Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 46
46 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
„Fegrirðin
krefst mikilla fóma“
i
j
1
i
íí
i
— segj a þær stöllur, V algerður Backman og Andrea Brabin,
sigurvegarar Ford-keppninnar, sem fram fór fyrr í sumar
Murjrunblaðið/Árni Sa'ln'rg
Þæi* eru óneitanleg.)
stórglæsilegat, báðar tvæo*.
Þess] mynt; av þeinra stölluní,
Valgerðj og Andreu, myntí?
sómíi sö7 í hvaða tísku-
tímariti veraldar, sem væri.
Fi'ægð og frami, vinsældir og
virðing — allt eni þetta hlutir
sem flestir láta sig dreyma um ein-
hvern tíma á lífsleiðinni, og sjá þá
venjulega fyrir sér ferðalög og fjár-
fúlgur, kampavín og kavíar. Fæst
gei-um við okkui- þó nokkrar vonir
um að draumurinn verði að veru-
leika, lítum á hann sem þægilega
flóttaleið frá hversdagslegu amstr-
inu, fjarlæga framtíðarsýn og látum
því framkvæmdirnar sitja á hakan-
um. Inn á milli er þó fólk, sem
einhverra hluta vegna, er komið
feti framar, en við hin — fólk, sem
er að mjakast upp metorðastigann
á einhveijum sviðum, ýmist fyrir
tilviljun eða vegna þess að það
missti aldrei sjónar á hinu endan-
lega takmai’ki sínu. Það kostar
heilmikinn kjark að freista gæfunn-
ar úti í hinum stóra heimi, svo mikið
er víst, og mörkin milli velgengni
og vonhrigða eru hárfín. Meðal
þeirra, sem segja má að standi á
þessum þröskuldi, eru sigui’vegarar
Ford-keppninnar frá því fyrr í sum-
ar, þær Valgeröur Backman og
Andrea Brabin. Þær stöllur munu
báðar leggja land undir fót á næst-
unni, Valgerður er reyndar þegar
farin og Andrea um það bil að
leggja af stað. Við náðum tali af
þeim, áður en þær héldu utan og
inntum þær eftir áformum þeirra.
„Ja, ég er alveg að fara út,“ upplýs-
ir Valgerður, „og ætla að starfa sem
fyrirsæta í rúman mánuð. Þá kem
ég heim og sest á skólabekk. Ég er
í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
og er ákveðin i að útskrifast um
næstu jól. Þessi úrslit í keppninni
hafa engin áhrif á það. Hitt er svo
annað mál að trúlega fer ég aftur
út, um leið og skólanum lýkur og
reyni fyrir mér á þessu sviði.“ „Ég
fer hinsvegar út upp úr miðjum
ágúst,“ segir Andrea, „og veit ekk-
ert hvenær ég kem heim aftur. Það
má eiginlega segja að ég sé fijáls
eins og fuglinn fljúgandi, því ég er
ekki í skóla, er hætt að vinna og
það er því ekkert sem bindur mig
hér heima. Þess vegna finnst mér
líka alveg tilvalið að prófa þetta,
athuga hvort ég á einhveija mögu-
leika í þessari hörðu samkeppni.
Nú, og ef mér líkar þetta ekki eða
þeir kunna ekki við mig, þá kem
ég bara heim. En mér finnst um
að gera að prófa þetta, fyrst maður
á þess_ kost,“ bætir hún viö.
— Attuð þið von á þessum úrslit-
um í keppni, hér heima? „Ó, nei,“
stynur Andrea, „þau komu mér á
óvart, ég hafði ekki gert mér nein-
ar vonir um að hreppa annað sætið.
Annars finnst manni þetta enn svo
fjarstæðukennt, ég held að ég sé
hreinlega ekki farin að fatta þetta
almennilega ennþá.“ „Nei, það er
rétt,“ samþykkir Valgerður, „mað-
ur gerir sér enga grein fyrir því
hvað þessi sigur þýðir í raun og
vem, uppgötvar það sennilega ekki,
fyrr en maður er kominn út, að
þetta er ekki draumur, heldur blá-
kaldur raunveruleiki. Ilitt er svo
annað mál, að úrslitin komu mér
ekki á óvart. Fjöldi manns var bú-
inn að sannfæra mig um að ég
ynni þessa keppni, og þess vegna
var ég alveg undir það búin. Ekki
svo að skilja að ég hefði orðið neitt
svekkt þó svo þetta hefði farið á
annan veg. En auðvitað er ég alveg
æðislega ánægð, finnst þetta alveg
frábært. Þetta var í fyrsta sinn, sem
ég kom nálægt einhveiju, sem teng-
ist fyrirsætustörfum og að sjálf-
sögðu er ég í skýjunum með
sigurinn," segir hún. Andrea, sem
er tveimur ámm yngi-i en Valgerð-
5