Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
B 45
Páll Líndal á skrif stofu siiini heima hjá
sér. Saga borgarst jórnar Reyk javíkur
rituð af Páli kemur út nú í tengslum
við af mæli Reykjavíkurborgar, en borg-
arst jórnin verður 150 ára síðar á árinu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Rammger peningakistill um
litla fjármuni
Af fundargcrðum frá fyrstu tíð má sjá að efnahagur
hefur verið ákaflega bágborinn. Fátækramálin taka dijúg-
an tíma. í gerðarbók árið 1884 kemur fram ályktun um
það, að leiksýningar skuli ekki leyfðar nema aðgangur
sé ókeypis. Lítið sem ekkert er í sjóðum bæjarins, en
þrátt fyrir það er peningakistill borgarsjóðs rammger.
Samkvæmt reglugerð frá 1846 skyldu á honum vera
þrjár skrár, hver með sínum lykli. Einn lykilinn hafði
bæjarfógeti, annan bæjargjaldkeri og þann þriðja einn
bæjarfulltrúa.
Um fundarstaði er helst ætlað að fundað hafi verið á
skrifstofu bæjai-fógetanna eða í Yfirréttarstofu í Austur-
stræti 22 til og með 1872. Árið 1873 var flutt í hegning-
arhúsið við Skólavörðustíg. Þá var flutt í tíuttó og fundað
þar allt fram til 9. nóvember 1932, þegar Gúttóslagurinn
varð, en síðan á efstu hæð í Eimskipafélagshúsinu. Hvort
. tveggja var, 'að allt var brotið og bramlað í Gúttó en auk
þess hafa menn talið þörf á öruggari stað. Arið 1958
var flutt í Skúlatúnið þar sem fundir eru haldnir enn
þann dag í dag.“
Stysti fundurinn í sögu borgarstjórnar
stóð í eina mínútu árið 1929, sá lengsti
í 21 klukkustund 1951
Af einstökum, eftirminnilegum atburðum sagði Páll,
að frægar kosningar hefðu verið árið 1908. Þá hefðu
18 listar verið í framboði og þar á meðal Kvennalisti,
sem hlaut ijóra fulltrúa af 15 kjörnum. Fyrsta konan sem
neytti kosningaréttar var Kristín Bjamadóttir frá Esju-
bergi, en það var rétt eftir 1880. Hún var eiginkona
Þorláks Ó. Johnson kaupmanns. Stysti bæjarstjómarfund-
ur sem um getur stóð í eina mínútu árið 1929, sá lengsti
frá kl. 14 til kl. 11 næsta dag en það var árið 1951.
Páll sagði ennfremur: „Sitthvað má nefna af skemmti-
efni, sem við mundum kalla svo, en um eitthvað slíkt
mun verða getið í bókinni. Hér má nefna þetta til dæm-
is: Ólafur Friðriksson bæjarfulltrúi mun eitt sitt hafa
sótt um einnar krónu styrk til fyrirlestrarhalds, en það
var fyrir árið 1930. Samkvæmt lögum mun hafa þurft
að greiða skemmtanaskatt af fyrirlestrum sem öðrum
„skemmtunum“ þess tíma, nema fyrirlestraitiir væru
styrktir af hinu opinbera, þessa vegna mun Ólafur hafa
sótt um krónustyrkinn. Umsókn hans var felld.“
Páli sagði aðspurður, að þeir málaflokkar sem hvað
hæst bæru í fundargerðum borgarstjórnar frá upphafi
væm fjármál, síðan framkvæmdir margvíslegar: vatns-
veita, hafnargerð, rafmagnsveita og hitaveita; húsnæðis-
mál og nú væru félagsmál oft og mikið á dagskrá. Hann
var spurður í lokin, hvort hann teldi að Reykjavíkurborg
ætti enn eftir að stækka. Hann kvað það ekkert lögmál
að höfuðborgin ætti stöðugt að stækka og kvaðst ímynda
sér, að takmarkað landrými til útfærslu byggðar gæti
sjálfkrafa komið í veg fyrir mjög mikla útfærslu byggðar
Reykjavíkur. Kvaðst hann til dæmis ekki búast við að
Mosfellssveit yrði tilbúin til að gefa mikið eftir að sínu
landi. „Ég býst einnig við,“ bætti hann við, „að flestir
vilji búa miðsvæðis.“
Viðtal: Fríða Proppé.
Ljósmyndir: Einar Falur og fleiri.
Pantanir
óskast
staðfestar
STRAX
(^^naust kf
SÍDUMULA 7—9 SÍMI 82722
Höfðar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
Til hamingju !
1786 REYKJAVÍK 1986
í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar
hinn 18. ágúst gefum við starfsfólki
okkar frí frá störfum frá kl. 13— til
þess að fara í afmælið.
ÖRTÖLVUTÆKNI hf.
Ármúla 38
108 Reykjavík
sími 687 220
P.S. Vid höldum samt uppi vakt í þjónustudeild.
Þessi auglýsing var unnin á IBM PC/AT með
ritvinnsluforritinu OrðSnilld og prentuð út á
HP LaserJet prentara.
Tölvunámskeið
fullorðna
Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjendanám-
skeið fyrir fólk á öllum aldri.
Dagskrá:
Þróun tölvutækninnar
Grundvallaratriði við notkun tölva
Notendahugbúnaður
Ritvinnsla með tölvum
Töflureiknir
Gagnasafnskerfi
Tölvur og tölvuval
Tími: 25., 27. ágústog 1.og 3. septemberkl. 20.00-23.00.
Unglinganámskeið
Námskeið fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ára. Kennt
er forritunarmálið BASIC og hvernig nota má tölvuna
í hefðbundnu skólanámi.
Dagskrá:
★ .Grundvallaratriði við notkun tölva
★ Forritunarmál
★ Æfingar i BASIC
★ Tölvan notuð til að leysa algeng verkefni í skólanum
★ Notkun töflureikna
Timi: 25., 26., 27. og 28. ágúst kl. 17.00-20.00.
Innritun i símum 687590 og 686790.
TÖLVUFRÆÐSLAN
Ármúla36, fíeykjavik.
Bgggggg