Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 B 41 Innanbúðarmynd úr Smjörhúsinu upp úr 1910. Smjörhúsið var flutt í Haf narstræti 22 árið 1910, en áður haf ði það verið til húsa á Grettisgötu 1. Ljósm. óþckktur/Kópía Ljósmyndasafnið. sómamaður og var vinsæll mjög meðal Islendinga, en það sama var ekki hægt að segja um alla erlenda kaup- menn á þessum árum. Frægt var er hann gaf álitlegan sjóð til styrktar fátækum ekkjum og bömum í Reykjavík og Keflavík, en þar voru umsvif hans einnig vemleg. Skömmu eftir aldamótin 1900, voru allareigur Fisch- ersverslunar seldar H.P. Duus kaupmanni í Keflavík. Duusverslun varð geysilega öflug og var á hennar vegum rekin mikil þilskipaútgerð frá Reykjavík. Duus varð síðan gjaldþrota 1927. Af öðrum Reykjavíkur- verslunum sem um miðja síðustu öld sem voru reknar af útlendingum um miðja síðustu öld, má nefna Smithsverslun í Hafnar- stræti og Havsteensverslun sem stóð í Hafnarstræti, þar sem Fálkahúsið er nú. Um Smithsverslun er það að segja, að hún þótti sérlega fín, og var þar t.d. sérstök dömudeild. Víkjum nú að þætti íslend- inga sjálfra í reykvískri verslun, enda þótt hlutur landans .væri ekkert til að hrópa húrra fyrir á þessum árum. Það var helst að Is- iendingar væru verslunar- stjórar í áðurnefndum verslunum, en þó tel ég rétt að nefna hér nokkra íslenska kaupmenn. Fyrstan ber að nefna Hannes.Iohnsen, sem hóf • rekstur verslunar 1843 í gömlu Randersku húsunum í Hafnarstræti austan Veltu- sunds. í Grófinni höfðu hann ogJón Marteinsson látið j reisa hús þar sem nú er Vest- j urgata 3, og rak þar verslun I af krafti, þar til hann lést I af slysförum 1857. Seinna ! hóf Magnús Jónsson í Bráð- j ræði þar verslunarrekstur, I en það var einmitt Sigurður j sonur hans, sem lét reisa hús < það sem enn stendur þarna, og nefnt er Liverpool. Vestan við LiveipiKil kom svo Geir Zoéga á fót verslun 1880, í húsi sem hann reisti sérog bar síðan alla tíð nafnið Sjó- búð. Geir var mikill atkvæða- maður og eru umsvif hans í sjávarútvegi þekkt en auk þess rak hann hér allstóit kúabú. Fram undir miðja 19. öld höfðu breytingar á verslun- arháttum orðið mjög hæg- fara í Reykjavík sem og annars staðar á landinu, en upp úr því fer breytinga að verða vart. Sérverslanir fara nú að skjóta upp kollinum og riðu þar brauðhúsin á vaðið (Bernhöftsbakarí 1834 og Jensensbakarí um 1870). A þessum árum voru einnig opnaðar bæði Ixika- og vínbúðir, en vín hafði reynd- ar áður verið selt í nokkurs- konar sérdeildum innan gömlu verslananna. Upp úr aldamótum hefst svo tími sérverslananna fyrir alvöru, og nú litu dagsins ljós versl- anir eins og Sápuhúsið, Smjörhúsið, sérverslun með kaffi o.fl. Fram undir 1930 höfðu sérverslanirnar verið fremur smáar, en um það leyti litu dagsins Ijós stór- verslanir eins og skóverslun Lárusar G. Lúðvíkssonar í Bankastræti og verslun Mar- teins Einarssonar á Lauga- vegi. En þrátt fyrir þessar tvær íburðarmiklu verslanir, þá var þetta fyrst og fremst tími hinna smáu sérverslana, og kaupmannsins á horninu. Nú í dag er hins vegar stutt í að hann heyri sögunni til, því nú hafa stórmarkaðimir tekið hér öll völd. Heimildaskrá: Jón Helgason: Þeir sem settu svip á bæinn, Rvík 1954. Magn- ús Jónsson: Saga íslendinga (9 bindi 1871-1903). Reykjavík í 1100 ár, Rvík 1974, grein um stórverslanir í Reykjavík eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Reykjavíkur. Upphaf sér- verslunar í bænum má með nokkrum sanni rekja til þess er Knudtzon stofnaði Bern- höftsbakarí 1834, en fram til þess höfðu verslanir hér einungis borið svip hinna gömlu krambúða. Knudt- zonsverslun var að lokum seid Copland og Berry er ráku Edinborgarverslun. Thomsensverslun var á þessum árum í húsum þeim sem eigandinn Ditlev Thom- sen keypti við Lækjartorg 1837. Síðar var byggt annað hús á lóðinni og þeim síðan skcytt saman í eitt og í því rekin hin fræga verslun, Thomsens Magasín. Þar störfuðu á mestu velsældar- árunum um 130 manns í alls 20 sérdeildum. Þá ber að nefna verslun þá sem Þjóðveijinn Carl Franz Siemsen kom hér á laggirnar 1840. Hans at- hafnasvæði var austast í Hafnarstræti, skáhallt á móti Thomsen Magasín. Frá 1854 tók bróðir hans við, en eftir það hnignaði veldi henn- ar mjög. Eftir að rekstri verslunarinnar var hætt keypti hana Jes Zimsen, og er enn rekin hér verslun und- ir hans nafni. Ekki má svo gleyma Fischersverslun sem rekin var af elju og dug í þá daga, af C.H. Fischer. Verslun sína rak Fiseher í Aðalstræti 2, í húsi því sem þar stendur enn. Fischer þótti mikill Haf narstræti um 1910. Ljósm. Magnús Ólafsson/Kópía Ljósmyndasafnið. ! Dæmigerð krambúð. Myndin mun líklega vera tekin í gömlu Ediuborgar- búðinni. Innimynd úr Godtbaabsveralun um 1910. Godt- haabs verslun stóð þar sem uú eru skrifstofur Rey kjavíkurborgar og Reykjavíkur Apótek í Austurstræti 16. Ljósm. Magnús Ólafsson/Kópla Ljósmyndasafnið. Ljósm. óþckktur/Kópía Ljósmyndasafnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.