Morgunblaðið - 02.07.1986, Side 36

Morgunblaðið - 02.07.1986, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986 4 Sjónvarpsfrík í geimnum Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Geimkönnuðir (Explorers). Sýnd í Regnbog'anum. Stjörnu- gjöf: ★ 'h. Bandarísk. Leikstjóri: Joe Dante. Framleiðendur: Edward S. Feldman og David Bombyk. Handrit: Erik Luke. Kvikmyndataka: John Hora. Tónlist: Jerry Goldsmith. Sérstakar tæknibrellur: Industrial Light & Magic. Aðalhlutverk: Ethan Hawke, River Phoenix og Jason Presson. Paramount, 1985. Þótt Steven Spielberg komi hvergi nærri svífur andi hans yfir myndinni Geimkönnuðir (Explor- ers), sem sýnd er í Regnboganum. Hún er þó miklu meira æfing í tæknibrellum starfsmanna Lucas- fyrirtækisins, Industrial Light & Magic, en ævintýramynd fyrir böm. Tií fjammgju með Reykjavíhw 00 ísíandsmeistam títííhm Þær sÍ0mðu í w :/riumjih I NTERNATIONAL AGUST ARMANN hf SUNDABORG 24, SÍMI 686677 Jk ■■■■■■ Hún lofar góðu lengi framan af á meðan söguhetjumar þijár eru að undirbúa ferð sína í geiminn, en þegar þangað er komið dettur botn- inn úr myndinni og meira að segja söguhetjumar eru steinhissa á vit- leysunni, sem handritshöfundurinn, Erik Luke, ber á borð fyrir þá. Krakkar, þ.e. strákar, ráða hér ferðinni eins og í öðmm svipuðum myndum: fullorðið fólk er í besta lagi skrítið eða ógnvænlegt og aðalhetjunum er strítt í skóla af því þær em öðmvísi. Að vera öðm- vísi er að vera tölvufrík eða standa næstum Einstein í þekkingu á eðlis- fræði. Strákamir era þrír og þeim tekst að búa til einhverskonar kúlu, sem þeir geta sest uppí og hún ber þá hvert á land sem er og út í geiminn líka. Tilraunir þeirra til að hemja kúluna em bráðskemmtileg- ar. Það er að sjálfsögðu Lucas- fyrirtækinu að þakka og tæknibrell- um þeirra sem em ansi furðulegar margar hveijar. En svo fara þeir út í geiminn að hitta geimvemr og þeir verða fyrir jafnmiklum vonbrigðum og áhorf- andinn. Allar vonir þeirra um að hitta háþróaðar vitsmunavemr verða að engu þegar þeir hitta eitt- hvað er lítur út eins og froskur sem gleypt hefur Rodney Dangerfield. Geimvemmar hafa tekið upp sjón- varpsbylgjur frá jörðinni að því er virðist í mörg ár og tala og láta eins og persónur í ameriskum skemmtiþáttum og em hundleiðin- legar. „Ég hef beðið eftir þessu alla ævi,“ segir einn geimfarinn, sem er nú ekki mikið, því hann er ekki nema 12 ára og snýr til baka van- trúaður á að eitthvað af viti sé að fínna í geimnum. Eða kannski er hann bara vantrúaður á myndina sem hann leikur í. Ævintýrið hefur orðið að víkja og tæknibrellumar hafa tekið völdin. Nýr umboðs- aðili fyrir Catzy-snyrti- vörur NÝR umboðsaðili annast nú sölu á sænsku Catzy-snyrtivörunum og eru þær því aftur fáanlegar. Boðið er upp á 25-30 vömflokka í tveimur línum: Catzy Coiffure og Catzy Turbo. Sú fyrri er nýkomin á markaðinn og em í henni vömr sem hárgreiðslufólk notar við dag- leg störf sín. í Turbo-línunni fæst sjampó, hámæring og permanett í þremur styrkleikum. Á næstu mánuðum er von á fleiri vömflokkum á markaðinn og verið er að athuga hvort sé að fá hingað til lands Catzy námskeið þar sem nýjasta framleiðsla fyrirtækisins er kynnt svo og nýjustu straumar í alþjóðlegri hártísku. Umboðsaðili fyrir Catzy á íslandi er heildverslunin A.B. Steinþórsson, Flúðaseli 76, Reykjavík. FVéttatilkynning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.