Morgunblaðið - 02.07.1986, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.07.1986, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986 AKUREYRI Þríburunum heilsast vel Akureyri, ÞRÍBURARNIR Birgitta Elín, Fannar Hólm og’ Hanna María urðu eins árs gamlir síðastliðinn sunnudag og heilsast þeim ágæt- lega. Fyrir réttu ári síðan, þegar þeir fæddust, var talsvert fjallað um fæðinguna í flölmiðlum, enda þrí- burafæðingar ekki algengar hér á landi sem annarsstaðar Morgunblaðið heimsótti fjöl- skylduna í gærdag í því skyni að fá að smella mynd af yngstu fjöl- skyidumeðlimunum. Aðspurðir um hvemig samkomu- lagið væri milli systkininna sögðu foreldramir, Halidór Halldórsson og Jóhanna Birgisdóttir, að þær systur ættu það til að leika sér tvær saman meðan drengurinn væri meira útaf fyrir sig. „Hann á það til að vera frekar óþolinmóður við systur sínar, taka af þeim leikföng og sýna af sér nokkra yfirgangs- semi við þær. Það má kannski orða það þannig að hann sé ráðríkur og ákveðinn," sagði Halldór faðir hans og hló við. Það má geta þess að fjölskyldur beggja foreldranna eru ekki óvanar að sjá fleiri en einn fæðast í einu innan fjölskyldumar, því til dæmis á Halldór tvíburabróður sem sjálfur á tvíbura og svo er móðir Jóhönnu einnig tvíburi. Morgunblaðið/Skapti t > Morgunblaðið/Skapti Starfsfólk Landsbankans á Akureyri úti á tröppum um kl. 9 í gærmorgun þar sem hópurinn var myndaður — til hliðar sést í Lúðra- sveit Akureyrar sem lék fyrir þá sem áttu leið um miðbæinn í morgunsárið. „Þetta hef- ur veríð stórkostleg- ur dagur“ — sagði Helgi Jónsson útibússtjóri Landsbankans Akureyri. „ÞETTA hefur verið stórkost- legur dagur. Hér hefur verið geysilega mikil traffík og okk- ur hafa borist margar blóma- körfur og skeyti. Gestir okkar i dag skipta örugglega þúsund- um,“ sagði Helgi Jónsson, úti- bússtjóri Landsbankans á Ak- ureyri, í samtali við Morgun- blaðið um sjöleytið í gærkvöldi, um það leyti er útibúið var að loka. Þess má geta að þetta var tvöfaldur afmælisdagur hjá Helga — auk þess að Landsbankinn átti 100 ára afmæli átti Helgi 40 ára starfsafmæli hjá bankanum. Klukkan níu í gærmorgun lék Lúðrasveit Akureyrar fyrir utan útibúið. „Lúðrasveitin setti mikinn svip á hátíðarhöldin. Hún kom aftur og lék hjá okkur í klukku- tíma síðari hluta dagsins og þá safnaðist múgur og margmenni saman á torginu." Helgi sagði að bankaútibúið hefði verið fullt af fólki í allan boðið upp á kaffi og kökur, gos og sælgæti, en milli kl. 17 og 19 voru síðan dregnar fram dýrindis ijómatertur með kaffinu og þá var troðfullt hús hjá þeim Lands- bankamönnum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Til hamingju með daginn! Sigurður Ringsted, útibússtjóri Iðnaðar- bankans á Akureyri og fyrrum starfsmaður Landsbankans, átti leið um Torgið upp úr kl. 9 í gærmorgun og óskar hér Helga Jónssyni, útibússtjóra Landsbankans á Akureyri, til hamingju með daginn. gærdag. Á venjulegum afgreiðslu- Halldór Blöndal, alþingimaður, óskar Magnúsi Björnssyni, skrifstofustjóra, til hamingju með dag- tíma, frá kl. 9 til 16, var gestum inn. Helgi Jónsson útibússtjóri stendur á milli þeirra. Sumarferðir sjálfstæð- ismanna á Norðurlandi eystra Akureyri. SUMARFERÐ Sjálfstæðisfélag- anna í Norðurlandskjördæmi eystra verður á laugardaginn, 5. júlí, í Ásbyrgi. Hist verður á flötinni í byrginu um hádegi og tjaldað. Síðan verður frjáls tími fram að kvöldverði er þátttakendur snæða eigið nesti. Alþingismennimir Ámi Johnsen og Halldór Blöndal flytja ávörp, Ámi stjómar fjöldasöng og skemmtiatriðum. „Forsetakvartett- inn“ syngur. Svefnpokapláss stendur til boða fyrir þá sem vilja í Skúlagarði. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Sjálfstæðisfiokksins á Akureyri milli kl. 17—18 daglega. Alþýðubanda- lagsmenn á Akureyri: Vilja af- sögn Guð- mundar J. Akureyri. Alþýðubandalagsmenn á Akureyri samþykktu á aðal- fundi félagsins á laugardag að senda Guðmundi J. Guðmunds- syni, alþingismanni, skeyti þar sem lýst var þeirri skoðun fundarmanna að hann ætti að segja af sér trúnaðarstörfum fyrir flokkinn vegna þess að hann tók við peningum frá Albert Guðmundssyni. Skeytið sem sent var til Guð- mundar er svohljóðandi: „Aðalfundur Alþýðubandalags- ins á Akureyri, 28. júní 1986, telur það alvarleg glöp hjá þingmanni Alþýðubandalagsins að þiggja fé með þeim hætti sem þú hefur gert. Því beinir fundurinn því til þín að segja af þér trúnaðarstörf- um fyrir Alþýðubandalagið þegar í stað.“ Allir fundarmenn samþykktu tillöguna nema einn, sem sat hjá. Afrit af skeytinu var sent for- manni Alþýðubandalagsins, Svav- ari Gestssyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.