Morgunblaðið - 17.08.1986, Page 28

Morgunblaðið - 17.08.1986, Page 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 Davíð Oddsson borgarstjóri Reykvíkingar stoltari a£ borginni sinni - Áður var það helst talinn ættlaus lýður sem hér bjó Borgarstjóraembættið verður áttatíu ára að tveimur árum liðnum og er Davíð Oddsson ellefti borgarstjóri Reykjavík- ur. Knud Zimsen var annar borgarstjór- inn og gegndi hann embættinu í 18 ár. Davíð sagði blaðamanni eftirfarandi sögu sem viðkemur Knud, er rætt var við hann nýverið í tilefni af afmæli borgarinnar. Má líta á söguna sem dæmi um hið persónu- lega samband, sem er og hefur verið milli borgarbúa og æðsta stjómanda borgarinnar. Eins má af henni skynja hversu ungt borgarstjóraembættið er, þrátt fyrir tveggja alda afmæli borgarinnar, en Knud var borgarstjóri frá 1914 til 1932. Er Davíð hafði verið borgarstjóri í tvö ár kom á hans fund borgarbúi. Hann sagðist reka þar er- indi aldraðrar móður sinnar. Bætti hann því við að reyndar hefði hann látið vera að ónáða borgarstjórann með þetta lítilræði nema fyrir það að móðir hans hefði tjáð honum ákveðin mjög, að ef hann ekki ræki þetta erindi við borg- arstjórann myndi hún fara á fund Knuds í eigin persónu. Reykjavíkurborg hefur tekið gífurlegum breytingum á síðustu áratugum og sagði Davíð m.a.: „Breytingar í Reykjavík hafa verið mjög örar, vissulega ekki ætíð jafn- örar, en það er ekki margt í Reykjavíkurborg í dag frá fyrri öld. Flestir hlutir í daglegu lifi eru í mesta lagi 30-40 ára. Fyrir fimmtíu árum voru til dæmis 60 dagvist- arheimili, sem borgin rekur í dag, óþekkt fyrirbæri. I dag er ódýr hitaveita tengd í hvert hús borgarinnar, húsakost- ur hér er betri en í flestum borgum heims. Þá er hlut- fallsleg íbúðastærð, í fermetrum talin á hvem íbúa, meiri en þekkist víðast hvar. Amma mín og afi bjuggu til dæmis í þriggja til fjögurra herbergja íbúð með sjö börn og tvær vinnukonur og þar datt engum í hug að kvarta. Hreinlætisaðstaða er og allt önnur og þróun í því sem öðru mjög ör.“ Davíð sagði að ef litið væri fram á veginn teldi hann, að þróunin yrði ekki eins ör næstu tvö hundruð árin og þau síðustu. „Ef fjölgun borgarbúa yrði hin sama, ættu Reykvikingar að verða 48 milljónir eftir 200 ár! Okkur hefur fjölgað um rúmlega fimm þúsund síðustu ár. Eg geri ráð fyrir, að sú fólksfjölgun muni dragast saman. Eg tel að við verðum rétt rúmlega eitt hundrað þúsund um aldamótin. Mestur áhugí á umhverf is- og útivistarmálum Varðandi málaflokka þá þykist ég finna það hjá borgar- búum að umhverfis- og útivistarmálin séu sá þáttur sem mestur áhugi er á. Gróðurmál og uppbygging útivistar- svæða koma til með að taka mikinn tíma næstu árin og þar verða á veigamiklar breytingar. í atvinnulífinu tel ég að þjónusta, bæði í einkarekstri og opinberum rekstri, muni aukast. Þó vænti ég þess að iðnaður muni halda velli, jafnvel aukast í þeim greinum sem kalla á nábýli við þétta byggð og margar vinnufúsar hendur. Ég á von á að við höldum hlut okkar í sjávarútvegi, sem dregið hefur úr vegna miðstýrðs valds. Eg tel að nýlegar aðgerð- ir okkar til sameiningar og hagræðingar í þeim málum verði til góðs, enda vilja margir eigna sér þær ákvarðan- ir nú.“ - Fólksflótti af landsbyggðinni til Reykjavíkur hefur verið umtalsverður síðustu áratugina. Telur þú að það muni breytast? „Ég tel að það muni draga úr því sem kalla má fólks- flótta af landsbyggðinni, þannig að straumur þaðan verði eðlilegur. Þessum „flótta" hafa annarlegar stjómvalds- ákvarðanir — ómarkviss byggðastefna — valdið. Það hefur sem betur fer dregið úr því. Menn hafa lært af reynslunni og séð hvemig farið hefur. Himnaríkisástand miðað við þá tíma - Harðar deilur um fátækramál í Reykjavík árið 1836 urðu m.a. til þess að ákveðið var að kjósa bæjarstjóm í fyrsta sinn. Fátækt var nokkuð til umræðu í fjölmiðlum nýverið. Er fátækt enn til staðar í Reykjavíkurborg? „Það er rétt, það var mjög undarleg umræða í fjölmiðl- um fyrir skemmstu um fátækt, umræða sem sýnir hversu afstætt það orð er. Fyrir 50 árum var hægt að tala um raunverulega fátækt, hvað þá fyrir 150 árum, eins og þú nefnir, þegar fyrsta bæjarstjómin var kosin. En ástand- ið nú er gjörsamlega himnaríkisástand miðað við þá tíma. Að eiga ekki fyrir salti í grautinn þýðir allt annað í dag en þá. Kannski þýðir það að eiga ekki fyrir myndbands- tæki, sólarlandaferð, eða þvílíku. En ef við lítum á málið af raunsæi þá geta auðvitað verið fjárhagserfiðlcikar hjá borgarbúum. Fólk leitar til mín með slíka erfiðleika, þá er oftast um tímabundin vandamál að ræða sem komin em upp af sérstökum ástæðum, svo sem veikindum, óreglu fyrirvinnu eða upp- lausn ijölskyldu. En það er ekki almennt hægt að kalla fátækt. Oft er sagt að auga gestsins sé glöggt. Á al- mennri mælistiku útlendinga, sem hingað koma, þá býr hér mjög velmegandi fólk við góðar aðstæður. Það hefur til dæmis orðið stórkostleg breyting í húsnæðismálum á skömmum tíma, sem fólk man, þó ekki sé það orðið gamalt. Hér á ég við braggahverfin. Þetta þóttu alls ekki slæmir ívemstaðir, sérstaklega þegar fólk kom utan af landi úr hálfhmndum og heilsuspillandi ívemstöðum, sem vom gömlu torfkofarnir. Braggarnir em nú allir horfnir og yrðu áreiðanlega dæmdir óíbúðarhæfir af heil- brigðisyfirvöldum, ef þeir stæðu enn. - Hvaða málaflokkar hafa tekið stærstan tíma stjórn- enda borgarinnar frá upphafi að þínu mati? „í gegnum tíðina tóku fátækra- og framfærslumálin megintímann í stjómun sveitarfélaga á landinu. Þetta hefur breyst mikið. Þó félagsmál ýmiss konar taki nú langan tíma þá em það ekki mál sem tengjast gömlu framfærslunni. Þau vom færð yfir á Tryggingastofnun ríkisins en sveitarfélögin koma einnig til skjalanna þegar þess þarf með, en það er ekki viðvarandi hjálp." Hef hreint ekki séð, að fólk viiji fjölga borgarfulltrúum - Vinstri minnihlutinn í borgarstjórn hefur deilt á ykk- ur fyrir að fækka borgarfulltrúum í 15 á ný. Þeir hafa jafnvel líkt þessu við aðför að lýðræðinu. Hvað viltu segja um það? „Eg hef hreint ekki séð, að fjölgun borgarfulltrúa sé það sem fólk vill. Mér heyrist almenningur yfirleitt lítið hrifmn af Qölda þingmanna, svo dæmi sé tekið, — að því sé fremur haldið uppi að fækka eigi þingmönnum. Ég hef sjálfur reynslu bæði af 15 borgarfulltrúum og 21 og reynsla mín af að hafa þá 15 er miklu betri. Menn skilja hreint ekki hvað orðið lýðræði þýðir, ef þeir halda því fram að því verði óhjákvæmilega betur þjónað með fleiri borgarfulltrúum." - Telur þú að borgin eigi eftir að þenjast meira út á næstu ámm og hvað vilt þú segja um að færa valdið út í borgarhverfin, eins og' rætt hefur verið um, þ.e. að hverfin fái nokkurs konar „heimastjórnir". Mætti til dæmis hugsa sér að Breiðholt fengi sína eigin Breið- holtsstjóm? „Ég á ekki von á að hún þenjist meira út á næstu ámm, ef þær mannfjöldaspár em réttar sem við höfum. Við ætlum einnig að byggja fjölda íbúða í miðri byggð- inni t.d. á Meistaravöllum og við Skúlagötu. Hvort stjórnun eigi að færa út í hverfin, með einhvers konar undirborgarstjórnum, þá er reynslan af því í erlendum stórborgum ákaflega mismunandi. Flestir segja, að með því sé í gangi eilíf málamiðlun og frestun á ákvörðunum og aðgerðum en aðrir segja í mót, að það sé eingöngu kaupverð á lýðræði. Ég tel að það sé misskilningur á hugtakinu og að menn eigi að vita betur. Ég tel að slíkar undirborgarstjómir geti aukið samkeppni milli hverfa og ýtt undir óeðlilega togstreitu. Að vísu tel ég slíka stjórn- un réttlætanlega, ef um gífurlegar fjarlægðir er að ræða. Reykjavíkurborg er ekki svo stór að það sé ekki unnt að setja sig inn í allt í hverfunum. Ég býst við að vegna míns starfs sé ég jafnvel betur heima í flestum hverfum en íbúamir sem þar búa. Þeir þekkja kannske eitt og eitt atriði sem að þeim snýr betur en ég. En heildarmynd hverfís, hvemig það er hugsað og uppbyggt og hvernig þjónustan þar er og henni háttað er miklu frekar hjá mér. Ég, mínir starfsmenn og borgarfulltrúarnir, höfum aðstöðu til þess að bera þessa hluti saman í einstökum borgarhverfum og átta okkur á, hvaða mál eigi að hafa forgang. Ég tel aftur á móti að það sé skynsamlegt að mál séu kynnt í einstökum borgarhverfum, þannig að íbúamir geti tjáð sig og haft áhrif á þau. Þannig stendur fólk ekki aðeins frammi fyrir gerðum hlut, þegar það vill fara að tjá sig. Þetta hefur því miður viljað brenna við hjá okkur og okkar fyrirrennurum. Það hefur legið svo mikið á að gera eitthvað sem við höfum talið íbúunum fyrir beztu, að þessi kynning hefur ekki verið nægileg. Þama ætlum við að taka okkur á.“ Sama látið gilda um 100 manna hrepp og borgina — Reykjavík er ekki aðeins borg íbúanna. Hún er einn- ig höfuðborg allra landsmanna. Hvert finnst þér hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar? „Ég hugsa oft til höfuðborgarhlutverks borgarinnar. Ég veit að hún nýtur þess í mörgu að vera höfúðborg alls landsins, bæði í fjárhagslegum efnum og fleiru. En í móti kemur, að hér hlýtur eðli málsins samkvæmt að fara fram alls konar starfsemi, sem að öðmm kosti myndi fara fram annars staðar, og borgin veitir margs konar þjónustu af þeim sökum. Þar sem við gegnum þessu hlut- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 B 29 @ jfij i verki þá verðum við að hafa í huga að borgin er að því leyti sameign altra landsmanna. Við getum ekki, eins og sum sveitarfélög gera, sett hærri fasteignagjöld á utan- bæjarbúa heldur en þá sem búa í viðkomandi sveitarfélagi samfellt allt árið. Við eigum og að gæta þess að menn geti átt hlutdeild í þeim gæðum sem höfuðborgin hefur upp á að bjóða. I þessu sambandi vil ég benda á, að þegar maður sér að Samband sveitarfélaga er að fá aukið forræði mála, með auknum umsagnarrétti, þá verður manni alltaf hugs- að til þess hvemig það samband er samansett. Fulltrúarnir sem fara þar með æðsta vald eru nálægt 250. Af þeim á Reykjavík ellefu, en ætti samkvæmt íbúafjölda að eiga 100. Eftir því sem þetta samband fær meiri áhrif að lög- um og fer að gefa bindandi álit þá hlýtur að líða að því að borgin kalli eftir fullri aðild. Við höfum verið að velta þessu fyrir okkur. Samvinna sveitarfélaganna er margvís- leg en það hefur reynst okkur erfitt, þegar verið er að setja lög um samskipti ríkis og sveitarfélaga, að hið sama er látið gilda um hundrað manna hrepp úti á landi og Reykjavíkurborg. Getur orðið af þessu afskræmd mynd, því Reykjavíkurborg er jafnstór og nítján næststærstu sveitarfélögin samanlögð." Samkomulagið um Keldnamálið hvað ánægjulegast — Eftirminnilegasti atburðurinn í borgarstjóratíð þinni? „Hann er nú vandfundinn því svo margt hefur á dag- ana drifíð og eitthvað gerst á hveijum einasta degi. Mér fannst það merkilegt og ánægjulegt og reyndar mjög stór stund að ná samkomulagi um Keldnamálið. Það hafði þá verið óafgreitt í nær 16 ár og á þeim tíma var borgin að hrekjast í tómri vitleysu í skipulagsmálum og búið að fullyrða í fjölmiðlum, blöðum og útvarpi, að ekki væri hægt að ná samningum. Þessum samningi náðum við á nokkrum mánuðum og það var náttúrlega stór stund, þegar sá samningur var undirritaður, því hann sýndi hvað hægt er að gera þegar vilji og festa fylgja viljayfirlýsingu. Þá er ég mjög ánægður með margt annað. Fljótlega í minni borgarstjóratíð ætlaði ríkið að knýja okkur til að reka fyrirtæki eins og Strætisvagna Reykjavíkur, Hitaveituna og Rafmagnsveituna með öðrum hætti en við töldum heppilegast. Við fórum í hörð átök út af því og höfðum þar fullan sigur. Þar var teflt á tæpt vað, en ég er sannfærður um að það var skynsamlegt bæði fyrir ríki og borg þegar upp var staðið. Þá eru margir þættir sem hefur glatt mann að sjá ganga upp, til dæmis að breytingar eru að verða að veruleika eins og við Skúlagöt- una, sem var að drabbast niður, Kringluna, breytingar í miðbænum, á Laugaveginum og fleira.“ Mun greiða atkvæði með hunda- haldi í núverandi mynd — Hundahald í Reykjavík hefur löngum vakið athygli útlendinga og fyrir það þá helst að hafa verið bannað en þó viðgengist.. Þessu hefur nú verið breytt. Hvað kom til ? „Já, hundahaldið var ein þverstæðan hér, sem ég var varaður mjög mikið við. Mér var sagt, að það væri hreint pólitískt glapræði að reyna að leysa þetta hundamál, sem var búið að vera óleyst í 50-60 ár. Það væri best að láta eins og hundahald væri bannað en passa sig síðan að gera ekki svo mikið í því, að það stuðaði alla hundaeigend- ur. Við héldum samráðsfundi, meirihluti og minnihluti, um málið. Það endaði með því, að minnihlutinn, sem óttaðist svo hinar pólitísku afleiðingar, rann allur á rass- inn og tók ekki afstöðu. Það hefur sýnt sig að ástandið í þessum málum er nú miklu betra en það var þegar hundahald átti að heita bannað og enginn vissi í raun hvaða reglur voru í gildi.“ — Þannig að þú munt greiða atkvæði með því að hundahald verði áfram leyft þegar til atkvæðagreiðslu kemur um málið? „Já, ég er með hundahaldi með þessum hætti." — Því hefur stundum verið haldið fram að borgar- stjóraembættið sé nokkurs konar stökkbretti yfir í annað og stærra embætti innan þíns flokks, og dæmi nefnd því til sönnunar. Lítur þú á borgarstjórastöðuna sem stökk- bretti, eða gætir þú hugsað þér það sem framtíðarstarf? „Þetta er náttúrlega ekki framtíðarstarf, eðli málsins samkvæmt. Ég þarf að sækja um endurráðningu á fjög- urra ára fresti, þannig að það er ekki hýggilégt að líta svo á að ég sé hér til framtíðarvistar. I mínum huga núna sé ég ekki annað starf sem mér væri kærara, á meðan ég gegni því í sátt við borgarbúa að meginþorra til. Það eru aðstæður sem ég myndi ekki breyta." — Þú hefur fengið að heyra það, að með afmælis- haldinu sértu að sóa fjármunum skattborgaranna, þeim mætti veija betur. Hvetjú viltu svara því? „Það er afskaplega auðvelt að segja að gera eigi þarf- ari hluti. Sumir segja að þetta sé alltof kostnaðarsamt, en ef við lítum á hversu stór borgin er þá er þetta ekki dýrt. Við erum að tala um afmæli heillar borgar. Ef við tökum til samanburðar afmæli einstaklings eða til dæm- is banka þá tel ég að afmæli borgarinnar sé ekki dýrt. Flestu af því sem gert er og gert verður er ætlað að standa áfram og hluti kostnaðar kemur til baka í sölu á minjagripum og fleiru." Reykjavík að verða hreinasta borg í heimi — Afmælisósk þín til handa borginni? „Það er eflaust sjálfselska, en ég óska mér nú helst á þessari stundu að það verði gott veður á afmælisdaginn, þann 18. ágúst næstkomandi. Veðrið skiptir svo miklu máli á útihátíðum. En á þessum tímamótum þá finnst mér hvað ánægjulegast að finna að Reykvíkingar eru stoltari af borginni sinni nú en áður. Áður var það helst talinn ættlaus lýður sem bjó í Reykjavík en hinir ætt- stóru utan hennar. Jafnframt gleðst ég yfir því hvemig borgin er að breytast í að verða hreinasta borg í heimi.“ Davíð Oddsson borgarstjóri var á leið í nokkurra daga sumarfrí daginn eftir að viðtal þetta var tekið. Hann kvaðst ætla í tjaldútilegu eitthvað út á land, líklega á Vestfirði. Tilgátu blaðamanns um að það væri náttúrlega eina leið hans til að fá frið fyrir símanum sagði hann ekki rétta. „Ég ætla mér að liggja í tjaldi með farsíma hjá mér,“ sagði hann, enda vart um annað að ræða þar sem mikið væri að gera við undirbúning afmælishaldsins þargi 18. ágúst nk. Davíð hafði á orði er við kvöddum, að það væri í raun gaman að vera borgai-stjóri í dag, því svo margt væri á lokastigi; mörg byggingin sem tek- in yrði í notkun á næstunni að ótöldum útivistarsvæðum. Tiltók hann þar sérstaklega Seðlabankabygginguna, Hallgrímskirkju, sem væntanlega verður vígð í haust, Borgarleikhús, Þjóðarbókhlöðu, Listasafn ríkisins, Hag- kaupshúsið, ásamt stórbyggingu 50-60 verslana í nýju Kringlunni. Þá útivistarsvæði í Laugardal með dýragarði og tívólíi, ennfremur yfírbyggt útsýnissvæði á Öskjuhlíð. Davíð nefndi í lokin, að allt yrði þetta til að efla Reykjavík sem ferðamannaborg en með tilkomu nýrra og fleiri hót- ela ætti borgin áreiðanlega bjarta framtíð sem slík. Viðtal: Fríða Proppé. Ljósmynd: Árni Sæberg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.