Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 20
20
cB
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
Mínar fyrstu minningar tengjast baulinu í bruna-
boðanum, en hann var kassi með sveif, væri sveifinni
snúið kom leiðindahávaði frá tækinu. Þegar ég var
fjögurra ára gömul brann ofan af foreldrum mínum,
en við bjuggum þá í Vigfúsarkoti, sem var á svipuð-
um slóðum og Ránargata er nú. Þá lét brunaboðinn
auðvitað óspart í sér heyra enda brann þá einnig
Glasgow, eitt stærsta hús bæjarins. Síðan þetta var
hefur mér alltaf verið fremur illa við alla brunaboða
og lái mér það hver sem vill.“
Við erum komin í heimsókn til Rósu Guðnadóttur en
hún „er frá fyrri öld“, eins og hún segir sjálf, fædd árið
1899. Nær allan sinn aldur hefur Guðrún búið vestan
við læk og hefur hvergi unað sér betur. Nú er hún kom-
in austur yfir („á eftir börnunum") en litla vinalega
íbúðin hennar er uppi á sjöundu hæð, útsýnið þaðan er
stórkostlegt og það sem er mest um vert — vesturbærinn
blasir við Guðrúnu í hvert skipti sem hún lítur út um
glugga hjá sér. En við skulum snúa afturtil fortíðarinnar.
Eftir brunann fluttust foreldrar Rósu í Vesturgötuna,
fyrst í stað til vinafólks, en síðar tóku þau íbúð á leigu
við sömu götu. Eldurinn hafði náð að éta af búslóð þeirra
en mörgu hafði einnig tekist að bjarga. Voru hlutir úr
innbúi þeirra að finnast upp um öll tún í nokkra daga
eftir brunann en þangað höfðu þeir komist fyrir hjálp
kappsamra manna.
í dúkkuleik og parís
En hvemig skyldi nú líf ungra stúlkna í höfuðborg
íslands hafa verið á öndverðri þessari öld? Rósa segir
þær hafa leikið ósköp svipaða leiki og nú gerist, parís
og dúkkuleik. Líklegast er sá síðamefndi sígildur og því
vart komið undir tíma og stað hvort hann er stundaður
eða ekki.
Stundum var farið í slábolta með strákunum og einnig
var ákaflega vinsælt á þessum árum að fara út f Orfíris-
ey. Gengið var eftir granda, sem kom upp úr þegar
flæddi frá, og mátti jafnvel fara eftir honum út í Akurey
ef þannig stóð á flóði og fjöru að sérstaklega lágsjávað
var.
Rósa kveður þessar ferðir hafa verið svolítið hættu-
spil því grandinn fór á skömmum tíma í kaf jafnskjótt
og flæddi að. En Rósa er ekki frá því að einmitt þessi
staðreynd hafi laðað krakkana að eyjunni fremur en
fælt þá frá, „og svo gáfu þeir okkur nú auga í slippnum,
kallarnir þar“. Seinna, þegar verið var að byggja garðinn
út í Örfirisey, og þaðan fyrir höfnina, varð öllu erfiðara
að komast út í eyjuna því jámbrautarteinar gerðu leiðina
torfarna. „Þá komst maður eiginlega ekki nema um helg-
ar því járnbrautin var alltaf á ferðinni. Hún skrölti
linnulítið milli eyjar og Öskjuhlíðar, en þaðan kom grjótið
í garðinn, bæði þann sem lá út í Örfírisey og líka hinn
sem var byggður út úr eyjunni og fyrir höfnina."
„Annars sóttum við mikið niður að sjónum. Það þótti
hin besta skemmtun að fara á bátum um höfnina og
síðar, þegar vélbátamir komu og við vorum orðin stærri
og mannaðri, skmppum við endmm og sinnum inn í
Viðey en þar var þá byggð, já og raunar mikil útgerð,
en nú em litlar menjar eftir um þessa horfnu uppgangs-
tíma í eyjunni. í Engey var þá líka búið.“
Lengst til vinstri á myndinni sést
í hornið á Thomsensbrunni en
hann var á Lækjartorgi. Talið er að
myndin sé af þýskum sjóliðum.
Ditlev Thomsen er í hópnum,
klæddur síðum gráum f rakka með
svartan kúluhatt. Húsin að baki
sjóliðunum tilhey rðu f lest Thom-
sen en um seinustu aldamót var
hann ákaflega öflugur kaupmaður
í Reyk javík.
Rósa Guðnadóttir
Rósa segir þessa-tilbúnu garða hafa breytt miklu, fyr-
ir þeirra tíma urðu flest skip að leggjast við akkeri úti
á höfninni og allan varaing, jafnt sem farþega, varð að
feija í land á bátum. „En nú gátu skipin lagst við garð-
ana.“ Þessum miklu framkvæmdum, og öðrum svipuðum,
fylgdi það að klettar, sem höfðu staðið upp úr sjónum á
víð og dreif, hurfu — kannski sjórinn hafí líka hjálpað
eitthvað til við að vinna á þeim.
Það sem er ómissandi í da g
Aðspurð segir Rósa að breytingamar á mannfélaginu
hafi orðið geysilegar frá því hún man fyrst eftir sér.
Hlutir sem þykja ómissandi í dag voru þá jafnvel eitt-
hvað sem fólkið þekkti bara af afspum.
Rósa man það til dæmis giöggt þegar gasljósker voru
einu ljósgjafamir á götum úti. Sérstakur maður fór þá
Ljósm.: Magnús Ólafsson
Frá þvottalaugunum í LaugardaL Myndin er líklega tekin í kringum 1910. Eins og sést er búið að setja grind yf ir heitar laug-
arnar. Hún var sett þar í öryggisskyni, því hált gat orðið á bakkanum og þess voru dæmi að kvenmönnum haf ði orðið þar
f ótaskortur og þær dottið í heitt vatnið og jafnvel beðið bana af. Það er hald margra að naf n höfuðborgar íslands sé dregið
af þeim gufumekki (rey knum) sem steig þarna upp í árdaga.