Morgunblaðið - 02.07.1986, Side 29

Morgunblaðið - 02.07.1986, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2, JÚLÍ 1986 29 Hollustuvernd ríkisins hefur eftirlit með innflutningi matvæla „ VEGNA fréttar á baksíðu Morgunblaðsins þann 28. júní sl., þar sem ranglega er staðhæft að Geislavarnir ríkisins fylgist með innfluttum matvælum í samvinnu við yfirvöld í viðkomandi löndum í Evrópu, þá vilja Hollustuvernd ríkisins og Geislavarnir ríkisins taka fram eftirfarandi: Hollustuvemd ríkisins hefur nú um nokkurt skeið, m.a. í samræmi við ákvæði reglugerðar frá 2. maí sl. um bann við innflutningi mat- væla frá nokkrum tilteknum Aust- ur-Evrópulöndum, haft eftirlit með innflutningi matvæla frá Evrópu, með tilliti til geislavirkni. Sérstak- lega hefur verið fylgst með inn- flutningi á fersku grænmeti, ávöxt- um og berjum. Þegar ástæða hefur þótt til að mati Hollustuvemdar rík- isins hafa þessar sendingar verið geislamældar af starfsmönnum Geislavama ríkisins. Ekki hefur til þessa fundist nein vísbending um geislavirkni í matvælunum. Hollustuvemd ríkisins hefur haft samstarf við hliðstæðar stofnanir á Norðurlöndum og mun fylgjast grannt með þróun þessara mála.“ INNLENT Hlaðvarpinn: Af salið afhent l. JÚLÍ var afsal fyrir Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, afhent forsvars-konum Vesturgötu 3 hf. sem er hlutafélag kvenna. Þær tóku við húsinu 5. júlí í fyrra og hafa komið þar upp margskyns starf- semi. Kaupin voru fjármögnuð að mestu með sölu hlutabréfa til kvenna. Enn er töluvert af hlutafénu ógreitt og hvetja forustukonurn- ar kynsystur sínar eindregið til að greiða það. Húseignin á Vesturgötu 3 er tvö Húseignin var formlega opnuð 19. sambyggð hús, Bkhúsin, og eitt stakt, framhúsið. Alls em þetta um 1.000 fermetrar. Kaupverðið var 9.5 milljónir króna og var síðasta afborgunin greidd um mánaðamót- in. Hlutabréf hafa selst fyrir u.þ.b. 3,2 milljónir en þar af em um 700 þús. kr. ógreidd hlutafjárloforð. Þá fengu þær 2ja milljóna króna ríkis- styrk. En 3,5 til 4 milljónir króna em teknar að láni. Konumar þurfa að greiða 1 til 1.5 milljónir króna af lánunum í ágúst og september. Því vilja for- ystukonur Hlaðvarpans eindregið hvetja konur til að greiða hlutafjár- loforð sín: „Því það væri þrælfúlt að missa þetta allt nú þegar þetta er komið í fullan gang,“ eins og Súsanna Svavarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Vesturgötu 3 hf., komst að orði. Enn er hægt að kaupa hlutabréf, en karlar mega ekki eiga hlutabréf, aftur á móti mega þeir kaupa þau ef þeir gefa þau konum. Aðrar fjáröflunarleiðir kváðu þær vera leyndarmál enn sem komið er. Reksturinn er frá og með síðustu mánaðamótum kominn í fullan gang og stendur reksturinn undir sér að sögn Súsönnu. Það sem umfram er er notað til endurbóta og kaupa á tækjabúnaði í húsið. maí með bókakaffí, sem var 12 kvölda dagskrá. Tókst hún vel að sögn þeirra. í húsunum er myndlist- arsalur. Þar sýnir Ásgeir Einarsson pastel-, vatnslita- og olíumálverk til 10. júlí. Meðal annarra sem þar sýna í sumar eru: Norska batíklista- konan Edna Cers, Anna Concetta sem sýnir klippimyndir og málverk, Helga Egilsdóttir og Guðrún Krist- jánsdóttir. Þá er aðstaða fyrir leikhús í hús- inu. Þar sýndu í vetur m.a. Eggleik- húsið og Kjallaraleikhúsið. 23. júlí verður frumsýnt leikritið „Hinir sterkari" eftir Ágúst Strindberg. Inga Bjamason er leikstjóri en leik- arar eru: Margrét Ákadóttir, Anna Einarsdóttir og Albert Aðalsteins- son. Fleiri leiksýningar eru einnig í bígerð. Þá eru í húsunum herbergi sem leigð eru út. Tveir kvenlistmálarar eru þar með vinnuherbergi, einn rithöfundur, og tveir karllistmálar- ar eru að leigja aðstöðu í kjallaran- um. Þá geta konur fengið vinnuher- bergi fyrir lítið fé. Þá er Alþýðuleik- húsið með skrifstofu í húsinu og arkitektanemar em með vinnuað- stöðu til að vinna að skipulagsverk- efnum. Einnig em starfræktar þijár verslanir í húsinu og ein hár- greiðslustofa. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson „Nei, nei, Jón minn, við erum bara á æfingu núna.“ Ómar Ragnarsson og Jón Páll Sigmarsson á æfingu fyrir „reiptog aldarinnar", sem fer fram á fimmtudagskvöld. Ómar mun aka bílnum og togast á við Jón Pál á tveimur jaf nfljótum. Keppni í rallycross o g reiptog aldarinnar LIÐUR í íslandsmeistarakeppninni á stómm átta strokka amerískum verður m.a. keppni milli Jón Páls í rallycross fer fram á brautinni á keppnisbflum. Ökumenn í sjálfri Sigmarssonar og Ómars Ragnars- Kjóavöllum á Vatnsendahæð á rallycross-keppninni verða m.a. ís- sonar í reiptogi! Ómar verður á fímmtudagskvöld. landsmeistarinn Jón Hólm á Volks- gömlum Prinz-bfl sínum en Jón Keppt verður á torfæmjeppum á wagen, Öm Stefánsson á nýupp- verður á tveimur jafnfljótum. svokölluðum „buggy“-bílum og í gerðum Toyota-bfl og Steingrímur Rallycross-keppnin hefst klukkan fyrsta skipti hérlendis verður keppt Ingasson á Nissan. Til skemmtunar 20.00 á fímmtudagskvöld. Þessar konur sem hafa, ásamt fleirum, verið virkar í hópnum sem stendur að Vesturgötu 3 hf., þ.e. Hlaðvarpanum, komu anmnn til að taka á móti afsalinu. Frá vinstri talið er fyrst Súsanna Svavarsdóttir fr.kv.stj., Helga Bachmann formaður, Valgerður Gunnarsdóttir, Lára Arnórsdóttir, Helga Thorberg varaformaður, með Hauk son sinn, Sigrún Björnsdóttir og Svanhildur Jóhannsdóttir. Leiðrétting á frétt í Morgunblaðinu á sunnudag var frétt um bifreiðaslys á Bústaðavegi. i Þar sagði að bifreiðinni hefði verið , stolið, sem er rangt. Einnig sagði j að tvennt hefði verið í bifreiðinni, en hið rétta mun vera að fímm manns sátu í bifreiðinni þegar óhappið varð, en hins vegar var tvennt flutt á slysadeild. Eru hlutaðeigandi beðin velvirð- ingar á þessum mistökum. Leiðrétting Sú villa var í frétt blaðsins af lestarferðinni frá Hellu í gær, að sagt var að Fáksmenn hafi verið með kaffí og lummur á boðstólum í Árbæjarsafni. Hið rétta er að það var Ðillonshús, sem er veitingasala Árbæjarsafns, sem stóð fyrir veit- ingunum. el I alViURSTÖÐ; Verslunarráð íslands: „Jöfnunargjaldið ekki tilkomið vegna verðfellingar á óunnum kartöflum“ „AÐ ÁLITI sérfróðra manna mun 5% jöfnunargjaldið Ieiða til þess, að innfluttar kartöflur geta orðið 40-50% dýrari út úr búð en þær innlendu," segir i ályktun Verslunarráðs íslands sem borist hefur Morgunblaðinu. Orðrétt er ályktun Verslunar- ráðsins, sem formuð er í bréfí til landbúnaðarráðherrra, á þessa leið: „Þann 25. júní sl. var gefin út reglugerð um álagningu 40% gjalds á tollverð unninna kartaflna og 50% á tollverð óunninna kartaflna. Umrædd álagning er rökstudd á þá leið að innfluttar kartöflur séu töluvert ódýrari en þær íslensku og gjaldið því lagt á til að jafna verðið og styrkja samkeppnisaðstöðu ís- lenskra kartaflna. Einnig er fullyrt að gjaldið breyti ekki framfærslu- kostnaði. Verslunarráðið telur að álagningin fái ekki staðist á grund- velli þessa rökstuðnings. Þegar lögin, sem álagningin er grundvölluð á, voru til umræðu á Alþingi, sagði forsætisráðherra m.a. eftirfarandi orðrétt: „Þetta frumvarp er eingöngu flutt til að heimild fáist til að vemda innlenda framleiðslu á kartöflum þegar um óeðlilega verðfellingu er að ræða á innflutningi eins og mér er tjáð að sé, sérstaklega með ýmiss konar framleiddar vörar úr kartöflum.“ Fullyrða má að engar upplýsing- ar liggja fyrir um óeðlilega verð- fellingu á þeim kartöflum sem fyrir- hugað er að flytja til landsins. Óunnar kartöflur era keyptar á erlendum uppboðsmarkaði. Jöfnun- argjaldið er því sannanlega ekki til komið vegna verðfellingar á óunn- um kartöflum. Þess vegna verður því ekki trúað, hæstvirtur land- búnaðarráðherra, að þér gangið þannig í berhögg við hæstvirtan forsætisráðherra. Yfírlýsingum for- sætisráðherra. hlýtur að eiga að vera hægt að treysta, enda hafði umrædd yfírlýsing m.a. þau áhrif, að framkomin breytingartillaga við framvarpið á Alþingi var dregin til baka. Að áliti sérfróðra manna mun 50% jöfnunargjaldið leiða til þess, að innfluttar kartöflur geta orðið 40-50% dýrari út úr búð en þær innlendu. Þar sem gjaldið kemur ekki aðeins í veg fyrir að kartöflur hérlendis lækki í verði, heldur veld- ur því að verð þeirra hækkar, gangið þér hæstvirtur landbúnaðar- ráðherra, einnig hvað þetta varðar, í berhögg við ríkisstjóm og forsæt- isráðherra. Á Alþingi fullvissaði forsætisráðherra þingheim um að heimildir framvarpsins yrðu ekki notaðar, ef gjaldið myndi hækka framfærslukostnað I landinu. Ákvörðun heildsöluverðs á kartöfl- um er fijáls. Þær íslensku kartöflur sem nú era á markaðinum era orðnar ársgamlar. Það er því eðli- legt að verð þeirra lækki. Þá lækk- un er óeðlilegt að koma í veg fyrir með stjómaraðgerðum. Með vísan til ofanritaðs og vísan til bréfs ráðsins til formanna þing- flokkanna frá 9. apríl 1986, vill Verslunarráðið mótmæla þessari álagningu og skora á yður að aftur- kalla hana þegar í stað.“ u

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.