Morgunblaðið - 27.07.1986, Page 28

Morgunblaðið - 27.07.1986, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986 í einu vildihún skilja“ Kristín Bjarnadóttir ræðir við Jan Nilsson félagsráðgjafa við nýstofnaða tilfinningakreppumiðstöð í Gautaborg. Karlaathvarf. Fer það ekki að verða tímabært? Spyr sá sem ekki veit. En ég veit að fyrir fáum mánuðum reis vísir að karlaathvarfi hér í Gautaborg, sem þó mætti fremur kalla til- finningakreppumiðstöð fyrir karla. Sú miðstöð hefur reynst mjög svo tímabær og að sögn Jan Nilsson félagsráðgjafa og starfs- manns miðstöðvarinnar hafa á þriðja hundrað manns haft sam- band og leitað ráða síðan staður- inn var opnaður. Hér geta karlmenn rætt við karl- menn um sín tilfinningalegu vandamál. Hér leyfist að gráta, láta í ljós sorgir sínar jafnt sem gleði. Hér eru engin vörumerki sett á til- finningamar. Miðstöðin, sem rekin er á vegum félagsmálastofnunar og heilbrigðisþjónustunnar er hin fyrsta sinnar tegundar í Svíþióð. Hér starfa sálfræðingurinn Ake Halmström og félagsráðgjafinn Jan Nielsson. Hveijir leita til ykkar? Hingað hafa fjórtán þeirra sem leita til okkar gefið upp þá ástæðu að hafa misþyrmt konum sínum. Þar af eru átta í áframhaldandi viðtölum hér, upplýsir Jan. Við höf- um starfað það skamman tíma að nokkrar almennar ályktanir er varla hægt að draga. En 40% til 60% þeirra sem leita hingað eiga í vanda- málum vegna skilnaðar. Hvort þeir sem mest þurfa á hjálp að halda leita hingað, því get ég ekki svar- að. En ég held að þegar menn standa til dæmis í því að gera upp við sig hvort þeir eigi að fremja sjálfsmorð, þá sé um að ræða þá erfíðustu tilfinningakreppu sem hægt er að hugsa sér. Tölur sýna okkur að dánartalan meðal frá- skildra manna er há. Við skilnað held ég það sé ein- manaleikinn sem mönnum reynist erfiðastur og það hve óvanir menn eru að tala um tilfinningar sínar og tilfínningalegan sársauka. Þeir hafa sjaldnast nokkurn sem þeir geta tjáð tilfínningar sínar, engin náin samtalstengsl. Kunningjana er hægt að tala við í léttum dúr, gera grín að öllu saman, en dýpra tilfínningalegt samband er oft ekki til staðar við neinn í kunningjahópn- um. Því eru menn einir með tilfínn- ingar sínar og vandamál. Þeir glata sambandinu við fjölskyldu sína hvort sem þeir óskuðu eftir skilnaði eða ekki, sambandið við börnin er takmarkað og fjármálin fara í hönk. Það fylgir tilfínningakreppunni. Til- finningar verða oft svo stór þáttur hjá mönnum sem standa í skilnaði að þeir megna ekki að takast á við óreiðu og hún er fljót að vefja upp á sig. Málum er frestað. Hingað Jan Nilsson koma menn allt frá tvítugu og upp í sextugt. En langstærsta hlutann skipa þeir sem eru á fertugsaldrin- um. Það er líka sú kynslóð sem brotist hefur hvað harðast út úr gömlu kynhlutverkunum. Þeir sem eldri eru lifa áfram í gamla mynstr- inu og fólk innan við þrítugt hefur bakgrunn þar sem jafnréttið er á örlítið grónari grundvelli. Hvert er takmark stofnunarinnar? Það má segja að það sé þríþætt. Fyrst reynum við að gera okkur grein fyrir þörfum þeirra sem leita hingað. Annar þátturinn er að þróa aðferðir til að hjálpa þessum mönn- um. Og sá þrifji er sjálf ráðgjöfín. Við byggjum á samtalsforminu og það sem hér er um að ræða eru fyrst og fremst stuðningssamtöl í lengri eða skemmri tíma. Takmark- ið er að hjálpa mönnum að sjá vandamál sín i skýrara ljósi og opna augu þeirra fyrir möguleikum, leið- um til lausnar, en hver og einn velur sinn veg. Mér finnst nokkuð auðfundið að menn eru óvanir því að tala um eigin tilfinningar. Þeir geta lýst kringumstæðum og við- brögðum annarra, sagt að konan sé svona og svona, en þegar komið er að spumingunni um þeirra eigin innri veruleika og líðan verður færra um svör. Vandamálin era oftast bæði af andlegum og verald- legum toga, en staðreyndin er að nái menn tökum á eigin tilfinninga- lífí reynist auðveldara að takast á við veraldlegu hlutina. Konur kunna margar leiðir til að láta í ljós tilfinningar, geta tjáð þær meðal annarra kvenna og jafnvel með mökum sínum. En karlmenn fínna oft bara einn eða tvo útrásar- möguleika fyrir sínar tilfínningar. Leiða sinn og sorgir byrgja menn gjaman inni og innibyrgðar tilfínn- ingar umtumast oft þannig að útkoman verður árásargimi. Arás- argimi er viðurkennd, hún getur verið skapandi kraftur og hún getur lýst sér í miklu vinnuþreki. Sumir gerast vinnunarkómanar. Önnur útrásarleið er að „sexualisera" vandamálin. Þá er fengin útrás fyr- ir innri spennu gegnum kynmök, án náinna tengsl, án ástar í eigin- legum skilningi. Maður sem gerir mikið af því að „sexualisera" sína innri spennu, veldur maka sínum oft miklu álagi. Þá er það hann sem á framkvæðið í tíma og ótíma. Konan sækist hins vegar meira eft- ir blíðu og tillitsemi og oft lokast þessi útrásarleið mannsins. Hann velur þá í mörgum tilfellum vinnú- maníuna. Fær útrás fyrir ásásar- gimina í fjórtán tíma vinnudegi. Eða þá að eyðileggingarhvötin tek- ur yfír. Hann slær konuna sína, kvelst af afbrýðisemi, ímyndar sér að hún haldi framhjá honum. Er hræddur við að skilja hana eftir og misþyrmir henni svo hún fari nú ekki! En venjulegasta útrásarleiðin fyrir árásargimina, held ég þó að sé vinnumanían. Það er hægt að upplifa sem iausn, því þreyta leysir spennu. En það er líka hægt að spyija hvort ekki séu til aðrar leið- ir til að láta í Ijós sínar tilfínningar. Hvaða þá? Hvað áttu við? Spyija margir á móti. Það er ekki hægt að hrófla við hegðun einstaklings, né dæma gjörðir hans, án þess að það virki á hann sem hótun. En það er hægt að hrófla við lífsskoðun hans. Það er hægt að benda á önnur sjónar- mið en einmitt þau sem hann hefur tileinkað sér. Þú dæmir aldrei ein- stakling. En það er hægt að setja spumingarmérki við lífsskoðanir og veraleikaskynjun. Hér mega menn gráta og segja tilfinningar sínar umbúðalaust. Hvers vegna skilur fólk sem þykir þó vænt hvoru um annað? Já, hvers vegna skilja manneskj- ur. Það er sagt að í sjö tilfellum af hveijum tíu, sé það konan sem óskar eftir skilnaði. Það getur verið vegna þess að konan setur fleiri spumingarmerki við tilfínningaleg- an áhuga, meðan karlmaðurinn lítur á sambandið meira út frá skynsem- issjónarmiði. Það er oft sem við heyram menn segja: Og allt í einu vildi hún skilja. Það kom eins og þrama úr heiðskíra lofti. Þegar maður fer síðan að tala um hvað hafi gerst, kemur yfirleitt í ljós að þeir hafa fengið aðvöran, merki hafa verið gefin kannski hálfu ári eða ári áður, sem þeir hafa annað hvort ekki skilið eða ekki megnað að taka afstöðu til. Karlmenn þrosk- ast á annan hátt en konur og það gerir að verkum að oft er ekki hægt að fínna neinn sameiginlegan umræðugrandvöll fyrir þessi mál. Hjónaband eða sambúð gerir aðrar kröfur til fólks í dag en áður Dagana 27. júlí til 3. ágúst mun Viðey verða vettvangur lýðveldisstofnunar skáta. Mynduð verður þjóðstjórn og þing, einnig verður starf- ræktur banki, pósthús og sjúkrahús og ekki má gleyma vegabréfinu sem gefið verður út á hvern einstakling. Þetta lýðveldi hefur einnig sitt skjald- armerki, lög og þjóðsöng. Við hvetjum foreldra skáta og gamla skáta til að koma og kynnast skátalýðveldinu og rifja upp gömlu góðu tfmana, með því að gista í fjölskyldu- búðum. Ferðir verða daglega út í eyju frá Sundahöfn. Nánari upplýsingar er að fá í síma 621390. CfÐl* A)<zlkomwj í \/i%i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.