Morgunblaðið - 02.07.1986, Side 21

Morgunblaðið - 02.07.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986 21 FLUGSl BÍLALEIGi ISNEYTISBIRI Oryggis og tollahlið LAGER/VIÐHALD/FLUGELDHÚS ■... —v 'i jrvwrjw/iiH—T-"- '•wriVticmrrr ’ö HREINSISTÖf /SORPGI 'c=r Arc/l/l Ml anooyt' ELDS JEYTIS BÍ Areratra^ VERKSTÆÐI FLUGSKÝLI FRAGTFLUG Ar CirqolUMfnqH iTFLUG (Einkaflug) Hluti af deiliskipulagi flugstöðvarsvæðisins. Lengst tíl vinstri (austur) & myndinni hægri við hana gefur að líta eldsneytisbirgðastöðina. Að öðru leyti talar myndin sínu er nýja flugstöðin, fyrir miðri mynd er fyrirhuguð þjónustubygging Flugleiða og til máU. nýju flugstöðvarbygginguna voru iðnaðarmenn að ganga frá pípu- lögnum og loftræstingu stöðvarinn- ar. Pípulögnum, stokkum og lág- spennukerfí er komið fyrir í rými á milli burðarplötu og niðurhengdra lofta. Loftræstistokkar koma frá fyrir- tækinu Blikk og stál hf. en það var verkfræðistofan Fjarhitun, sem hannaði lagna- og loftræstikerfí. Lofthitun verður í hinni nýju flug- stöðvarbyggingu, þ.e.a.s. loft er hitað upp og því dælt í gegnum loftræstikerfíð. íslensk steinull er notuð til einangrunar. íslenskar bergtegundir verða í endanlegum frágangi á lofti og veggjum; basaltflísar á gólfí og brotsteinn úr hraungiýti á veggjum. Hugsunin að baki þessum frágangi, er væntanlega að minna á íslenska náttúru. Um þessar mundir er verið að ganga frá jarvegsvinnu undir undir flughlöðin (flugvélarstæði) við flug- stöðvarbygginguna. Flatarmál þeirra er rúmlega tveir hektarar og munu um 10.000 rúmmetrar af steypu og 10.000 tonn af malbiki fara í þau. Einnig eru nú hafnar fram- kvæmdir við nýjan veg frá Keflavík að flugstöðvarbyggingunni, þ.e. nú munu flugfarþegar ekki lengur þurfa að aka í gegnum athafna- svæði vamarliðsins, og er það iiður í aðskilnaði flugs vamarliðsins og almenns flugs. Flugvallarsvæðið liggur í vestur frá byggð í Keflavík. Þetta land- svæði er hrjóstmgt sléttlendi; hæðarmunur mestur um 2-3 metr- ar. Lágur hryggur liggur til norðurs og suðurs um miðbik svæðisins, en á þessum hrygg er flugstöðvar- byggingin. Byggingin hefur stefnu til flugvallar í suður, þ.e. úr miðri suðurhlið hennar gengur landgang- urinn til flugvéla. Svæði þetta er um 40 metra yfir sjávEirmáli. Staðsetning flugstöðvarsvæðis- ins er staðfest með aðalskipulagi Keflavíkur, Njarðvíkur og Keflavík- ef þörf krefur. 30. maí síðastliðinn hófst jarðvegsvinna við húsið á vegum Hagvirkis og hefur nýlega verið opnað útboð í byggingu húss- ins. í núverandi flugeldhúsi vinna um 70 manns við afar slæmar aðstæður á rúmlega 300 fermetra svæði og er hámarksafkastageta þess eldhúss 3.000 bakkar á sólar- hring. Hámarksafkastageta hins nýja eldhúss verður 6.000 bakkar á sólarhring. Að sögn Leifs Magn- ússonar, framkvæmdastjóra þróun- arsviðs Flugleiða, er stefnt að þvf að byggingin verði tekin í notkun í byrjun oktober 1987. 10.000 rúmmetrar af steypu, 1.200 tonn af stáli og 2.200 fer- metrar af stáli hafa farið í hina nýju flugstöðvarbyggingu. Framkvæmd- ir hófust 7. október 1983 er Geir Hallgrímsson tók fyrstu skóflu- stunguna og áætlanir um bygging- arframkvæmdir og kostnað hafa staðist. Kostnaður við hina nýju flugstöð var áætlaður 42 milljónir Bandaríkjadala. Flugstöðin er í eigu íslenska ríkisins og mun veita 400 til 500 manns atvinnu, fyrir utan þá, sem tengjast flugstöðinni óbeint. Nýja flugstöðin. urflugvallar frá árinu 1972 og endurskoðun þess frá 1982. Af flugstöðvarsvæðinu liggur einnig fyrir deiliskipulag er gerir ráð fyrir byggingu flugskýla og verkstaeða, vöruhúsa og húsnæðis fyrir aukið skrifstofuhald, flugeldhús, hótel, bílaleigu o.fl. Einnig er f skipulag- inu gert ráð fyrir eldsneytisbirgða- stöð með sex eldsneytistönkum. Samhliða flustöðvarbyggingunni er verið að reisa tvö mannvirki á svæðinu, sem tekin verða í notkun um svipað leyti og flugstöðvíir- byggingin, en það eru eldsneytis- birgðastöð og þjónustubygging á vegum Flugleiða hf. 800 metrum fyrir vestan flug- stöðvarbygginguna rís eldsneytis- birgðastöð og er hún reist í sam- vinnu olíufélaganna þriggja og Flugleiða. Til að byija með verða einungis þrír geymar af sex byggðir og mun það vera nóg miðað við núverandi aðstæður, en hver tankur verður um 1.000 rúmmetrar að stærð. Frá dælustöð liggja leiðslur neðanjarðar í tólf brunna í flug- hlaði, tvo fyrir hveija flugvél. Jarð- vegsframkvæmdir við birgðastöð- ina munu hefjast mjög fljótlega og er stefnt að því, að sögn Gunnlaugs Helgasonar hjá Skeljungi, að tank- amir verði reistir í september. Kostnaður við birgðastöðina var í október 1985 áætlaður 60 milljónir og er þar reiknað með niðurfellingu tolla og aðflutningsgjalda á bygg- ingarefni. Birgðastöðin er hönnuð af verkfræðiskrifstofum Shell-fyrir- tækisins. 220 metrum fyrir vestan flug- stöðina mun rísa 3.700 fermetra þjónustubygging á vegum Flug- leiða. Þar mun verða til húsa flug- eldhús, frílager, fraktdeild, tækja- verkstæði, ásamt varahlutageymslu og aðstöðu fyrir flugvirkja. Vilyrði er fyrir stækkun húsnæðisins síðar Morgunblaðið/Bjami Unnið við innréttingar. Á myndinni sést inn landganginn (flugvélar. X / RKBRAUT N

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.