Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 23
MÐRGUNÉLaÐÍÐ; áUNNÍjtiÁGUR Í7! ÁGÚST1986
« SS
Sex fyrstu borgarstjórafrúr í Reykjavík
Þessi einstæda mynd er í vörslu Árbæ jarsaf ns, en hún mun tekin árið 1953
eða 1954. Á myndinni eru eiginkonur sex fyrstu borgarstjóra í Reykjavík. f
neðri röð, talið frá vinstri: Anna Zimsen (Knud Zimsen), Vala Thoroddsen
(Gunnar Thoroddsen), Sigríður Björnsdóttir (Bjarni Benediktsson). í efri röð,
talið f rá vinstri: Óiöf Björnsdóttir (Pétur Halldórsson), Ingibjörg Claessen
Þorláksson (Jón Þorláksson) og Sigríður Siemsen Einarsson (Páll Einarsson).
Höfuðá ttirnar
og mannanöfn
FJÓRAR götur í Reykjavík draga
nafn af höfuðáttum: Austurstræti,
Suðurgata, Vesturgata og Norð-
urstígur. Austurstræti mun upp-
haflega hafa verið nefnt Tværgaden
og síðar Langefortoug. Suðurgata
hét upphaflega Kirkjugarðsstígur.
Vesturgata var fyrst kölluð Hlíðar-
húsastígur og síðar Læknisgata,
vegna þess að Jón Thorstensson
landlæknir reisti hús í Hlíðarhúsat-
úni (Doktorshúsið). Núverandi nöfn
þessara gatna eru dregin af stefnu
þeirra frá Aðalstræti. Austurstræti
gengur austur úr því. Um tilefni
nafnsins á Norðurstíg er mér
ókunnugt, en sennilega hefir það
fyrst myndast í munni almennings
og síðan verið látið halda sér.
Nokkrar götur eru kenndar við
menn, sem nafnfrægir eru í sögu
bæjarins, svo sem Skúlagata (heitin
í höfuðið á Skúla Magnússyni land-
fógeta), Geirsgata (í höfuðið á Geir
Zoéga útgerðarmanni), Tryggva-
gata (í höfuðið á Tryggva Gunnars-
syni bankastjóra).
Tvær stuttar götur eru samhliða
vestast í kvosinni, önnur frá Geirs-
götu að Vesturgötu, hin frá Geirs-
götu að Hafnarstræti. Þær eiga
einkennileg nöfn, því að þær heita
Grófin og Naustin. Hafa þau nöfn
annan svip en flest önnur gatna-
nöfn og minna á löngu liðna tíma.
Þá var sandströnd meðfram öllu
Hafnarstræti, austan frá Zimsen
og vestur af Geir. Vestast var þar
ofurlítill kriki og var hann nefndur
Grófin. Þar var útræði og báta-
naust Víkurmanna, Gijótamanna
og Hlíðarhúsamanna. Grófín og
Naustin minna á þennan stað, þar
sem var aðalbækistöð útgerðarinn-
ar í Reykjavík í upphafi.
Úr Skuggsjá Reykjavíkur eftir
Árna Óla.
Vonarpening-
- urinn Vonar-
stræti
ÞEGAR Geir T. Zoéga rektor
byggði húsið, sem nú stendur á
horninu á Tjamargötu og Vonar-
stræti (1895), var það syðsta húsið
í Tjarnargötu. Þar fyrir austan var
vík norður úr tjörninni, og náði það
upphaflega alveg að Alþingishús-
inu, en templarar höfðu gert
uppfyllingu þar fyrir sunnan og
byggt þar samkomuhús sitt. Þar
heitir nú Templarasund.
Um leið og Geir T. Zoéga var
leyft að byggja þetta hús, var
ákveðið að gera þar götu, þegar
efni leyfðu, milli Tjarnargötu og
Lækjargötu. Að vísu þótti það ekki
árennilegt að gera veg yfir Tjöm-
ina, og þess vegna fékk gatan
nafnið Vonarstræti löngu áður en
hún var gerð og mun það vera
myndað líkt og vonarpeningur, því
að menn sáu, að það bar til beggja
vona hvort gatan mundi nokkurn
tíma koma.
Úr Skuggsjá Rekjavíkur eftir
Árna Óla.
VlDEOTÆKI
VX-510TC
Slimline
(aðeins 9,6 cm á hæö).
• Framhlaðið m/fjarstýringu.
• Skyndiupptaka
m/stillanlegum tíma,
allt að 4 klst.
• 14 daga minní
og 2 „prógrömm".
• 12 rásir.
• Hrein kyrrmynd
og færsla á millí
myndramma.
• Stafrænn teljari.
• Sjálfvirk bakspólun.
• Hraðspólun m/mynd
í báðar áttir.
Afmælistilboð:
Kr. 32.900stgr
Laugavegi 63 - Síml 62 20 25