Morgunblaðið - 02.07.1986, Side 9

Morgunblaðið - 02.07.1986, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1986 9 Égþakka frœndfólki mínu og vinum sem áeinn eöa annan hátt heiÖruÖu mig á áttrœÖisaf mceli mínu þann 14.júní síÖastliÖinn. Ég biÖ þess aÖ IjósiÖ eina lýsi ykkur leiÖ á lífs- ins vegi breiÖum, þess biöur af heilum hug. Emil Helgason, Safamýri 63. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23, S. 681299. YAMAHA Eigum fyrirliggjandi YAMAHA XT350 Endurohjól Sérlega hagstætt verð og greiðsluskilmálar Heimahögnm lýst Óskar Guðmundsson, fráfarinn ritstjórnarfull- trúi á Þjódviyanum, er gamalreyndur fjölmiðla- og fréttamaður. Það er atfaygli vert þegar slíkur maður lýsir pólitiskum heimahögum I Alþýðu- bandalaginu og á Þjóð- viljanum. Hér er þó ekki rúm tíl að rekja rauðan þráðinn i raunasögu Öskars um stanzlaus innanflokksátök í Al- þýðubandalagi, meðal annars um flokksmál- gagnið. Hér er því valinn sá kostur að stíkla á stak- steinum úr lýsingu hans á heimilisbragnum í Al- þýðubandalaginu: * 1) „Síðustu ár, allt frá árinu 1983, hafa orðið stððugir árekstrar á milli ritstjómar Þjóðviljíms og ýmissa hagsmunaaðila I Alþýðubandalaginu, svo sem borgarstjómarfólks, þingflokks — og umfram aUt milli verkalýðsforyst- unnar og ritstjómarinn- ar“. * 2) „Það skilur himinn og haf milli manna og fylkinga í Iffsviðhorfum innan Alþýðubandalags- ins. Þjóðviljinn hefur reynt að endurspegla þessahlutí . . .“ * 3) „Lengi hafa leiðir leiðara Þjóðviljans og þingflokks Alþýðubanda- lagsins ekki farið saman í stórum málum“. * 4) „Niðurlæging Al- þýðubandalagsins I gísl- ingu verkalýðsforyst- unnar hefur ekki orðið til þess að draga úr nið- urlægingu launa- fólks . . .“ * 5) „Þróunin i Alþýðu- bandalaginu hin siðustu ár, svo og á Þjóðviljan- um, er sorgarsaga verka- lýðshreyfingarinn- ar . . .“ Hér em aðeins tind tíl fáein „gullkom" af mörgum úr kveðjum rit- Óskar Guðmundsson stjóraarfulltrúans. Það væri synd að segja að hann hafi tekið sér í munn orð, sem enn lifa á vörum fólks úr fom- bókmenntum okkjir: Fögur er hliðin . . . og svo framvegis. Að bregðast í leiðtogahlut- verki Fráfarinn ritstjómar- fulltrúi Þjóðviljans, Óskar Guðmundsson, rit- ar siðan fréttaskýringu í Helgarpóstinn, sem virð- ist áningarstaður hans á vegarferð að nýju viku- blaði, ef draumsýn verð- ur að veruleika, þar sem vegið er hressilega að Svavari Gestssyni, for- manní Alþýðubandalags- ins. Svavar Gestsson Orðrétt segir óskar Guðmundsson: „Dag eftír dag visaði Svavar Gestsson málinu (innskot: GJG-málið) til einhverra annarra í fjöl- miðlum — og sýndi þann- ig alþjóð enn einu sinni að leiðtogahlutverk hans er í myrkrinu. Formað- urinn misstí þannig enn einu sinni af tækifæri til að rétta við hlut Alþýðu- bandalagsins og koma fram eins og leiðtogi i alvörustjómmálaflokki". Þegar grannt er gáð er ekki litið sagt í þessari einu málsgrein. í fyrsta lagi er sagt að flokks- formaðurinn hafi enn einu sinni (sú undirstrik- un er raunar tvítekin) hlaupizt undan merkjum sem marktækur flokks- formaður, þegar á hann reyndi. Formennska hans er sögð „I myrkr- inu“, sem haft getur Kveðjur ritstjórnarfulltrúa! Óskar Guðmundsson, sem kvatt hefur kóng og prest á Þjóðvilja, eftir hatrömm innan- fiokksátök i Alþýðubandalaginu, leysir frá skjóðunni í tveimur síðustu tölublöðum Helg- arpóstsins. Staksteinar stinga nefi í kveðjur ritstjórnarfulltrúans í dag, enda hefur hann þá stöðu í röðum vinstri manna, að orð hans hljóta að vekja nokkra athygli þegar um inn- viði Alþýðubandalagsins erfjallað. fleiri en eina merkingu. Talað er um að hann hafi misst af tækifæri, eina ferðina enn, til að „rétta hlut Alþýðubanda- lagsins", sem eftir orð- anna hjjóðan hefur verið illa skakkur fyrir. Og Ioks hefur formaðurinn — enn einu sinni — misst af tækifæri til að koma fram „eins og leiðtogi í alvörustjómmálaflokki". Hér er bæði vegið að leiðtogahæfileikum for- mannsins og látíð að þvi liggja að Alþýðubanda- lagið sé naumast „alvöru- stjóramálafiokkur“. Minna máttí ekki gagn gera. Það er annað að kveðja í Kotum . . . Fráfarinn ritstjómar- fulltrúi, sem vissulega setti mildandi svip á það kreddublað og „sértrúar- rit“ er Þjóðvi(jinn hefur löngum verið, hyggur að eigin sögn á stofnun nýs vikublaðs á vinstri kant- inum, þar sem margar fjólur „vaxa“ fyrir, þó illa þrífist flestar. Það er öruggiega hægara um að tala en i að komast að tjalda til lengri tíma en einnar nætur á þeim vettvanginum. Það er annað að kveðja í Kotum Þjóðviljans en komast í Bakkasel nýs blaðs sem verði annað og meira en fyrsta eintakið. Frásagnir Óskars Guðmundssonar af heim- ilishögum I Alþýðu- bandalaginu og á Þjóð- viljanum, þar sem hann þekkir vel til, em hins- vegar forvitnilegar. F.kki sízt spjótalög háns að formanni Alþýðubanda- lagsins, Svavari Gests- syni, sem sýnt hefur al- þjóð „enn einu sinni að leiðtogahlutverk hans er i myrkrinu". Handbók á ensku um náttúru Islands „ICELAND-NATURE’S MEETING PLACE“ nefnist bók sem Ice- land Review hefur gefið út. Hún er eftir Bretann Mark Carwardine og fjaUar um náttúrufræði og dýralíf íslands. Margt af þeim upplýs- ingum sem fram koma í bókinni hafa ekki birst áður á prenti. Bók- ina prýða yfir 100 litmyndir. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands skrifar formálsorð að bókinni. „Tvennt vakti sérstaka athygli mína er ég heimsótti ísland í fyrsta sinn. Annað var hin stórkostlega óspillta náttúra landsins og flöl- breytt dýralíf; hitt var að aðgengi- legar upplýsingar um hvort tveggja lágu ekki á lausu. Það er von mín að þessi bók muni fylla þetta skarð," segir höfundurinn Mark Carwardine (formála bókarinnar. Hann nam náttúrufræði við Lundúnaháskóla en réðist svo til starfa hjá Alþjóða náttúruvemdar- sjóðinum (World Wildlife Fund), þar sem hann starfaði í fímm ár. Hann hefur einnig unnið að náttúravemd fyrir fleiri alþjóðasamtök, þ. á m. Sameinuðu þjóðimar, en hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafí ríkisstjóma um náttúravemd og einnig að útvarps- og sjónvarps- þáttagerð m.a. fyrir BBC. Þá skrif- ar hann fastan dálk í breska blaðið „The Guardian". Hann hefur oft komið til íslands. Bókin skiptist í níu kafla sem nefnast; Jewel of the North, sem er almennur fróðleikur um land og þjóð, Green Iceland, sem er um gróðurfarið, Iceland in the Air, sem er um fuglalífið, Down to Earth, sem segir frá dýralífi á jörðu niðri, Surrounded by the Sea, sem segir af sjávarspendýram, Invisible or Absent?, um skordýr, stangveiði o.fl., Where to go, um áhugaverð- ustu staðina til að skoða, How long will it last, um náttúvemd, — umgengni við landið o.fl., Travel hints and useful Addresses, sem inniheldur m.a. ráðleggingar til ferðamanna. Aftast í bókinni er tæmandi listi yfir íslensk dýr og íslenskar plöntur auk upplýsinga um frekara lesefni um afmarkaðri þætti íslenskrar náttúra. Bókin er ætluð sem handbók og er því gefin út í handhægu broti. Hún er 192 bis. að stærð með fjölda ljósmynda og korta sem eiga að koma ferðamönnum að gagni við ÓLAFUR Kvaran lístfræðingur heldur fyrirlestur næstkomandi fimmtudag í Norræna húsinu um íslenska myndlist á 20. öld. Jafnframt verða sýndar lit- skyggnur. Erindið verður flutt á sænsku og er liður í dagskránni „Opið hús“ sem Norræna húsið Iœland NATURES MEETING PLACE náttúraskoðun. 15 ijósmyndarar eiga myndir í bókinni. Hérlendis kostar bókin 795 krónur en í pósti til útlanda kostar hún $15.50 nema hún sé send í flugpósti. Þá þurfa menn að reiða $18.50 af hendi til að eignast hana. gengst fyrir í sumar eins og undan- farin sumur fyrir norræna ferða- menn. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Eftir kaffíhlé verður sýnd kvik- mynd Ósvaldar Knudsen „Heyrið veila á heiðum hveri". Norræna húsið: Fyrirlestur um íslenska myndlist á 20. öld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.