Morgunblaðið - 20.07.1986, Síða 19

Morgunblaðið - 20.07.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1986 B 19 MERGJA Hin síðari ár hafa íslendingar kynnst matarvenjum erlendra þjóða og þar með því græn- meti, sem þær nota. Margt af því grænmeti er farið að rækta hérlendis, annað er flutt inn. Skiljanlega eru heiti þessara grænmetistegunda oft framandi okkur, má þar nefna Zucchini eða Courgettes, sem margir íslendingar hafa kynnst í sólarlandaferðum til Ítalíu og Frakklands, en þær þjóðir voru lengi vel einu Evrópuþjóðirnar sem notuðu þetta græn- meti. Við höfum líklega allflest séð þetta í verslunum hér og velt fyrir okkur, hvað þetta væri. Það minnir svolítið á gúrku í útliti, en er ekki líkt henni að öðru leyti. Nokkrar tegund- ir þessa grænmetis hafa fengist hér, með ýmsum lit og lögun, og það lögun sem minnir alls ekki á gúrku. Eg talaði við ýmsa góða íslenskumenn, þar á meðal hjá Orðabók Háskólans, en þeir voru jafn ráðþrota og ég. Einn minntist á að þetta væri kallað „Kúrbítur", sem er þýðing á latneska heitinu Cucurbita, en grænmetið er af þeirri ætt'. En þetta var ekki svo einfalt, fleiri en eitt afbirgði eru af Cucurbita, auk þess minnti þetta mig óþægilega á naglbít eða nábít, og mér geðjaðist ekki að orðinu. Ég hugs- aði stíft í nokkra daga, og datt þá í hug orðið „mergja“, sem mér finnst ekki illa til fundið. Þetta er það sem í enskumæl- andi löndum utan Bandaríkjanna er nefnt „Vegetable Marrow“, en í Bandaríkjunum er það nefnt „Summer Squ- ash“. Mergja lagar sig ágætlega að íslensku máli, er lipurt í munni og auðvelt að tengja við það forskeyti, svo sem gulmergja (Golden Summer Straightneck), grænmergja (Zucchini), sveigmergja (Golden summer Crookneck) og hörpudisksmergja (White bush Scallop). En snúum okkur nú að því sem Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON er mergur málsins, en það er mergja. Þetta grænmeti var þekkt í Þýskalandi árið 1552, og sagt af amerískum uppruna. Ræktun og notkun þess hefur því verið þekkt i Evrópu á nýlendu- tímanum og bæði Ameríkanar og Evrópubúar hafa ræktað þetta, sem er nákvæmlega hið sama og þekkt var meðal indíána í Ameríku fyrir daga Kólumbusar. Mikillar nákvæmni þarf að gæta við ræktun mergju. Hana þarf að skera upp meðan hún er það ung að húðin sé enn mjúk, en hún þykknar og verður fljótlega gróf. I heitu veðri verður að fara yfir akrana daglega til að tína úr þroskuðu mergjuna, en hún full- þroskast á 4—6 dögum eftir blómgun og 2—3 dögum síðar getur hún verið orðin ofþroskuð. Mergja er ekki ræktuð í Norður- Evrópu, en hún þrífst vel í Suður- Evrópu. Sú mergja sem nú fæst í búðum er flutt inn frá Hollandi, en þaðan er flutt inn mikið græn- meti til íslands. Vonandi taka íslendingar mergjunni vel. Hún hefur fengist öðru hveiju undan- farin ár, og ekki er ólíklegt að farið verði að rækta hana hér. Mergja er góð bæði soðin og hrá, og óþarfi er að afhýða hana. Hún minnir talsvert á avokado, en er þó ekki eins feit, avokado er með 17% fituinnihald, auk þess er mergja mun ódýrari. Talsvert af A- og C-vítamíni er i mergju og hún er ekki mjög dýr. Grænmergja fyllt með kjöti 2 grænmergjur, u.þ.b. 350 hvor, 250 g magurt nautahakk, V2 tsk. salt, i/s tsk. kanill, l/t tsk. negull, ‘/8 tsk. pipar, V2 tsk. turmerik (gult, ódýrt krydd), má sleppa '/2 dl rúsínur, V2 kg tómatar, væn grein fersk steinselja, '/2 tsk. oregano. 1. Skerið ofan af mergjunum, þvoið þær. Holið þær síðan að innan. Gætið þess að skera ekki í gegnum húðina. Notið mjóan, langan, beittan hníf. Ekki þarf að ganga nærri húðinni. Það má vera talsvert af grænmetiskjötinu inni í mergjunni. 2. Setjið kjötið í skál, setjið salt, kanil, negul, pipar og turm- erik saman við. Hnoðið vel saman. ngmergja Giulmergja g Setjið síðan rúsínur út í. 3. Mótið tvær mjóar pylsur úr kjötinu og stingið inn í mergjum- ar. 4. Afhýðið tómatana með því að láta þá liggja í sjóðandi vatni í 2 mínútur. Stingið síðan gaffli í þá og flettið húðinni af. Skerið í bita og setjið á eldfast, aflangt, djúpt fat. 5. Stráið oregano yfir tómat- ana. Setjið það sem þið tókuð innan úr mergjunni saman við. 6. Leggið mergjumar ofan á tómatana. Setjið lok eða álpappír yfir fatið. 7. Hjtið bakaraofn í 180°C, blástursofn í 160°C, setjið fatið í miðjan ofninn og bakið í 60 mínút- ur. 8. Takið fatið úr ofninum, aus- ið tómatmaukinu yfir mergjurnar, stráið klipptri steinselju yfir. Setj- ið fatið í ofninn í 5—10 mínútur. Berið síðan á borð. Meðlæti: Soðin hrísgrjón. Gulmergja meö grænmeti Handa 4 2 gulmergjur, u.þ.b. 400 g hvor, 1 stór blaðlaukur, '/2 kg tómatar, 5 sneiðar beikon (má sleppa), 1 stór gulrót, 3 msk. matarolía, 1 hvítlauksgeiri, */2 tsk. salt, l/t tsk. nýmalaður pipar, 2 msk. rjómaostur án bragðefna. Þvoið mergjumar, takið stilk- inn ofan af þeim. Skerið síðan í 2 sm þykkar sneiðar. 2. Hitið matarolíuna. Skerið gulrætumar í þunnar sneiðar, Hörpu disksmtfrg ja þvoið blaðlaukinn vel og skerið í þunnar sneiðar, skerið beikonið í litla bita. 3. Setjið beikon, gulrætur og blaðlauk út í olíuna og sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. Látið ekki brúnast. Merjið hvítlaukinn og setjið út í. 4. Látið tómatana liggja í sjóð- andi vatni í 2 mínútur, stingið þá gaffli í þá og flettið húðinni af. Skerið í smábita. 5. Blandið laukmaukinu saman við tómatana, setjið salt og pipar saman við. 6. Smyijið eldfasta skál, raðið mergjarsneiðum á botninn, siðan mauki, þá aftur mergjarsneiður, svo mauki og þannig koll af kolli. 7. Hitið bakarofninn í 180°C, blástursofn 150°C, setjið lok á fatið, setjið það neðárlega í ofninn og bakið í 30 mínútur. 8. Takið skálina úr ofninum og hrærið ijómaostinn út í með gaffli. Berið síðan á borð. Meðlæti: Gróft brauð. Hö rpudisksmergj a með fiskfarsi og- blómkáli Handa 6 2 hörpudisksmergjur, u.þ.b. 450 g hvor, 2 dl saltvatn á mergjumar, 300 g ýsuflök, 1 tsk. salt, 1 msk. kartöflumjöl, >/8 tsk. pipar, ‘/8 tsk. rifín múskathneta eða til- búið duft, 1 egg, 1 dl mjólk, 1 lítill blómkálshaus, xl dl vatn á blómkálið, ' '/* tsk. salt, 30 g smjör. 1. Þvoið mergjumar, sjóðið í litlu saltvatni í 10 mínútur. Skerið síðan í sundur þversum, fjarlægið steina. 2. Roðdragið fiskflakið, skerið litla bita. Hrærið síðan í hræri- vélarskál með salti þar til fiskur- inn er kominn I mauk. 2. Setjið kartöflumjöl út í og hrærið saman við ásamt pipar og múskati. 3. Setjið eggið út í og hrærið vel saman, setjið síðan mjólkina smám saman út í og hrærið vel á milli. 4. Skiptið blómkálinu í greinar og sjóðið í vatninu í 5 mínútur. I Setjið blómkálið varlega saman ' við fiskfarsið. 5. Skiptið fiskfarsinu jafnt á 2 hluta mergjanna, leggið hina hlut- ana yfir. Setjið í eldfast mót, setjið lok á mótið. 6. Hitið bakaraofnin í 190°C, blástursofn í 160°C, Setjið síðan mótið í miðjan ofninn og bakið í 40 mínútur. 7. Bræðið smjörið, hellið yfir mergjurnar um leið og þið berið þær fram. Meðlæti: Brauð bakað með osti. (Hægt er að setja það í ofninn um leið og mergjurnar eru að bakast.) Mergjusalat með rækjum V2 græn- eða gulmergja, 150-200 g, 200 g rækjur, 2 tsk. sítrónusafi, ‘/8 tsk. nýmalaður pipar, 2 tómatar, 1 stór dós kotasæla. 1. Þíðið rækjumar. 2. Skerið mergjuna og tómat- ana smátt, setjið í skál ásamt rækjunni og kotasælunni. 3. Setjið sítrónusafa og pipar yfir. Blandið saman með tveimur göfflum. Meðlæti: Ristað brauð eða kex.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.