heimilt að greiða lánið upp að meira eða minna leyti sér að kostnaðarlausu hvenær sem er að fímm árum liðnum frá undirritun lánssamningsins. Landsvirkjun er heimilt að draga á lánið í áföngum á næstu fímm árum, í samræmi við Qármagnsþörf fyrirtækisins á hveijum tíma, og þá ekki aðeins í Bandaríkjadollur- um, heldur einnig í öðrum þeim ited, London, og fleiri erlendum bönkum og lánastofnunum með óhagstæðari kjörum. Að öðru leyti verður lánsfénu varið til að greiða upp önnur eldri og óhagstæðari lán og til íjármögnunar virkjanafram- kvæmda í ár og á næstu árum.“ gjaldmiðlum, sem yfírfæra má hömlulaust á hvetjum tíma f Banda- ríkjadollara. í Iok hvers vaxtatíma- bils er Landsvirkjun jafnframt inn- an handar að breyta gjaldmiðli skuldar samkvæmt láninu innan framangreindra marka. Vextir af láninu eru millibanka- vextir í London eins og þeir eru á hveijum tíma að viðbættu vaxta- álagi sem er 8/ie% p.a. Þannig reikn- aðir eru vextir þessir nú um 7% p.a. að meðtöldu vaxtaálaginu. Af lánsQárhæðinni verður um 50 milljónum Bandaríkjadollara (2.100 milljónum króna) varið til að greiða upp eftirstöðvar af láni Landsvirkj- unar hjá Scandinavian Bank Lám- Gjörbreyting á öllu kerfinu - segir Hilmar Þórisson haldi af nýjum húsnæðismálalögum í apríl sem sett voru í kjölfar kjara- „ÞETTA felur f sér gjörbreyt- ingu á öllu húsnæðislánakerf- inu,“ sagði Hilmar Þórisson, skrifstofustjóri hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins, um nýja reglu- gerð um lánveitingar Byggingar- sjóðs ríkisins. „Þessi reglugerð kemur í fram- Könnun á högum íbúa hjá FEF: Þriðjungur kemur að til- vísan félagsmálastofnana TÆPUR þriðjungur íbúa í neyðar- og bráðabirgðahúsnæði hjá Félagi einstæðra foreldra leitar eftir þvf að tilvísan frá félags- málastofnunum, oftast Reykjavikur. Þessar upplýsingar koma fram f nýjasta fréttabréfi FEF. Könnun var gerð á aðstæðum og högum þeirra sem hafa búið f húsnæði félagsins frá því það tók til starfa í aprfl 1981 og tíl og með 15. mars 1986. Samtals hafa búið 118 foreldrar með 161 barn á ofangreindum tíma og var unnt að leysa vanda innan við þriðjungs umsækjenda, sem eru á fjórða hundrað. Langflestir foreldrar hafa verið með eitt barn, fimm með þrjú, átta hafa verið barnshafandi, flestar að fyrsta barni. í könnuninni var leitað eftir hvaða ástæður lægju að baki umsóknunum. í 52 tilvikum voru ástæður sambúðarslit. Þær skýr- ingar fylgdu að oftast er um ungt fólk að ræða og hugsanleg hús- eign f of miklum skuldum til að forræðisforeldri geti búið þar. Þrjátíu og fímm fengu húsnæði vegna þess að þeir misstu skyndi- lega leiguhúsnæði; það hafði verið selt, leiga hækkuð eða leigjandi gat ekki greitt umbeðna fyrir- framgreiðslu. Nítján voru að koma úr foreldrahúsum. Af 118 íbúum kom 21 utan af landi. Inn í töluna skal og tekið að allstór hópur kom úr Kvennaat- hvarfí og nokkrir hafa komið beint af ýmsum meðferðarstofnunum. Af títtnefndum 118 íbúum hafa aðeins sjö kariar með níu börn búið í húsinu. Níu fbúar hafa verið þar tvívegis og færri þrisvar. Spurt var um atvinnu. Um þrjátíu íbúar voru við flutning í húsið, atvinnulausir. Ástæður voru meðal annars nýafstaðinn skilnaður eða sambúðarslit, bamsburður, vinna fékkst ekki þar sem húsnæði og bamagæsla var ekki tryggð og húsnæði hafði ekki fengist vegna þess að vinna var ekki fengin o.s.frv. Fjörtutíu og einn vann verkamannavinnu, þ.e. ófaglært starfslið á bama- heimilum, f verksmiðjum, sauma- stofum, hótelum eða fískvinnu. Tuttugu og sjö unnu á skrifstofu eða verslunar- og bankastörf. Athugað var hvert íbúar flyttu eftir dvölina í húsnæði FEF. íljós kom að 48 hafa farið í leigu á frjálsum markaði, 20 fluttu bú- ferlum út á land, átján fengu inni í leiguhúsnæði Reýkjavíkurborgar og sautján keyptu íbúð í verka- mannabústöðum. Tíu keyptu hús- næði á fíjálsum markaði. Einnig var í könnuninni gerð aldursskipting á fbúum, aldri bama, skólagöngu og hversu lengi hver Qölskylda dvelur að meðaltali f húsnæði FEF. Stjóm FEF gekkst fyrir þessari könnun um miðjan mars eins og fyrr segir og hafði þá neyðar- og bráðabirgðahúsnæði FEF á Öldu- götu 11 nýtekið til starfa. Þessar niðurstöður eiga því einvörðungu við íbúa sem hafa verið f Skelja- nesi. Ætlunin er að gera slíkar kannanir með reglulegu millibili. Stuðst var við umsóknareyðublöð íbúa og fundargerðir húsnefndar og stjómar FEF. samningana f febrúar," sagði Hilm- ar. „í stuttu máli felur þetta í sér verulega hækkun á lánum og gjör- breytingu á öllu kerfínu. Húsnæðis- stofnun rfkisins fer nú t.d. að veita þau lán sem lífeyrissjóðimir voru áður með í höndunum. Það sem við munum nú fyrst og fremst líta á er við förum í gegnum umsóknir um lán er það hvort að umsækjandi sé að byggja sína fyrstu íbúð, hvort hann hafí greitt iðgjöld í lífeyrissjóð síðustu tvö ár og loks fyrir hversu hátt hlutfall af ráðstöfunarfé sfnu lífeyrissjóður viðkomandi hefur keypt skulda- bréf.“ Sjá á bls. 31 frásögn um nýja húsnæðismálakerfið. Hraðfrystistöðin: Utgerð skip- anna verður haldið áfram TOGARAR Hraðfrystistöðvar- innar í Reylgavík, Engey og Viðey, verða áfram gerðir út þó frystíngu verði hætt í haust. Skipin hafa verið fengsæl og rekstur þeirra gengið vel, að sögn Agústs Einarssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Ágúst sagði í samtali við Morg- unblaðið að ömgglega yrðu ein- hveijir til að kaupa aflann. Fiskur yrði veiddur og verkaður áfram á Islandi, þó Hraðfrystistöðin hætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.