Morgunblaðið - 27.07.1986, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986
Niðjar Guðrúnar Runólfsdóttur og Sveins Jónssonar:
Fjölmennt ættarmót
undir Eyjafjöllum
ÆTTARMÓT hafa færst
mjög í vöxt hér á landi að
undanförnu enda hafa íslend-
ingar löngum verið áhuga-
samir um ættir sínar og
uppruna. Hinn 12. júlí síðast-
liðinn var haldið fjölmennt
ættarmót í samkomuhúsinu
Heimalandi undir Eyjafjöll-
um, en þar komu saman
niðjar Guðrúnar Rúnólfsdótt-
ur og Sveins Jónssonar, sem
kenndur var við bæinn Steina
undir Eyjafjöllum. Þetta var
í fyrsta sinn sem ættin kom
saman á skipulögðu ættar-
móti og var mótið haldið í
tilefni þess, að á þessu ári eru
100 ár síðan þau Guðrún og
Sveinn gengu í hjónaband.
Veg og vanda af undirbúningi
mótsins höfðu þær Lilja Ársæls-
dóttir frá Vestmannaeyjum og
Inga V. Einarsdóttir, eiginkona
Sveins K. Sveinssonar í Völundi.
Inga sagði í samtali við Morgun-
blaðið að mótið hefði heppnast afar
vel og heimtur hefðu verið framar
öllum vonum. „Það komu um 220
manns og úr sumum fjölskyldunum
vantaði ekki einn einasta mann,“
sagði hún. „Þama var fólk á öllum
aldri, allt frá fjögurra mánaða og
upp í 78 ára. Bömin voru í miklum
meirihluta og hafa sjálfsagt
skemmt sér best en annars voru
allir ákaflega ánægðir. Þama hitt-
ist til dæmis skyldfólk, sem aldrei
hafði sést áður og dæmi voru um,
að fólk sem þekktist áður upp-
götvaði þama á mótinu að það var
skylt eða tengt venslaböndum,"
sagði Inga ennfremur.
Hún sagði að hugmyndin að
þessu ættarmóti hefði vaknað fyrir
12 árum, eftir Vestmanneyjagosið.
Þá kom fjölmenn ættgrein frá
Vestmannaeyjum til meginlands-
ins og á stuðningssamkomu vegna
gossins var hugmyndin reifuð í
fyrsta sinn. „Það tók okkur þó 12
ár að hrinda þessu í framkvæmd
og óvíst hvort þetta verður endur-
tekið. Reynslan af þessu var þó
það góð að það væri gaman að
endurtaka þetta, eftir svona fimm
eða tíu ár,“ sagði Inga.
Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ
AFKOMENDUR
Sveinn Jónsson fæddist að Stein-
um undir Eyjafjöllum þann 19. apríl
Komið úr kirkju á sunnudag
Þær voru í hópi hinna yngstu, Edda Rún af 5. ættlið og Elsa Val-
borg af 4. ættlið.
Guðrún Runólfsdóttir
Sveinn Jónsson
Sigríður Pétursdóttir, ekkja Sigurðar Sveinssonar í Vestmannaeyjurn
og sú eina sem er eftirlifandi af 1. kynslóðinni, ræðir við Bryndísi
Björnsdóttur sem tilheyrir 2. kynslóð.
Allir Sveinamir vora kallaðir upp á svið.
Bragðið á leik á laugardag.
Á ballinu á Heimalandi.