Morgunblaðið - 02.07.1986, Qupperneq 24
24______
A-Berlín
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986
Misheppnuð
flóttatilraun
Þrettán skotnir alls
Hamborg, AP.
AÐ MINNSTA kosti sex A-Þjóð-
verjar voru drepnir í byssubar-
daga, eftir að þeir reyndu að
Ítalía:
Fenejrjabíenn-
alinn hófst
á sunnudag
Feneyium, Ítalíu, AP.
ALÞJOÐLEGA myndlistarsýn-
ingin í Feneyjum, „Feneyja-
bíennalinn", hófst á sunnudag.
Er þetta í 42. sinn, sem sýningin
er haldin, og er hún að þessu
sinni tileinkuð þemanu „List og
vísindi“.
Yfír 800 myndlistarmenn eiga
verk á sýningunni, sem haldin er
annað hvert ár, og tekur sýningar-
svæðið yfír 30.000 fermetra.
„Kjamorkuslysið í Chemobyl olli
þáttaskilum," sagði Paolo Port-
oghesi, formaður undirbúnings-
nefndarinnar, „og eftir afhjúpunina
þar gefur þema sýningarinnar,
„List og vísindi", tilefni til að endur-
skoða goðsögnina um vísindin."
Við opnunarathöfnina voru Bret-
anum Frank Auerbach og Vestur-
Þjóðverjanum Sigmar Polke afhent
heiðursverðlaun sýningarinnar. ít-
alinn Nunzio Di Stefano hlaut sér-
stök verðlaun, sem veitt em ungum
listamönnum.
Feneyja-bíennalinn stendur fram
í september.
sprengja sér leið í gegnum lokuð
jarðgöng, sem liggja milli Aust-
ur- og Vestur-Berlínar. Atburð-
urinn átti sér stað i mai sl., að
því er þýska dagblaðið Bild
hermdi á mánudag.
í blaðinu sagði að tólf menn úr
varaliði a-þýska hersins, hefðu
reynt að flýja hinn 7. maí, með
því að sprengja gat á vegg, sem
varð á vegi þeirra í yfírgefnum
jarðgöngum milli borgarhlutanna.
Sjö þeirra vom skotnir, en þeir sem
komust lífs af, vom dæmdir til
dauða af herrétti og skotnir.
Bild sagði tvo flóttamannanna,
hafa verið syni háttsettra embættis-
manna í Öryggismálaráðuneytinu,
en það fer með málefni innra öiygg-
is og njósna erlendis. Blaðið gat
ekki heimilda sinna, en til þessa
hefur blaðið þótt hafa mjög trausta
heimiidarmenn á sviði öryggismála.
í blaðinu var skýrt frá því að
v-þýskir embættismenn hefðu fyrst
orðið varir við að eitthvað hefði
gerst hinn 8. maí, en þá sagði
málgagn a-þýska kommúnista-
flokksins, Neues Deutchland, frá
neðanjarðarlestarslysi. Gefíð var í
skyn að varaliðamir hefðu reynt
að flýja í skjóli slyssins. Á mánudag
sagði í Frankfurter Allgemeine
Zeitung, að yfírvöld í V-Berlín væm
að rannsaka slysið, vegna vísbend-
inga um að það tengdist „blóðugri,
misheppnaðri flóttatilraun margra
manna".
Þrátt fyrir Berlínarmúrinn, sem
var reistur árið 1961, liggja enn
jarðgöng milli borgarhlutanna, en
A-Þjóðverjum er meinaður aðgang-
ur að lestum
Róm:
Sovésks blaða-
manns saknað
Atlantic Challenger II brunar framhjá vitanum á Bishop’s Rock á Scilly-eyjum undan suðurströnd
Bretlands. Richard Bransom, skipstjóra bátsins, tókst að setja nýtt met á siglingaleiðinni en fær
það ekki viðurkennt.
Atlantshaf ssiglingar:
Setti met en fær
ekki verðlaunin
St. Mary's Scilly-eyjum, AP.
HRAÐÉÁTURINN Atlantic Challenger II kom til hafnar í St.
Mary’s á SciIIy-eyjiun undan suðurströnd Bretlands þremur sólar-
hringum, átta klukkustundum og 31 mínútu eftir að hann lagði
úr höfn í New York. Þar með hafði Richard Bransom, skipstjóra
_ bátsins, tekist að hnekkja meti farþegaskipsins United States á
þessari siglingaleið frá árinu 1952. Frá árinu 1838 hefur vaninn
verið sá að sæma methafann á leiðinni Bristol-New York „Bláa
borðanum’* svonefnda en yfirmenn bandaríska sjóminjasafnsins
segja að Bransom muni ekki hljóta þá sæmd sökum þess að metið
hefur ávallt verið miðað við farþegaskip.
Bransom er eigandi Virgin- New York en þá sökk bátur hans,
flugfélagsins auk þess sem hann Atlantic Challenger, 220 kíló-
á fjölmörg önnur fyrirtæki sem metra frá áfangastaðnum.
m.a. framleiða hljómplötur, mynd- Gufuskipið Great Westem varð
bönd og kvikmyndir. í maí á síð- fyrst til að vinna „Bláa borðann"
asta ári mistókst honum að slá 1838 en þá sigldi skipið frá Bristol
metið á siglingaleiðinni Bristoi- á Englandi til New York á 15
dögum. Farþegaskipin Lucetania
og Mauretania áttu metið árið
1909 og Queen Mary setti tvisvar
met, árið 1936 og 1938.
Frank Braynard, yfírmaður
bandaríska sjóminjasafnsins, sem
varðveitir verðlaunagripinn, sagð-
ist vonast til þess að unnt yrði
að veita Bransom sérstök verð-
laun vegna afreks hans en ekki
kæmi til mála að hann hlyti „Bláa
borðann". Bransom sagði að verð-
launin sjálf hefðu ekki freistað
hans heldur hefði ferðin verið
farin til þess að reyna bæði menn
og bát við hinar erfíðustu aðstæð-
ur.
Rómaborg, AP.
SOVÉSKUR sendiráðsfulltrúi í Róm skýrði frá þvi á mánudag, að
sovéskur blaðamaður hefði horfið, á meðan skoðunarferð um borg-
inastóð.
Blaðamaðurinn, sem er 45 ára
gamall, heitir Yuri Verescigin og
er frá Moskvublaðinu Gudok.
ítalska fréttastofan ANSA, sagði
að Verescigin hefði horfíð á sunnu-
dag, en þá var hann að skoða
Panþeon ásamt fleiri Sovétmönn-
um. Sovéska sendiráðið bað ítölsku
lögregluna að lýsa eftir honum.
Leit að honum hefur engan árangur
borið.
Fyrir tveimur árum hvarf annar
sovéskur blaðamaður í Feneyjum.
Honum skaut upp í Lundúnum, þar
sem hann bað um hæli, en hann
sneri síðar til Moskvu og sagði að
sér hefði verið rænt af breskum
lejmiþjónustumönnum. Vitaly
Yurtchenko, meintur KGB-maður,
hvarf í Róm á síðasta ári, en birtist
svo í Washington. Hann lýsti því
einnig jrfír að sér hefði verið rænt
og sneri heim til Moskvu.
Liðast breska sam-
veldið í sundur?
London, frá Vaidimar Unnarí Valdimarssyni, fréttarítara Morgunblaðsins.
Bretadrottningu hafa borist ur grípi Bretar ekki til refsiað-
viðvaranir þess efnis að breska
samveldið kunni að liðast i sund
íran:
írakar gerðu loft-
árásir í hefndarskyni
Baffdad, frak, AP.
ÍRASKAR herþotur gerðu á sunnudag árásir á fjórar íranskar
herstöðvar, útvarpsstöð og olíuhöfnina á Kharg-eyju.
Samkvæmt upplýsingum írösku
herstjómarinnar féil fjöldi írana í
árásunum, en engar tölur voru
nefndar.
í síðustu viku hótaði íraska her-
stjómin, að árásir yrðu hafnar á
ný á íranskar borgir nærri landa-
mæmnum, hættu íranir ekki að
skjóta flugskeytum á íbúðarsvæði
í Irak.
A sunnudag gerðu írakar alvöm
úr hótunum sínum og réðust með
sprengjuárásum á fjórar íranskar
herstöðvar, í Baneh, Robat, Galaat
Shanin og Sarepolezahad. Auk þess
gerðu þotumar árásir á útvarpsstöð
í Shadigan og „skotmörk" á
Kharg-eyju. Að sögn íraskra hem-
aðaryfírvalda varð mikið tjón á
mannvirkjum og mikið mannfall í
liði írana.
íranska fréttastofan IRNA sagði,
að írakar hefðu gert loftárásir á tvö
þorp nálægt Shadegan, fellt fímm
manns og sært 28.
gerða gagnvart ríkisstjóm hvita
minnihlutans I Suður-Afríku. Er
talið að háttsettir embættismenn
innan samveldisins hafi komið
viðvörunum þessum á framfæri
við Bretadrottningu.
Undanfarið hafa nokkrir áhrifa-
miklir þjóðarleiðtogar innan breska
samveldisins gefíð í skyn að þeir
muni ef til vill segja skilið við þessi
samtök ef breska stjómin verður
áfram andsnúin refsiaðgerðum
gegn stjóm Suður-Afríku. Meðal
þessara þjóðarleiðtoga er forseti
Zambíu, Kenneth Kaunda, sem
hefur gagnrýnt Breta harkalega
fyrir að hafa komið f veg fyrir það
í síðustu viku að Evrópubandalagið
tæki ákvörðun um tafarlausar refsi-
aðgerðirgegn Suður-Afríku.
Kenneth Kaunda hefur nú hótað
úrsögn Zambíu úr breska samveld-
inu fallist ríkisstjóm Margaret
Thatcher ekki á refsiaðgerðir þegar
þjóðarleiðtogar samveldisríkjanna
koma saman til fundar í ágúst þar
sem meðal annars verður rætt um
atburði í Suður-Afríku. Telja margir
fulla ástæðu til að taka þessa hótun
alvarlega og önnur svipuð skilaboð
sem borist hafa víðar að úr sam-
veldinu, meðal annars frá Indlandi.
í breskum blöðum hefur því verið
haldið fram að Bretadrottningu
standi síður en svo á sama um þessa
þróun mála. Er sagt að hún hafí
gert Margaret Thatcher forsætis-
ráðherra grein fyrir áhyggjum sín-
um og jafnframt lagt hart að henni
að gæta þess í lengstu lög að af-
staða stjómarinnar gagnvart Suð-
ur-Afríku stefni ekki í voða sjálfu
breska samveldinu. Breska kon-
ungsfjölskyldan lætur sig sjaldnast
skipta það sem er efst á baugi í
stjómmálum og hafa áhyggjur
drottningarinnar vegna stefnu rík-
isstjómarinnar í Suður-Afríkumál-
inu því þótt sæta nokkmm tíðind-
um. Næstu mánuðir munu hins
vegar skera úr um það hvort vam-
aðarorð drottningar hafí náð eyrum
forsætisráðherrans og á hvem hátt
bmgðist verður við þeim erfíðleik-
um, sem blasa nú við breska sam-
veldinu vegna deilna um aðgerðir
gegn stjóm Suður-Afríku.