Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 26

Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 Útivistarreitir Reykiavíkur Fossvogur og Nauthólsvík Fossvogur og Nauthólsvík eru inn úr Skerjafirði. í Fossvogi eru stórmerki- leg setlög, 100.000 ára gömul, frá síðasta hlýskeiði ísaldar. Hafa þar fundist margar tegundir af steingerðum skeljum og kuðungum og þama má segja að jarðfræðin liggi eins og opin bók. Nauthólsvíkin er þarna utarlega í vognum að norðanverðu vinsæít útivistarsvæði með siglingarað- stöðu og umtöluðum heitum læk. Hefur lækurinn ekki síst orðið vinsæll þar sem það þótti varla hægt að baða sig í sjónum lengur sökum mengun- ar. Á góðviðrisdögum flatmagar fólk því í heitu vatninu og hefur það virkilega gott... Elliðaárhólminn Elliðaárhólminn er milli kvíslanna í Elliðaánum, þar sem þær falla milli Breiðholtshverfis og rafveituhverf- isins niður af Árbæjarsafni. Þarna er vinsælt útivistarsvæði, talsvert skógi vaxið. Vor, haust og vetur er einnig von til þess að sjá hinn fagra Kermóafoss, en á sumrin er hann vatnslaus að mestu. Þama eru lautir og skvompur inn á milli trjánna, fallegir skógarlundir, en talsverð brögð hafa þó verið að því að illa hafi verið gengið um, tré skemmd o.s.frv. Göngubrýr em út í hólmann frá báðum hliðum Laugardalsgarðurinn Laugardalsgarðurinn er stærsti almenningsgarður Reykjavíkur og er orðinn til utan um gróðrastöð Eiríks Hjartarsonar rafvirkjameistara sem hann stofnaði áámnum eftir 1930. Upp úr 1960 keypti Reykjavíkurborggarðinn ogbreytti honum í þá almenningsvin sem hann nú er. Þama er fádæmagróskumikill skógur og hæstu trén em í hópi þeirra hæstu í Reykjavík allri. Grasagarðurinn gerirþetta útivistarsvæði sérstaklega forvitnilegt, en þargetur að líta sýnishom áf hundmðum jurta- og grasategunda sem bæði em íslensk og erlend. Laugardalsgarðurinn, eða grasagarðurinn í Laugardal, eins og hann er oftlega kallaður, liggur milli Laugaráshverfis, Álfheima, Engjavegar og íþróttamann- virkjanna í Laugardal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.