Morgunblaðið - 02.07.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986
45
Sigrún Ólafsdóttir ásamt Phyllis Kaminsky frá Sameinuðu þjóðunum, fyrir framan teikningu
af fyrrum forseta Bandaríkjanna, Harry S. Truman.
Sigrún fulltrúi námsmanna
— við verðlaunaafhendingu úr „Truman-sjóði
„Heiðarlegur, hreinskiptinn og
ábyrgur". Þetta eru þau lýsingar-
orð sem oftast heyrast, þegar
rætt er um Harry S. Truman, sem
varð forseti Bandaríkjanna er
Franklin Roosevelt lést þann 12.
apríl 1945. Frami Trumans var
ekki byggður á tignum ættum,
auði eða völdum, heldur öllu frem-
ur á því hversu trúr hann var
alþýðu lands síns og uppruna sín-
um. Hann var fyrirmynd al-
múgamannsins ameríska.
Aðdáendur forsetans stofnuðu
líka sjóðinn „The Harry S. Tru-
man Good neighbour Award
Foundation" árið 1952, sem hefur
það að markmiði að heiðra þá, sem
unnið hafa að því að mannkyn
megi lifa í sátt og samlyndi í
hættulegum heimi. I gegnum árin
hafa margir frægir tekið við þess-
um verðlaunum, t.a.m. Barry M.
Goldwater, Omar Bradley, Gerald
Ford, Hyman Rickover, Nelson
A. Rockefeller, Dr. Jonas Salk,
Jeane Kirkpatrick og nú í ár hinn
hvíthærði leiðtogi demókrata í
fulltrúadeild Bandaríkjaþings,
„Tip“ O’Neil.
skyldur frammámanna gagnvart
öllum þjóðum — til þess að undir-
strika að ekki dugi minna en að
allir leggi sig fram um að gerast
„góðir grannar", hefur sjóðs-
stjómin valið fulltrúa úr hópi er-
lendra nemenda í Missouri til að
vera viðstaddir verðlaunaafhend-
inguna í Cansas City.
I ár varð íslensk stúlka, Sigrún
Ólafsdóttir, m.a. fyrir valinu.
Sigrún hlýddi á Tip O’Neal flytja
aðalræðu dagsins í hádegisverðar-
boði, sem haldið var þann 8. maí
sl., að viðstöddum 800 aðdáendum
hins látna forseta.
Frétt í Times
fyrir 65 árum
að er ekki laust við að okkur
íslendingum sámi alltaf svolítið
þegar útlendingar segjast aldrei hafa
heyrt á eyju okkar minnst, hvað þá
heldur öll hin stórkostlegu afrek
þessarar þjóðar. Athugasemdum um
ísbimi sem gæludýr og snjóhús með
lyftum, tökum við að vísu með stök-
ustu ró, brosum út í annað en for-
dæmum í huganum aðra eins fáfræði.
Því hlýnar okkur alltaf um hjartaræt-
ur þegar við öðru hveiju rekumst á
greinar um landið okkar góða eða
viðtöl við einhveija þá íslendinga sem
gert hafa garðinn frægan. Ekki alls
fyrir löngu rákumst við á frásögn
eina sem tengist Fróni, í dagblaðinu
Times sem út kom þann 30. júní
1921. En þó svo liðin séu nú rétt 65
ár frá því grein þessi var rituð látum
við frásögnina fljóta hér með, þó
ekki værí nema bara til að sanna hið
fomkveðna sem hefur breyst síðan
amma var ung:
„Konungleg heimsókn
til íslands”
Skálað í sódavatni
(Frá okkar eigin fréttarítara)
Kaupmannahðfn, 29. júní 1921.
Hin konunglega heimsókn til ís-
lands hefur nú sérstætt yfirbragð.
Hún er annars eðlis en heimsóknim-
ar 1874 og 1907 að því Ieyti að
Kristján X. fór þangað nú sem
konungur íslands og Valkyijan,
skip föruneytisins, sigldi undir ís-
lenskum gunnfána, er hún kom til
Reykjavíkur. Konungur hélt stutta
ræðu við komuna og stjómaði síðan
ríkisstjómarfundi þar sem mikið var
rætt um breytinguna á stöðu lands-
ins.
Forsætisráðherra, Jón Magnús-
son, hélt ræðu þar sem hann bauð
konung velkominn og gat þess að
í dag hefði fyrsti konungur íslands
tekið land á nákvæmlega þeim stað,
sem fyrsti norski landnámsmaður-
inn hafði gert á öldinni níundu.
Ennfremur var oft haft orð á endur-
heimtum Danmerkur á héruðunum
í Norður-Slésvík. Glatt var á hjalla,
þótt einungis hafí verið skálað í
sódavatni, enda áfengisbann í gildi
á eyjunni. Drottningin klæddist ís-
lenskum þjóðbúningi, sem er úr
svörtu silki, skreyttu gulli, en bún-
ingurinn var gjöf frá islenskum
konum, drottningunni til handa. Á
þriðjudaginn lögðu konungshjónin
upp í ferð um Suðurland. Þau tóku
þátt í hátíðahöldum að Þingvöllum
en þar var löggjafaþingið haldið til
foma. Það sem af er ferðalaginu
hefur verið unnt að fara akandi um
Iandið, en síðar munu konungs-
hjónin þó verða að notast við hesta.
Reykjavíkurdvölina notaði drottn-
ingin því til þess að kynnast farar-
skjóta sínum, litlum íslenskum
hesti.
Veðrið hefur farið dagbatnandi
síðan hinn tigni hópur kom til lands-
ins og hafa þátttakendur dáðst
mjög að hinn tigni hópur kom til
-ífOYAL VISIT TO ICELAND.
TOASTS IN SODA WATER.
(FROM OUR OWN CORRE8PONDENT.)
COPENHAGEN, June 29.
Thé Royal viait to Iceland hos a charac-
tor of its own. It diflers from those of
1874 and 1907 in that on this occasion
Christian X. goes as King of Iceland and
the Royal Icolandic Standard was run
up when the Valkyrion, which is con-
voying the Royal party, arrived off
Reykiavik. The King made a short
spoech in Icelandic, and afterwards pre-
8ided over a Council of State. This change
of tho statu8 of the ialand was referred to
during the various coremonies.
Tho Prime Minister, Mr. Jon Magnusson, in
his specch of wnlcome, pointed out that the
ílrst Iccl&ndic King had now landcd at Revk-
jarlk In the snot whoro the flrst Norwoglan
scttlor toucheil land in tho ninth contury.
Thore were frequont roferences to the reunion
of North Slesvig with Denmark.
The festivitios seem to have beon very
animatcd, though the toasts, tho island being
“ dry,” wcro drunk in soda watcr. Tho Queen
woro the national Icelandic costumo of black
silk cmbroidcrcd with’ gold, a gift from the
lcelandic women.
On Tuesday thclr Majesties eet out on a
trip tq the southom parts of tho island. In tho
aftomoon they attendod the popular featival
at Thingvalla.'whero a general law court was
hold as in tho oldcn timcs. So far tho Royal
party havc bcon ablo to travcl in motor-cara ;
lator it will only bo poasiblo to proceod on
horacback. Dunng her Rtay at Roykjavik tho
Qúoon lias triod hcr amall Icclandic pony.
landsins og hafa þátttakendur dáðst
mjög að hinni mögnuðu og kviku
birtu norrænna sumamátta."
Þar höfum við það!
COSPER
— Ég fékk hakkað buff i hádeginu í gær. Er eitthvað nýtt
fréttaþjáþér?
^húsgagnaftöllin
Ul'l l-I-BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410
J
ÖRKIN/SlA