Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986 Rangfærslur Maríu Þorsteinsdóttur eftirÞorleif Kr. Guðlaugsson Ég undirritaður leyfi mér að biðja Morgunblaðið að birta eftirfarandi gagnrýni á greinar Maríu Þor- steinsdóttur sem birst hafa í DV að undanfömu. Greinar þessar eru meira og minna rangfærslur fyrir kommún- ista og þágu þeirra. Því birtir hún ekki þetta í Þjóðviljanum, eða er * það til að spara honum pappírinn af því hann hjarir á almannafé? Það er mjög þægileg hjá vinstrimönnum að geta breitt út áróður sinn í öðrum stöðum og geta svo seit blöð sín á okurverði miðað við DV og Morgun- blaðið. Hver myndi annars fá birtan áróður gegn Alþýðubandalaginu í þjóðviljanum? Ég get ómögulega skilið hvers vegna Morgunblaðið og DV eiga að birta augljós ósannindi, eins og koma fram í grein Maríu Þorsteins- dóttur, það er nóg að Þjóðviljinn geri það. Eftir því að dæma sem ég hef frétt af áróðursritum Rússa hér á landi, sem María Þorsteinsdóttir s á þátt í að dreifa, þá er augljóst að hún vinnur að málefnum Rússa enda vinnur hún hjá rússneska sendiráðinu. Greinar hennar bera þvi vitni. Það nær ekki nokkurri átt að Rússar hafi hér nær heila herdeild manna ef þeir væru vopn- um búnir og enginn veit hvort þeir hafa hér vopn. Eitt er víst að þeir gætu tekið hér völd með aðstoð kommúnista ef ekki væri hér staddur frá Banda- ríkjunum herflokkur til vamar. Hvorki meira né minna en 15 hús eru hér víðsvegar um bæinn á vegum rússneska sendiráðsins, er ég síðast vissi. Ég á mynd af þeim öllum. Ég vil beina því til utanríkis- ráðherra okkar, hvort forsvaranlegt sé að leyfa slíkan sendiráðsstarfs- mannafjölda í svo litlu landi sem ísland er, þeir ættu því að búa á takmarkaðra svæði engu síður en vamarliðið. Ég álít að þeir komi búsetu sinni þannig fyrir til að ekki sé eins auðvelt að fylgjast með ferðum þeirra og áróðursstarfsemi. Þetta er formáli að því sem síðar verður sagt. „Sameinuðu þjóðimar hafa ákveðið að árið 1986 skuli vera ár friðarins.“ Með þessum orðum hefst ein greina Maríu Þorsteinsdóttur. Þá vil ég spyija Maríu, hver brýtur nú helst þann frið? Auðvitað eru það Rússar, þeir hafa stöðugt brotið lögmál friðarins frá því kommún- isminn ruddi sér til rúms í Rúss- landi. María minnist ekki á hvemig Rússar hafa farið með Afgani, þeir hafa drepið konur og böm Afgana á hinn hrylliiegasta hátt og taka böm þeirra nauðug til þjálfunar í Rússlandi til hryðjuverka, senda þau svo aftur til heimalandsins gerbreytt í djöfullegustu villi- mennsku sem þekkst hefur í mann- drápum og svikum, eins og dæmið um leikföngin, sem eru í raun sprengjur sem limlesta böm and- stæðinganna, en til þeirra er þessu einkum beint til að gera þau óvirk til hemaðar. Er hægt að hugsa sér andstyggi- legra hugarfar? María Þorsteinsdóttir hefur unn- ið um skeið hjá rússneska sendiráð- inu. Getur það verið að hugur hennar fyliist aldrei ótta og lítils- virðingu í garð valdhafanna í Kreml? Greinar Maríu eru hreinar andstæður við staðreyndir. Ein- kennilegt er með svokallaða friðar- sinna, að þeir deila hart á Banda- ríkjamenn fyrir hverskonar víg- búnað en minnast ekki orði á árásir Rússa á smáþjóðir og hemað fylgis- manna þeirra viða unr heim, þar sem þessi hegðan þeirra ber þeim vitni um yfirgang hvar sem litið er. Að því mun koma að segja verður, hingað og ekki lengra, og það verði að semja um friðsamleg viðskipti milli manna hér á jörð, að öðrum kosti er lífi mannlegrar veru á jörð- inni lokið. Ef alheims kjarnorkustyijöld verður, verður ekki um mannlegt líf á jörðinni að ræða þó einhver lifði af, heldur afskræmda van- skapninga að nokkrum árum liðn- um, ef þá í raun þeir sem eftir lifðu gætu aukið kyn sitt. Allir vita hvað háskalegt hugarfar það er sem Rússar útbreiða og innræta uppal- endum sínum. Gorbachev, valdamesti maður í Rússlandi nú, gerir sig góðan, það hefur oft reynst merki til að breiða yfir vond ætiunarverk. Lítil bót er að því þó t.d. hætt væri tilraunum með kjamorkuvopn neðanjarðar ef það mengar ekki andrúmsloftið, þegar Rússar og fleiri þjóðir eiga hvor um sig vetnissprengjur til að eyða öllu lífi á jörðinni. Þetta er aðalatriðið og ekki um annað að velja en eyða öllum kjam- orkuvopnum. Vandamálið er bara það, að ekki er hægt að ábyrgjast að öllum lqamorkuvopnum verði eytt hvort heldur er vestanhafs eða austan og ennfremur er auðvelt að framleiða þau á skömmum tíma. Undarlegt er hvað Rússar eru nærgöngulir við Svía, þótt vitað sé að í tíð Olafs Palme var vinátta þar á milli og Palme veitti meira að segja Víetnömum mikla aðstoð sem em þó sama sinnis í stjómmálum og Rússar og skólaðir hjá þeim. Samt geta Rússar brotið alþjóðalög á Svíum, þetta sýnir lítilsvirðingu Rússa á alþjóðasamþykktum. Rúss- ar senda líka gallaða eldflaug inn yfir Noreg og Svíþjóð alla leið til Finnlands, þar sem hún hafnaði í einu af vötnum þess. Spuming er hvort þetta var viljaverk Rússa. Eftir þessar undarlegu kafbátaferð- ir Rússa í landhelgi annarra þjóða, er ástæða til að óttast meiri aðgerð- Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands kominn heim KÓR Fjölbrautaskola Suður- lands er nýkominn til landsins úr vel heppnaðri tónleikaför til Danmerkur og Svíþjóðar. Kórinn hélt þrenna tónleika á Jótlandi: fyrst í nýreistu ráðhúsi í Horsens, í Legolandi og í Marie- hojkirkju í Silkiborg, vinabæ Sel- foss. í Kaupmannahöfn hélt kór- inn tónleika í Pálskirkju og í Jóns- húsi. Tvennir tónleikar voru haldnir i Svíþjóð: í dómkirkjunni í Lundi og í Pildamsparken í Málmey. Auk þess hélt kórinn stutta tónleika í Tónleikahöllinni í Árósum og söng fáein lög við ýmis tækifæri svo sem í Krón- borgarkastala, í Frúarkirkju, í Bjerre Herreds ungdomsskole á Jótiandi, í húsi H.C. Andersen í Óðinsvéum, í flughöfnum, feijum og á fleiri stöðum. í Horsens var kómum boðið til kvöldverðar af borgarstjóra. Nor- ræna félagið í Silkiborg tók á móti kórnum og bauð honum í siglingu um vötn Silkiborgar og veitti kvöldverð. Sendiráðsprestur íslendinga í Kaupmannahöfn, sr. Ágúst Sig- urðsson, bauð kórfélögum upp á veitingar og leiddi kórinn um Is- lendingaslóðir. Síðast en ekki síst má nefna rausnarlegar móttökur ísiend- ingafélaganna í Svíþjóð sem sáu um undirbúning tónleika þar, veittu hádegismat og kvöldmat, létu hljóðrita tónleikana fyrir út- varp og tóku stutt fréttaviðtöl. ir Sovétmanna til að mynda að koma fyrir vítisvélum af ýmsu tagi sem hægt væri að sprengja með fjarstýringu. Rússar hafa nú hægt um sig að öðm leyti, en því er varðar Afgan- istanstríðið, en afkvæmin þeirra í Líbýu og Líbanon halda uppi áætl- unum þeirra í ofbeldis- og grimmd- arverkum kommúnismanns. Banda- ríkjamenn hafa æma ástæðu til að ógna Líbýumönnum eftir að Gadd- afi sagði bandarískum þegnum stríð á hendur óformlega. Ögmn er auðvitað alltaf hættu- leg þegar um hemað er að ræða en tökum eftir hvort hlé verður á ofbeldisaðgerðum útsendara Gadd- afi. Ég tel það uppspuna, að böm Gaddafí hafi orðið fyrir sprengju og særst, en ekkert er vitað meira um hvemig þeim hefur reitt af, þó það geti verið satt að böm hafi særst eða farist. María Þorsteins- dóttir segir meðal annars að friðar- hreyfingar á Vesturlöndum telji að Bandaríkin og Sovétríkin beri ábyrgð á vígbúnaðarkapphlaupinu og bæði stefni að yfírráðum. Skoð- um þetta nánar. Ekki þarf að spyija, ég veit það, að ef Rússar hefðu haft hér her á fimmta tug ára, þá væmm við ekki fijáls þjóð í dag og þá væri hér stærsta víg- hreiður veraldar með kjamorkueld- flaugum beint til allra átta. Banda- ríkjamenn gætu verið búnir að koma hér sömuleiðis upp öflugum herstöðvum, munurinn er bara sá að ráðamenn Bandaríkjanna virða frelsi smáþjóða. Bandaríkjamenn hafa neyðst til að taka þátt í hem- aðarátökum til að bjarga frelsinu, t.d. í heimsstyijöldinni. Þeir gengu bara of skammt, og hefðu átt að reka Rússa til síns heimalands. Öll þau lönd sem bandamenn hertóku em nú fijáls en A-Evrópulönd öll í ánauð Rússa. Þurfum við frekar að athuga, íhuga hver stefnir að heimsyfírráð- um, ég held að það sé augljóst að það em Rússar. Ég vil minna Maríu Þorsteinsdóttur á, að það var ekki Rússum að þakka, að stríðið við Þjóðveija vannst, en hún heldur því fram í grein sem hún skrifaði Þorleifur Kr. Guðlaugsson „Bandaríkjamenn hafa neyðst til að taka þátt í hernaðarátökum til að bjarga frelsinu, t.d. í heimsstyijöldinni. Þeir gengu bara of skammt og hefðu átt að reka Rússa til síns heimalands. Öll þau lönd sem bandamenn hertóku eru nú fijáls en A-Evrópulönd öll í ánauð Rússa.“ í DV fyrir meira en ári. Það vita allir að Bandaríkin sendu Rússum ógrynni vopna og matvæla og héldu raunar lífinu í þegnum Rússaveldis um skeið og án vopnanna sem Rúss- um vom send, hefði Hitler reynst auðvelt að sigra þá. Enn er skortur á matföngum austantjalds en offramleiðsla á Vesturlöndum. Þessi er munurinn á stjómkerfi austurs og vesturs í framþróun, framleiðslu og þekk- ingu. Alla tækniþróun hafa Rússar fengið frá Vesturlöndum, ýmist í fijálsum viðskiptum eða stolnum upplýsingum. Þetta sýnir allt að stjómkerfi kommúnismans er rangt, dregur dug úr þjóðinni vegna þess að fólkið fær ekki að njóta verka sinna. María heldur einnig fram í grein að Bandaríkjamenn hafi fundið upp vopnin og Rússar að mér skilst lært vopnaburð af þeim. Ekki veit ég hvemig hún hugsar sér þetta, að Rússar hafi verið neyddir til að bera vopn á fólk? María skrifar um ferð sína til Rússlands nýlega og þær ásakanir sem Bandaríkin vom borin um að þau standi gegn friði í Afganistan og Nigaragua með stuðningi sínum við frelsissveitir þessara landa. Upphafið að ófriðnum er Rússum að kenna vegna undirróðurs þeirra og þátttöku í hemaði í þessum löndum. Eins og fyrr, yfirgangi kommúnismans að kenna. Bandaríkjamenn em venjulega tilbúnir að stilla til friðar, ef menn fást til að starfa saman þó ekki séu sammála í skoðunum. María bendir á orð Marteins Lúther King: „Við þurfum hugarfar kærleikans." Þetta vilja Rússamir seint viður- kenna. Ásetningur þeirra er að ala þegnana upp í skilyrðislausri hlýðni við valdhafana, að öðm kosti er umsvifalaust beitt hefð kerfisins, en hún er sú eins og allir vita, fangelsi, þrælkun, eða hugarfars- lækning, sem kerfið ákveður, en það em pyndingar af ýmsu tagi. Þannig em milljónir manna þving- aðir og beittir ofbeldi innan ríkja- sambands Sovétríkjanna, talið yfir flórar milljónir í Rússlandi einu sem brotnir em niður líkamlega og andlega svo þetta fólk á sér aldrei neina framtíð. Engin von að fá að Iifa lífinu sem virtur og gildur þjóð- félagsþegn, engin tiltrú, ekkert traust, ekkert sem gefur lífínu gildi, engin trú né kærleikur, sífelldur ótti og varðstaða gagnvart samfélag- inu, þetta hafa Sakharof-hjónin fengið að reyna og mátt búa við mörg ár, en María skrifar enn. Nikki Brown frá Danmörku og kristilegu félagi þar sagði: „Kristur boðaði hugarfarsbreytingu. “ Þeirri hugarfarsbreytingu hafa Sovét- menn mtt úr vegi að mestu og vinna að mestu eftir sínum eigin boðum og bönnum og þeir hafa staðið gegn boðun trúarinnar. Til þessa hafa Rússar staðið að heiftúðlegum árásum á saklaust fólk innan og utan Sovétríkjanna eftir valdatöku kommúnismans, það ber vitni um illt innræti þessarar stefnu. Samanburði á meðferð vaid- hafanna í kommúnistaríkjum og Bandaríkjunum er hvergi nærri lokið hér, Bandaríkin hafa þar stór- an vinning þótt ég telji þar mörgu ábótavant sem annarsstaðar. Læt ég hér staðar numið að sinni. Höfuridur er starfsmaður lyá Húsasmiðjunni. 4* ^ A. iJf I* J.W' ■■ . .. mt Jfa Lúðrasveit verkalýðsins. Lúðrasveit verkalýðsins á f örum til A-Þýskalands LÚÐRASVEIT verkalýðsins er nú á förum til A-Þýskalands þar sem hún ætlar að taka þátt i tón- listarhátíðinni „Musikantreff Ostsee" í Rostock. Mót þetta stendur í 9 daga og verða þarna 10 aðrar lúðrasveitir víðs vegar að úr Austur- og Vest- ur-Evrópu. í ferðinni verða 42 hljóð- færaleik auk maka og skyldmenna. Á efnisskránni verða bæði íslensk og erlend lög auk þess sem móts- haldarar hafa valið fimm lög til sameiginlegs flutnings. Á meðan á dvölinni í Þýskalandi stendur verður þátttakendum boðið upp á skoðun- arferðir um Rostock og nágrenni. Að lokinni dvöl í Þýskalandi sem hefst 4. júlí verður haldið til Dan- merkur og þar dvalið í sumarhúsun- um í Karlslunde utan við Kaup- mannahöfn. Þar verða a.m.k. . tvennir tónleikar 16. júlí, um morg- uninn við sumarhúsin og síðdegis í Tivolígarðinum. Stjómandi Lúðrasveitar verka- lýðsins er Ellert Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.