Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 43

Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 B 43 „Svolítið hrædd við borgina" Þær frænkur Björk Jónasdóttir og Jóhanna María Jónasdóttir voru á leiðinni niður að Tjörn þegar blaðamaður rakst á þær. í för með þeim voru Erla Jónasdóttir, systir Jóhönnu, og Þórarinn Ingi Jónsson. Þær systur, Jóhanna María og Erla, eru nýfluttar í borgina. Jó- hanna sagðist kannski vera svolítið hrædd við borgina innst inni en það myndi ábyggilega ekki vera lengi „því það er svo gaman hér“. Frænka systranna, hún Björk, er hins vegar fædd og uppalinn í Reykjavík. Hún sagðist hafa verið af og til í sveit á sumrin en það væri þó alltaf best að vera í Reykjavík. „Stundum finnst mér borgin þó svolítið óþrifaleg." Það er einkum hirðuleysi fólks með gler sem Björk setur fyrir sig en hún segist alltof oft rekast á glerbrot á götum Reykjavíkurborgar. Á meðan á þessum samræðum stendur grípur Þórarinn Ingi tæki- færið og dottar, hann ætlar greini- lega ekki að gefa blaðamanni neitt tækifæri til að spyija sig spjörunum úr. En Erla er glaðvakandi, hún heldur fast um brauðpokann og er svolítið feimin, enda bara tveggja ára. „Eg ætla að gefa öndunum brauðið," segir hún, „og ég hlakka mikið til að eiga heima í Reykjavík.“ Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell „Ég hef áhuga á tölvum" Hann var að raka saman sorpi í Öskjuhlíð- inni, sagðist vera á sextánda ári og heita Bjöm G.S. Bjömsson. „Ég bý rétt við Austurbæjar- bíó en ég fer nú ekki mikið í bíó. En þetta er góður staður, miðsvæðis, og stutt að fara í flest- ar þjónustumiðstöðvar. Mér líkar vel við Reykjavík." Björn sagðist hafa mikinn áhuga á tölvum og leik sem hann kallaði „fantasy-leikinn", en kannski mætti útleggja það heiti á íslensku sem hugdettuleikurinn. Blaðamaður hafði aldrei heyrt þessa leiks getið svo nú hófust langar útlistingar. Það var greinilegt á öllu að þetta er enginn venjulegur leikur, hann gengur út á það að menn stjórna persónum, sem þeir hafa sjálfir búið til, í gegnum ævintýri sem þeir semja sjálf- ir að hluta. „Þessum leik fylgja miklar reglur og mikið pappírsmagn," sagði Björn, „allt er það á ensku og raunar er ekki hægt að fá þetta keypt nema erlendis." Morgunblaðið/Einar Falur „Æðislegt að eiga heima í Reykjavik"- Þær vinna í skrúðgarðinum í Laugardal þessar lífsglöðu stúlkur. Lengst til vinstri veifar Karen Elías- dóttir okkur. Fyrir ofan hana gutlar Unnur Sandhoít í tjörninni en gegnt henni, með sólbirtugleraugu hang- andi í bandi um hálsinn, situr Margrét Jóhannesdóttir. Sigríður Guðmundsdóttir horfir með stóískri ró á einn umsjónarmann garðsins, sem því miður sést ekki á myndinni. Þegar blaðamaður og ljósmynd- ari renndu í hlað voru stúíkumar önnum kafnar við vinnu sína en þær létu tilleiðast, eftir svolítið þóf, að ganga yfír í grasagarðinn þar sem myndin vartekin. Og þær stöllur voru ekkert að skafa utan af hlutunum. „Okkur líkar æðislega vel að eiga heima í Reykjavík. Bæjarlífið er skemmti- legt og bíó og skemmtistaðir eru á hverju strái.“ „ „

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.