Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 64
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Skátar setja upp tjaldbúðir í Viðey í gænnorgnn.
Landsmót skáta sett í Viðey í dag
LANDSMÓT skáta verður sett í Viðey klukkan þrjú í dag og um
leið stofnað nýtt lýðveldi þar sem skátar ráða ríkjum fram tii
3. ágúst er mótinu lýkur. Setningarathöfn mótsins verður að
fyrirmynd stofnunar lýðveldis á Islandi og er gömlum skátum
sérstaklega boðið að vera viðstaddir.
Þáttakendur á mótinu eru um
þúsund talsins, íslenskir skátar
víðsvegar að af landinu erlendir
skátar frá 11 þjóðlöndum auk þess
sem öllum stendur til boða að dvelj-
ast í fjölskyldubúðum í lengri eða
skemmri tíma og taka þátt í dag-
skrá mótsins.
Eftir setningu mótsins í dag
verður m.a. kynningarleikur og
tjaldbúðarvinna auk þess sem
skráning í dagskrá fer fram frá
kl. 17.30. Eftir kvöldverð verður
torgvarðeldur og boðið upp á kakó
á meðan. A morgun, mánudag
verður ræst kl. 8.00. Tjaldskoðun
hefst kl. 9.15 og kl. 10.00 hefst
dagskrá, sem stendur fram eftir
degi með hádegisverðar- og kaffi-
hléi. Um kvöldið kl. 21.00 verður
félagavarðeldur og boðið verður
upp á kvöldhressingu, eins og áður.
Undirbúningur fyrir þetta mót
hefur verið viðfangsmikill og bæði
staðarval og hluti dagskrár tekið
mið af 200 ára afmæli Reykjavík-
urborgar. Til dæmis verður borgar-
búum boðið á kvöldvöku í
Laugardalshöll á þriðjudagskvöld
eftir að mótsgestir hafa spreytt sig
á götuleik um borgina þvera og
endilanga. Og á þjóðhátíð lýðveldis-
ins í Viðey, laugardaginn 2. ágúst,
gefst svo þeim sem aðeins ætla að
dvelja einn dag í lýðveldinu færi á
að koma í heimsókn og taka þátt
í hátíðarhöldunum sem hefjast með
skátatívolíi og vatnasafaríi, þá
verður grillveisla og loks varðeldur
og flugeldasýning.
Mótssvæðið í Viðey.
Landsvirkjun:
Fyrirhugar kaup á jarð-
varmaveitu í Bjamarflagi
Kaupverð 120 millj. er greiðast á 15 árum
LÍKUR eru á að stjórn Landsvirkjunar muni á næstunni
taka ákvörðun um kaup á eignum Jarðvarmaveitna ríkisins
í Bjarnarflagi. Samkvæmt fyrirliggjandi samningsdrögum
mun Landsvirkjun kaupa umræddar eignir á 120 milljónir
króna, miðað við verðlag í apríl 1985, sem greiðist á 15
^rum.
Stjóm Landsvirkjunar óskaði
eftir því á sínum tíma að eignarað-
ilar að fyrirtækinu, sem em auk
ríkisins Akureyrarbær og
Reykjavíkurborg, létu í ljós af-
stöðu til fyrirhugaðra kaupa á
áðumefndum eignum. Bæjarráð
Akureyrar hefur fyrir sitt leyti
samþykkt kaupin, en á fundi borg-
arráðs Reykjavíkur síðastliðinn
þriðjudag var samþykkt að mæla
ekki með umræddum kaupum.
Hins vegar taldi borgarráð að
stjóm Landsvirkjunar bæri að af-
greiða málið endanlega. Fyrir
liggur samþykki iðnaðarráðherra,
fyrir hönd ríkisins, um fyrirhug-
aða sölu á umræddum eignum.
í fyrirliggjandi samningsdrög-
um, sem byggð em á heimildar-
lögum frá Alþingi frá því í
desember sl., sem þá vom sam-
þykkt í tengslum við sölu á
Kröfluvirkjun, ábyrgist ríkis-
stjómin fyrir sitt leyti tiltekið
lágmarksverð á gufu frá Kísiliðj-
unni hf. til næstu 15 ára, en
Kísiliðjan hf. er aðalviðskiptaaðili
Jarðvarmaveitnanna. Viðræður
við sjóm Kísiliðjunnar hf. um
breytta tilhögun orkusölu til verk-
smiðjunnar hafa staðið yfír að
undanfömu og er þeim nú lokið,
en þær viðræður vörðuðu, auk
sölu á gufu, gerð nýs samnings
um sölu á raforku.
Viðræður við „Manville Corpor-
ation“, meðeigenda ríkisins að
Kísilidjunni hf., um endurskoðun
á orkusölu til verksmiðjunnar
standa nú yfír og er áætlað að
þeim ljúki í september næstkom-
andi. Þær viðræður munu þó ekki
hafa nein áhrif á fyrirhuguð kaup
Landsvirkjunnar á eignum Jarð-
varmaveitna ríkisins í Bjamar-
flagi.
Laxá í Aðaldal:
Fimm 22,5-27
punda laxar
á einum degi
MIKIL stórlaxaveiði hefur verið
í Laxá í Aðaldal það sem af er
sumri, sérstaklega í löndum Ness
og Araess, en þar veiddust á
föstudaginn fimm laxar yfir 20
pund, sá stærsti 27 punda, en
hinir fjórir allir 22,5 punda. Þar
með hafa 25 laxar frá 20-27 pund
veiðst á þessu veiðisvæði Laxár,
en heildaraflinn þar er um 200
fiskar. Það var Nicholas Rowey
sendiherra Bandaríkjanna sem
veiddi stærsta laxinn, 27 punda
hæng sem áður segir, og tók sá
stóri Blue Charm nr. 8 í Prest-
hyl. Hinir laxarnir veiddust
meðal annars á Skerflúðum, í
Lönguflúð og Vitaðsgjafa.
Að sögn Völundar Hermóðssonar
í Álftanesi, muna menn þar um slóð-
ir ekki eftir öðru eins stórlaxasumri,
en svo virðist sem þeir stærstu
kunni sérstaklega við sig á þessum
slóðum í sumar, því til samanburðar
má geta þess, að á svæðum Laxár-
félagsins hafa veiðst yfír 1.100
laxar og þó meðalþunginn hafí ver-
ið hár, hafa „aðeins" 20 laxar verið
20 punda og þar yfír, enginn stærri
en 23 punda. Um 1400 laxar hafa
veiðst í Laxá þegar á heiidina er
litið og er mikið af laxi í ánni.
Hafa menn verið að spá allt að
3.000 laxa sumarafla.
Lokahátíð
N’ART
í dag
N’ART listahátíðinni lýkur í
dag. Að sögn Kolbrúnar Péturs-
dóttur, starfsmanns hátíðarinn-
ar, hefur aðsókn á einstaka liði
verið mjög misjöfn, en á annað
þúsund manns hafa hlustað og
horft á atriðin í Sirkusíjaldinu
á túninu við Norræna húsið.
N’ART hefur verið opið al-
menningi frá 18. júlí. Hluti þeirra
listamanna sem lögðu skerf til
hátíðarinnar fór í ferð um landið
og má sjá afrakstur vinnu þeirra
á leiðinni í Hlaðvarpanum og
Borgarskála. Þessum sýningum
lýkur einnig í kvöld. „Þáttakendur
eru alveg í skýjunum, þetta hefur
verið frábær tími. Aðsóknin í
klúbb hátíðarinnar í Félagsstofn-
un sýnir okkur að fólk kann að
meta þennan viðburð. Þar hefur
ríkt afslöppuð og þægileg
stemmning“ sagði Kolbrún.
Eitt vinsælasta atriðið á dag-
skrá hátíðarinnar, að sögn Kol-
brúnar, voru sýningar Ludviga
Mini Sirkus frá Svíþjóð. Bömin í
fjölleikahúsinu koma fram á loka-
hátíð í fyaldinu í dag, ásamt
félögum úr leikhópnum „Veit
mamma hvað ég vil?“. Þar verður
einnig flugdrekahátíð og sagðist
Kolbrún vonast til að sem flestir
flugmenn mættu með dreka sína.
Einnig væri efni í flugdreka til
reiðu, fyrir þá sem vilja smíða
slíkan grip í tilefni dagsins. Um
kvöldið verður þriðja sýning
fínnska leikhópsins Porquettas í
Borgarskála, kl. 20.30. Dag-
skránni lýkur með tónleikum tríós
bassaleikarans Niels-Henning
Örsted-Pedersen, kl. 21.00 í Tjald-
inu.