Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 47
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 B 47 ■ Mortfunbluðið/Emilía I„Við höfum allt að vinna, engu að tapa,“ segja sigurvegarar Ford-keppninnar, sem báðar eru að halda út í heim. Andrea j| Brabin t.v., Valgerður Back- g mant.h. % ur, aðeins 17 ára, starfaði hinsvegar í 1 ár með Módelsamtökunum, áður en hún tók þátt í þessari keppni. „Ég kvíði ekkert fyrir því að fara út,“ segir hún, „hlakka bara til. Ég veit náttúnilega að þetta verður enginn dans á rósum, vinnan er brjálæðisiega erfið og þolinmæði ljósmyndaranna oft af æði skornum skammti, en þetta vex mér samt ekkert í augum." — Svo þið sjáið þetta fyrirsæt- ulíf ekki í neinum hiílingum, kampavín og kavíar á hveijum morgni? „Nei, þetta er ofsalega útbreiddur misskilningur," segja þær báðar og skellihlæja. „Enda gefur það augaleið að kampavín á hverjum degi myndi verða til þess að maður yrði fljótt rekinn, línurnar færa allar úr skorðum,“ segir Andrea. „Já, það er sko erfitt að lifa fyrir það að vera fallegur," bætir hún við og brosir glettnis- lega. „Úff, talaðu ekki um það,“ segir Valgerður og settur upp grát- broslegan eymdarsvip. „Ég er búin að vera í megran núna í nokkra daga og er bókstaflega að bijálast úr hungri. Þetta er sko hægara sagt en gert fyrir svona sælkera eins og mig, sem cr súkkulaðisjúk. En nú verður maður bara að venja sig á að borða grænmeti, það þýðir víst ekkert annað. Og svo heldur maður áfram í líkamsræktinni, að sjálfsögðu. Ég hef verið ofsalega dugleg undanfarið, hef synt kíló- metra á dag, verið 3 tíma í líkams- rækt og hjólað töluvert, og geri aðrir betur,“ bætir hún við, stolt á svip. — En er Ford-keppnin nokkuð fegurðarsamkeppni? „Nei, alls ekki,“ segir Andrea. „Auðvitað verður maður að líta út fyrir að vera svona sæmilega heilbrigður, en hvort maður er snoppufríður eða ekki, skiptir ekki nokkra máli. Meira að segja virðist það ekki leng- ur vera eftirsóknai-vert fyrir ljós- myndafyrirsætur að vera neitt ofsalega fríðar og dúkkulegar. Það er miklu meiri eftirspurn eftir fyrir- sætum sem hafa einhvern „karakt- er“ í andlitinu, skarpa og skýra andlitsdrætti," segir hún. „Nú, það verður svo bara að koma í Ijós, hvort við eram nógu svipmiklar,“ skýtur Valgerður inn í. „Við geram okkur grein fyrir því að þetta verð- ur svakalega erfitt og við verðum að leggja æðislega hart að okkur. Sennilega verðum við samt eins og tvær litlar sveitastelpur þarna í út- landinu, enda kunnum við ekkert á þetta kerfi, vitum bara að þetta er miskunnarlaus „bransi". Til allrar hamingju erum við þó undir vernd- arvæng Eilenn Ford og hún er þekkt fyrir að fylgjast vel með stelpunum sínum og heldur víst uppi ströngum aga,“ segir Andrea. „Það verður mesta málið að safna sér prafu- myndum,“ hugsar Valgerður upphátt. „Þar stendur Andrea t.d. mun betur að vígi en ég. Gunnar Larsen, einn frægasti tískuljós- myndari heims, ætlar nefnilega að birta 4—5 blaðsíður með myndum af henni í næsta blaði sínu og það hjálpar ótrúlega mikið. En annars eram við alveg sæmilega bjartsýnar á að þetta gangi bara vel. Norræn- um stelpum hefur hingað til vegnað ágætlega í þessu, og maður verður bara að trúa því að svo verði einnig um okkur. Ef ekki, þá nær það bara ekkert lengra, við höfum allt að vinna og engu að tapa og við getum alla vega huggað okkur við að við reyndum, hvernig svo sem allt fer,“ segir Valgerður. Við kross- leggjum fíngur og hugsum hlýlega til stelpnanna okkar, vonum að þeim gangi vel. Moore ákveðinn í að leggjast í leti Eftir að leikarinn Roger Moore sagði starfi sínu lausu sem spæjarinn James Bond hafa at- vinnutilboðin streymt inn um bréfalúgu hans, boð um alls kyns rallur, bæði í framhaldsmynda- flokkum og kvikmyndum, og eru handritin ýmist sprenghlægileg eða háalvarleg og allt þar á milli. Mað- ur hefði því haldið að Bond ætti að geta fundið eitthvert hlutverk við sitt hæfí í allri þessari handrita- Kvennagullið Roger Moore ásamt frú sinni. Skyldi hún vita af áformum eiginmannsins? hrúgu. En, ekki er það nú aldeilis - leikarinn hefur hafnað þeim öllum umyrðalaust og hallast menn nú helst að því, að hann sé sestur í helgan stein fyrir fullt og allt - og það langt fyrir aldur fram. „Ég kæri mig ekki um að vinna yfír sumartímann", sagði Bond nýlega á blaðamannafundi. „Á sumrin vil ég ferðast með fjölskylduna um heiminn þveran og endilangan. Vet- urinn hentar mér líka heldur illa til vinnu, þar sem þá er helst hægt að stunda skíðaíþróttina af ein- hveiju viti,“ bætti hann við, grafal- varlegur í svip. „Fyrirgefðu hr. Bond,“ sagði þá einn blaðamaður- inn, „þýðir þetta að þú ætlir bara að leggjast í leti og ómennsku, fyrst spæjarinn er úr sögunni?" Moore leit á manninn og glotti. „Mikið ertu skýr strákur,“ sagði hann svo. „Þú hittir naglann beint á höfuðið - ég ætla að helga mig letinni og ómennskunni og leggja sérstaka rækt við drykkjuskapinn. Það er eina íþróttagreinin, sem ég hef van- rækt allt of lengi.“ Að þessu mæltu hvarf hann á braut og menn velta því nú fyrir sér hvort honum hafí virkilega verið alvara með þessari undarlegu yfirlýsingu. Við leyfum okkur þó að draga það stórlega í efa. Tiu ara gömul gæs Pað er víst óhætt að fullyrða að gæsin Cynthia hafi heldur betur fengið óvæntan glaðning nú um daginn er haldið var upp á 10 ára afmæli hennar. Þegar sá merk- isdagur rann upp var Cynthia stödd á fuglasýningu í Englandi. Ekki var þó eigandinn á því að fresta veislu síns fiðraða félaga heldur birtist hann um kaffileytið með tíu keita afmælisköku, rétt eins og vera ber. Þegar veislan var um það bil að hefjast átti þarna leið hjá merkur maður, ríkasti maður Englands, sjálfur hertoginn af Westminster. Éiganda Cynthiu fannst svo mikið til þess koma, að hann steingleymdi sér og starði bara á þennan háa herra, með opinn munn og girnilega tertuna í fanginu. Þar sem vesal- ings maðurinn stakk óneitanlega svolítið í stúf við umhverfi sitt vatt hertoginn sér að honum og spurði hann hveijum kakan væri ætluð. Eigandinn stamaði út úr sér að gæsin hans, hún Cynthia, væri orð- in 10 ára og þar sem honum væri sérlega hlýtt til hennar, þá hefði hann ákveðið að kiydda daginn fyrir hana og bjóða henni upp á alvöra kræsingar. Hertoginn hló og hélt í fyrstu að maðurinn hlyti að vera meiriháttar „húmoristi" - menn gæfu ekki gæsum sínum af- mælisgjafir. Þegar honum varð hinsvegar ljóst að karli var fúlasta alvara tók hertoginn sig til og bað um að fá að færa henni kökuna. Eins og gefur að skilja fannst bónda þetta mikill heiður bæði fyrir sig og Cynthiu og gaf á þetta grænt ljós. Hertoginn snaraði sér því yfir girðinguna með tertuna og spjallaði stuttlega við afmælisbarnið. „Þetta er alveg frábært," sagði hann eftir á. „Þessi uppákoma var sannkallað krydd í tilveruna, svo ekki sé nú meira sagt. Og aldrei hafði ég áður óskað venjulegri grágæs til ham- ingju með daginn. En gæsin var vel upp alin - bauð mér upp á tertu- sneið og borðaði sjálf sína sneið með bestu lyst," sagði hann og skellihló. „Til hamingju með daginn, vina mín.“ - Hertoginn af Westminst- er óskar gæsinni Cynthiu heilla og hamingju á tíu ára afmælinu. $71 •V^EYKJAVÍK ARADIS A < jjöm Eins og allir yita þá er Reykjavik ein skemmtileg- asta borg heims sem hefur upp á allt að bjóða. Við óskum Reykvikingum til hamingju með afmælið um leið og við vonumst til að allir skemmti sér vel á a fmælisdaginn. H0LUW00D LÍKAMSRÆKT J.S.B SUÐURVERI SIPASTA „SÆLA“ SUMARSIMS * Hörku púl- og svitatímar. * 7 dagar í röð. * 80. mín. tímar. * 15. mín. Ijós. * heilsudrykkur í setustofu á eftir. Ath. aðeins fyrir vanar. Gjald 2.400. Innritun í síma 83730. HAUSTNÁMSKEIÐ HRAUNBERGI 1. sept. — 4 vikna. Opnum alla daga, alla tíma. Sími 79988. HAUSTNAMSKEIÐ SUÐURVERI 1. sept. — 4 vikna. Opnum alla tíma. LJOSASTOFA J.S.B. flutt í Suðurver Tímapantanir í síma 83730 LÍKAMSRÆKT JAZZBALLETTSKÓLA BÁRU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.