Morgunblaðið - 17.08.1986, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. AGUST 1986
rrB »87
Morgunblaðið/FP
Þórir Kjartansson
Þórir Kjartansson, Vík
í Mýrdal:
Reykvíkingar
rosalega stress-
aðir undirstýri
„ÉG ER ekki mikið gefinn fyrir að
fara í bæinn, fer þangað aldrei að
gamni mínu. Mér fínnst þó ánægju-
legt að eiga svo fallega og hreina
höfuðborg og þá miða ég við höfuð-
borgir í þeim löndum sem ég hef
ferðast til. Ég held að Reykavíking-
ar séu ósköp svipaðir okkur lands-
byggðarbúum. Það er helst munur
á okkur, þegar þeir eru sestir undir
stýri. Þá verða þeir rosalega stress-
aðir," sagði Þórir Kjartansson
framkvæmdastjóri Víkurpijón í Vík
í Mýrdal, þegar hann var sóttur
heim til þess að forvitnast um skoð-
anir hans á höfuðborginni.
Þórir sagði, að ekki væri hægt
að horfa fram hjá því, að sækja
þyrfti velflest til Reykjavíkur varð-
andi þjónustu og stjómkerfið. Hann
sagði síðan: „Ég tel, að það sé eng-
in lausn að færa stofnanir út á
landið. Það yrði ekkert betra fyrir
okkur að fara norður, vestur eða
austur eftir þessari þjónustu. Ég
held að lausnin sé einvörðHngu fólg-
in í því að leggja niður ýmsa
miðstýringu. Hvað á það til dæmis
að þýða, að ekki megi reisa hinn
minnsta kindakofa úti á landi, án
þess að það þurfi samþykki Skipu-
lags ríkisins og Náttúruvemdar-
ráðs? Þetta geta menn séð um
heima í hémðum að mínu mati.
Þá er ljóst að allir peningamir
em á Suðvesturhominu. Þegar ég
hef farið í bæinn til að sækja pen-
ingafyrirgreiðslu, þá bregst það
yfirleitt ekki, að peningamir em
komnir til Reykjavíkur strax daginn
eftir að ég kem með þá heim. Ég
skal ekki segja, hvort nokkurt ráð
er til við þessu. Þetta horfír kannski
líka öðm vísi við hér hjá okkur en
á útgerðarstöðum, er kannski enn
leiðinlegra fyrir okkur.“
Þórir tók fram, vegna yfirlýsing-
ar hans um stressaða ökumenn í
Reykjavík, að hann hefði haft at-
vinnu af keyrslu í bænum um tíma
og því talaði hann sem vanur
bílstjóri og að fenginni reynslu.
Hann var spurður í lokin, hvort
hann ætti afmælisósk til handa
Reykjavíkurborg á tveggja alda af-
mælinu. Hann svaraði: „Helst þá,
að Davíð Oddsson verði borgar-
stjóri sem lengst - það yrði borginni
til góðs. Það er verið að finna að
því að hann sé einráður, að hann
sé sem einræðisherra. Stjómmála-
menn eins og Davíð hafa verið
farsælastir, því vona ég, borgarinn-
ar vegna, að hann verði sem lengst
við stjórn.“
Morgunblaðið/Cuðl.Sig.
Ásta Traustadóttir
Ásta Traustadóttir,
Vestmannaeyjum:
Reykjavík
alveg æðisleg
„MÉR fínnst Reykjavík alveg æöis-
leg, það er alltaf jafn gaman að
koma þangað," sagði Ásta Trausta-
dóttir, húsmóðir í Vestmannaeyjum
sem starfar á skrifstofu Frystihúss
FIVE.
í Reykjavík er skemmtilegt
mannlíf fyrir minn smekk, höfuð-
borgin hefur upp á svo margt að
bjóða fyrir okkur landsbyggðarfólk-
ið. Ég á marga ættingja í Reykjavík
og því verða heimsóknimar þangað
ánægjulegri. Satt að segja gæti ég
hugsað mér að búa í Reykjavík og
ég neita því ekki að það hefur kom-
ið upp í hugann að flytja þangað.
Reykvíkingar hafa vissulega sér-
stöðu umfram fólkið úti á landi,
þeir hafa greiðari aðgang að ýmissi
nauðsynlegri þjónustu og afþrey-
ingu. Það er ekki margt sem ég
hefi út á höfuðborgina að setja,
helst er það hi'aðinn og þetta óskap-
lega stress í umferðinni sem fer í
taugamar á mér.“ — hkj.
Morgunblaðið/Jóhanna
Pétur Olgeirsson
Pétur Olgeirsson,
' Vopnafirði:
Reykjavík býð-
ur upp á minni
vinnuíyrir
meiri laun
„Mér finnst Reykjavík falleg borg
og hún sómir sér vel sem höfuðborg
okkar og alltaf er gott að koma
þangað,“ sagði Pétur Olgeirsson,
framkvæmdastjóri Tanga hf. á
Vopnafirði.
„Hinsvegar er borgin allt of dýr
í rekstri fyrir svona fámenna þjóð
eins og okkar. Það er allt of mikill
stórborgarbragur á Reykjavík,
bruðl og óráðsía. Bæði þarf að færa
til fjármagn og opinberar stofnanir
frá borginni og út á landsbyggðina
enda ofur eðilegt að þeir sem afla
gjaldeyrisins fái að njóta hans í
meira mæli en raunin er. Þá em
launin orðin miklu hærri í Reykjavík
en gengur og gerist í dreifbýlinu
sem þýðir einfaldlega að farið er
að borga hærri laun í þjónustu-
greinunum en í hefðbundnum
atvinnugreinum okkar, t.d. sjávar-
útvegi. Unga fólkið er í stómm stíl
farið að flýja þessa smástaði úti á
landi fyrir borgarlífíð enda ekki
undarlegt að það vilji komast í
minni vinnu fyrir meiri laun,“ sagði
Pétur.
Morgunblaðið/FP
Elín Anna Valdimarsdótt-
ElínAnna Valdimars-
dóttir, Kirkjubæjar-
klaustri:
Ekkert betra að
sækja þjón-
ustuna til
Selfoss
„MÉR finnst gaman að koma til
Reykjavíkur, en mig myndi ekki
langa til að búa þar, er meira fyrir
fámennið," sagði Elín Anna Vald-
imardóttir póst- og símstöðvarstjóri
á Kirkjubæjarklaustri, en Elín hefur
búið á Klaustri allt frá fæðingu.
Elín kvaðst helst sækjast eftir
leikhús- og kvikmyndahúsaferðum
í höfuðborginni, ennfremur ýmis
konar skemmtunum og einfaldlega
því að sjá annað fólk. „Það er gam-
an að fara til Reykjavíkur og sjá
ýmislegt sem við höfum ekki, en
ég er alltaf fegin að koma heim
aftur, þegar ég hef verið þar,“ sagði
hún.
Varðandi það að Reykjavíkur-
borg sogi allt til sín, þjónustu,
atvinnu og fleira sagði Elín: „Það
er áreiðanlega erfitt að koma því
öðru vísi fyrir. Það yrði til dæmis
erfitt vegna fámennis að hafa ýmis-
legt hér, sem nú er fyrir sunnan.
Ég er ekkert óánægð með þetta
eins og það er. Va'rðandi stjómsýsl-
una er það rétt að velflest verður
að sækja til Reykjavíkur, en ég
skil ekki í að það væri neitt betra
að sækja það til dæmis til Selfoss.
Aðalgallinn við þetta fyrirkomu-
lag fyrir okkur eru vegimir. Það
mætti vel leggja meira af þjóðar-
tekjunum til vegamála. Það myndi
jafna aðstöðu okkar á landsbyggð-
inni til muna.“
Elín var í lokin spurð, hvort hún
ætti afmælisósk til handa
Reykjavík. Hún svaraði: „Ég vona
bara að fólki líði vel, að það hafí
næga atvinnu og njóti góðs um-
hverfís.*'
Margrét Isleifsdóttir,
Kirkjubæjarklaustri:
Er og hlýtur að
verða borgin
okkar allra
„MÉR er hlýtt til Reykjavíkur-
borgar, þangað er gott að koma.
Sem höfuðborg hlýtur Reykjavík
einnig að hafa upp á margt að bjóða
sem landsbyggðin hefur ekki, svo
sem menntun ýmiss konar, góð
veitingahús og fleira," sagði Mar-
grét ísleifsdóttir hótelstjóri á
Kirkjubæjarklaustri.
Margrét sagðist fara til
Rcykjavíkur þegar tækifæri gæfist.
Aðspurð um hvort hún gæti hugsað
sér að búa þar sagði hún: „Já, það
gæti ég alveg.“
Varðandi höfuðborgarhlutverk
Reykjavíkur sagði hún: „Ég lít á
Reykjavík sem mína borg, sem höf-
uðborg okkar allra. Þar af leiðir að
hún hlýtur að vera miðstöð allra
hluta. Það er mikið rætt um að
dreifa eigi meira þjónustu þeirri sem
veitt er í Reykjavík. Ég held að það
sé mikil spurning hvort og þá hvern-
ig eigi að breyta því. Fyrir okkur
hér væri til dæmis mun óþægilegra
að þurfa að fara til Akureyrar eftir
ýmsu því sem við sækjum til
Reykjavíkur, að ég tali ekki- um að
þurfa að fara á marga staði.“
Margrét ísleifsdóttir sagði að
lokum: „Reykjavík er falleg borg
og mér fínnst þar allt horfa í fram-
faraátt í sambandi við umhverfis-
mál. Reykjavík er og hlýtur að verða
borgin okkar allra þar sem hún
þjónar öllum landsmönnum."
Morgunblaðið/FP
Margrét ísleifsdóttir
jánsson störfum bæjarfó-
geta; og fylgdi hann því
yfírleitt, meðan hann var
settur bæjarfógeti. Stefán
Gunnlaugsson fór 1845 að
mestu leyti að færa fundar-
gerðir á íslenzku.
Fundargerðir borgara-
funda voru yfirleitt á dönsku
á þessu tímabili.
Púðrið í líkhúsinu
Á fundi 1855 kom fram,
að kaupmönnum og öðrum,
sem höfðu undir höndum
púður að andvirði 10 ríkis-
dalir eða meira var skylt að
geyma púðrið á líkhúsloftinu.
Mun þá vera átt við iíkhúsið
í kirkjugarðinum við Suður-
götu.
Nú hefur komið á daginn,
að púðurbirgðimar hafa ver-
ið farnar að ofbjóða burðar-
þoli loftsins. Samþykkti því
bæjarstjórnin á fundi sínum
7. apríl 1855 að láta leggja
borð nokkur ofan á bitana í
nefndu húsi, þar sem loftið
væri of veikt. Skyldu þessi
borð greidd úr bæjarsjóði.
Drungi og deyfð
Fundargerðir bæjarstjórn-
ar á þessu tímabili bera því
glöggt vitni, að drungi og
deyfð hefur hvílt yfir bæj-
arlífinu . . .
Taka menn helzt eftir
ályktunum um lagningu eða
viðhald á vegarspotta hér og
þar; minnzt er á vatnsból,
og er það sérstaklega í sam-
bandi við ráðstafanir til að
sjá herskipunum fyrir vatni
Bæjarstjómin tekur
ákvörðun um leigu og leigu-
kjör á túnum; rætt er um
mótekju, ráðningu manns til
að annast gæzlu á hrossum
og eftirlit með skýlinu við
Þvottalaugarnar ...
Nýr kattúnsfrakki
á næturvörðinn
Um klæðnað næturvarð-
arins er ekki bókað annað á
þessu tímabili en það, að
honum er ætluð yfirhöfn ár-
lega samkvæmt fjárhags-
áætlun. Árið 1857 var
samþykkt að kaupa nýjan
kattúnsfrakka (kattún:
baðmullarefni með áþrykktu
mynstri) á næturvörðinn, en
þar sem verðið fór yfir áætl-
aða fjárveitingu ársins varð
að færa það, sem umfram
var á óviss útgjöld og greiða
af fjárveitingu næsta árs.
(Páll Líndal.)
Eldsvoðastillir ráð-
inn
Árið 1872 var stofnaður
Sparisjóður Reykjavíkur, sá
er síðar rann inn í Lands-
bankann, og 14. desember
það ár kaus bæjarstjórn end-
urskoðanda sjóðsins.
Ekki voru margir starfs-
menn í þjónustu bæjarins.
Bæjarstjórnin réð næturvörð
og aðstoðamæturvörð eftir
að það starf kom til. Hún réð
mann í fast starf við að
hreinsa skorsteina og þá var
sérstakur umsjónarmaður
brunavama ráðinn; hann var
nefndur eldsvoðastillir.
íslenzkan vinnur á
íslenzkan var mjög að
vinna á, þegar hér var komið
sögu.
Stefán Gunnlaugsson bæj-
arfógeti hafði beitt sér með
eftirminnilegum hætti fyrir
því í febrúar 1848, að menn
sýndu íslenzkunni meiri
sóma en þá tíðkaðist. Ekki
vildu allir sætta sig við,
hvernig að því væri staðið
Nokkrum dögum eftir að-
gerðir bæjarfógeta kom til
ágreinings á fundi bygging-
arnefndar. Fulltrúi bæjar-
fógeta ætlaði að bóka á
íslenzku, en danskur kaup-
maður, sem sat í nefndinni,
mótmælti því. Hann naut
stuðnings tveggja nefndar-
manna íslenzkra og því var
bókað á dönsku.
Ekki var bæjarstjórnin al-
veg syndlaus, því að fundar-
gerð UO. maí 1854 er á
dönsku, þótt íslendingar ein-
ir hafi verið viðstaddir ...
Á fundi bæjarfulltrúanna
15. marz 1856 var rætt um
fyrirhugaðan barnaskóla. ;
Jón Þórðarson í Hákoti, full-
trúi tómthúsmanna, lagði
fram bréf, þar sem hann
„kvaðst eigi geta tekið neinn
þátt í þessu máli, þar sem
öll bréfín séu á dönsku".
Bæjarfulltrúamir bmgðust
svo við, að samþykkt var að
biðja bæjarfógeta að sjá til
þess, að sem flest bréf til
bæjarfulltrúanna væm á
íslenzku.
Það hefur vafalaust haft
töluverð áhrif, að eitt fyrsta
verk J.D. Trampes greifa,
eftir að hann tók við stift-
amtmannsembætti (1850),
var að láta rita embættisbréf
til embættismanna og ann-
arra manna hérlendis á
íslenzku.
(Rit Páls Líndals.)