Morgunblaðið - 27.07.1986, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 27.07.1986, Qupperneq 45
BBGÍ LlÖlt ,VS HUOAQUVU4U8 ,GIGAíJSMÚOHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986 heiminum. Til samanburðar má nefna að tæplega 33% þess jarð- varma, sem nýttur er, fara til raforkuframleiðslu. “ Frumkvæði hér á landi Við íslendingar nýtum jarðvarma í stórum stfl, fyrst fremst til hús- hitunar, en jaftiframt til raforku- framleiðslu og ylræktar. Nokkrir framsýnir aðilar hafa og haft frum- kvæði um nýtingu hans til heilsu- bótar. Má þar nefna Gísla Sigurbjömsson, forstjóra, sem byggt hefur hliðarstarfsemi Elli- heimilisins Grundar í nánd heitra hvera í Hveragerði. Ennfremur heilsubótarstöð NLFÍ í Hveragerði og aðra slíka, sem félagið reisir á Akureyri. Nýtt glæsihótel Helga Þórs Jónssonar í Hveragerði mun og reist að hluta á möguleikum, sem hér um ræðir. Og nefna verður Bláa lónið í Svartsengi, þó þar séu að- eins stigin hin fyrstu skrefín að því sem líkur standa til. „Má þó í þessu sambandi ekki gleyma hinum fjöl- mörgu sundstöðum um land allt sem nýta heita vatnið til heilsubót- ar, þótt þeir falli að mestu utan ramma þessarar tillögu," segja flutningsmenn. Verðmæt náttúrugæði Í tilvitnaðri greinargerð þeirra segir og: „Að áliti flutningsmanna er löngu orðið tímabært að hér á landi verði hafizt handa um byggingu alhliða heilsubótarstöðva þar sem nýttur væri jarðvarmi, hveravatn, hveraleir og ölkelduvatn. Þar er um náttúrugæði að ræða sem óvíða er að finna í Evrópulöndum og skapa þau því betri aðstöðu til fram- kvæmda á þessu sviði hér á landi. Slíkar heilsubótarstöðvar mundu, eins og reynslan í Hveragerði sýn- ir, verða sóttar í verulegum mæli af íslendingum. En einnig má telja líklegt að útlendingar sæktu slíkar stöðvar í miklum mæli ef vel tekst til um framkvæmdina og kynningu þeirra erlendis. Gæti stofnun heilsu- ræktarstöðva hérlendis á þann hátt stuðlað mjög að því að ferðamenn sæktu hingað til lands í auknum mæli og skapað bæði atvinnu á nýjum vettvangi og gjaldeyristekj- ur.“ Ljóst er að framangreind þings- ályktun víkur að möguleikum, sem sjálfsagt er að skoða vel. Þess vegna er framkvæmd hennar tíma- bær. Kapp er hins vegar bezt með forsjá, hér sem annars staðar. Eftir- spum ræður ferð og arðsemi. Efnahagsástand, bæði hér og í umheiminum, ræður miklu um streymi ferðafólks heimshoma á milli, jafnvel þótt áningarstaður bjóði eftirsótta kosti, svo meta verð- ur áhættu meðfram ágóða. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI 45 Sigurður H. Einars- son - Minning Fæddur 22. september 1925 Dáinn 18.júlí 1986 Þann 18. júlí sl. lést í Landakots- spítala í Reykjavík afi okkar Sigurður Einarsson. Okkur langar að minnast Sigga afa eins og við kölluðum hann, með nokkmm orðum, þó ætt hans eða æviferill verði hér ekki rakin. Siggi afi var glaðvær maður og gaman- samur með mikla kímnigáfu. Hann naut þess að vera í góðra vina hóp og hafa líf og fjör í kringum sig. Siggi afí var þrátt fyrir líkamlegt heilsuleysi síðari ár lánsamur mað- ur. Hann ólst upp á ástríku heimili umvafinn ást og hlýju foreldra sinna og einkabróður. Hann átti góða konu sem var honum stoð og stytta alla tíð. Hann átti fjögur mann- vænleg böm og þrettán bamaböm sem öllum þótti vænt um hann. Siggi afi átti iíka ómetanlega trygga vini sem reyndust honum vel allt til hinztu stundar. Alla amma og Siggi afi vom mjög samrýnd og áttu saman marg- ar góðar stundir. Oft var gest- kvæmt á Selvogsgötunni og þá líkaði nú afa lífíð. Já, það var ósjald- an sem hann laumaði að okkur sælgætismola er við heimsóttum hann á Selvogsgötuna og það kunn- um við öll að meta. Það kom líka oft fyrir að við gátum platað hann afa í spil við okkur, þó þau minnstu okkar varla þekktu á spilin. Siggi afi átti við erfiðan sjúkdóm að stríða og var óvinnufær sl. níu ár. Það furðar okkur því hve sjald- an hann kvartaði en reyndi þess í stað að bera sig vel og gera lítið úr heilsuleysi sínu. Síðasta mánuð var mjög af honum dregið og lést hann eftir þriggja vikna sjúkrahús- legu. Hann Siggi afí trúði á líf að þessu loknu og það gerum við líka. Við trúum því að þar sem hann er núna gangi hann heill, laus við þrautir og þjáningar. Mikill er missir Öllu ömmu og * biðjum við guð að blessa hana og styrkja á þessari erfiðu stund. Að leiðarlokum viljum við þakka Sigga afa þær stundir sem við átt- um með honum og biðjum algóðan guð að veita honum góða heim- komu. Blessuð sé minning afa okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt (Vald. Briem) Bamabömin Sumarhús á strönd Nýjung sem hrittir i marh WEISSENHAUSER STRAND, glæsilegur sumardvalarstaður um 100 km norður af Ham- borg. Frábær aðstaða fyrir alla aldurshópa, góður vettvangur leikja og útiveru. WEISSENHAUSER STRAND er frábærlega vel í sveit sett, stutt til ótal forvitnilegra staða. Má þar nefna glæsilega tívolígarðinn HANSALAND, dýragarðinn í Hamborg, sem er frægur um víða veröld, og vilji menn skreppa til Kaupmannahafnar er aðeins um 3ja klst. akstur til borgarinnar við sundið. RÚSÍNAN í PYSLUENDANUM: BREIÐ OG GÓÐ BAÐSTRÖNDIN. Beint dagflug með ARNARFLUGI til HAMBORGAR alla sunnudaga. I Verðdæmi: kr. á mann, miðað við 4ra manna fjölsk. í eina viku. dtCOMW FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 •Umboð a Islandi fyrir DINERSCLUB INTERNATIONAL 28580
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.