Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
Úr annálum
Mynd Jóns Helgasonar biskups
áf Aðalstræti, 1854.
Útilegumaður í
Reykjavík
- Pétur pólití leggur
til atlögu við hann,
fær svipuhögg í höf-
uðið og missir hans
(Elding 1901) „Sá atburður varð
fyrir skömmu, að maður nokkur
ókenndur reið allhart hér um göt-
ur. Pétur pólití náði í manninn
skammt frá Jóni Þórðarsyni kaup-
manni. Var maðurinn þá á hestbaki,
hafði tvo til reiðar og búinn til brott-
ferðar. Pétur er ungur í tigninni
og vildi nú sýna rögg af sér og
þreif til mannsins. Náði hann í
kápulaf hans. En maðurinn beið
ekki boðanna, sló í hestinn og bað-
aði út öllum öngum. Pétur lafði í
kápulafinu og hékk þar upp eftir
stígnum. Sá ókunni sló nú í af öliu
afli, og kom ólin í höfuð Pétri.
Hesturinn tók sprett mikinn, en rifa
kom í kápuna. Sleppti Pétur tökum
og greip til höfuðsins. í þeim stymp-
ingum missti maðurinn hattinn af
höfði sér. Pétur bað hann taka hatt-
inn, en hinn gaf því engan gaum.
Bað pólitíið menn þá að taka mann-
inn en fáir voru þess fýsandi. Þó
reyndi einhver að stöðva hann en
fékk svipuhögg og varð frá að
hverfa. Pétur og lýðurinn horfðu inn
veginn, en maðurinn reið berhöfð-
aður guði á vald og hvar úr sýn. -
Enginn þekkti manninn, og ætla
menn, að þetta hafi verið útilegu-
maður".
(Úr Öldinni okkar).
Innsigli bæjar-
ins með svan
- eða illa gerðri
æðarkollu
í byrjun ársins 1815 fékk
Reykjavíkurbær „skjaldarmerki
sitt“ ef svo mætti segja, því að réttu
lagi var þar aðeins um bæjarinn-
sigli að ræða. Var það Sigurður
B. Thorgrímsson land- og bæjarfóg-
eti, sem gengist hafði fyrir því, en
kannsellíið hafði, eftir tillögu stift-
amtmanns, samþykkt að það væri
notað. Innsiglið sýnir mann með
staf í annarri hendi standandi á
sjávarströnd, bát fyrir framan hann
og þrjá flatta þorska að baki hon-
um. Auk þess er þar sérmynd af
svani (eða illa gerðri æðarkollul),
en í umgjörð innsiglisins eru orðin
„Sigillum civitatis Reykjavicæ".
(Jón Helpason: Árbækur
Reykjavíkur 1786-1936)
Síðasti
gapastokkur-
inn í bænum
Gapastokkur var settur upp á
homi Aðalstrætis og Hafnarstrætis
við Sunchenbergsbúð árið 1804 -
hinn síðasti _sem sögur fara af í
Reykjavík. Óþokkamál Gríms Ól-
afssonar var þá fyrir landsrétti, en
Grímur hafði játað að hafa viljað
brenna inni Pál borgara Brekk-
mann, stjúpa konu sinnar, en ekki
tekist. Grímur var hins vegar ekki
dæmdur til lífláts, heldur ævivar-
andi þrælkunar og var fluttur utan.
Gapastokkurinn var því ekki notað-
ur í það skiptið.
sm
8Mí
(Jón Helgason: Árbækur
Reykjavíkur 1786-1936)
BROTTFÖR 14. OKTÓBER.
Framlengia má dvölina á Benidorm - Emnig er hægt aö stoppa
London á bakaleiö.
Studioíbúð í tvíbýli: Verð frá 20.000,- pr. mann.
SUMARAUKI - ÓDÝR HAUSTFERÐ
Lengiö sumariö og skreppið til Spánar i október.
Meðalhiti í október á Benidorm er 24°C, og sólarstundir 7 á dag.
Hafðu samband - kynntu þér verðin og ferðamöguleikana.
VÍK — S 1 M I : 2 8133